Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HOLLUSTA vatns er á allra vitorði en þrátt fyrir að vatn fossi um land- ið okkar virðast ekki allir hafa upp- götvað ferskleika þess og aðgengi- leika. Til að hvetja börn landsins til frekari vatnsdrykkju stóðu um- hverfisráðuneytið, heilbrigðisráðu- neytið, Orkuveita Reykjavíkur, Vatnsveita Hafnarfjarðar, KSÍ og UMFÍ að sameiginlegu átaki sem verið hefur í undirbúningi í allan vetur. Markmið átaksins er að auka vatnsdrykkju barna á skólaldri. Á næstu dögum verður öllum skólabörnum á landinu færður sér- stakur margnota vatnsbrúsi með hvatningarorðunum: Hreint vatn er best. Þau voru kát með brúsana sína, börnin í Austurbæjarskóla, en þar voru fyrstu vatnsbrúsarnir afhent- ir í gær. Af því tilefni tóku sex ára börn af ýmsu þjóðerni við skólann saman lagið og sungu á mörgum tungumálum. Morgunblaðið/Ásdís Börn í Austurbæjarskóla renndu sér á brott með margnota vatnsbrúsana sem ráðherrarnir Siv Friðleifsdóttir og Jón Kristjánsson afhentu þeim. Hreint vatn best RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að fara í almennt útboð á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. Áformað er að salan hefjist um miðjan júní og að seld verði 20% heildarhlutafjár í bankanum í þess- um áfanga. Gangi það eftir mun eign- arhlutur ríkissjóðs lækka úr rúmum 68% í rúmlega 48%. Ef miðað er við gengi hlutabréfa í Landsbankanum að undanförnu nemur söluverðmæti 20% eignarhluta í Landsbankanum tæpum fimm milljörðum króna. Hlutaféð verður allt selt í gegnum viðskiptakerfi Verðbréfaþings. Há- marksfjárhæð, sem einstökum fjár- festum og tengdum aðilum stendur til boða að kaupa, nemur 4% af heild- arhlutafé bankans. Valgerður Sverr- isdóttir viðskiptaráðherra gerir sér vonir um að takast muni að selja allt hlutaféð sem í boði er í þessum áfanga. Ríkisstjórnin hafði áður markað þá stefnu að selja kjölfestufjárfesti drjúgan hlut í bankanum. Valgerður segir að ekki hafi verið horfið frá þessari stefnu, en samkomulag hafi verið um að fara þessa leið núna. Hún segist telja að áhugi sé meðal fagfjárfesta og einstaklinga að kaupa í bankanum. Fagnar viðbótaráfanga í einkavæðingunni ,,Þetta er í samræmi við fyrri yf- irlýsingar af hálfu ríkisins og ég fagna þessum viðbótaráfanga í einkavæðingunni. Það hefur áður verið sagt að stefnan væri að selja hluti á innlenda markaðinum í dreifðri sölu, og ég tel það vera mjög jákvætt,“ segir Halldór J. Kristjáns- son, bankastjóri Landsbankans, í gær. Hann segist telja góðar aðstæð- ur á markaðinum í dag til að ráðast í almennt útboð á hlutafé í bankanum. Gengi hlutabréfa Landsbankans lækkaði um 4% í viðskiptum á Verð- bréfaþingi í gær. Ríkisstjórnin ákvað í gær að bjóða fimmtung Landsbankans til sölu Verðmætið gæti numið tæpum 5 milljörðum  Eignarhlutur/27 ÁRLEGRI arnartalningu er nú lok- ið og fundust um 50 fullorðin arn- arpör á landinu að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofn- unar. Eru þetta fleiri arnarpör en nokkru sinni síðan Fuglavernd- arfélag Íslands hóf eftirlit með stofninum í samvinnu við Nátt- úrufræðistofnun Íslands fyrir tæp- um 40 árum. 39 paranna urpu og hafa hreiðrin eða pörin ekki verið fleiri síðan um 1910. Um það leyti fækkaði örnum af- ar hratt í kjölfar skipulegra of- sókna og eitrunaraðgerða í lok 19. aldar. Fyrir þann tíma var arn- arstofninn mun stærri eða allt að 200 pör. Um margra áratuga skeið um miðbik 20. aldar var arnarstofninn afar fáliðaður eða 20–25 pör og einungis örfá þeirra komu upp ungum árlega. Örnum tók að fjölga að nýju um 1970 í kjölfar þess að bannað var að eitra fyrir refi en eitruð hræ reyndust örnum afar skeinuhætt. Áður urpu ernir um land allt en nú verpa þeir við norð- anverðan Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum, segir á www.ni.is. Morgunblaðið/RAX Hafarna- hreiður ekki fleiri í tæpa öld ALLT stefnir í að læknanemar mæti ekki til starfa á mánudaginn, þegar þeir eiga að byrja að leysa af aðstoð- arlækna á Landspítala. Kolbrún Pálsdóttir, talsmaður Félags lækna- nema, segir að nemunum hafi verið lofað ákveðnum kjörum við ráðn- ingu, en nú virðist sem loforðið verði ekki efnt. Á sérstökum ráðningarfundi fé- lags læknanema sem haldinn var í apríl voru boðnar út stöður á lyf- lækningadeildum Landspítala, undir þeim formerkjum að 4. árs nemar fengju 90% og 5. árs nemar 100% laun aðstoðarlæknis. Kolbrún segir að þau kjör hafi verið betri en í boði hafi verið undanfarin ár. Hún segir að aðrar deildir við spít- alann hafi fylgt í kjölfarið og forráða- menn þeirra sagst myndu bjóða sömu kjör og lyflækningadeildirnar. Þessi kjör hafi ítrekað verið auglýst og kynntar nemum. Kolbrún segir að þegar komið hafi að undirritun samninga við spítalann hafi lækna- nemum verið tjáð að loforð um bætt launakjör hefðu verið dregin til baka. Jóhannes M. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga hjá sjúkra- húsinu, segir að læknanemar hafi ekki fengið loforð frá til þess bærum aðilum um þau kjör sem vísað sé til. Hann segir að lofað hafi verið að skoða af velvilja hvort hægt væri að „hnika einhverju til. Við erum með sérstaka nefnd sem fjallar um launa- setningu; kjara- og launanefnd, og hún tók það til umfjöllunar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru efni til þessarar hækkunar, enda eru fyrirmæli ráðuneytisins um þetta alveg skýr,“ segir hann. Jóhannes segir að í millitíðinni hafi annars vegar farið fram ráðn- ingarfundur, „þar sem þessi skoðun er túlkuð sem loforð. Hins vegar var gengið frá kjarasamningi lækna, sem hækkar laun þessa hóps um 35%,“ segir hann. „Því er um tvennt að ræða, í fyrsta lagi hafa forsendur breyst og í öðru lagi sögðu til þess bærir aðilar ekki frá þessu. Eða hvort um er að ræða hreinan mis- skilning,“ segir Jóhannes og áréttar að ekki hafi verið gefið formlegt lof- orð fyrir hönd spítalans. Læknanemar í kjara- deilu við Landspítala Mæta ekki til vinnu ÞRJÁR tilkynningar um hugsanleg- an gasleka bárust Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins í gærmorgun, tvær frá Kleppsvegi í Reykjavík og ein frá þefnæmum Hafnfirðingi. Málið var þegar athugað enda augljós sú hætta sem stafar af gas- leka. Skv. upplýsingum frá slökkvi- liðinu fundu slökkviliðsmenn tor- kennilega lykt þegar þeir komu að Kleppsvegi. Þeir töldu hana þó ekki vera af venjulegu gasi heldur væri e.k. blanda af gaslykt og einhverju öðru. Eftir nokkra eftirgrennslan var talið líklegast að lyktin stafaði frá bensínflutningaskipi sem var við viðlegukant við Örfirisey. Bensín- gufurnar höfðu sloppið út í loftið og borist yfir byggðina. Torkenni- leg lykt í lofti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.