Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EF Loftur getur það ekki þá hver? og seinna: Enginn getur lif- að án Lofts voru um áratugaskeið eitursnjöll slagorð Lofts Guð- mundssonar (1892–1952). Hann var tvímælalaust vinsælasti ljós- myndari landsins um sína daga, stór hluti af daglegu lífi og þróun- arsögu höfuðborgarinnar um ára- tuga skeið. Lífleg persóna manns- ins, sem allir þekktu og töluðu um, var drjúgur hluti af svipmóti bæj- arlífsins, ljósmyndastofan lengi í húsakynnum Nýja bíós í Austur- stræti, en seinna á Bárugötu 5. Það var sérstök lifun, upphefð og hátíð að nálgast stofurnar báðar, andrúmið framandi og nokkurs konar stöðutákn að eiga mynd af sér tekna af Lofti eða hinu þjálf- aða starfsliði hans. Myndir af börnum voru sem andlegt konfekt á heimilum góðborgaranna og meira skoðaðar af gestum en nokkurt málverk í nágrenni þeirra. Loftur var ekki einasta yf- irburðamaður að auglýsa og mark- aðssetja nafn sitt og ljósmynda- stofu, skapa sérstaka og stásslega ímynd kringum starfsvettvang sinn og persónu, heldur mjög fær í sínu starfi. Hafði bakteríuna í sér eins og menn orða það um veiði- menn, sem er nærtæk og fullgild samlíking, rataði að bráð sinni líkt og hefði maðurinn innbyggða ratsjá. Þrátt fyrir allt þetta var námsferillinn í ljósmyndafaginu ekki langur á seinni tíma mæli- kvarða, mestmegnis sjálfsnám borið uppi af brennandi áhuga, ósérhlífni og sjálfstrausti. Slíkt var eðlilega mun algengara á árum áð- ur í ljósi aðstæðna, samband læri- meistara við nemendur nánara, fagið ungt og breytingar örar. Loftur skipar sérstakan sess í huga okkar sem vorum að vaxa úr grasi á fjórða og fimmta áratugn- um og útilokað að nýrri tíma kyn- slóðir geti með öllu lifað sig inn í aðstæðurnar. Málverkasýningar fágætur viðburður og ljósmynda- sýningar tíðkuðust yfirhöfuð ekki, nema helst í gluggum verslana. Menn litu ekki á ljósmyndir sem list heldur virðulegt fag og í því voru menn misjafnlega færir eins og gengur, hér þótti Loftur brillj- ant í öllu falli meðal hins breiða fjölda. Hrifnæmur og virkur í sín- um tíma, snöggur að laga sig að aðstæðum, en hinar miklu vin- sældir drógu eðlilega dilk á eftir sér. Ljósmyndir merktar honum og með hina frægu súlu í bak- grunninum fengu smám saman svip af að vera ósannar og útjask- aðar. Framkvæmdagleðin hér meiri en listrænn metnaður, eink- um á stríðsárunum er menn hættu að kunna sér hóf í peningastreym- inu, jafnt í ljósmyndum sem mál- verki. Þegar ljósmyndastofur fóru svo að keppa við málverkið með handlituðum ljósmyndum náði smekkleysan og grunnfærnin há- marki og hér var Loftur ekki með öllu saklaus. En þetta var nú ein- ungis ein hlið á manninum sem var barn síns tíma og mikil býsn að hálf öld skuli hafa liðið áður en hin rétta mynd af ferli hans og mann- inum sjálfum er dregin fram í dagsljósið. Og þótt skrifari gerði sér góða grein fyrir færni Lofts er best lét kemur þessi sýning í Hafnarborg honum fyrir margt í opna skjöldu, einkum sá hluti hennar er nefnist „Gamla kabinett 1925–1936“. Samanstendur aðal- lega af portrettljósmyndum, mest- megnis af listamönnum og þekkt- um borgurum. Sumar framúrskarandi vel teknar og hrif- ríkar, að auk hreint ómetanlegar sem skjalfesting á svipmóti við- komandi. Þá er merkilegt hvernig afdrifarík tímahvörf koma fram í „Nýja kabinett 1944–52“, allt hér yfirborðslegra og fegraðra, jafnvel bera hinar vel teknu myndir af Sveini Björnssyni og Georgíu spúsu hans greinilega vott um það í litum og umgerð, nefndi einhver stríðsgróðaramma? Leikhúsmynd- irnar eins og þær geta bestar ver- ið, en of fáar á sýningunni. Áhersla virðist einkum lögð á nefndar myndraðir sem eru á aðalveggjum aðalsalar, einnig þætti úr atvinnu- sögunni á veggjum innri salar. Hins vegar ganga hlutir síður upp á skilrúmunum, þótt þar sé margt ágætra mynda, hér hefði þurft að leggja mun meiri vinnu í uppsetn- inguna og hlutir í sýningarkössum tætingslegir, vinnubrögðin ekki við hæfi í þessari mynd. Fyrrnefndar myndir úr atvinnu- sögunni ómetanlegar, einnig myndir af húsum ásamt svipmynd- um úr bæjarlífinu, að ekki sé talað um loftmyndirnar. Loftur var framsýnn og tók um 400 myndir af öllum götum borgarinnar, gömlum húsum og kofum, en bæjaryfirvöld voru hins vegar ekki með á nót- unum er hann bauð þeim þær til kaups og munu flestar glataðar. Nokkrar slíkar myndir á sýning- unni eru til vitnis um hvílík verð- mæti og heimildir fóru þar for- görðum. Athygli mína vöktu einstaka myndir af landslagi sem gætu allt eins verið hluti eða jafn- vel uppistaða málverkasýningar núlistamanns af yngri kynslóð. Í tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð og vel hönn- uð sýningarskrá/bók upp á 190 síð- ur með víðtækum upplýsingum og skilvirkum ritgerðum um ævi og ljósmyndaferil Lofts. Hins vegar eru sumar myndirnar í bókinni mun daufari en á veggjunum, eink- um mannamyndirnar. Læt vera að rita um kvikmyndaferil hans, enda síður mitt fag, en vísa til ítarlegrar ritgerðar um þennan þátt á ferli hans eftir Erlend Sveinsson. Að öllu samanlögðu er um stór- merkilegt framtak að ræða, sem hefði getað orðið toppurinn á nú- verandi Listahátíð hvað sjónrænu hliðina snertir ef ekki kæmu til fyrrnefndir hnökrar í uppsetningu og að hluti sýningarinnar er ekki nægilega vel unninn miðað við vægi hennar og hinn gríðarlega efnivið. Þá er með öllu óskiljanlegt að hún skuli einungis standa í tvær vikur, raunar reginhneyksli. Bragi Ásgeirsson Dóra og Haraldur Sigurðsson tónlistarmenn í Kaupmannahöfn 1925. Gamla kabinett. Ásgrímur Jónsson 1925. Gamla kabinett. Skráning samtíðarMYNDLISTHafnarborg/aðalsalir Opið alla daga frá 11–17. Lokað þriðju- daga. Til 3. júní. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. Eldri borgarar og öryrkjar 200 kr. Skrá/ bók 2.800 krónur. ÚRVAL LJÓSMYNDA Í EIGU ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS LOFTUR GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.