Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 38
KIRKJUSTARF 38 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 6 TIL 10 ára börn eru velkomin á sumardagskrá í Háteigskirkju sem nefnist „Sögur og leikir“. Dag- skráin sem fer að stærstum hluta fram í og við safnaðarheimilið hef- ur að geyma ýmis ævintýri þar sem börn og leiðbeinendur hverfa inn í ævintýraheima undir leiðsögn Elm- ars prófessors. Elmar er ekki alvöru prófessor og stundum er spurningin hvort hann sé alvöru Elmar. En einmitt það gefur börnunum kost á að hverfa úr alvörunni og gleyma sér um stund í leikinni sögunni eða ímynduðu ævintýrinu. Fastur liður hvern dag er upp- hafsstund í kirkjunni þar sem börn og leiðbeinendur eiga saman bæna- stund. Hverjum degi lýkur með söngstund í kirkjunni. Þá á hver dagur sitt þema þar sem börnin kynnast sögum Biblíunnar á skap- andi og lifandi hátt. Fyrsta sumarnámskeiðið hefst fimmtudaginn 6. júní. Boðið verður upp á tveggja, fjögurra og fimm daga námskeið í júnímánuði. Nán- ari upplýsingar er að finna á heima- síðu Háteigskirkju www.hateigs- kirkja.is Skráning fer fram í síma 511 5400. Krossinn með sam- komu á Höfn KROSSINN verður með samkomu í Sindrabæ á Höfn í Hornafirði á föstudagskvöldið. Samkoman hefst kl. 20.30. Gunnar Þorsteinsson pre- dikar og sönghópur Krossins ásamt einsöngvurum mun syngja. Allir eru velkomnir. Aðgangur er ókeyp- is. Sögur og leikir í Háteigskirkju Háteigskirkja FRÉTTIR Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 í hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Vorferð eldri borgara starfsins. Farið verður í útsýnisferð um Reykjavík. Lagt af stað frá Langholtskirkju kl. 12. Fararstjóri er Ástríður Guðmunds- dóttir frá Leiðsögumannafélagi Íslands. Ef veður verður gott er ráðlegt að vera í góðum skóm svo hægt sé að fara í smá gönguferð. Ferðinni lýkur við Langholts- kirkju kl. 17. Fararkostnaður er 2.000 krónur á mann (innifalið fararstjórn, far- gjald og veitingar). Greitt skal í upphafi ferðar. Umsjón með ferðinni hefur Svala Sigríður Thomsen, djákni Langholtssafn- aðar. Sími kirkjunnar er: 520 1300. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. Æfing fermingarbarna og foreldra kl. 18 vegna fermingar 2. júní. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Örn Bárður Jónsson. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17.30. Digraneskirkja. Aðalsafnaðarfundur Digraneskirkju verður haldinn í safnaðar- sal Digraneskirkju miðvikudaginn 29. maí kl. 19.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Síðasta kyrrðarstundin nú í vor, kyrrðar- stundirnar hefjast aftur í september. Boð- ið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börn- um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börn- um (TTT) á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í sumar í safnaðarheimili Kirkjuhvoli kl. 10–12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Öll foreldri velkomin með eða án barnanna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Helgistund, spil og kaffiveitingar. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15–14.30. Foreldramorgnar í safnað- arheimili frá kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20 opið hús í KFUM&K húsinu fyrir unglinga í 8.–10. bekk. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma kl. 20.30. Sólrún Ásta Haralds- dóttir flytur upphafsorð og syngur ein- söng. Friðrik Hilmarsson talar. Allir hjart- anlega velkomnir. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Grillað í Kjarnaskógi. Síðasti mömmu- morgunn vetrarins. TTT-starf kl. 17 í safn- aðarheimili. Lok vetrarstarfsins. Konur eru konum bestar kl. 20.30 í safnaðar- heimili. Samskipta- og sjálfstyrkingar- námskeið fyrir konur, seinni hluti. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Safnaðarstarf ekki séð þessar leiðandi spurningar, sem Hæstiréttur fann að, en viður- kenni að ef til vill orki 2–3 spurn- ingar af 200 tvímælis. Undirritaður forstöðumaður Barnahúss vill koma því á framfæri að starfsmenn Barnahúss véfengja ekki mat dómara á sönnunargildi skýrslna sem teknar eru í Barnahúsi eða veita umsögn um gæði þeirra til þriðja aðila. Það er því byggt á mis- skilningi að þeir hafi látið í ljósi skoð- anir á téðri skýrslutöku. Sérfræðing- ar Barnahúss hafa undanfarin þrjú ár verið kvaddir til aðstoðar dómur- um við skýrslutökur af börnum sem grunur leikur á að sætt hafi kyn- ferðisofbeldi. Skýrslutökur af þessu tagi eru á ábyrgð dómarans sem annast hana hverju sinni og hlutverk tilkvadds kunnáttumanns er einung- is að vera dómaranum til aðstoðar við skýrslutökuna.“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Vigdísi Erlendsdóttur sálfræðingi, forstöðu- manni Barnahúss: „Undanfarnar vikur hefur nokkuð verið fjallað um sýknudóm Hæsta- réttar yfir manni sem ákærður hafði verið fyrir kynferðisbrot gegn stúlku en maðurinn hafði verið sakfelldur í Héraðsdómi Vesturlands. Í niður- stöðu Hæstaréttar voru gerðar at- hugasemdir við rannsókn málsins hjá lögreglu. Jafnframt var bent á að ákæra hefði verið ónákvæm og að lokum að skýrsla sem tekin var af telpunni í Barnahúsi hefði verið óljós um ýmis atriði auk þess sem spyrj- andinn hefði í tilgreindum tilvikum leitt telpuna um of. Í viðtali við móð- ur telpunnar sem birtist í Morgun- blaðinu um helgina er haft eftir starfsmönnum Barnahúss að þeir hafi farið yfir málið eftir dóminn og Athugasemd frá Barnahúsi NORÐURLANDAÞING Inter- coiffure, heimssamtaka hár- greiðslumeistara, verður haldið á Grand hóteli Reykjavík 31. maí til 1. júní. Íslandsdeild Intercoiffure hefur allan veg og vanda af undirbúningi þingsins en þetta er í annað sinn á 15 árum sem það er haldið hér á landi. Á annað hundrað gestir víðs vegar að úr heiminum hafa boðað komu sína á þingið, segir í frétta- tilkynningu. Í tengslum við þingið stendur Íslandsdeildin fyrir hárgreiðslu- sýningu sunnudaginn 2. júní kl. 15–17 á Broadway Hótel Íslandi, þar sem innlendir og erlendir fag- menn sýna. Sýningin verður opin almenningi. 25 manna aðalstjórn heimssam- taka Intercoiffure heldur aðalfund sinn hér á landi dagana fyrir Norðurlandaþingið. Einn íslenskur hárgreiðslumeistari, Elsa Haralds- dóttir í Salon VEH, á sæti í að- alstjórninni sem fulltrúi Norður- landadeildar, segir ennfremur í fréttatilkynningu. Norður- landaþing hárgreiðslu- meistara Oddviti Neslistans Guðrún Helga Brynleifsdóttir sem sögð er oddviti Samfylking- arinnar á Seltjarnarnesi í blaðinu í gær er oddviti Neslistans á Sel- tjarnarnesi. Beðist er velvirðingar á mistökunum. D-listi í Snæfellsbæ fékk fjóra fulltrúa og hafði fjóra Ranghermt var í Morgunblaðinu í gær að D-listi Sjálfstæðisflokks- ins í Snæfellsbæ hefði misst einn bæjarfulltrúa í sveitarstjórnar- kosningum nú um helgina. D-list- inn fékk fjóra menn kjörna nú og hafði áður fjóra bæjarfulltrúa. Beðist er velvirðingar á þesum mistökum. Raunar vann D-listinn í Snæfellsbæ stærsta sigur D-lista á landinu öllu í þessum kosningum, hlaut 61,4% atkvæða og mun ein- ungis hafa vantað 33 atkvæði til viðbótar, til þess að vinna fimmta manninn. Framkvæmdastjóri sjóðsins ekki endurskoðandi Til áréttingar skal tekið fram að maður sem hefur lagt fram játn- ingu til ríkislögreglustjóra um að hafa dregið sér 27 milljónir króna á yfir tíu ára tímabili úr Trygg- ingasjóði lækna, og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, var ekki endurskoðandi sjóðsins. Maðurinn var framkvæmdastjóri sjóðsins í yfir þrjá áratugi og er löggiltur endurskoðandi að mennt. Annar endurskoðandi hafði það hlutverk að fara yfir reikninga sjóðsins. LEIÐRÉTT SKÓGARGÖNGUR í syrpunni „Sumargöngur skógræktarfélag- anna“ eru að hefjast. Göngurnar eru á vegum skógræktarfélaganna á „suð- vesturhorninu“ og verða vikulega í sumar á fimmtudagskvöldum kl. 20. Skógargöngurnar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands og eru liður í fræðslusamstarfi skóg- ræktarfélaganna og Búnaðarbanka Íslands. Þetta eru léttar göngur sem hæfa öllum aldurshópum. Skógræktarfélag Garðabæjar stendur að fyrstu göngunni, fimmtu- daginn 30. maí kl. 20 og er mæting á skógræktarsvæðið Sandahlíð, rétt neðan við hesthúsahverfi Andvara hjá Kjóavöllum, fyrir þá sem koma Kópa- vogsmegin í Garðabæinn, en fyrir þá sem koma um Garðabæ sést afleggj- arinn þegar komið er upp hæðina of- an við Vífilsstaðavatn. Til glöggvunar verður flaggað við afleggjarann. Gangan er öllum opin án endurgjalds. Gengið verður umhverfis Vífils- staðavatn og fræðst um fuglalíf vatns- ins og umhverfis að leiðsögn Sigurðar Blöndals. Komið verður við í trjálundi innan við vatnið en þar er nokkuð fjöl- breytt tegundaval trjáa. Lundinn ræktaði Hörður Ólafsson, vistmaður á Vífilsstöðum, sem nú er látinn. Son- ur Harðar, Steinar Harðarson mun fræða göngufólk um föður sinn. Að hluta er gengið utan stíga og því æski- legt að göngufólk sé í góðum skófatn- aði. Skógræktarfélag Garðabæjar býður uppá hressingu að göngu lok- inni, segir í frétt frá Skógræktarfélagi Íslands. Sumargöngur skóg- ræktarfélaganna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Náttúru- verndarsamtökum Íslands: „Aðalfundur Náttúruverndar- samtaka Íslands haldinn 23. maí 2002 í Nýlistasafninu mótmælir harðlega fyrirhugaðri Norðlinga- ölduveitu í Þjórsárverum. Fundur- inn vekur athygli á að Þjórsárver eru miklu stærri en núverandi frið- land og fyrirhugað miðlunarlón, sem yrði á stærð við Mývatn, yrði allt innan veranna. Fundurinn bendir á að í Þjórsárverum er eitt víðáttumesta og fjölbreyttasta gróðursvæði á hálendinu og hýsir mesta heiðagæsavarp í heimi. Þýð- ing þessarar gróðurvinjar fyrir náttúruauðlegð Íslands og alls heimsins er ótvíræð enda er hún á svonefndri Ramsarskrá sem er al- þjóðlegur samingur um náttúru- vernd og gildir um votlendi er hafa alþjóðlegt mikilvægi, einkum fyrir vatnafugla. Þjórsárver hafa staðist allar veð- urfarsbreytingar og áföll öld fram af öld. En verði af Norðlingaöldumiðlun mun gróðurlendi veranna fljótlega skaddast vegna rofs og áfoks og breyttrar grunnvatnsstöðu. Fund- urinn bendir á að samkvæmt mats- skýrslu Landsvirkjunar mun mikil aur- og sandeyri teygja sig langt út í lónið innan fárra áratuga, land of- an lónsins hækka um 2–3 metra og halda áfram að hækka. Þá mun Þjórsá að öðru óbreyttu flæmast um gróðurlendið. Samkvæmt mats- skýrslunni verður lónið hálffullt af aur eftir um hundrað ár. Þá munu vindar eiga greiðan aðgang að miklum uppþornuðum aurflákum í lónstæðinu og feykja leirsalla og sandi yfir verin með hroðalegum afleiðingum. Af þessu má ráða að þegar barnabarnabörn þeirra sem nú lifa eru komin til vits og ára yrði þessi dýrmæta náttúruperla í þann veg- inn að tortímast með öllu vegna þessarar virkjunaframkvæmdar. Aðalfundur Náttúruverndarsam- takanna átelur Landsvirkjun harð- lega fyrir þá háskalegu aðför að Þjórsárverum sem fyrirhuguð Norðlingaölduveita felur í sér. Fundurinn skorar á alla landsmenn að sameinast gegn þessum virkjun- aráformum og standa vörð um þetta ómetanlega griðland fugla og gróðurs.“ Mótmæla Norðlingaölduveitu VEFURINN lagnaval.is var form- lega opnaður og kynntur hjá Iðn- tæknistofnun í fyrradag. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra opn- aði vefinn en þar geta hönnuðir, húseigendur, bygingarfulltrúar og aðrir fengið upplýsingar um lagna- efnisval í hverri og einni veitu. Einnig verða birtar niðurstöður rannsókna á lagnaefni. Fyrsti áfangi upplýsingagrunn- ins nær til hita- og vatnslagna í hús- um og stærstu vatnsveitnanna. Stefnt er að því að stækka grunninn á næstu árum þannig að hann geymi m.a. einnig upplýsingar um dreifi- og frárennslislagnir. Að verkefninu standa Iðn- Lagnaupp- lýsingar á einum stað Morgunblaðið/Þorkell Valgerður Sverrisdóttir opnar vefinn í Iðntæknistofnun. tæknistofnun, Orkustofnun og Verkfræðiþjónusta Ásbjörns Ein- arssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.