Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐUSTU vikurnar hafamarkað spor í sögu Frakk-lands. Eftir fimm ára logn-mollu í frönskum stjórn-málum brast á fárviðri. Veðrinu hefur nú slotað en umhleyp- ingum er ekki lokið því afar þýðing- armiklar þingkosningar eru fram- undan. Le Pen fær þá aftur tækifæri til að sýna styrk sinn og örlög nýrrar ríkisstjórnar sem skipuð var fyrr í vikunni munu ráðast. Úrslit fyrri umferðar forsetakosn- inganna 21. apríl komu gífurlega á óvart. Skoðanakannanir höfðu sýnt að Chirac og Jospin voru hnífjafnir í fyrsta og öðru sæti. Langt bil var á milli þeirra og næstu manna. Þótt Le Pen sé auðvitað enginn nýgræðingur í franskri pólitík var ekki reiknað með honum í fremstu víglínu. Ekki er langt síðan pólitískir lífdagar Le Pens þóttu taldir vegna klofnings í Þjóð- fylkingunni. En úrslitin komu ekki einungis á óvart, þau voru eins og köld vatns- gusa framan í lýðræðissinna. Hægri öfgamaður, sem margir líta á sem fas- ista, skaut sjálfum forsætisráð- herranum ref fyrir rass og komst með tærnar þar sem forsetinn hafði hæl- ana. Líktu margir fjölmiðlar þessu við pólitískan landskjálfta. Valið í seinni umferðinni stóð því milli hægri manns og hægri öfgamanns. Allt í einu var það orðið möguleiki að Le Pen gæti orðið forseti. Maður sem hefur úrsögn úr Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni, vill taka upp dauðarefsingu að nýju, hamla gegn því að útlendingar setjist að í Frakk- landi og festa þá reglu í sessi að Frakkar hafi forgang til starfa í Frakklandi. Kosningar sem virtust helgaðar heldur óspennandi kapp- hlaupi Jospins og Chiracs voru allt í einu farnar að snúast um sjálfa til- veru fimmta lýðveldisins og framtíð Frakklands meðal siðaðra þjóða. Frakkar tala gjarnan – grínlaust – um ættjörð sína sem „land mannrétt- indanna“ ekki síst vegna frönsku mannréttindayfirlýsingarinnar frá 1789. Átti þessu landi að vera stjórn- að af manni sem afneitar mörgu af því sem telst til mikilvægustu mannrétt- inda? Voru menn ekki lengi að rifja upp að það voru Frakkar sem beittu sér hvað mest fyrir því að Austurríkis- menn sættu refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins þegar flokkur Jörgs Haiders tók sæti í ríkisstjórn. Jafnframt hafa margir Frakkar verið fullir vandlætingar vegna uppgangs Berlusconis og þjóðernissinna á Ítal- íu. Blasti nú við að Frakkar væru ekki þess umkomnir að vanda um fyrir öðrum í þessum efnum. Þessir atburðir hafa auðvitað vakið óhug utan Frakklands og verið settir í samhengi við uppgang hægri öfga- manna annars staðar í álfunni. Er von að spurt sé hvort 20% frönsku þjóð- arinnar séu kynþáttahatarar? Málið er hins vegar alls ekki svona einfalt. Fólk kýs ekki Le Pen af einhverri einni ástæðu. Það verður einnig að hafa hugfast að sjálfur var hann mun hófsamari fyrir kosningarnar en oft áður. Flest það sem fundið er Þjóðfylking- unni til foráttu birtist ekki með ber- um orðum í stefnuskrám hennar. Það er frekar að persóna Le Pens, ýmis ummæli úr fortíð hans og gjörðir, veki ugg. Eins og lýðskrumara eru háttur hefur hann að sjálfsögðu lag á því að haga orðum sínum þannig að þau falli sem flestum í geð. Hann tek- ur gjarnan málefni upp sem njóta al- þýðufylgis (andstaða við Evrópusam- runa, harðar aðgerðir gegn glæpum) án þess að um rökræna heildarstefnu sé að ræða. Stjórnmálakreppa Úrslitin þóttu afhjúpa djúpstæða stjórnmálakreppu í Frakklandi. Hin- ir hefðbundnu stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn hefðu misst sam- bandið við drjúgan hluta kjósenda. Fylgi Le Pens er ekki eitt til marks um það heldur einnig gott gengi öfga- sinnaðra frambjóðenda af vinstri vængnum. Í viðtölum við þá sem kusu Le Pen kemur fram að mörgum er efst í huga öryggisleysið sem fylgir vaxandi glæpum. Í raun er það svo að í sumum hverfum stórborga ríkir lög- leysa þar sem lögreglan treystir sér ekki til að koma á reglu. Sú tilfinning er líka útbreidd að glæpamenn þurfi ekki að taka afleiðingum gerða sinna. Ríkið sinni ekki þeirri frumskyldu sinni að verja borgarana yfir ofbeld- isverkum. Einnig hefur verið bent á að Frakkar séu að súpa seyðið af því að það hafi mistekist að innlima þær milljónir innflytjenda, einkum frá Norður-Afríku, sem búa í landinu. Þetta valdi því að drjúgur hluti kjós- enda leggist á sveif með öfgamönnum sem bjóða upp á einfaldar lausnir eins og vísa útlendingum úr landi og stöðva innflytjendastraum. Þegar nánar er skoðað kemur í ljós að fylgi Le Pens er mest í röðum ófaglærðra verkamanna og lands- byggðarfólks. Ennfremur er það mest í útjaðri landsins í suðri og norð- austri. Le Pen höfðar samkvæmt þessu mikið til þeirra sem telja sig hafa farið halloka og ekki notið góðs af bættum lífskjörum undanfarinna ára. Þá höfðar hann til þeirra sem eru uggandi út af þróuninni í Evrópumál- um, þ.e. auknum samruna, og þeirra sem eru á móti innflytjendum. Fólk á jaðarsvæðum er óöruggara með til- veru sína vegna snertiflatarins við ná- grannalönd. Það er athyglisvert Le Pen fær hljómgrunn jafnvel í héruðum þar sem eru fáir innflytjendur og glæpir lítið vandamál. Í þessu sambandi hef- ur fjölmiðlum verið kennt um að gera allt of mikið úr glæpavandanum. Sér- staklega hefur einkastöðin TF1, sem er sú vinsælasta, verið skömmuð fyrir að velta sér upp úr glæpafregnum í hverjum einasta fréttatíma. Viðbrögðin Fyrsti eftirskjálftinn kom að kveldi 21. apríl þegar Lionel Jospin for- sætisráðherra tilkynnti að hann myndi draga sig í hlé. Hann hefur ekki tjáð sig opinberlega síðan og reyndar vart sést á almannafæri nema þegar ríkisstjórnarskipti fóru fram fyrr í þessari viku. Hann lét meira að segja konu sína greiða at- kvæði fyrir sína hönd í seinni umferð- inni samkvæmt umboði eins og lög heimila. Þetta eru töluverð tíðindi. Þótt hann njóti ekki mikillar alþýðuhylli hefur Jospin verið farsæll forsætis- ráðherra sem tryggði pólitískan og efnahagslegan stöðugleika undanfar- in fimm ár. Jafnvel blað eins og Fin- ancial Times sem seint verður talið hallt undir sósíalista fer lofsamlegum orðum um ríkisstjórnartíð hans. At- vinnulausum hafi til dæmis fækkað um tæpa milljón. Virðist ekki fara milli mála að niðurstaðan hef- ur verið gífurleg von- brigði fyrir Jospin. Sumir hafa legið honum á hálsi fyrir að yfirgefa bátinn fyrstur manna í stað þess að sigla flokksfleyinu alla leið í gegnum þing- kosningarnar. Mátti hann vita að upp hæfust mikil átök um hver yrði eft- irmaður hans sem kynni að veikja möguleika flokksins á að halda völd- um. Flestir hafa hins vegar borið lof á Jospin fyrir að axla eindregið ábyrgð á strandinu. Sú ákvörðun hafi verið í samræmi við hugsjónir hans um heið- arleika og skýra ábyrgð. Einnig er skiljanlegt að Jospin fýsti lítt að berj- ast áfram fyrir því einu að sitja áfram sem forsætisráðherra með Chirac sem forseta sér við hlið. Sambúð þeirra tveggja var ágæt í fyrstu en undanfarin tvö ár, eftir að nær dró kosningum og ljóst var að í það stefndi að báðir yrðu í framboði, gætti vaxandi úlfúðar. Ekkert lamb að leika við Þótt í sjálfu sér megi segja að Le Pen hafi aldrei átt möguleika á því að bera sigurorð af Chirac er ljóst að ár- angur hans í fyrri umferð skapaði mikinn vanda. Í tvær vikur fékk hann óskipta athygli fjölmiðla. Ef honum tækist að auka fylgi sitt svo einhverju munaði þótt það dygði ekki til að fella Chirac gætu þingkosningarnar í júní snúist upp í aðra martröð. Eitt það fyrsta sem forsetinn og talsmenn hans voru spurðir um að lokinni fyrri umferðinni var hvort hann myndi ganga á hólm við Le Pen í sjónvarpskappræðum. Eftir misvís- andi svör í fyrstu lýsti forsetinn því yfir að hann myndi ekki taka þátt í slíkum samræðum. Rökstuddi hann það með vísan til þess að það væri ekki hægt að rökræða við menn eins og Le Pen. Þetta var tekið gott og gilt og tókst Le Pen ekki að gera sér mat úr því sem hann kallaði heigulshátt forsetans. Þótt auðvitað megi finna að því að forsetinn skyldi ekki vera tilbú- inn að setjast niður og ræða við Le Pen má ekki gleyma því að það gat verið ábyrgðarlaust að taka áhættu í því efni. Le Pen er nefnilega ekkert lamb að leika sér við. Í athyglisverðri grein í Le Monde á dögunum er fjallað um þann vanda sem fréttamenn standa frammi fyrir þegar tekin eru viðtöl við Le Pen. Hann er nefnilega rökfimur með af- brigðum og er mjög vel að sér í sögu Frakklands og Evrópu. Illa undir- búnum blaðamönnum „rúllar hann upp“ svo vitnað sé í kunnasta sjón- varpsmann Frakka, Patrick Poivre d’Arvor. Unga kynslóðin rankar við sér Strax að kveldi fyrri umferðarinn- ar streymdi fólk út á götur Parísar og helstu borga Frakklands til að láta í ljósi andúð sína á kynþáttafordómum og stefnu Le Pens. Stóðu þessi mót- mæli samfleytt í tvær vikur og náðu hámarki 1. maí þegar hálf önnur milljón manna tók þátt. Þessi hreyf- ing hefur verið lofuð og prísuð í fjöl- miðlum sem vitnisburður um að ný kynslóð Frakka sé að hefja afskipti af stjórnmálum, kynslóð sem áður lét sér standa á sama um stjórnmál og kosningar. Le Pen tókst hins vegar ekki að vekja þá fjöldahreyfingu sem hann vonaðist eftir. Þátttaka var dræm á útifundi sem hann boðaði til í París 1. maí og sömu sögu má segja um loka- fund kosningabaráttu hans í Mars- eille, sem er þó eitt hans höfuðvígi. Seinni umferðin Spár rættust og Chirac fékk yfir- burðafylgi í seinni umferðinni, rúm- lega 82%. Úrslitin eru þó fyrst og fremst sigur fyrir lýðræðið almennt. Bráðahættunni sem stafaði frá hægri öfgamönnum var afstýrt með sann- færandi hætti. Kjörsókn var mun betri en í fyrri umferðinni eða 80,14%. Fyrir Chirac sjálfan var niðurstaðan nokkuð þversagnakennd. Í fyrri um- ferðinni fékk hann minna fylgi en nokkur starfandi forseti. Í seinni um- ferðinni er hann kjörinn með meiri yf- irburðum en dæmi eru um. Le Pen tókst ekki að auka að ráði fylgi sitt milli umferða. Það þýðir í raun að nýir kjósendur sem ekki tóku þátt í fyrri umferðinni og þeir sem kusu aðra en Le Pen og hinn fram- bjóðanda hægri öfgamanna, Bruno Mégret, gengu til fylgilags við Chir- ac. En það þýðir líka að það er tölu- verður stöðugleiki í fylgi Le Pens. Tæp 20% létu ekki segjast þrátt fyrir linnulausan áróður í fjölmiðlum gegn Le Pen. Til dæmis var daglega minnt á það hvað það myndi þýða að rjúfa tengslin við Evrópusambandið. Franskir bændur sem njóta góðs af styrkjakerfi ESB myndu missa helm- ing tekna sinna. Viðskipti við útlönd myndu dragast saman sem óhjákvæm- lega myndi leiða kreppu í útflutningsgreinum og stóraukins atvinnuleysis. Le Pen var reyndar fljótur að bregð- ast við og í auglýsingum rétt fyrir seinni umferðina talað hann einungis um að það þyrfti að „endurskoða“ samninga á vettvangi Evrópusam- bandsins. Ný ríkisstjórn Chirac lét hendur standa fram úr ermum og var tilbúinn með nýja rík- isstjórn skömmu eftir kosningarnar. Sú stjórn hefur fáeinar vikur til að sanna gildi sitt, eða fram að þingkosn- ingunum 9. og 16. júní. Fyrir þá sem koma frá hreinræktuðu þingræðis- landi eins og Íslandi lítur það óneit- anlega nokkuð einkennilega út að skipta um ríkisstjórn svo skömmu fyrir þingkosningar þegar vitað er að hún verður ekki langlíf nema hægri menn beri sigur úr býtum í þingkosn- ingunum. Þetta verður þeim mun sér- kennilegra þegar haft er í huga að sigur Chiracs er lítil eða engin vís- bending um raunverulegt persónu- fylgi hans eða fylgi hægri manna. En svona er franska stjórnskipunin, for- setinn er pólitískur og kerfið er þann- ig hugsað að forsetinn og forsætisráð- herrann séu á sömu línu. Það má því búast við að nýja stjórn- in byrji af krafti því naumur tími er til stefnu fram að þingkosningunum. Auðvitað getur hún þó ekki gert neitt sem krefst samþykkis þingsins, en því var slitið í febrúar og kemur ekki saman að nýju fyrr en eftir þingkosn- ingarnar. Kemur þá í ljós hvort Frakkar vilja nýja „sambúð“ þrátt fyrir það slæma orð sem fer af henni. Sósíalistar eru vongóðir um að halda þingmeirihlutanum sem myndi leiða til þess að nýja stjórnin viki fyrir vinstri stjórn. Það hefur verið hægri mönnum fjötur um fót hve illa hefur gengið að sameinast í einn öflugan hægri flokk. Síðustu daga og vikur hafði mikið verið spáð og „spekúlerað“ um það hver yrði fyrir valinu sem forsætis- ráðherra Chiracs. Augljósasti kandí- datinn var Nicolas Sarkozy sem hefur verið einn mest áberandi talsmaður stjórnarandstöðunnar síðastliðin ár. Chirac fór hins vegar aðra leið, ef til vill vegna þess að hann fann að það þurfti nýtt andlit, einhvern sem væri ekki dæmigerður fulltrúi hinnar póli- tísku hástéttar. Raffarin varð fyrir valinu og er talið það til tekna að hann er ekki frá París heldur utan af landi og hann er ekki útskrifaður úr ENA (Ecole Nationale d’Administration) eins og svo margir stjórnmálaleiðtog- ar síðustu áratuga, þ. á m. Chirac og Jospin. Svokallaðir ENA-istar hafa orðið að eins konar samnefnara fyrir pólitískt valdasamkrull sem byggist á ógagnsæjum bræðraböndum. Nýja stjórnin ætlar augljóslega að reyna að taka lögreglu- og öryggis- mál föstum tökum. Sarkozy, sem gengur forsætisráðherranum næstur að virðingu innan stjórnarinnar, fær það hlutverk að stjórna nýefldu ráðu- neyti innanríkis- og öryggismála. Sýnir það áhersluna á þennan mála- flokk. Það er einnig athyglisvert og raunar mjög jákvætt að í nýju stjórn- inni er í fyrsta skipti ráðherra af norður-afrísku bergin brotinn. Tokia Saïfi, dóttir alsírskra innflytjenda, mun fara með málefni sjálfbærrar þróunar. Sjálf hefur hún sagt að hún hafi byrjað stjórnmálaafskipti á tí- unda áratugnum vegna þess að hún þoldi ekki niðrandi ummæli Le Pens um innflytjendur. Stór verkefni framundan Ekki fer hjá því að ýmsir velti því fyrir sér hvort helstu stofnanir fimmta lýðveldisins þarfnist ekki endurskoðunar. Sterk staða forset- ans kann að eiga að hluta til sök á máttleysi stjórnmálamanna til að tak- ast á við þjóðfélagsvanda. Á það auð- vitað fyrst og fremst við á tímum „sambúðar“ eins og undanfarin fimm ár þegar forsetinn og forsætisráð- herrann jafna hvor annan út. Að vísu prísa menn sig sæla að kosningakerf- ið geymir þann varnagla að hafa tvær umferðir. Kosningarnar sýna vel þá hættu sem fælist í því að hafa einungis eina umferð í forsetakosning- um eins og við Íslendingar þar sem ekki er krafist hreins meirihluta. Leiða menn þá einnig hugann að því að forsetaembættið franska er það valdamikið að óábyrgur einstaklingur sem kæmist til valda gæti valdið mikl- um usla jafnvel þótt hann hefði ekki þingið á sínu valdi. Til dæmis hefur forsetinn heimildir til að lýsa yfir neyðarástandi og stjórna með tilskip- unum. Til lengri tíma litið hlýtur að vera meginverkefni lýðræðisaflanna að vinna fimmtung þjóðarinnar aftur á sitt band. Eins og Chirac sagði þegar úrslit seinni umferðarinnar lágu fyrir felast mjög eindregin skilaboð í kosn- ingunum: „Þið verðið að sinna okkur betur.“ Fárviðrinu slotar Eftir fimm ára lognmollu geisaði tveggja vikna stormur í frönskum stjórnmálum. Páll Þórhallsson rýnir í úrslit frönsku forsetakosninganna. AP Stuðningsmenn Jacques Chirac, sem var endurkjörinn Frakklandsforseti sl. sunnudag, haldast í hendur eftir að tilkynnt var um úrslitin. Le Pen var hófsamari en oft áður Búist við að ný stjórn byrji af krafti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.