Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 31
Bíldshöfða
Enn meiri verðlækkun
Bakhús inni í portinu
Hollensku Bali borðstofusettin eru ódýr en vönduð
TILBOÐ ÓSKAST
Í Subaru Forester árgerð 1999 sjálfskiptur,
ABS (ekinn 28 þús. mílur),
Plymouth Grand Voyager árgerð 1996
með bilaða sjálfskiptingu
og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að
Grensásvegi 9 þriðjudaginn 14. maí kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA
SALA VARNARLIÐSEIGNA
HALLA Margrét Árnadóttir sópr-
ansöngkona þreytti á dögunum
frumraun sína í hlutverki Toscu í
samnefndri óperu eftir Puccini í
óperuhúsinu í Val d’Aosta á Ítalíu.
Segir hún allt hafa gengið að ósk-
um og viðtökur hafa verið hlýjar.
Halla Margrét sagði síðastliðið
haust skilið við óperettuflokkinn
kunna Corrado Abbati frá óp-
eruhúsinu Teatro Wally í Reggio
Emilia. „Eftir þrjú ár og 450 sýn-
ingar var mér ljóst að annaðhvort
festist ég í þessu fagi eða héldi á
brattann og reyndi að láta draum-
inn rætast. Ég gaf því fast kaup
upp á bátinn og ákvað að hella mér
út í áheyrnarpróf við hin ýmsu
hús.“
Fyrst lá leiðin til Val d’Aosta.
„Ég vissi að þegar var búið að
finna líklega söngkonu í hlutverk
Toscu en skellti mér samt í prófið.
Aðallega til að æfa mig. Eftir
nokkra daga fékk ég svo upp-
hringingu með þeim fréttum að ég
hefði fengið hlutverkið. Ég trúði
þessu varla fyrr en ég stóð á svið-
inu í Val d’Aosta fyrir nokkrum
dögum. Sem
Tosca. Þarna
var ég að
„debútera“ í
drauma-
hlutverki
hverrar
drama-
tískrar söng-
konu hér í
sjálfu landi
óperunnar.“
Halla Margrét
lýsir frumsýn-
ingunni sem ógleymanlegri lífs-
reynslu. „Ég var í hálfgerðu sjokki
eftir frumsýninguna því ég hafði
gefið mig svo fullkomlega í hlut-
verkið að ég var sannfærð um að
ég hefði „fyrirfarið“ mér í raun og
veru. En þar sem ég lá á dýnunni
baksviðs, eftir að hafa hent mér
fram af kastalanum, uppgötvaði ég
að ég var á lífi,“ segir söngkonan.
„Ég varð svo aftur Halla í fram-
kallinu þegar ég sá allt þetta fólk
klappa fyrir mér og hrópa
„brava“. Á slíkum stundum verður
maður meyr. Tárin streymdu eftir
allt stressið og mér varð hugsað
heim til allra sem hafa stutt mig af
ráðum og dáð, fjölskyldu og vina.“
Lofsamleg blaðaskrif
Að mati Höllu Margrétar voru
viðtökur vonum framar og lofsam-
lega hafi verið fjallað um sýn-
inguna og frammistöðu hennar í
blöðum. „Í tónlistarblaðinu Rass-
egna musicale er Toscunni minni
hampað og hún sögð stórglæsileg
með dramatískum tilþrifum. Ég er
í skýjunum með þetta en þarf að
fara að ranka við mér því fram-
undan eru áheyrnarpróf sem mér
hafa boðist eftir þetta.“
Halla Margrét kveðst ganga
undir nafninu „Sikileyski Íslend-
ingurinn“ meðal félaga sinna í óp-
erunni. „Þeir eru steinhissa á öll-
um þessum blóðhita. Hér eru
Norðurlandabúar almennt taldir
kaldir. Ég minnti þá hins vegar á
að Ísland er eldeyja eins og Sikiley
og að ég hafi allan þennan blóðhita
einmitt frá landinu mínu. Úr rok-
inu og rigningunni,“ segir hún og
hlær.
Halla Margrét Árnadóttir syngur Toscu á Ítalíu
Söng draumahlut-
verkið í landi óperunnar
Halla Margrét
Árnadóttir
Hjallakirkja í Kópavogi Tónlistar-
andakt verður kl. 17. Árni Arinbjarn-
arson organisti Grensáskirkju leikur
á orgel kirkjunnar verk eftir Dietrich
Buxtehude, Antonio Vivaldi, sem Jo-
hann Sebastian Bach umskrifaði fyrir
orgel, Felix Mendelssohn-Bartholdy
og César Franck. Hulda Hrönn M.
Helgadóttir sóknarprestur í Hrísey
flytur ritningarlestur og bæn.
Langholtskirkja Tónleikar kór-
stjórnarnema við Tónskóla Þjóð-
kirkjunnar verða kl. 16. Þeir munu
þar stjórna Krýningarmessu Moz-
arts og köflum úr Messíasi eftir
Handel. Kammerkór Langholts-
kirkju syngur og Kristinn Örn Krist-
insson leikur með á píanó. Jón Stef-
ánsson organisti í Langholtskirkju
hefur leiðbeint kórstjórnarnemunum
í vetur.
Reykholtskirkja, Borgarfirði
Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði
halda tónleika kl. 15. Efnisskráin er
fjölbreytt, en þó ber hún þess nokkur
merki að karlakórinn heldur í söng-
för til Evrópu síðar í sumar, og þar
verður lögð áhersla á á lög eftir ís-
lensk tónskáld.
Stjórnandi karlakórsins er Jón Krist-
inn Cortez og undirleikari Hólm-
fríður Sigurðardóttir.
Mikligarður, Vopnafirði Karlakór
Eyjafjarðar heldur tónleika kl. 23.30.
Á söngskrá eru bæði létt og fjörug
lög, gömul og ný, auk þess sem sung-
in verða karlakórsverk. Fjögurra
manna hljómsveit er með kórnum og
leikur undir í nokkrum lögum. Þá
munu fjórir félagar úr kórnum
syngja einsöng. Söngstjóri er Petra
Björk Pálsdóttir, og píanóleikari
Aladár Racz.
Mánudagur
Listaklúbbur leikhúskjallarans
Dagskrá helguð fótboltanum hefst kl.
20.30. Flutt verður leikgerð unnin
upp úr bók Elísabetar Jökulsdóttur,
Fótboltasögur.
Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir,
höfundur leikgerðar Elísabet Rón-
aldsdóttir, kvikmyndagerðarmaður.
Leiklestur annast leikararnir: Björn
Jörundur Friðbjörnsson, Hilmar
Jónsson og Stefán Jónsson.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is