Morgunblaðið - 12.05.2002, Side 1

Morgunblaðið - 12.05.2002, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ 12. MAÍ 2002 110. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Sunnudagur 12.maí 2002 ferðalögFrankfurtbílarFerrari bóndansbörnAllt í grænum sjóbíóLoftur Guðmundsson Örbirgð í Afganistan Daglegt́ líf í stríðshrjáðu landi Jarlinn af Sand- wich er sagður hafa búið til þá samloku sem við nú þekkjum. Prentsmiðja Morgunblaðsins Á Klapparstígnum eru stórhuga menn að skapa nýjan heim, nýtt stjörnukerfi með öllu sem tilheyrir. Árni Matthíasson skyggndist nokkrar þúsaldir fram í tímann. Á vit nýrra heima Eins og blóðið syði í mér 16 Eðlilegt að endurmeta staðsetningu heraflans 10 Gagnvirk tengsl menning- ar og mennta 18 B FULLTRÚAR ísraelskra stjórn- valda sögðu í gær að áætlanir um hernaðaraðgerðir á Gazasvæðinu hefðu verið endurskoðaðar. Er nú gert ráð fyrir öllu hófsamari aðgerð- um en upphaflega var reiknað með og þykjast menn sjá að Bandaríkjamenn hafi þrýst á um það við Ísraela að sýna stillingu. Ljóst þótti eftir sjálfsmorðsárás liðsmanns Hamas-samtakanna í ná- grenni Tel Aviv á þriðjudag, sem kostaði sextán Ísraela lífið, að Ísr- aelsstjórn myndi láta til skarar skríða gegn Palestínumönnum á nýjan leik. Voru Ísraelar að draga saman lið í ná- grenni Gaza-svæðisins alla vikuna í þessu augnamiði. Á föstudagskvöld bárust hins vegar fréttir um að sökum leka um eðli aðgerðanna hefði þeim verið skotið á frest. Ekki vegna þrýstings Bandaríkjamanna? Ísraelar neituðu því í gær að þeir hefðu tekið ákvörðun sína vegna þrýstings Bandaríkjastjórnar. Ari Fleischer, talsmaður Bush Banda- ríkjaforseta, sagði hins vegar á föstu- dag að Ísraelar yrðu að vara sig á því að hleypa ekki öllu í bál og brand í Mið-Austurlöndum á nýjan leik. Benda menn á að árás Ísraela á Gazaströndina nú myndi skyggja á væntanlega heimsókn George Ten- ets, yfirmanns bandarísku leyniþjón- ustunnar (CIA), en Bush hefur falið honum að aðstoða Palestínumenn við að byggja upp öflugt öryggislið, sem ætlað væri að koma í veg fyrir upp- gang hryðjuverkamanna í röðum Pal- estínumanna. Þá telja menn að Ísraelar hiki við að efna til aðgerða sem kalla myndu á jafn afdráttarlausa fordæmingu um- heimsins og nýlegar hernaðaraðgerð- ir þeirra á Vesturbakkanum. Reuters MUNKAR rétttrúnaðarkirkjunnar hreinsa til í Fæðingarkirkjunni í Betlehem í gær en umsátri Ísraelshers við kirkjuna lauk á föstudag. Ísraelar endurskoða hernaðaráform sín Jerúsalem. AFP. Hreinsað til í Fæðingarkirkjunni AÐILDARRÍKI Sameinuðu þjóð- anna samþykktu samhljóða ályktun um aðgerðir til að bæta aðstæður barna í heiminum á lokadegi barna- ráðstefnu SÞ í New York en ráð- stefnunni lauk í gær. Carol Bel- lamy, framkvæmdastjóri Barna- hjálpar SÞ (UNICEF), lýsti ánægju með árangurinn af ráðstefnunni en nokkuð bar þó á gagnrýni og þykir aðgerðaáætlunin helst til íhalds- söm. Fjögur atriði eru sett í forgang í áætluninni: Að stuðla að bættri heilsu barna í heiminum; aukinni menntun; að börn njóti verndar gegn ofbeldi og misnotkun; og að blásið verði til sóknar í baráttunni gegn alnæmi, AIDS. Sett er 21 nýtt markmið í að- gerðaáætluninni og gildir hún til tíu ára. Gagnrýndu nokkur góð- gerðarsamtök Evrópuþjóðirnar fyrir að hafa gefið um of eftir gegn fulltrúum hinnar íhaldssömu stjórnar George W. Bush Banda- ríkjaforseta í samningaviðræðum um efni ályktunarinnar. Þar á bæ beittu menn sér gegn ákvæðum um kynfræðslu barna og öllu því, sem túlka mætti sem málflutning fyrir heimild fóstureyðinga meðal ung- linga, auk ákvæða sem banna aftök- ur barna. Talið er að ellefu milljónir barna deyi ár hvert úr sjúkdómum sem auðveldlega mætti lækna. Á ráðstefnunni komu aðstæður barna í Palestínu m.a. til umfjöll- unar og á myndinni sést hvar Reem Hassan frá Palestínu sýnir blaða- mönnum skólatösku og bók sem var í eigu palestínsks barns sem lét lífið af völdum jarðsprengju. Reuters Aðstæður barna verði bættar Sameinuðu þjóðunum. AFP. Á MYNDINNI sést hvar verið er að gefa fátækum börnum í Buenos Ai- res að borða en helmingur Argent- ínumanna er nú sagður búa við fá- tækt. Ástæðan er efnahagskreppan sem riðið hefur yfir landið und- anfarin misseri og virðast fá teikn á lofti um að framundan sé betri tíð. Juan Carlos Del Bello hag- stofustjóri sagði að átján milljónir manns teldust nú lifa undir fátækt- armörkum. Hefur fátækum fjölgað um fjórar milljónir á aðeins tveim- ur mánuðum en á þeim tíma hefur vöruverð í landinu hækkað veru- lega vegna verðbólgu, atvinnuleysi aukist – mælist nú um 25% – og laun manna verið fryst. Hækkaði verð á nauðsynjavörum um 17,7% í aprílmánuði einum og sér. Helmingur Argentínu- manna býr við fátækt Reuters Buenos Aires. AFP. LÍKLEGT þykir að slæmt ásigkomulag brautarteina hafi verið orsök lestarslyssins norður af London í fyrradag sem kostaði sjö manns lífið. Lestin fór út af spori sínu er hún nálgaðist Potters Bar- lestarstöðina og endastakkst aftasti vagn lestarinnar fram á við og hafnaði skáhallt á hlið á brautarpallinum. Sérfræðingar á sviði lestar- kerfisins hafa bent á að hugs- anlega sé lélegu ástandi sam- skeytanna eða umgjörð lestarteinanna um að kenna. Farþegar með lestunum hafa sagt í samtali við BBC að þeir hafi oft fundið hnykk á lest- inni þegar hún ók eftir þess- um hluta teinanna. Lögregla segir að vettvangsrannsókn muni taka nokkra daga. Hvergi jafnmörg lestarslys? Þetta er fimmta slysið á jafnmörgum árum sem kostar mannslíf og gagnrýndu sum bresku dagblaðanna yfirvöld í landinu harkalega fyrir að hafa ekki brugðist við ástandi lestarkerfisins í landinu með viðunandi hætti. The Daily Mirror sagði t.d. að hvergi nokkurs staðar í hinum sið- menntaða heimi yrðu jafn- mörg lestarslys og í Bret- landi. Önnur blöð fóru varlega í sakirnar og á forsíðu The Daily Mail gat einfaldlega að líta yfirskriftina „Ekki aftur!“ en The Times sagði í leiðara að menn mættu ekki hrapa að niðurstöðum og að fram þyrfti að fara ítarleg rannsókn á or- sökum slyssins. Rannsaka ástand brautar- teinanna London. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.