Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 41 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Erni Sig- urðssyni fyrir hönd A-lista Höfuð- borgarsamtakanna: „Stjórn Höfuðborgarsamtakanna gerir athugasemdir við frammistöðu fjölmiðla í aðdraganda borgarstjórn- arkosninga í Reykjavík 25. maí 2002. Samkvæmt stjórnskipun Íslands og vestrænni lýðræðishefð gegna fjölmiðlar því veigamikla hlutverki að veita ráðandi öflum og valdastofn- unum (hinu þrískipta valdi) aðhald. Á fjölmiðlunum, fjórða valdinu, hvílir sú skylda að upplýsa almenning, við- halda jafnræði þegnanna og virkni lýðræðisins. Hlutverk þeirra er einn- ig að verja lýðræðið og samfélagið gegn óheftum og óæskilegum ytri áhrifum. Stjórn Höfuðborgarsamtakanna telur að helstu fjölmiðlar landsins hafi brugðist hlutverki sínu og skyld- um fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2002. Með mismunun gagnvart framboðum höfðu þeir af- gerandi áhrif á niðurstöður kosning- anna. Eins og kunnugt er þarfnast lýð- ræðið stöðugrar endurnýjunar. Þessi endurnýjun kemur aldrei ofan frá heldur úr grasrótinni. Í þessum kosningum lögðust ráðandi öfl og fjölmiðlar á eitt um að kæfa gras- rótina, sem í þessum kosningum spratt af þörf til að endurnýja borg- ina og sjálft lýðræðið. Stjórn Höfuðborgarsamtakanna bendir á að bregðast þurfi við þeirri vá, sem af kann að hljótast nú þegar, ef ekki á illa að fara.“ Gera athuga- semdir við frammistöðu fjölmiðla GUÐJÓN Bergmann jógakennari heldur námskeið í jóga fyrir börn í jógastöð sinni í Ármúla 38 í sumar. Námskeiðin verða sambland af jóga- leikfimi, öndunaræfingum, slökun, einbeitingaræfingum og leikjum. Tólf börn komast á hvert námskeið og verður þeim skipt niður í hópa eftir aldri. Kl. 8.30–11.30 fyrir 7–9 ára og kl. 13.30–16.30 fyrir 10–12 ára. Einn til tveir aðstoðarmenn verða á hverju námskeiði. Ef veður leyfir verður far- ið með börnin í Laugardalinn og æf- ingarnar gerðar undir berum himni. Hvert námskeið stendur í viku og hægt er að panta fleiri en eina viku. Skráning er hafin á netfanginu gbergmann@strik.is og á heimasíð- unni www.gbergmann.is. Fimm daga námskeið (15 tímar) kostar 6.900 kr. Fjögurra daga námskeið (í kringum 17. júní) kostar 5.900 kr., segir í fréttatilkynningu. Jóga fyrir börn dag. Tilgangur samkomunnar á laugardag er að rifja upp gamlar minningar, njóta samverunnar og sýna börnum og barnabörnum Vífils- staði. Þar segir jafnframt að ef veður verður gott hittist gestir í leguskál- anum en annars verði farið í setu- stofuna í spítalanum. Grillað verður og boðið upp á pylsur og gos við vægu verði. Allir sem tök eiga á, bæði fólk sem bjó og starfaði á staðnum, sem og fyrrverandi sjúklingar eru velkomn- ir. Þeir sem eiga myndir frá árum áður mættu koma með þær, segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsing- ar um endurfundina veita Elías F. Hansen, Hilmar Harðarson, Ingvar Viktorsson, Sigurður Þorleifsson og Smári Sigurðsson. UNDANFARIN misseri hafa Vífils- staðir verið mikið í umræðunni. Eins og kunnugt er var Vífilsstaðaspítali stofnaður 1910 og þá sem berklaspít- ali. Hann starfaði lengstum sem slík- ur. Nú er komið að því að leggja skal niður alla starfsemi hinnar stóru og glæsilegu byggingar sem svo margir eiga minningar bundnar við. Þess vegna hafa nokkrir einstak- lingar sem fæddust og ólust upp á Vífilsstöðum, tekið sig til og boða nú til endurfunda laugardaginn 1. júní kl. 14 á Vífilsstöðum, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá þeim sem standa fyrir endur- fundunum. Á sínum tíma starfaði mikill fjöldi fólks við spítalann og Vífilsstaðabúið. Einnig var mikill samgangur starfsfólks og sjúklinga og stofnað til kynna sem standa enn í Endurfundir velunnara Vífilsstaða SELÁSSKÓLI í Reykjavík fékk í dag Grænfánann sem viðurkenn- ingu fyrir framúrskarandi starf að umhverfisvernd og umhverfis- og náttúrufræðslu. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og um- hverfisstefnu í skólum. Fánann fá skólar í kjölfar þess að hafa leyst fjölþætt verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverf- ismál. Verkefnin eru bæði til kennslu og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau efla þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg af- staða og innleiddar raunhæfar að- gerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evr- ópu að skólar sem taka þátt í verk- efninu geta sparað talsvert í rekstri. Að baki Grænfánanum stendur Sjálfseignarstofnun sem heitir Foundation for Environ- mental Education (FEE) og var stofnuð árið 1981. Aðildarfélög stofnunarinnar eru 21 frjáls félaga- samtök frá jafn mörgum Evrópu- ríkjum Landvernd á aðild að FEE og hefur umsjón með Grænfán- anum á Íslandi. Morgunblaðið/Þorkell Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar, og Gerður Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykja- vík, færðu Selásskóla Grænfánann. Það ríkti mikil gleði meðal kennara og nemenda vegna þessa merka áfanga í starfi skólans. Grænfáninn til Selásskóla ÞINGVALLAVATNIÐ hefur tekið vel við sér síðustu daga og æ fleiri fregnir berast þaðan af skemmtilegum skotum. Þannig var veiðimaður einn þar á laug- ardaginn og fékk sex 2–3 punda bleikjur á skömmum tíma eftir að hafa staðið lengi án þess að verða var. Þessi mikla lukka varð til þess að hann skrapp aftur austur á sunnudagskvöldið, fékk þá fimm fiska í viðbót, m.a. 6 punda urriða og 4 punda bleikju. Veiði þessi náðist öll í Vatnskoti. Ekki hefur enn frést af risaurr- iðum, 7 punda verið stærstir og um helgina bættist einn slíkur við. Risarnir eru þarna þó og um helgina þreytti veiðimaður í Þjóð- garðinum gríðarlega skepnu all- lengi áður en taumurinn gaf sig. Hann sá fiskinn aldrei og líkur bentu til að þarna hafi mjög stór fiskur verið á ferðinni. Líflegt í Hæðargarðsvatni Prýðisveiði hefur verið á stund- um í Hæðargarðsvatni við Kirkjubæjarklaustur. Það er reyndar lítið stundað vatn, helst að þar veiði menn sem hafa leyfi í sjóbirting í Hörgsá, en hafa vatn- ið til vara ef birtingurinn gefur sig ekki. Fyrir nokkrum eyddu tveir félagar þar helgi, fengu eng- an fisk í Hörgsá, en hins vegar 18 stykki í Hæðargarðsvatni. Allt var þetta 2–3 punda urriði og veiddur bæði á maðk og makríl. Vel veiðist einnig á spón og flugu, þá helst straumflugur. Beitukarl- arnir geta slitið upp fiska öllum stundum, en spón- og flugukarl- arnir fá helst veiði er rökkva tek- ur og urriðinn fer að elta hornsíli inn á grunnið. Fyrstu laxarnir Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu daga hafa laxar sést víða, t.d. í Norðurá, Laxá í Leirársveit, Korpu og jafnvel víð- ar og kemur ekki á óvart, örstutt er í vertíðina. Í gærmorgun sáust t.d. 8 laxar í Laxá í Kjós, sex í Laxfossi og tveir í Kvíslafossi. Ásgeir Heiðar leigutaki sagði fregnir um tvo fiska í ánni fyrir fjórum dögum úr lausu lofti gripna og skemmtileg fregn væri að þetta væri tíunda sumarið í röð sem fyrstu laxarnir í ánni sjáist 28.mai. Á laugardagsmorgun verður Norðurá opnuð. 5. júní koma síð- an Þverá og Blanda. Þá Kjarrá 7. júní og Laxárnar í Kjós og Að- aldal 10. júní. Síðan rekur hver opnunin aðra. Vænir fiskar á Þingvöllum Morgunblaðið/Einar Falur Silfurgljáandi bleikjur, 2–3 punda, úr Hlíðarvatni. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? HÓLASKÓLI, Hólum í Hjaltadal, býður upp á nýtt 30 eininga fram- haldsnám í fiskeldi á háskólastigi næsta haust. Námið er ætlað starf- andi fiskeldisfræðingum og þeim sem vilja bæta við sig þekkingu um fisk- eldi að loknu öðru háskólanámi. Sér- staklega verður fjallað um ýmsa þætti sem tengjast fiskeldi á Íslandi, nýjungum í greininni og þeim nýju möguleikum sem menn eygja í fisk- eldi í framtíðinni. Námið felst í fyrirlestrum og verk- efnavinnu ásamt mikilli áherslu á verklega kennslu. Sérfræðingar í fiskeldi hérlendis munu annast kennslu auk erlendra gestafyrirles- ara. Stefnt er að því að bjóða hluta af náminu í fjarkennslu. Um árabil hef- ur Hólaskóli boðið upp á eins árs grunnnám í fiskeldi, auk umfangs- mikilla rannsókna á þessu sviði. Þetta viðbótarnám byggist á þessari reynslu. Hólaskóli er miðstöð rannsókna og kennslu í fiskeldi, ferðamálum í dreif- býli og hestamennsku og hrossarækt, segir í fréttatilkynningu. Skólinn byggir þróun námsins í nánu sam- starfi við viðkomandi atvinnugreinar. Ferðamálanámið er ársnám og er á háskólastigi. Hestanámið er alls þrjú ár, en hvert námsár er sjálfstætt og gefur sérstaka prófgráðu. Síðasta ár- ið er á háskólastigi. Á Hólum eru starfræktir nem- endagarðar fyrir einstaklinga og fjöl- skyldur og á staðnum eru bæði leik- skóli og grunnskóli. Umsóknarfrest- ur um skólavist næsta haust er 10. júní. Nánari upplýsingar um námið ásamt ýmsum upplýsingum um Hóla- skóla, starfið og lífið á Hólum er að finna á heimasíðu skólans www.hol- ar.is. Framhaldsnám í fiskeldi í Hólaskóla STUÐNINGSHÓPUR kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka heldur rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 29. maí kl. 17. Kaffi á könnunni. Fundur um eggjastokka- krabbamein ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.