Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að undirritun samnings um samstarf Nató-ríkjanna og Rúss- lands í Róm í gær marki tímamót. Hann segist telja að samningurinn auðveldi Rússum að fallast á stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs. „Þarna var verið að formbinda mjög mikilvægar ákvarðanir. Það er ánægjuefni að verulegur hluti af þeirri vinnu sem lögð var til grundvallar þessum lokaákvörðun- um var lagður í Reykjavík. Það kom fram í ræðu aðalfram- kvæmdastjóra Nató að megin- ákvarðanirnar hefðu verið teknar í Reykjavík þó að hin formlega und- irskrift væri í Róm og samning- urinn yrði kenndur við Róm.“ Davíð sagði að þó að búið væri að formfesta þetta samstarf Nató og Rússlands væri ekki síður mik- ilvægt að vel tækist til við að þróa samstarfið á næstu árum. Í Rúss- landi væri rótgróin tortryggni út í Atlantshafsbandalagið og þess væri ekki að vænta að sú tor- tryggni hyrfi á einni nóttu. Þess vegna væri mikilvægt að Rússar skynjuðu að það væri einlægur vilji Nató-þjóðanna að Rússland yrði þátttakandi í mikilvægum ákvörðunum. Samningurinn gerði ráð fyrir að Rússar yrðu ekki þátt- takendur í öllum ákvörðunum sem teknar yrðu á vettvangi Nató, en áhrif þeirra á starf Nató yrðu hins vegar veruleg. Davíð sagðist sann- færður um að Rússar myndu leitast við að nýta sér þá mögu- leika sem í þessu nýja samstarfi fælust. Jafnframt kvaðst hann vonast eftir að samningurinn auð- veldaði Rússum að fallast á stækk- un Atlantshafsbandalagsins til austurs. Leiðtogar ríkjanna sem sóttu fundinn fluttu stutt ávörp á fund- inum. „Tilgangur Rómarfundarins er tvíþættur. Annars vegar er á fund- inum staðfestur sögulegur samn- ingur milli Nató og Rússlands og hins vegar heita 20 ríki, sem eru staðráðin í því að byggja á lögum og lýðræði, að berjast gegn hvers konar hryðjuverkum sem beinast gegn friðelskandi þjóðum eða gegn borgurum þeirra. Stofnendur Nató leyfðu sér ekki þann munað að dreyma um slíkt, en áratugum saman hékk hættan á allsherjar- stríði yfir þeim eins og martröð. Þeir hefðu hins vegar örugglega fagnað þeirri staðfestu sem við erum ákveðin í að sýna gagnvart hryðjuverkahópum og einstak- lingum eða ríkjum sem reyna að aðstoða hryðjuverkamenn í að fremja sín vondu verk,“ sagði Dav- íð í ávarpi sínu á fundinum. Samstarfið þarf að vera innihaldsríkt Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra, sem einnig sat fundinn, sagði að á fundinum hefði verið formlega staðfest það sem samið hefði verið um á Nató-fundinum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Menn hefðu síðan á fundinum rætt um framtíðina og hvernig hægt yrði að þróa þetta nýja samstarf. Fundurinn var stuttur. Þjóðar- leiðtogarnir fluttu stutt ávörp, en síðan áttu þjóðarleiðtogarnir há- degisverðarfund og utanríkisráð- herrarnir áttu annan fund. „Á fundi okkar var rætt um framtíðina og hvernig þetta sam- starf myndi þróast á næstunni. Menn voru sammála um að það yrði að vera innihaldsríkt. Það er þegar farin í gang vinna til að und- irbúa það,“ sagði Halldór. Samningurinn þýðir m.a. að Rússar verða með skrifstofu í höf- uðstöðvum Nató í Brussel. „Rúss- ar fá áhrif á gang mála að því er varðar ákveðna málaflokka sem eru í þessum samningi og þjóð- irnar sitja þar á jöfnum grundvelli. Áhrif þeirra verða því mun meiri en áður,“ sagði Halldór. Davíð Oddsson forsætisráðherra um leiðtogafund NATO í Róm Auðveldar Rússum að fallast á stækkun NATO Reuters Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu (t.v.), ræðir við Davíð Oddsson forsætisráðherra og George Robert- son lávarð, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, á fundinum í Róm í gær. RÚMENARNIR 17 sem sóttu um pólitískt hæli hér á landi og tveir samlandar þeirra lögðu seinni- partinn í gær af stað austur á Seyðisfjörð. Þeir munu fara með Norrænu á fimmtudag, áleiðis til Hanstholm á Jótlandi en eftir því sem næst verður komist fóru þeir um borð í ferjuna þar. Hópurinn sem sótti um pólitískt hæli hér á landi kom til landsins með Norrænu á fimmtudag. Voru þau á þremur sendiferðabílum sem eru þó ekki skráðir fyrir svo marga farþega. Þeir sem ekki komust í bílana fengu far með lít- illi rútu sem lögreglan í Reykja- vík útvegaði. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Útlendingaeftirlitsins, segir að Rúmenarnir hafi getað framvísað persónuskilríkjum en þegar þeir gáfu sig fyrst fram við lögreglu sögðust þeir engin skilríki hafa. Þeir sóttu um hæli sem pólitískir flóttamenn en drógu síðan allir umsóknir sínar til baka. Þar sem fólkið hafði hvorki fjármuni til framfærslu eða far- areyri lendir sá kostnaður á ýms- um opinberum aðilum auk Rauða krossins. Fólkið gaf sig fram í Reykjavík og því þarf Fé- lagsþjónustan í Reykjavík að greiða mestan hluta ferða- kostnaðarins, um 400.000 krónur að sögn Georgs. Þá greiðir lög- reglan í Reykjavík, ríkislög- reglustjóri og Útlendingaeftirlit hluta en útlagður kostnaður vegna ferða er líklega um ein milljón króna. Er þá ótaldur ann- ar kostnaður, s.s. við rannsókn- arvinnu lögreglu og uppihald fólksins. Smyril line, sem rekur Norrænu, hefur þó veitt mikinn afslátt af ferð Rúmenanna til Hanstholm. Rúmenarnir tveir sem slógust í hóp hinna 17 á tjaldstæðinu í Laugardal eru á leið til Þýska- lands þar sem þeir eru búsettir en ekki liggja fyrir upplýsingar um áfangastað hinna. Fulltrúi Útlendingaeftirlitsins fylgir hópnum til Seyðisfjarðar. Ætlunin er að hann haldi stutt námskeið fyrir lögregluna á Seyð- isfirði og verði með þeim við af- greiðslu á ferjunni á fimmtudag. Rúmen- arnir lagð- ir af stað austur Morgunblaðið/Sverrir Krakkarnir brugðu á leik áður en Rúmenarnir lögðu af stað áleiðis til Seyðisfjarðar. Þaðan halda þeir með Norrænu til Hanstholm á Jótlandi. ANTON Helgason, formaður kjör- stjórnar í Bolungarvík, sagðist bú- ast við að fá gögn í dag, miðvikudag, sem taka af allan vafa um meinta farsímanotkun umboðsmanna K- og D-lista meðan á kjörfundi stóð á laugardag. Bjóst Anton við að fá út- skrift símafyrirtækja um símanotk- un milli klukkan 21 og 22 á kjördag, annarsvegar frá tveimur mönnum K-lista Bæjarmálafélags Bolungar- víkur og og einum manni D-lista Sjálfstæðisflokks, en taldi þó úti- lokað að skilaboðum hafi verið kom- ið áleiðis í gegnum farsíma úr taln- ingarherbergi í því markmiði að smala kjósendum á kjörstað. Það voru fulltrúar Bæjarmála- félags Bolungarvíkur sem fóru fram á það við kjörstjórn, að kannað yrði hvort umboðsmenn hefðu verið með farsíma á sér í talningarherberginu. Sagði Sveinn Bernóduson hjá K- lista að kvittur þess efnis hefði kom- ið upp og því hefði hann beðið Anton um að kanna málið hjá umboðs- mönnunum þremur til að kveða nið- ur kvittinn. Sagði hann að fyrst upp- lýst hafi verið að þrír umboðsmenn hafi haft síma, þurfi í framhaldinu að taka af allan vafa um hugsanlega notkun. Anton sagði að sér þætti sjálfsagt að kanna málið til hlítar svo hægt yrði að hreinsa fulltrúa kjörstjórnar og flokkanna af slíkum áburði. Hann sagðist hafa bannað notkun farsíma meðan á kjörfundi stóð í kosningunum um síðustu helgi, en farsímar sem slíkir munu þó ekki vera bannaðir á kjörfundi. „Þeir voru sjö í talningarherberginu um klukkan 21, þrír frá kjörstjórn og tveir frá hvorum lista. Þrír farsímar voru í herberginu en það er nánast útilokað að þeir hafi verið notaðir. Þá gerðu fulltrúar listanna engar athugasemdir við framkvæmd kjör- fundar meðan á honum stóð,“ sagði Anton. Sjálfstæðismenn eru áfram með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Bolungarvíkur að loknum kosning- um. Varpa þurfti hlutkesti til að úr- skurða hvort D-listi sjálfstæðis- manna eða K-listi Bæjarmálafélags Bolungarvíkur fengi meirihluta en framboðin hlutu bæði 296 atkvæði. Talið var þrívegis áður en gripið var til hlutkestisins, en samkvæmt því fær Sjálfstæðisflokkur fjóra bæjar- fulltrúa og K-listi þrjá. Býst við gögnum um meinta farsíma- notkun FRAMKVÆMDASTJÓRI fataframleiðandans Stussy inc. í Bandaríkjunum var meðal þeirra sem gaf skýrslu í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá fór fram aðalmeðferð yfir ís- lenskum kaupsýslumanni sem ákærður er fyrir að selja fals- aða Stussy stuttermaboli hér á landi en um er að ræða dýra merkjavöru. Einnig voru teknar skýrslur í gegnum síma af framkvæmda- stjóra Stussy í Ástralíu, fram- kvæmdastjóra fyrirtækis í Singapúr sem dreifir Stussy- vörunum í Asíu og loks manni í Hong Kong sem tengist fyrr- nefndum viðskiptum. Tveir aðrir gáfu skýrslu fyrir dómi í gær auk sakborningsins sem neitar sök. Í ákæru sem efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra gefur út, segir að kaupsýslumaðurinn hafi selt Baugi hf. 901 stutt- ermabol sem merktur var Stussy, þrátt fyrir að hann hafi vitað að rannsókn sem gerð var á bolunum nokkru áður hafi leitt í ljós að þeir voru falsaðir. Fram- kvæmda- stjóri Stussy gaf skýrslu ÁKVEÐIÐ hefur verið að Fjarða- listinn og Framsóknarflokkurinn hefji formlegar viðræður í dag um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar að sögn Smára Geirssonar, efsta manns á Fjarða- listanum. Ákvörðun um þetta var tekin í gær. „Ég vona að menn klári þetta sem allra fyrst,“ sagði Smári í samtali við Morgunblaðið. Gerir hann jafnvel ráð fyrir að við- ræðunum ljúki í kvöld. Fjarðalistinn tapaði meirihluta sínum í kosningunum á laugardag og fékk fjóra af níu bæjarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo, Framsóknarflokkurinn tvo og Bið- listinn einn. Smári segir að eftir kosningar hafi þreifingar byrjað á milli stjórnmálafylkinga í Fjarða- byggð, „þvers og kruss“ eins og hann orðar það, en eins og fyrr seg- ir ætla Fjarðalistinn og framsókn- armenn að reyna að mynda meiri- hluta í bænum. Ræða samstarf Fjarðalista og Framsóknar- flokks ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.