Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Menningarvaka Vestfirðingafélagsins
Áhuginn virðist
vera að glæðast
Vestfirðingafélagiðrekur grósku-mikla starfsemi,
auk styrktarsjóðs fyrir
vestfirsk ungmenni eins og
þar stendur og á næstunni
er á dagskrá menningar-
vaka á vegum félagsins.
Haukur Hannibalsson er í
stjórn félagsins og hann
svaraði nokkrum spurn-
ingum Morgunblaðsins er
eftir því var leitað á dög-
unum.
– Segðu okkur eitthvað
frá Menningarvöku Vest-
firðingafélagsins, hvar
verður hún, hvenær og
hvað verður þar mönnum
til skemmtunar?
„Menningarvaka Vest-
firðingafélagsins verður að
þessu sinni haldin í félags-
heimilinu Gullsmára, Gull-
smára 13 í Kópavogi, hinn 14. maí
og hefst klukkan 20. Menningar-
vakan verður helguð minningu
Sigríðar Valdemarsdóttur, fyrr-
verandi talsímakonu, sem andað-
ist í nóvember á síðasta ári, en
Sigríður var formaður félagsins
um áratugabil.
Dagskrá vökunnar verður fjöl-
breytt og má þar nefna að Aðal-
steinn Eiríksson, fyrrverandi
skólastjóri, minnist Sigríðar. Pét-
ur Bjarnason framkvæmdastjóri
flytur erindi sem hann kallar Sér-
kenni Vestfirðingsins, Ragnar og
Guðbrandur Torfasynir taka lag-
ið, ungir dansarar úr Dansskóla
Sigurðar Hákonarsonar sýna
dansa og Torfi Guðbrandsson,
fyrrverandi skólastjóri, flytur ljóð
eftir Guðmund Inga Kristjánsson
frá Kirkjubóli. Ekki má gleyma
rúsínunni í pylsuendanum en það
er hinn landskunni skemmtikraft-
ur Jóhannes Kristjánsson sem
ætlar að kitla hláturtaugar gest-
anna.“
– Segðu okkur aðeins frá Vest-
firðingafélaginu, hvenær var það
stofnað og hversu margir eru þar
félagar?
„Vestfirðingafélagið var stofn-
að 16. desember 1940. Það verður
því 62 ára á þessu ári. Í dag eru fé-
lagarnir um 70. Eitt af markmið-
um félagsins er að halda tengslum
við átthagana og stuðla að kynn-
um brottfluttra Vestfirðinga.
Vestfirðingafélagið hefur starfað í
62 ár af mismikilum krafti. Und-
anfarin ár hefur félagið eins og
önnur átthagafélög átt erfitt upp-
dráttar á stundum. Nú virðist
áhugi fyrir félaginu vera að glæð-
ast og á síðasta aðalfundi gengu
inn nokkrir áhugasamir félagar
sem allir eru á góðum aldri. Því
verður að leiða líkum að því að
áhugi fyrir félaginu fari vaxandi.“
– Hvað gerir félagið annað en
að halda menningarvökur?
„Að sjálfsögðu heldur félagið
árlega sinn aðalfund í lok nóvem-
ber og er þá jafnan eitthvað til
gamans gert sem tengist árstíð-
inni. Á vegum félagsins hefur ver-
ið farið í fræðslu- og skemmtiferð-
ir t.d. til Vestfjarða.
Einnig er í tengslum
við félagið afar merki-
legt fyrirbæri sem er
Menningarsjóður vest-
firskrar æsku sem Sig-
ríður Valdemarsdóttir stofnaði ár-
ið 1967.“
– Hver er tilgangur menningar-
sjóðsins?
„Stofnun þessa sjóðs er ein-
stakt framtak konu sem ekki hafði
tök á að ganga menntaveginn, en
langaði mikið til þess. Sigríður
stofnaði þennan sjóð til minningar
um foreldra sína þau Elínborgu
Hannibalsdóttur og Valdemar
Jónsson og móðursystur sína
Matthildi Hannibalsdóttur.
Sjóðnum var fyrst og fremst ætl-
að að styrkja vestfirsk ungmenni
sem ekki gátu stundað nám í sinni
heimabyggð.
Í stofnskrá sjóðsins segir meðal
annars að þeir aðilar sem ganga
fyrir styrkveitingum frá sjóðnum
séu „vestfirsk ungmenni sem
misst hafa fyrirvinnu, föður eða
móður, einstæðar mæður svo og
konur, meðan fullt launajafnrétti
er ekki í raun“. Eins og fyrr sagði
var sjóðurinn stofnaður fyrir lið-
lega 30 árum og hlýtur að teljast
einstakt framtak. Á aðalfundi fé-
lagsins eru kosnir tveir einstak-
lingar í stjórn sjóðsins en sá þriðji
skal tilnefndur af afkomendum
Valdemars og Elínar sem sjóður-
inn er stofnaður til minningar um.
Fjármögnun sjóðsins hefur verið
frjáls framlög en þó aðallega
leigutekjur af íbúð sem Sigríður
átti. Hún arfleiddi sjóðinn að íbúð-
inni eftir sinn dag, en hún greiddi
allan kostnað af íbúðinni meðan
hún lifði.“
– Er mikið sótt í sjóðinn?
„Á hverju ári berast sjóðnum
nokkrar umsóknir og frá stofnun
hans hafa verið veittir 139 styrkir,
misjafnlega háir eftir
fjölda umsókna og
framlögum til sjóðsins
á hverjum tíma.“
– En ef við snúum
okkur aftur að
menningarvökunni, er hún öllum
opin?
„Allir eru velkomnir á þessa
menningarvöku og ættu Vestfirð-
ingar sem og aðrir að eiga saman
góða stund í félagsheimilinu Gull-
smára á þriðjudagskvöldið, 14.
maí, njóta þjóðlegra veitinga og
góðrar skemmtunar, en allur
ágóði af menningarvökunni renn-
ur til menningarsjóðsins.“
Haukur Hannibalssson
Haukur Hannibalsson er
fæddur í Þernuvík í Ísafjarðar-
djúpi 18. september 1941. Ólst
upp á Hanhóli í Bolungarvík.
Lauk námi við Iðnskólann í
Reykjavík 1966. Sveinspróf í bif-
vélavirkjun 1966. Hefur unnið
við lyfjaframleiðslu í Borgartúni
6 frá 1968, fyrst hjá Lyfjaverslun
ríkisins til 1994 að henni var
breytt í Lyfjaverslun Íslands hf.
og frá 1998 að Delta keypti fram-
leiðsludeildir fyrirtækisins. Hef-
ur setið í stjórn Skógræktar-
félags Kópavogs, verið virkur
félagi í Vestfirðingafélaginu og í
stjórn Menningarsjóðs vest-
firskrar æsku. Maki er Sigur-
björg Björgvinsdóttir forstöðu-
maður og eiga þau fimm börn,
fimm tengdabörn og níu barna-
börn.
Hún arfleiddi
sjóðinn
að íbúðinni
HAGKAUP opnuðu nýja verslun í
Kringlunni í vikunni þar sem áður
var Nýkaupaverslun og að sögn
Finns Árnasonar framkvæmda-
stjóra hafa viðtökur neytenda
verið mjög góðar.
Verðlag er mun lægra en Ný-
kaup buðu upp á, að sögn Finns
og segir hann að neytendur hafi
tekið sérlega vel við sér á föstu-
dag þegar sérstök opnunartilboð
tóku gildi yfir helgina í öllum
verslunum Hagkaupa. Rekstri
Nýkaupaverslana hefur nú verið
hætt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hagkaupum
vel tekið í
Kringlunni
♦ ♦ ♦
TIL stendur að leita að nýju hús-
næði fyrir Hagstofu Íslands en gert
er ráð fyrir að hún flytji snemma á
næsta ári.
Málið var á dagskrá á fundi rík-
isstjórnarinnar í fyrradag. Skarp-
héðinn B. Steinarsson, skrifstofu-
stjóri í forsætisráðuneytinu, segir að
vegna skipulagsbreytinga hjá Hag-
stofunni, sem meðal annars tengist
auknum verkefnum frá Þjóðhags-
stofnun, henti núverandi húsnæði
ekki lengur.
Hagstofan
flytur