Morgunblaðið - 12.05.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.05.2002, Qupperneq 1
MORGUNBLAÐIÐ 12. MAÍ 2002 110. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Sunnudagur 12.maí 2002 ferðalögFrankfurtbílarFerrari bóndansbörnAllt í grænum sjóbíóLoftur Guðmundsson Örbirgð í Afganistan Daglegt́ líf í stríðshrjáðu landi Jarlinn af Sand- wich er sagður hafa búið til þá samloku sem við nú þekkjum. Prentsmiðja Morgunblaðsins Á Klapparstígnum eru stórhuga menn að skapa nýjan heim, nýtt stjörnukerfi með öllu sem tilheyrir. Árni Matthíasson skyggndist nokkrar þúsaldir fram í tímann. Á vit nýrra heima Eins og blóðið syði í mér 16 Eðlilegt að endurmeta staðsetningu heraflans 10 Gagnvirk tengsl menning- ar og mennta 18 B FULLTRÚAR ísraelskra stjórn- valda sögðu í gær að áætlanir um hernaðaraðgerðir á Gazasvæðinu hefðu verið endurskoðaðar. Er nú gert ráð fyrir öllu hófsamari aðgerð- um en upphaflega var reiknað með og þykjast menn sjá að Bandaríkjamenn hafi þrýst á um það við Ísraela að sýna stillingu. Ljóst þótti eftir sjálfsmorðsárás liðsmanns Hamas-samtakanna í ná- grenni Tel Aviv á þriðjudag, sem kostaði sextán Ísraela lífið, að Ísr- aelsstjórn myndi láta til skarar skríða gegn Palestínumönnum á nýjan leik. Voru Ísraelar að draga saman lið í ná- grenni Gaza-svæðisins alla vikuna í þessu augnamiði. Á föstudagskvöld bárust hins vegar fréttir um að sökum leka um eðli aðgerðanna hefði þeim verið skotið á frest. Ekki vegna þrýstings Bandaríkjamanna? Ísraelar neituðu því í gær að þeir hefðu tekið ákvörðun sína vegna þrýstings Bandaríkjastjórnar. Ari Fleischer, talsmaður Bush Banda- ríkjaforseta, sagði hins vegar á föstu- dag að Ísraelar yrðu að vara sig á því að hleypa ekki öllu í bál og brand í Mið-Austurlöndum á nýjan leik. Benda menn á að árás Ísraela á Gazaströndina nú myndi skyggja á væntanlega heimsókn George Ten- ets, yfirmanns bandarísku leyniþjón- ustunnar (CIA), en Bush hefur falið honum að aðstoða Palestínumenn við að byggja upp öflugt öryggislið, sem ætlað væri að koma í veg fyrir upp- gang hryðjuverkamanna í röðum Pal- estínumanna. Þá telja menn að Ísraelar hiki við að efna til aðgerða sem kalla myndu á jafn afdráttarlausa fordæmingu um- heimsins og nýlegar hernaðaraðgerð- ir þeirra á Vesturbakkanum. Reuters MUNKAR rétttrúnaðarkirkjunnar hreinsa til í Fæðingarkirkjunni í Betlehem í gær en umsátri Ísraelshers við kirkjuna lauk á föstudag. Ísraelar endurskoða hernaðaráform sín Jerúsalem. AFP. Hreinsað til í Fæðingarkirkjunni AÐILDARRÍKI Sameinuðu þjóð- anna samþykktu samhljóða ályktun um aðgerðir til að bæta aðstæður barna í heiminum á lokadegi barna- ráðstefnu SÞ í New York en ráð- stefnunni lauk í gær. Carol Bel- lamy, framkvæmdastjóri Barna- hjálpar SÞ (UNICEF), lýsti ánægju með árangurinn af ráðstefnunni en nokkuð bar þó á gagnrýni og þykir aðgerðaáætlunin helst til íhalds- söm. Fjögur atriði eru sett í forgang í áætluninni: Að stuðla að bættri heilsu barna í heiminum; aukinni menntun; að börn njóti verndar gegn ofbeldi og misnotkun; og að blásið verði til sóknar í baráttunni gegn alnæmi, AIDS. Sett er 21 nýtt markmið í að- gerðaáætluninni og gildir hún til tíu ára. Gagnrýndu nokkur góð- gerðarsamtök Evrópuþjóðirnar fyrir að hafa gefið um of eftir gegn fulltrúum hinnar íhaldssömu stjórnar George W. Bush Banda- ríkjaforseta í samningaviðræðum um efni ályktunarinnar. Þar á bæ beittu menn sér gegn ákvæðum um kynfræðslu barna og öllu því, sem túlka mætti sem málflutning fyrir heimild fóstureyðinga meðal ung- linga, auk ákvæða sem banna aftök- ur barna. Talið er að ellefu milljónir barna deyi ár hvert úr sjúkdómum sem auðveldlega mætti lækna. Á ráðstefnunni komu aðstæður barna í Palestínu m.a. til umfjöll- unar og á myndinni sést hvar Reem Hassan frá Palestínu sýnir blaða- mönnum skólatösku og bók sem var í eigu palestínsks barns sem lét lífið af völdum jarðsprengju. Reuters Aðstæður barna verði bættar Sameinuðu þjóðunum. AFP. Á MYNDINNI sést hvar verið er að gefa fátækum börnum í Buenos Ai- res að borða en helmingur Argent- ínumanna er nú sagður búa við fá- tækt. Ástæðan er efnahagskreppan sem riðið hefur yfir landið und- anfarin misseri og virðast fá teikn á lofti um að framundan sé betri tíð. Juan Carlos Del Bello hag- stofustjóri sagði að átján milljónir manns teldust nú lifa undir fátækt- armörkum. Hefur fátækum fjölgað um fjórar milljónir á aðeins tveim- ur mánuðum en á þeim tíma hefur vöruverð í landinu hækkað veru- lega vegna verðbólgu, atvinnuleysi aukist – mælist nú um 25% – og laun manna verið fryst. Hækkaði verð á nauðsynjavörum um 17,7% í aprílmánuði einum og sér. Helmingur Argentínu- manna býr við fátækt Reuters Buenos Aires. AFP. LÍKLEGT þykir að slæmt ásigkomulag brautarteina hafi verið orsök lestarslyssins norður af London í fyrradag sem kostaði sjö manns lífið. Lestin fór út af spori sínu er hún nálgaðist Potters Bar- lestarstöðina og endastakkst aftasti vagn lestarinnar fram á við og hafnaði skáhallt á hlið á brautarpallinum. Sérfræðingar á sviði lestar- kerfisins hafa bent á að hugs- anlega sé lélegu ástandi sam- skeytanna eða umgjörð lestarteinanna um að kenna. Farþegar með lestunum hafa sagt í samtali við BBC að þeir hafi oft fundið hnykk á lest- inni þegar hún ók eftir þess- um hluta teinanna. Lögregla segir að vettvangsrannsókn muni taka nokkra daga. Hvergi jafnmörg lestarslys? Þetta er fimmta slysið á jafnmörgum árum sem kostar mannslíf og gagnrýndu sum bresku dagblaðanna yfirvöld í landinu harkalega fyrir að hafa ekki brugðist við ástandi lestarkerfisins í landinu með viðunandi hætti. The Daily Mirror sagði t.d. að hvergi nokkurs staðar í hinum sið- menntaða heimi yrðu jafn- mörg lestarslys og í Bret- landi. Önnur blöð fóru varlega í sakirnar og á forsíðu The Daily Mail gat einfaldlega að líta yfirskriftina „Ekki aftur!“ en The Times sagði í leiðara að menn mættu ekki hrapa að niðurstöðum og að fram þyrfti að fara ítarleg rannsókn á or- sökum slyssins. Rannsaka ástand brautar- teinanna London. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.