Morgunblaðið - 12.05.2002, Síða 55

Morgunblaðið - 12.05.2002, Síða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 55 EFTIR langan aðdraganda og und- irbúning er heimildarmynd fyrir sjónvarp um Tyrkjaránið tilbúin, og því var efnt til forsýningar á mynd- inni um daginn. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra tók formlega í notkun vefsíðu um Tyrkjaránið og heimildarmyndina (http://servef- ir.ruv.is/heimildamynd), ensk kynn- ingarmynd um myndina var sýnd og einnig fyrsti hluti myndarinnar, Náðarkjör, sem er 44 mínútur að lengd. Myndin verður sýnd í kvöld og tvo næstu sunnudaga í Sjónvarp- inu. Útflutningsvara Kvikmyndafélagið Seylan vann myndina í samvinnu við Sjónvarpið, en að Seylan standa Hjálmtýr Heið- dal framleiðandi, Guðmundur Bjart- marsson kvikmyndatökumaður og Þorsteinn Helgason höfundur og leikstjóri. Hjálmtýr segir að þeir hafi farið af stað með verkefnið árið 1993, en tök- ur hafi ekki hafist fyrr en árið 2000 vegna hversu langan tíma tók að fjármagna myndina sem kostaði um 16 milljónir alls. – Og hefur tekist að selja hana til útlanda? „Já, við fórum á ráðstefnu í Boston í október og vöktum mikla athygli. Svo náðum við samningi við tvær er- lendar stöðvar, frá Hollandi og Ír- landi, og erum með fleiri í takinu. Nú erum við að vinna erlendar útgáfur af myndinni til að mæta stöðlum hverrar þjóðar fyrir sig. Svo við er- um að fara í tökur.“ Hjálmtýr segir engin leikin atriði vera í myndinni en eitt sviðsett atriði á Austfjörðum þar sem þeir tóku 110 manns. „Myndin er að mestu unnin úr 17. aldar myndefni og upptökurn- ar fóru aðallega fram erlendis. Við fórum til tíu landa og eltum uppi söfn og myndefni sem voru fréttamyndir þess tíma,“ segir Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður sem bíður spenntur eftir viðbrögðum áhorf- enda við mynd þeirra félaga um Tyrkjaránið. Morgunblaðið/Ásdís Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Guðbjörg Sigurðardóttir, aðstoð- armaður ráðherra, Þorsteinn Helgason höfundur og Markús Örn Antons- son útvarpsstjóri á forsýningu fyrsta hluta myndarinnar um Tyrkjaránið. Níu ár í vinnslu Forsýning á Tyrkjaráninu  GAUKUR Á STÖNG: Útgáfu- tónleikar í tilefni útkomu þriðju breiðskífu Thirteen á mánudags- kvöld. Sveitin er hugarfóstur Halls Ingólfssonar en á tónleikunum verða honum til halds og trausts hinir ýmsu hljóðfæraleikarar.  TJARNARBÍÓ: Tvennir tón- leikar, mánudag og þriðjudag, til að mótmæla NATO-fundi. Spilað verður frá 19.00–23.00 hvort kvöld Aðgangseyrir verður 500 kr. – 16 ára aldurstakmark. Á fyrsta degi spila Reaper, Citizen Joe, Dys, Brain Police, Changer, Snafu og Andlát. Á öðrum degi spila Lack of Trust, Down To Earth, I Adapt, Elixír, Fidel og Forgarður Helvít- is.  VÍDALÍN: Hljómsveitin Örkuml kynnir nýtt efni, sem er vel bragð- bætt með sveitatónlist. Af því til- efni mun DJ Jennings leika val- inkunn lög úr þeim geiranum. Kvöldið hefst um 22.00. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Óli og Ingimar, Örkumlamenn, verða í sveitatónlistargír á Vídalín í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.