Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 49 Símar: 515 1735 og 515 1736 Bréfasími: 515 1739 Farsími: 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæ›agrei›sla vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. fer fram í Ármúlaskóla ALLA DAGA kl. 10 - 22. Utankjörsta›askrifstofan veitir allar uppl‡singar og a›sto› vi› kosningu utan kjörfundar. Utankjörsta›askrifstofa Sjálfstæ›isflokksins Sjálfstæ›isfólk! Láti› okkur vita um stu›ningsmenn sem ekki ver›a heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæ›, 105 Reykjavík EINS OG GÓÐ VEIÐISAGA, Lygilegt en satt! Tilboð á Simms Gore-tex vöðlum ásamt Simms Freestone skóm Allir veiðimenn vita að Simms stend- ur uppúr í framleiðslu veiðifatnaðar fyrir erfiðar aðstæður. Veiðihornið býður nú frábært tilboð á Simms Gore-tex vöðlum ásamt Simms Freestone skóm. Vöðlurnar einnig fáanlegar í dömusniði. Aðeins kr. 38.500 settið. Mjög takmarkað magn. Hægt að skipta greiðslum á Visa og Euro. Magnað tilboð fyrir fluguveiðimenn Ókeypis Scierra flugulína að verðmæti kr. 5.895 fylgir öllum Scierra XDA fluguhjólum í maí. Gildir á meðan birgðir endast. Verð frá kr. 15.995. Scierra Lightweight öndunar- vöðlur ásamt Scierra Grey- hound vöðluskóm. Aðeins kr. 21.590 settið Nýi bæklingurinn okkar er kominn út. Kíktu í Veiðihornið og náðu þér í ein- tak. Sumarið er handan við hornið og við bjóðum mörg frábær tilboð á veiði- græjum og fatnaði. M.a. Ron Thompson fluguveiðisett á kr. 16.995, Ron Thompson tvíhendupakki á kr. 25.690, Sage fluguveiðisett á kr. 32.500 og fleira og fleira. Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 - Síðumúli 8 - sími 568 8410 www.veidihornid.is Opið alla daga í Hafnarstræti og alla daga nema sunnudaga í Síðumúla Veiðihornið Hafnarstræti 5 Veiðihornið Síðumúla 8 Ron Thompson Classic. 5 mm neophrenevöðlur ásamt Ron Thompson Scandinavian veiðijakka sem er vatnsheldur og með öndun. Aðeins kr. 19.995 settið Í JÚLÍ 1970 birtist grein í Mbl. und- ir þessari fyrirsögn og fjallaði um veg er tengdi saman Reykjavík og Suðurland við miðhluta Norðurlands um Sprengisand, auk afleggjara austur á land. Um þær mundir var búið að brúa Tungnaá og verið að leggja veg þaðan að Þórisvatni, en Skeiðará var enn óbrúuð og hring- vegurinn því ekki orðinn að veru- leika. Mörgum þótti hugmyndin því ekki tímabær. Nú aftur á móti virðast hálendis- vegir vera komnir á dagskrá í fullri alvöru og eru nefndar fjórar leiðir, þ.e. Kaldidalur, Kjölur, Sprengi- sandur og Fjallabaksleið nyrðri, en réttnefni hennar er „Landmanna- leið“. Auk þess hefur verið bent á fimmtu leiðina, framhald vegar um Kaldadal yfir Stórasand norðan Langjökuls, framhjá Blöndulóni, niður af hálendinu um Gilhagadal, þaðan yfir á Kjálka og að Norður- árdal í Skagafirði rétt austan við Silfrastaði. Síðastnefndi vegurinn er sagður stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar um nærri 80 km og færi þá niður undir 300 km. Þetta yrði veruleg stytting sem kæmi sér vel fyrir vöruflutninga og einnig fyrir fólk á hraðferð. Þá yrðu þarna góð tengsl við Blöndudal í Húnavatns- sýslu og Blönduhlíð í Skagafirði. Með þessu móti yrði hvergi farið inn á miðhálendið. Líklega yrði þetta notadrýgsta hálendisleiðin og kæmi sér mun betur en „góðvegur“ um Kjöl. Þar aftur á móti ættu lengi að duga endurbætur á núverandi slóð- um. Sama er að segja um „Land- mannaleið“. Þar sýnist heldur engin þörf á hraðferðum, en laga þyrfti nú- verandi slóða til þess að þeir gætu nýst í því tilfelli að hlaup úr Mýrdals- jökli ryfi hringveginn tímabundið í kjölfar Kötlugoss. Aðra sögu er að segja um Sprengi- sandsveg sem tengdi saman Suður- land og Norðurland. Þangað uppeft- ir er reyndar næstum kominn vegur að sunnanverðu, þar af klæddur að Þórisvatni. Síðan lægi leiðin yfir „sandinn“ og áfram nálægt Skjálf- andafljóti niður í Bárðardal með af- leggjara að Mývatni. Annar afleggj- ari lægi til austurs yfir nýja brú á Jökulsá á Fjöllum í stefnu á Háreks- staðaleið. Hagkvæmast yrði að þess- ir vegir lægju sem næst fyrirhugaðri háspennulínu sem ætlað er að tengja saman orkuver Suðurlands og Aust- urlands til aukins öryggis fyrir báða landshluta. Niðurstaðan af þessum hugleið- ingum er því sú að tengja saman leið 1 og 5 (þ.e. Kaldadal og Stórasand) og leggja veg um Sprengisand til norðurs og austurs, en halda leiðum 2 og 4 (þ.e. Kjalvegi og „Landmanna- leið“) að mestu óbreyttum. Áður en kemur að þessum verkefnum þarf þó að klæða allan hringveginn og lag- færa hann þar sem mest þörf er á, svo sem í miðhluta Borgarfjarðar og í Norðurárdal í Skagafirði. VALDIMAR KRISTINSSON, viðskipta- og landfræðingur. Vegir um hálendið Frá Valdimari Kristinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.