Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ S veitar- og bæjarstjórn- arkosningarnar eru að baki með öllu því um- stangi sem þeim fylgdi. Miðað við umræður í fjölmiðlum síðustu daga eru flestir ef ekki allir afar sáttir við niður- stöðuna. Á heimasíðum talsmanna stjórnmálaflokkanna á Netinu tekst öllum að sjá sigur sinna manna í einhverju ljósi. Á kreml.is er Samfylkingin ótvíræður sig- urvegari kosninganna, á hriflu.is eru úrslit kosninganna sögð al- mennt gleðileg fyrir framsókn- armenn og annað félagshyggju- fólk og á vg.is kemur fram að stærsti sigurinn hjá Vinstrihreyf- ingunni – grænu fram- boði hafi náðst í kosningabar- áttunni sjálfri. Þar hafi hvar- vetna verið unnið af hugsjón og dugnaði. Allir þessir þrír flokkar, þ.e. Samfylk- ingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð sameinast síðan í gleðinni yfir því að Reykjavíkurlistinn hafi unnið glæstan sigur í borginni. Á deiglunni.com segir að þótt Sjálf- stæðisflokkurinn hafi goldið af- hroð í Reykjavík hafi sjálfstæðis- menn náð mjög áhugaverðum árangri víða annars staðar og efsti maður á lista Frjálslyndra og óháðra í Reykjavík, Ólafur F. Magnússon, segir að F-lisinn hafi sigrað skoðanakannanirnar. Þannig munu flestir ef ekki allir sem buðu fram í kosningunum í vor hafa unnið litla eða stóra sigra eftir því hvernig á málin er litið. En hver er sjálfum sér næstur. Ég hef nefnilega meiri áhuga á því á þessari stundu hvað ég, kjósand- inn, hafi fengið út úr kosningunum og baráttunni í aðdraganda þeirra. Ég get svo sem svarað því í stuttu máli: ég fékk nefnilega ein- tóma skemmtun, ný tíðindi og gommu af kosningaloforðum (sem ég geri náttúrlega ráð fyrir að verði öll uppfyllt). Framkvæmda- gleði meirihluta víða um land, sem jókst til muna í kosningabarátt- unni, var mér t.d. sérstakt ánægjuefni. Í Reykjavík, þar sem ég bý, var t.d. ánægjulegt að sjá allar þær skóflustungur og borð- aklippingar, sem fulltrúar meiri- hlutans tóku síðasta mánuðinn fyrir kosningar. Þannig tók Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri, ásamt Páli Péturssyni fé- lagsmálaráðherra fyrstu skóflu- stunguna að fyrstu íbúðum sem byggðar verða í sérstöku átaki til uppbyggingar 600 leiguíbúða á næstu fjórum árum. Þá opnaði hún að minnsta kosti tvo nýja leik- skóla í borginni, ræsti nýja hreinsistöð og aðalútræsi við Klettagarða, lagði hornstein að nýjum höfuðstöðum Orkuveitu Reykjavíkur við Réttarháls ásamt Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarfor- manni OR og tók í notkun nýtt knattspyrnuhús í Grafarvogi. En afrekalistinn er ekki tæmdur. Því langþráðar framkvæmdir við Laugaveg kláruðust skömmu fyrir kosningar, svo fleiri dæmi séu nefnd, og borgarstjóri kynnti nýja skýrslu þar sem í ljós kom að kynjabundinn launamunur starfs- manna borgarinnar hefði mælst 7% í október 2001. Þá má ekki gleyma yfirlýsingu borgarstjóra og heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar, um fjölgun hjúkr- unarrýma í Reykjavík um 326 á árunum 2003 til 2007. Allt afar ánægjuleg tíðindi. Dettur mér helst í hug að við þyrftum að hafa sveitar- og bæjarstjórnarkosn- ingar oftar en á fjögurra ára fresti, slík er framkvæmdagleðin mánuðinn fyrir kosningar. Eða er þetta bara einskær tilviljun? En það var fleira sem kryddaði hversdagsleikann, svona síðustu vikurnar fyrir kosningar. Sjálf- stæðismenn og minni framboð í Reykjavík, höfðu kannski ekki að- stöðu til að auglýsa sig með borða- klippingum eða skóflustungum, en þeir voru þeim mun duglegri við að halda grillveislur, tískusýn- ingar og námskeið í blómaskreyt- ingum. Skemmtileg tilbreyting þótt spyrja megi hvað blóma- skreytingar hafi með kosninga- baráttu að gera. Með því að vekja athygli á þess- um uppákomum ætla ég þó ekki að gera lítið úr því að framboðin víðast hvar á landinu voru að sjálf- sögðu dugleg við að kynna sig og sína stefnu með öðrum hætti; með greinaskrifum í blöðum, kosninga- bæklingum og auglýsingum í fjöl- miðlum. Þótt sjaldnast væri tekist á um grundvallarstefnu; pólitískar hugsjónir, var úr nógu að velja, þegar stefnuskrár voru annars vegar. Flestir hefðu sennilega átt að finna eitthvað við sitt hæfi. Í stefnuskránum var reynt að höfða til sem flestra hópa í þjóðfélaginu; eldri borgara, sjúkra, og fjöl- skyldufólks, svo dæmi séu nefnd, þótt hvergi hafi ég þó séð tilhneig- ingu til að höfða til þeirra sem búa einir. Það er reyndar umhugs- unarefni í ljósi þess að sá hópur sem kýs að búa og lifa einn fer sí- stækkandi. En baráttan snerist einnig um einstaklinga, þ.e. hvort þessi eða hinn ætti erindi í sveitar- eða bæj- arstjórn og gaman var að fylgjast með því hve mikil áhersla var lögð á að viðkomandi væri aðlaðandi í augum kjósendanna. Þannig þótti greinilega ekki nógu heillandi að kvenkynsframbjóðendur væru með of margar hrukkur, þrátt fyr- ir aldurinn, og tölvutæknin notuð, ótæpilega að mínu mati, til að stroka út línur hér og hvar á aug- lýsingamyndum og „lýti“ á borð við undirhökur karlkynsframbjóð- enda virtust heldur ekki eiga upp á pallborðið hjá hönnuðum auglýs- inganna. En hvað um það. Kosningarnar eru búnar. Og fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnmálum tekur hvers- dagsleikinn við. Frambjóðendur eru hættir að „spretta upp“ á ólík- legustu stöðum eins og í versl- unarmiðstöðvum eða úti á galeið- unni; hættir að brosa til manns sem aldrei fyrr. Og gluggapóstur- inn drukknar ekki lengur í kosn- ingabæklingum. En best að ör- vænta ekki, aðrar kosningar, alþingiskosningar, fara nefnilega fram að ári. Kosningar að ári – sem betur fer „Í stefnuskrám var reynt að höfða til sem flestra hópa í þjóðfélaginu… þótt hvergi hafi ég séð tilhneigingu til að höfða til þeirra sem búa einir.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is VÍKUR, firðir og fló- ar umhverfis landið eru uppeldisstöðvar nytja- fisks okkar. Með til- komu fiskeldis í fjörð- unum gæti lífríki sjávarins verið stefnt í voða af völdum þess. Mikil hætta er á sýk- ingu í eldisgirðingun- um, sem borist getur út til lífríkisins fyrir utan, þótt reynt sé að verjast með hjálp lyfja. Einnig er þekkt að þorsk-, ýsu- og ufsaseiði fyrir utan girðingarnar sækja í miklum mæli í fóðrið fyrir innan og verða laxinum, þeim mikla ránfiski, að bráð. Ætla má að verulegur hluti fæðu eldislaxins sé villt seiði nytjafiskanna, sem smjúga inn í laxeldisgirðingarnar. Norskt fiskeldi í íslenzkum fjörðum, með að- stoð íslenzkra leppa, gæti þannig slegið tvær flugur í einu höggi fyrir féndur okkar Norsa; þeir fá ódýrt fóður fyrir laxeldi sitt og draga jafn- framt úr samkeppni Íslendinga á freðfisk- og saltfisk- mörkuðum heimsins. Er allt sem sýnist í virkjunarmálunum? Undirstaða lífríkis sjávarins við strendur landsins er að stórum hluta þau jarðefni sem jökulárnar bera fram til sjávar. Hafstraum- arnir dreifa þessum líf- efnum síðan um land- grunnið. Með tilkomu uppistöðulóna virkjan- anna botnfalla jarðefn- in og árnar falla til sjávar sneydd þessum lífsnauðsynlegu efnum. Þetta er að gerast við suðurströndina og Húna- flóa og gerist við Austfirði ef jökul- árnar þar verða virkjaðar. Er ekki tekin fullmikil áhætta með þessari heinsun jökulánna? Grófara efnið í framburði fljótanna hefur myndað undirlendið við ósana, en með hreinsun og söfnun framburðarins í uppistöðulónin mun landbrot taka við þar sem áður var landmyndun. Þegar lágt er í lónunum má síðan búast við í þurrkum að sand- og moldrok berist með vindum yfir lendur og byggðir og valdi ómældu tjóni. Lítill hluti þessara stórvirkj- ana er í þágu landsmanna. Mestan hag hafa erlend auðfélög. Íslending- ar eru látnir fjármagna virkjanirnar og leggja vatnsaflið ókeypis til. Vatnsaflið, sem er sambærilegt við olíulindir annarra þjóða, leggur ís- lenzka þjóðin til endurgjaldslaust, í þessum skrípaleik Landsvirkjunar í stóriðjufarsanum. Hefur Lands- virkjun, ef til vill í heimildarleysi, gefið erlendum stórgróðafyrirtækj- um vatnsorkuna? Þeirri spurningu getur herra Jóhannes Nordal, fyrr- verandi seðlabankastjóri, vafalaust best svarað. Er alls gætt í laxeldismálum? Einar Vilhjálmsson Eldi Hefur Landsvirkjun, ef til vill í heimildarleysi, spyr Einar Vilhjálms- son, gefið erlendum stórgróðafyrirtækjum vatnsorkuna? Höfundur er lífeyrisþegi og fyrrverandi tollvörður. FER það eftir því hvernig dauðastund viðkomandi bar að? Er hagstæðara að brenna inni, farast í snjóflóði, eiga við langvarandi veikindi að stríða eða týnast einhvers staðar á fjöllum? Þá er ekki spurt um peninga, nema e.t.v. eftir á. Jú, að vísu er það dýrt, en siðferði þjóðar minnar er afstætt. Barnsfaðir minn og vinur svipti sig lífi 18. september 1999. Að til- teknum tíma liðnum var dánarbú hans úrskurð- að til opinberra skipta, þar sem „lög- um samkvæmt“ varð að gera upp hans persónulegu ábyrgðir. Eitt af því sem ekki má ræða um eru sjálfsaftökur einstaklinga og af- leiðingar þeirra. Einkum og sér í lagi ef viðkomandi var skuldum vafinn, þá taka „misþroska handþvottamenn“ löggjafans sig til og vinna að fram- gangi laganna. Samt er „ábyrgð ein- staklingsins“ ekki sú sama, fer greini- lega eftir því á vegum hvers er starfað. Það er augljóst að þeir sem farnir eru úr þessu jarðlífi bera meiri fjárhagslega ábyrgð en lifendur. Þetta mannslíf var aðeins skuldanna virði og varla það; eða hvenær er mannslíf einhvers virði? Upplifun okkar aðstandenda var ólýsanleg og þau stig áfalla sem þessu fylgdu eru aðeins á sviði þeirra að skilja sem það hafa reynt. Þú ert að fara í gegnum þessa atburði en ert það samt ekki. Þú ert svo gjörsamlega frosinn, yf- irgengilega þreyttur, ásamt reiði og sjálfsásökunum og getur einfaldlega ekki hugsað neitt til enda. Það er ein- faldlega ekki hægt. Þér er ekki ætl- aður tími til af löggjafanum né nokkr- um öðrum til að ná áttum, en „kerfið er glaðvakandi“ og „automatískt“ set- ur allt af stað. Þú átt þér engan mál- svara og veist yfirhöfuð ekki hver réttindi þín eru. Þar að auki mætti ætla að aðstandendur væru með svartadauða eða eitthvað álíka, því hver vill vita af svo vonlausu máli. Þú þarft á áfallahjálp að halda gagnvart löggjafanum, því ekkert mannlegt er í framgöngu hans. Þú hefur ekkert um hlutina segja og baráttuþrek þitt er á þrotum. En löggjafinn hefur sínar vinnureglur um hagsmunagæslu kröfuhafa en engar fyrir okkur. Núna u.þ.b. tveimur árum síðar erum við að vakna upp við vondan draum og þá er allt orð- ið of seint. Rekstur verktakafyrirtækisins var eins og flestir vita, sem við það hafa starf- að, erfiður, hann sjálfur að sligast undan þeim áföllum sem höfðu gengið yfir; dauðaslys starfsmanns hans í Gilsfirði, sífelldum uppákomum varðandi verðlag og tilkostnað. Einnig þeir fáránlegu starfshættir sem verk- takastarfsemi býr við í þessu landi og ekki er á vísan að róa með neitt sökum síbreytileika vaxta og verðlags og hversu há „lögvernduð viðurlög“ eru við vanskilum, sem eru ekki á nokkurn hátt í samræmi við af- komu fyrirtækja og einstaklinga. T.d. varðandi Íbúðalánasjóð, þar er útgefin af hálfu félagsmálaráðu- neytisins reglugerð um hver viðurlög við vanskilum skuli vera. Nær væri að koma til móts við viðkomandi en ekki að gera honum ókleift að greiða skuldir sínar. Það sér það hver heilvita maður sem eitthvað hugsar, að sú stefna stjórnvalda varðandi lögverndaða ok- urlánastarfsemi, sem hér er við lýði, hefði fyrir fáum árum verið dæmd ólögleg. Enda er lán ekki lán, þegar þú borgar það margfalt til baka; það er okur. Enda engin furða þótt bank- ar geti verðlaunað starfsfólk sitt vegna góðrar afkomu en á kostnað aukinna gjaldþrota fyrirtækja og ein- staklinga, ásamt stóraukinni tíðni sjálfsvíga og andlegrar vanlíðunar. Á sama tíma og ekki þykir tiltöku- mál þau glæpagjaldþrot sem æ oftar eiga sér stað þar sem bankar og aðrir aðilar verða að afskrifa hundruð millj- óna og þykir ekki tiltökumál. Á sama tíma og forsvarsmenn þjóðarinnar sólunda hundruðum milljóna í gælu- verkefni einstakra manna, s.s. Kristnitökuhátíð o.fl. Þá má og nefna að forsvarsmenn bæjar-, sveitarstjórna- og ríkis sem geta án nokkurrar fjárhagslegrar ábyrgðar tekið ákvarðanir um mis- vitrar framkvæmdir, misnotkun á að- stöðu, sóun á almannafé o.fl. Á sama tíma og ýmsar lánastofnanir lána eða gerast hluthafar í fyrirfram töpuðum málum, fyrir hundruð milljóna, ýmist á vegum sveitarfélaga eða annarra, sem þykir ekki tiltökumál, er okkur sagt að þetta sé bara svona. „Svona eru lögin,“ góða mín og þeim verður ekki breytt. Í heittrúarríkjum múslima skal höggva af þér höndina ef þú stelur – það eru þeirra lög, frá Allah. Þau eru sönn hin fleygu orð; „Það eru aðeins hreinræktaðir drullusokk- ar sem ráðast að þeim sem ekki geta varist.“ Það er mikið rætt um þung- lyndi, sem er í raun samheiti yfir mis- munandi andlega vanlíðan, en allt á sér sína orsök, ekkert verður til úr engu. Þannig er oft undanfari and- legrar vanlíðunar margbreytilegar aðstæður sem viðkomandi tekur e.t.v. „of nærri sér“. Að vilja „standa sig“ í þessu samfélagi hefur reynst mörg- um þungur róður, því lögverndað miskunnarleysi er allsráðandi í sam- félagi voru. Augljósasta leiðin til að þurfa ekki að horfast í augu við það sem er að gerast í lífi okkar er að afneita því; það þarf ekki að breyta neinu þegar ekkert er að. Þá Dauðinn kvaddi dyrnar á drundu sorgarstunur. En grafinn, gleymdur, liggur sá, aðeins skuldir greiða má. „Löggjafans tilskipun fram að fá“ – þá var enginn hans vinur. Bað þá samt í heimi hér, að hlúa að börnunum sínum. Taldi sig eiga traust í þér. „Hér verða allir að borga mér“ – með kveðju frá bankanum þínum. Við undirrituð þökkum þá miklu „mannúð“ sem löggjafinn okkur býr. Vilborg Eggertsdóttir, Birgir, Ólafur, Sunneva og Benedikt. Hvenær er mannslíf einhvers virði? Vilborg Eggertsdóttir Mannslíf Upplifun okkar aðstand- enda, segir Vilborg Egg- ertsdóttir, var ólýsanleg og þau stig áfalla sem þessu fylgdu eru aðeins á sviði þeirra að skilja sem það hafa reynt. Höfundur starfar við lífrækt, myndlist, ljóðagerð o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.