Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Útflutningsráð Samtaka verslunarinnar - FÍS boðar til fundar
fimmtudaginn 16. maí kl. 12:00 í Háteigi, Grand Hótel.
Gestur fundarins verður Árni M. Mathiesen,
sjávarútvegsráðherra.
Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu samtakanna
í síma 588 8910 eða á netfang: lindabara@fis.is
FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN.
Vorfundur
Útflutningsráðs Sv/FÍS
Veiðileyfagjald og aðrar breytingar - framfaraspor eða afturför?
SAMTÖK VERSLUNARINNAR
OPIN HÚS
Aðaltún 20, Mosfellsbæ
Glæsilegt parhús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. 2
svefnherbergi. Stofa með arni. Parket á gólfum á efri hæð, flísar á
gólfum neðri hæðar. Nuddpottur og stór timburverönd í garði.
Rólegt og gott hverfi, frábært útsýni. Myndir á www.eign.is. Áhv.
byggingasj. 6 m. V. 19,8 m.
Björgvin og Sóley taka vel á móti ykkur í dag milli kl. 13 og 15.
Suðurmýri 4 (Grænamýri)
Öldugrandi 3 (03-01)
Mjög skemmtilegt einbýlishús á
þremur hæðum. 4-5 svefnherbergi,
parket á öllum gólfum. Risið er eitt
stórt rými, mjög skemmtilegt, hátt til
lofts. Allar lagnir í húsinu eru nýjar.
Hús klætt að utan. Áhv. 8 m.
V. 23,5 m.
Kjartan tekur vel á móti ykkur í dag milli kl. 13 og 15.
Falleg 4ra herbergja 100 fm íbúð á
þriðju hæð í góðu fjölbýli, 3 góð
svefnherbergi, stofa með svölum,
rúmgott eldhús, já og baðherbergi.
Parket á gólfum íbúðar. Mjög stór
geymsla er í kj., ca 20-30 fm. Stæði í
bílageymslu. V. 12,3 m.
Egill verður í íbúðinni í dag milli kl. 13 og 15.
Opið hús í dag milli kl. 14 og 17
Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050
www.hofdi.is
Í dag býðst þér að skoða
þessa glæsilegu 3ja herb. 83
fm íbúð sem er á jarðhæð í
þríbýlishúsi. Franskir gluggar í
stofu. Hellulögð verönd.
Nýlegar náttúruflísar á fl.
gólfum. Sérinngangur. Rólegur
og góður staður. Verð 11,4 m.
Áslaug og Helgi taka vel á móti ykkur.
Austurbrún 23 - jarðhæð
Suðurlandsbraut
Til leigu í þessu glæsilega húsi tvær hæðir, samtals 1.700 til
1.900 fm. Mjög góð staðsetning. Glæsilegar, mjög vand að-
ar og góðar skrifstofur á 3. og 4. hæð. Húsnæðið uppfyllir
allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu
traustra aðila. Sanngjörn leiga fyrir rétta aðila.
Upplýsingar veitir
Magnús Gunnarsson í
s. 588 4477 eða 899 9271
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
ÞAÐ er allt við það sama í undra-
ánni Tungulæk. Þar hafa veiðst
milli 600 og 700 sjóbirtingar í vor
og er aðeins veitt um helgar.
Flestum birtingunum hefur verið
sleppt á ný. Fyrir skemmstu
veiddi Haraldur Eiríksson 23
punda birting í læknum og er það
stærsti sjóbirtingur sem frést hef-
ur af úr íslenskri á í mörg herr-
ans ár.
„Það voru gríðarlegir vatna-
vextir og leiðindaveður. Ég var að
kasta á þekktan stað rétt fyrir
neðan brúna og var eiginlega
kominn niður úr hylnum og að
kemba hnédjúpt vatn er ég fékk
þessa líka grimmdarneglingu. Ég
var með litla Grey Ghost straum-
flugu og fiskurinn gleypti fluguna
ofan í tálkn. Það var miður, ég
sleppi mest af þeim fiski sem ég
veiði og hefði sleppt þessum, en
honum hreinlega blæddi út í
höndunum á mér. En þetta var
voðalegur bolti, 100 sentimetra
löng hrygna sem var í ótrúlega
góðum holdum þótt hún hefði
hrygnt haustið áður. Ég er alveg
viss um að þessi fiskur hefur ekki
verið langt frá 30 pundunum þeg-
ar hann var nýgenginn í fyrra-
haust. Það vantar a.m.k. 2–3 kg af
hrognum plús það sem hann hef-
ur lagt af í vetur og við hrygn-
inguna,“ sagði Haraldur í samtali
við Morgunblaðið.
Þennan morgun veiddi Harald-
ur við annan mann ellefu sjóbirt-
inga sem flestir voru á bilinu 7 til
14 pund. Auk risans hafa veiðst
nokkrir 14 til 17 punda og einnig
gríðarlega mikið af vænum geld-
fiski, 2 til 4 punda. Nýr veiðivefur
er kominn út á Netinu, slóðin er
www.agn.is. Það eru þrír ungir
veiðimenn, Leifur Þorvaldsson,
Jóhann Sigurðarson og Ágúst
Ágústsson sem standa fyrir vefn-
um sem var opnaður með borð-
aklippingum landbúnaðarráðherra
í beinni útsendingu á Ísland í bítið
fyrir skemmstu. Að sögn Leifs er
efni vefjarins fjölbreytt og þeir
félagar stefna að því að hafa hann
virkan og í stöðugri mótun.
„Við verðum með öflugan
fréttaflutning sem verður upp-
færður jafnvel oft á dag ef því er
að skipta. Þá erum við með veiði-
verslun og veiðileyfasölu auk ít-
arlegra lýsinga á veiðistöðum og
svæðum. Í framtíðinni munum við
síðan bæta við okkur gps-punkt-
um sem menn geta fengið. Við
höfum fengið góðar viðtökur,
ótrúlega góðar. Miklu betri en við
þorðum að vona. Með sama
áframhaldi treystum við okkur
örugglega í sessi,“ sagði Leifur.
Haraldur Eiríksson í miðjunni með sjóbirtinginn stóra, 23 punda. T.v. er Þorvaldur Rúnarsson með 14
punda birting, t.h. er Ingigerður Guðmundsdóttir.
23 punda sjóbirt-
ingur úr Tungulæk
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Eggjabikarar
verð
kr. 2.300
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mánudag-föstudag 11-18 ,
laugardag 11-15
Þumalína
Pósthússtræti/Skólavörðustíg
Allt fyrir mömmu og litla krílið
Póstsendum – sími 551 2136