Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss og Dettifoss koma og fara í dag. Freri, Helgafell, Freyja og Björn koma í dag. Knorr fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Rán kom í gær. Selfoss fer frá Straumsvík í dag. Lómur, Andromeda og Icebear fóru í gær, Pól- ar Siglir fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataútlutun og fatamóttaka, s. 552 5277 opin annan og fjórða hvern miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl 9 og kl. 13 vinnustofa og postulínsmálning. Farið verður í Árbæjarkirkju miðvikudaginn 29. maí frá Aflgranda kl. 13.15. Prestur sr. Þór Hauks- son. Sönghópur leiðir söng undir stjórn Pavels Manásek organista. Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar. Skrán- ing í afgreiðslu síma 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag. Dans hjá Sigvalda byrj- ar í júní. Púttvöllurinn er opinn alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð. Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Lokahófið verður í Hlégarði 31. maí kl. 19. Matur, skemmtiatriði og dans, mætið og takið með ykkur gesti. Miðasala hjá Svanhildi, sími 586 8014 e.h. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- og handa- vinnustofur opnar, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 11.15 og 12.05 leikfimi. Fimmtud. 30. maí kl. 13 gönguhóp- ur. Vinnustofur fyrir glerskurð og leirmótun eru opnar áfram á um- sömdum tíma. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Línudans kl. 11, pílukast og fé- lagsvist kl. 13.30, gler- skurður kl. 13. Dagsferð að Skógum miðvikud. 19. júní, lagt af stað frá Hraunseli kl. 10. Súpa og brauð í Hvolseli, ekið að Skógum Kaffi drukk- ið í Fossbúanum. Ekið til baka um Fljótshlíð og ýmsir staðir skoðaðir. Vestmanneyjaferð 2. til 4. júlí. Skráning í Hraunseli, sími 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð í Skrúðgarða Reykjavík- ur í dag. Brottför frá Ásgarði kl. 13.30, skrán- ing á skrifstofu FEB. Göngu-Hrólfar fara í göngu í dag frá Hlemmi kl. 9.45. Línudans- kennsla í kvöld kl. 19.15. Aðalfundur leikfélags Snúðs og Snældu verður í dag kl. 14. í Ásgarði. Dagsferð í Krísuvík, Þorlákshöfn, Eyr- arbakka, Stokkseyri 6. júní nk. Skráning á skrifstofunni sími 588 2111. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10–12 f.h. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerð, opin vinnu- stofa, postulín, mósaik og gifsafsteypur, kl. 9– 13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun. Opið sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn. Veitingar í Kaffi Berg. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 11 hæg leik- fimi, kl. 13 félagsvist FEBK, kl. 15–16 við- talstími FEBK, kl. 17 bobb. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9–12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur, klippi- myndir, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 15 teiknun og málun. Fótaaðgerð, hár- snyrting. Allir velkomn- ir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun, fimmtudag 30. maí, kl. 10 í keilu í Mjódd. (At- hugið: breyting frá áður útsendri dagskrá). Keppt verður í keilu, spjallað og heitt á könn- unni. Allir velkomnir. Uppl. veitir Þráinn Haf- steinsson, s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10 sögustund, kl. 13 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Allir velkomn- ir. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9–16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 postulínsmálun og myndmennt, kl. 13– 14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Rúta fer kl. 12.15 í Bónus í Holtagörðum. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 10 fóta- aðgerðir, morgunstund, bókband og bútasaum- ur, kl. 12.30 versl- unarferð, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 15.30 kóræfing. Barðstrendingafélagið Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, kl. 20.30 í kvöld. Allir vel- komnir. Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis. Aðal- fundur verður fimmtud. 30. maí kl. 20 í matsal Kópavogshælis, venju- leg aðalfundastörf. Önn- um mál, Fréttir af út- skriftum og fleira. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma. Boðið er upp á orlofsdvöl í Skálholti í sumar. Í boði eru þrír hópar sem rað- ast þannig: 10.–14. júní, 18.–21. júní og 1.–5. júlí. Skráning á skrifstofu f.h. virka daga í síma 557 1666. Skaftfellingafélagið. Sumarferðin verður sunnudaginn 2. júní austur í Vík í Mýrdal (ef næg þátttaka fæst) með viðkomu t.d. á Bryde- búð í Vík, Reynisfjöru, Byggðasafnið í Skógum og Sögusetrið á Hvols- velli. Lagt af stað frá BSÍ kl. 8 og áætluð heimkoma kl. 19. Skrán- ing hjá Skúla (864 3415) og Sigurlaugu (891 7354) í síðasta lagi föstud. 31. maí. Ættfræðifélagið. Fé- lagsfundur í fundarsal Þjóðskjalasafnins á Laugavegi 162 á morg- un kl. 20.30. Guðrún Ása Grímsdóttir flytur fyr- irlestur um ættartölur ríkismanna á 17. öld. Húsið opnað kl. 19.30. Minningarkort Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroska- hjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588 9390. Í dag er miðvikudagur 29. maí, 149. dagur ársins 2002. Orð dagsins: „Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta.“ (Lúk. 13, 24.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 þjóðhöfðingjaætt, 8 dökkt, 9 minnast á, 10 elska, 11 að baki, 13 dýr- ið,15 lélegt hús, 18 við- lags, 21 vætla, 22 auð- mýkt, 23 kaka, 24 kið. LÓÐRÉTT: 2 logið, 3 þrautin, 4 hafa upp á, 5 hefja, 6 fjall, 7 fornafn, 12 kraftur, 14 fálm, 15 lof, 16 þátttak- andi, 17 smá, 18 kölski, 19 létu í friði, 20 hugur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 spors, 4 bókin, 7 önduð, 8 sukks, 9 ill, 11 gert, 13 saka, 14 íslam, 15 þjóð, 17 áttu, 20 rit, 22 ataði, 23 jat- an, 24 totta, 25 nárar. Lóðrétt: 1 svöng, 2 oddur, 3 sóði, 4 basl, 5 kokka, 6 níska, 10 lalli, 12 tíð, 13 smá, 15 þvalt, 16 ósatt, 18 tetur, 19 Unnur, 20 rita, 21 tjón. Víkverji skrifar... LISTAHÁTÍÐ er fjölbreytt í áreins og alltaf og geta listunn- endur og aðrir trúlega fengið eitt- hvað við sitt hæfi í því sem þar er í boði. Víkverji hefur stundum notið viðburða á listahátíð þótt ekki sé hann mjög ötull neytandi á þessu sviði. Í ár splæsti hann á sig tveimur við- burðum, sá argentínska tangóflokk- inn og kúbudrengina sem sungu eða öllu heldur spiluðu með röddum sín- um eins og væru þeir heil hljómsveit. Báðir voru þessir viðburðir hinir ánægjulegustu og var þar hæfileika- ríkt listafólk á ferð í báðum tilvikum. Kúbuflokkurinn kom fram á Broadway og það fannst Víkverja ekki gáfulegt staðarval. Broadway er ágætt skemmtihús og danshús en það er ekki beint hannað til tónleika- halds. Áheyrendur sjá nefnilega mjög misjafnlega á sviðið þar sem húsið er allt í pöllum og stöllum og þess vegna njóta menn misjafnlega vel þess sem boðið er uppá á sviði. Í tilviki kúbutónleikanna var mönnum gefinn kostur á að kaupa málsverð á undan tónleikunum og þeir sem það gerðu sátu á ágætum stöðum og gátu séð vel á sviðið. Hinir sem splæstu ekki á sig matnum urðu að vera á efri pöllunum og þar er útsýnið á sviðið orðið daprara. Þeir sem ekki sættu sig við takmarkað útsýni þaðan færðu sig og urðu þá að standa uppá endann meðan piltarnir sungu. Miðaverðið á tónleikana var hins vegar það sama. Leggur Víkverji til að Listahátíð velji næst annan stað en Broadway til tónleikahalds sem þessa eða að raðað verði í sæti og miðaverð breytilegt miðað við stað- setningu. x x x ÝMISLEGT breytist sjálfsagt íþjóðlífinu nú þegar kosningar eru afstaðnar. Umræðuefnin breyt- ast, umfjöllunarefni fjölmiðla breyt- ast og næst er að menn velti vöngum yfir því hver muni ráða í hverju ein- stöku sveitarfélagi næstu árin. Hver á að ráða? Það er vitanlega auðveldast úr- lausnar þar sem einn flokkur hefur fengið hreinan meirihluta. Flóknara verður það þegar fleiri þurfa að stilla saman málefni sín og finna sam- starfsflöt. En allt gengur það trúlega upp að lokum og þar með fellur allt í sama hversdagsfarið á ný. Næstu umræðuefni verða því veðurfarið, sumarfrí og heyfengur! x x x OG TALANDI um sumarfrí. Vík-verji er unnandi sumarorlofs enda er öllum nauðsynlegt að fara í frí og fá tilbreytingu frá daglegum skyldustörfum, jafnvel þótt það sé alltaf gaman í vinnunni. Spurning er hvað skal gera. Kækurinn er að rjúka eitthvert af stað, ferðast utan- lands eða innan, í stærri eða minni hópum. Ekki er nema gott um það að segja og ekki skal Víkverji draga úr því að menn ferðist. Hann hefur líka gaman af því sjálfur. Víkverji er hins vegar mjög fylgj- andi því að menn taki nokkra daga í fríinu til að gera sem minnst. Hann er líklega það latur að eðlisfari og því þeirrar skoðunar að besta fríið sé að vera heima og gera sem minnst. Ekki einu sinni mála glugga eða taka til í bílskúrnum eða geymslunni. Frekar bara að róla sér niður í bæ, heimsækja kunningjana og líta við á kaffihúsi. Eftir svona frí – og kannski pínulítil ferðalög líka – er Víkverji sannfærður um að menn séu úthvíldir. Guðs útvalda þjóð ÉG vil minna á vegna um- mæla Karls Sigurbjörns- sonar um Palestínu og Ísr- ael á dögunum að gyðingar eru ennþá guðs útvalda þjóð. Jesús var gyðingur og fyrsti kristni söfnuðurinn í veröldinni var eingöngu skipaður gyðingum. Árið 1871 keypti bresk- ur aðalsmaður land handa gyðingum á fullu verði af aröbum. Arabar notuðu þetta land nánast ekkert enda var þetta landsvæði óræktarland og mest- megnis mýrar, fen og eyðimerkur. Þetta land var margfalt stærra en þeir örsmáu skikar sem Ísraelsmenn hafa yfir að ráða í dag. Eftir að þeir höfðu ræktað upp landið og stofnað samyrkjubú þá fyrst fóru arabar að krefj- ast þess að fá þetta land- svæði aftur sem þeir höfðu þó selt fullu verði áður. Palestínumenn hafa ná- kvæmlega engan rétt gagnvart Ísrael. Spádóm- ar biblíunnar ásamt Opin- berunarbókinni hljóða upp á það að næstum allir gyð- ingar muni snúa sér til kristinnar trúar áður en Jesús kemur aftur. Því er líka spáð að stuttu áður en endalokin verða munu all- ar þjóðir rísa gegn Ísrael. Ef þú lest Biblíuna muntu fljótt komast að því það er afdráttarlaus vilji guðs að við kristnir menn stöndum með Ísrael. Kristin trú er nú einu sinni þannig að hún leyfir engar málamiðl- anir. Biblían segir okkur að þeir sem gera ekki vilja guðs geti ekki kallað sig bræður eða systur Jesú Krists og það er ekki við mig að sakast því ég skrif- aði ekki bókina. Þetta ein- faldlega er bara svona. Jón Guðmundsson. Góð bók ÉG VIL benda fólki á að lesa bókina hennar Jónínu Benediktsdóttur, Dömufrí. Þessi bók kom mér veru- lega á óvart. Eyjólfur Magnússon. Þakkir ÉG VIL koma á framfæri þökkum mínum til Sverris, starfsmanns tölvudeildar Þórs í Ármúla, fyrir fljóta og áreiðanlega þjónustu. Í.H. Dýrahald Vinur er týndur PÁFAGAUKURINN okk- ar, sem er gári, flaug frá Spóaási 14, Hafnarfirði sl. laugardag 25. maí. Vinur er grænn með gult höfuð. Hann er mjög gæfur og hændur að fólki. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 565 4684. Vantar heimili LÍTIL og sæt 5 ára læða óskar eftir pössun yfir sumarið eða nýju heimili, gjarnan í sveit. Sími 567 3537 eða 697 7583. 2 læður fást gefins TVÆR kassavanar, fjör- ugar og sætar læður fást gefins. Uppl. í síma: 849 0579. Páfagaukabúr óskast LÍTIÐ páfagaukabúr ósk- ast vegna ósamlyndis fuglanna okkar, helst gef- ins. Má vera gamalt. Uppl. í síma 557-4275 e.h. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is VIÐ töltum okkur, gömlu hjónin, á hraða aldursins á fyrsta degi Listahátíð- ar til nú örugglega að missa ekki af miðum á argentínskan blóðheitan tangó, eins og hann sést aðeins í Buenos Aires, svona rétt til að end- urvekja síðasta neista aldraðra dansfélaga. Því miður láðist okkur að kaupa dagskrá Listahá- tíðar. Sýningin hófst á ljósa- deplum er lýstu upp hrygglengju dansara, ásamt með háværri tón- list svo betra var að taka fyrir heila eyrað. Hrygg- irnir teygðu úr sér, skriðu og svifu um sviðið dágóða stund. Síðan kom par af léttleika sem fjaðr- ir, tangóspor tóku þau, en blóðheit? Nei. Hvar var nálgun hinna tveggja líkama? Það virtist sem þau forðuðust hvort ann- að eins og heitan eldinn. Eftir hlé kom hópur inn á sviðið sem sveif í sviflétt- um tilbrigðum lík- amlegra tjáninga ásamt tveimur karlmönnum er dönsuðu saman. Gömlu hjónin, er töltu í upphafi til að kaupa miða og sjá fyrrum forboðinn blóðheitan argentínskan tangó, þar sem í lipurð og léttleika tveir líkamar verða að einum með takt- föstum, samstilltum og samhljóma hreyfingum, töltu döpur í bragði heim á leið. Gamlir listunnendur. Forboðinn blóðheitur tangó?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.