Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... LANGLOKUR eru vinsælar áheimili Víkverja, og einstaka sinnum hefur hann gert vel við börn sín með því að kaupa slíkar lokur og sent þau með í nesti í skólann. Nú bregður hins vegar svo við að í bak- aríinu „sínu“ fær Víkverji ekki leng- ur langlokur til að smyrja sjálfur að vild. Nei, nú er aðeins boðið upp á smurðar langlokur með alls kyns áleggi. Aðeins tilbúnar til neyslu, sem sagt. Þetta finnst Víkverja slæmt og þykir bakaríið sitt sýna merki um græðgi vegna þess að þegar varan er tilbúin til neyslu, smurð og með áleggi, er hún auðvit- að seld mun dýrari en ella. x x x BARÁTTA Valsara og KA-manna um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik var geysilega skemmtileg og vart mátti á milli sjá hvort liðið færi með sigur af hólmi í fimmta og síðasta úrslitaleiknum á föstudagskvöldið. Bæði lið hefðu verið fullsæmd af því að hampa Ís- landsbikarnum að þessu sinni, en í íþróttunum er það víst svo að aðeins einn stendur uppi sigurvegari. En bæði lið geta verið fullsæmd af frammistöðunni og rétt er að óska Atla Hilmarssyni og lærisveinum hans í KA til hamingju með meist- aratignina. Þjálfarinn hverfur nú sæll á braut eftir farsæl ár á Ak- ureyri og getur ekki kvatt á betri hátt; Valur vann fyrstu tvo leikina í úrslitarimmunni en KA svaraði með þremur sigrum. x x x ARSENAL er vel að enskameistaratitlinum í knatt- spyrnu komið, að mati Víkverja. Fé- lagið átti einfaldlega besta liðið í Englandi á keppnistímabilinu og gerði sér lítið fyrir og sigraði tvö- falt; bæði í deild og bikar. Það hefur líklega ekki skyggt á sigurgleði Lundúnaliðsins að hafa tryggt sér sigur í deildinni á heimavelli erki- fjendanna í Manchester United, Old Trafford eftir hörkuleik þeirra á miðvikudaginn. Þjálfari Arsenal, Arsene Wenger hinn franski, hefur sett saman frá- bært lið á Highbury og ekki í fyrsta skipti. Wenger hefur margsannað að hann kann ýmislegt fyrir sér í fræðunum og vert er að nefna einn- ig landa hans, Gérard Houllier, sem hefur gjörbreytt liði Liverpool síð- an hann tók við stjórninni þar á bæ fyrir nokkrum misserum. x x x VÍKVERJI hefur verið aðglugga í bækur Halldórs Lax- ness, stundað upprifjun ef svo mætti segja, í tilefni 100 ára afmæl- is Nóbelsskáldsins á dögunum. Margt hefur verið rætt og ritað um skáldið að undanförnu, en það sem stendur upp úr að mati Víkverja er hin tæra ritsnilld mannsins. x x x VÍKVERJI lagði leið sína ííþróttahúsið í Mosfellsbæ und- ir lok vikunnar. Þar stóð yfir Ís- landsmót öldunga í blaki, sem sann- arlega er eitthvert athyglisverta íþróttamót sem fram fer ár hvert hér á landi. Víkverji getur vitnað um það að gleðin og ánægjan sem skín af andliti „öldunganna“ að þessu sinni, eins og undanfarin ár á þessum vettvangi, er ósvikin. Gleðin er ekki minni á öldungamótinu í blaki en t.d. á Andrésar andar leik- unum á skíðum eða Shellmótinu í fótbolta í Vestmannaeyjum. Íslendingur – Fyrirspurn EF ÉG man rétt komu í ágúst 1974 1 eða 2 víkinga- skip siglandi frá Noregi til Íslands með norskri og ís- lenskri áhöfn. Í kjölfar þess fengu Íslendingar 1 eða 2 skip í þjóðhátíðargjöf frá Norðmönnum. Þessi skip voru, að ég held, látin liggja undir skemmdum. Veit ein- hver hver urðu afdrif þess- ara skipa og hver bar ábyrgð á þessari gjöf frá Norðmönnum. Ég heyrði í viðtali við Gunnar Marel að hann sagði að engin eftirlíking af svona skipum væri til. Heidi Kristiansen. Skoðanakönnun for- sætisráðherrans „Værir þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) inngöngu Ís- lands í Evrópusambandið ef það leiddi til þess að helmingur landsins legðist í auðn“. Eitthvað á þessa leið spyr forsætisráðherrann í skoðanakönnun, og hljóm- ar eins og verið sé að gera grín að fólki. Það er um- hugsunarefni að 66 prósent aðspurðra skuli hafa látið ginnast til að svara svona spurningum. 090329-4219. Dýrahald Tinnu vantar heimili TINNU vantar heimili. Hún er tveggja ára gelt læða, innikisa, mjög þrifin og kelin. Ferðabúr og ann- að fylgir. Uppl. hjá Helenu í síma 568 7026. Kettlingur fæst gefins FALLEGUR og kassavan- ur kettlingur fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 820 2470. Kanína í óskilum KANÍNA, kolsvört með hvítt strik á snoppunni, fannst á Sólvallagötu sl. miðvikudagskvöld. Upplýs- ingar í síma 551 3122. Týndur kisi ÞESSI kisi týndist í Hlíð- unum í nóvember sl. Hann var með fjólubláa ól og er eyrnamerktur R!H023. Þeir sem vita um afdrif hans vinsamlega hafi sam- band í síma 865 6405. Tapað/fundið Barnaregngalli í óskilum BARNA-regngalli, nýleg- ur, fannst í Öskjuhlíðinni sl. miðvikudag. Upplýsingar í síma 552 1581. Gleraugu í óskilum MÁNUDAGINN 13. maí kom eldri maður í Bókabúð Máls og menningar (rit- fangadeild) við Hlemm og gleymdi þar gleraugunum sínum. Upplýsingar í síma 511 1170. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is NÝLEGA birtist í Morg- unblaðinu stutt en laggóð grein eftir Freystein Jó- hannsson um lífshlaup Jörundar hundadagakon- ungs. Ekkert er þar að mínu viti missagt, en það vantar mikilvægar stað- reyndir. Agnar Þórðarson samdi fyrstur manna á Ís- landi framhaldsleikrit fyr- ir útvarp sem nefndist „Víxlar með afföllum“. Síðan kom „Ekið fyrir Stapann“ og seinast „Hæstráðandi til sjós og lands“ sem fjallar um Jör- und og afrek hans á Ís- landi. Á þeim árum tæmdust næstum götur þegar slík verk voru á boðstólum, en þessi verk Agnars nutu fá- dæma vinsælda. Fyrir svið hafði hann áður samið „Kjarnorka og kvenhylli“, sem var sýnd 80 sinnum. Bókspekingar og aðrir sérfróðir þekkja ekki einu sinni af afspurn höfuðverk hans, „Þeir koma í haust“. Agnar skrúfaði fyrir fyndni sína, forðaðist hana jafnvel eins og heit- an eldinn, og hafi hver fyrir sig hvað honum finnst um þá ákvörðun. Í upphafi ætluðu þeir Jónas, að tillögu Agnars, að semja saman söngleik um Jörund. Skyldi Jónas yrkja söngtexta en Agnar sjá um söguþráðinn, en svo fór að Jónas samdi verkið einn, sem alkunna er. Enginn veit betur en við, sem erum við aldur, hversu fljótt fennir í spor- in. Kjartan Guðjónsson. Fljótt fennir í sporin LÁRÉTT: 1 tekur fastan, 8 slitur, 9 láta falla, 10 liggi á hálsi, 11 snjóa, 13 leturtákn, 15 manns, 18 hugsa um, 21 þáði, 22 frumu, 23 hlut- deild, 24 ofsækir. LÓÐRÉTT: 2 flýtinn, 3 vitleysa, 4 er minnugur misgerða, 5 snaginn, 6 bílífi, 7 brak, 12 nægt, 14 fíngert regn, 15 sæti, 16 borguðu, 17 tími, 18 snjódyngja, 19 synji, 20 bylgja. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 sýpur, 4 fella, 7 kokið, 8 losti, 9 arm, 11 aurs, 13 hadd, 14 úldin,15 selt, 17 étir, 20 sin, 22 álfan, 23 annað, 24 karat, 25 gaupa. Lóðrétt: 1 sækja, 2 pukur, 3 riða, 4 fálm, 5 lesta, 6 aðild, 10 ruddi, 12 sút, 13 hné,15 skálk, 16 lofar, 18 tunnu, 19 riðla, 20 snót, 21 nagg. K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skipin Reykjavíkurhöfn: Nor- sund og Selfoss koma dag og fara á mánudag. Akraberg og Margrét koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Barði og Ljósafoss koma á morgun Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 vinnustofa og leikfimi, kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 spilavist. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Allar upplýs- ingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10–17 fóta- aðgerð, kl. 10 samverustund, kl. 13.30– 14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Eldri borgarar Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudög- um. Jóga á föstudögum kl. 11. Kóræfingar fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþrótta- húsinu kl. 11 á sunnu- dögum. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566 8060 kl. 8– 16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un, mánudaginn, fé- lagsvist kl. 13.30 og pútt- æfingar í Bæjarútgerð kl. 10–11. 30. Þriðjud.: brids, nýir spilarar vel- komnir, saumur undir leiðsögn og frjáls handa- vinna kl. 13.30, spænskukennsla kl. 16.30. Opið hús í boði Rótarí á fimmtud. 16. maí kl. 14 í boði er skemmtiatriði og kaffi. Kór eldri Þrasta og Gafl- arakórinn halda tónleika í Víðistaðakirkju föstud. 17. maí kl. 20 aðgangur ókeypis. Vestmann- eyjaferð 2. til 4. júlí, upplýsingar og skrá- setning í Hraunseli, s. 555 0142 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Sun- nud.: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud.: Brids kl. 13. Þriðjud.: Skák kl. 13. Göngu-Hrólfar fara í leikhúsferð á Sólheima laugardaginn 18. maí að sjá „Hárið“ brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 14. allir velkomnir, skráning á skrifstofu FEB. Þeir sem hafa skráð sig í Vest- fjarðaferð 18.–23. júní þurfa að staðfesta ferð- ina fyrir 15. maí. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10–12. í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið sunnu- daga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Hand- verkssýning mánudag- inn 13. maí kl. 10–16. Félagsvist fellur niður mánudag. Sunndags- kaffið fellur niður í dag. Félagsstarfið Seljahlíð. Sýning á handverki heimilismanna opin í dag kl. 13.30–17. Kaffi- veitingar á staðnum. Allir vekomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14 kóræfing, dans fellur niður. Miðviku- daginn 22. maí er leik- húsferð í Borgarleik- húsið að sjá „Kryddlegin hjörtu“, skráning hafin. Veit- ingar í Kaffi Berg. Upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun kl. 9 handa- vinna, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 11 hæg leikfimi, kl. 13 lom- ber og skák. Vorsýn- ingin verður opnin frá kl. 14–18 í félagsheim- ilinu.Uppl. í s. 554 3400 og 564 5260. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 ró- leg stólaleikfimi, kl. 13 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Vorsýningin verður op- in frá kl. 14–18 í félags- heimilinu. Uppl. í s. 554 3400 og 564 5260. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Allir vel- komnir. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13 kór- æfing. Handverkssýning verður opin á morgun frá kl. 13–17. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spil- að. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Kvenfélag Breiðholts. Fundur verður í safn- aðarheimilinu Breið- holtskirkju þriðjudaginn 14. maí kl. 20, sýndar verða myndir frá ferð til Kína. Kristniboðsfélag karla, fundur verður í kristni- boðssalnum, Háaleit- isbraut 58–60, mánudag- inn 13. maí kl. 20. Formaður félagsins sér um fundarefnið. Allir karlmenn velkomnir. Öldungaráð Hauka. Fundur verður miðviku- daginn 15. maí kl. 20 á Ásvöllum. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund mánudaginn 13. maí kl. 20. S.V.D. Hraunprýði. Hin árlega kaffi- og merkja- sala verður mánud. 13. maí. Kaffisalan verður í Hjallahrauni 9, kl. 15– 20. Tekið verður á móti kökum og meðlæti í Hjallahrauni 9 frá kl. 9 sama dag. Kvenfélagið Hrönn heldur fjölskyldubingó mánudaginn 13. maí kl. 20 í Húnabúð, Skeifunni 11. Félagskonur taki með sér gesti. Bandalag kvenna í Reykjavík. Vorfund- urinn verður haldinn á Hallveigarstöðum, Tún- götu 14, mánudaginn 13. maí kl. 20. Gestur fund- arins verður Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, kaffiveitingar. Í dag er sunnudagur 12. maí, 132. dagur ársins 2002. Mæðradagurinn. Orð dagsins: Drottinn, Guð her- sveitanna, snú oss til þín aftur, lát ásjónu þína lýsa, að vér megum frelsast. (Sálm. 80, 20.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.