Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 33 FRIÐRIK Þór Friðriksson sem rekur afkastamesta kvikmyndafram- leiðslufyrirtæki landsins lýsti því yfir í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 hinn 6. maí síðastliðinn að vaxtabyrði fram- leiðslufyrirtækis síns væri um 40 milljónir á ári. Þetta þýðir að heill styrkur frá Kvikmyndasjóði til þessa fyrirtækis til að framleiða nýja kvik- mynd gerir ekki betur en duga fyrir uppsöfnuðum vaxtagreiðslum í bankakerfinu. Það þarf þá ekki mikla reikningskunnáttu til að gera sér grein fyrir skuldastöðunni. Ég hef sagt það opinberlega að ís- lensk kvikmyndagerð sé í djúpum til- vistarvanda. Sjúkdómseinkenni at- vinnugreinarinnar eru þau að því fleiri kvikmyndir sem framleiðslufyr- irtækin hafa framleitt þeim mun verri er fjárhagsstaða þeirra. Hér á landi eru kvikmyndafram- leiðendur beygðir undir forsjár- hyggju ríkisins sem felur úthlutunar- nefndum að ákveða eftir eigin geðþótta hvernig og hvaða kvikmynd- ir framleiðendur skuli fá að framleiða. Ríkisfjármagnið sem fer til kvik- myndagerðar hér á landi var trúlega til þess ætlað í upphafi að frelsa kvik- myndagerðina úr viðjum smæðar þjóðarinnar og bæta framleiðendum upp að einhverju leyti að þeir skuli vilja hætta fé sínu og starfskröftum í að framleiða kvikmyndir fyrir minnsta málsvæði í veröldinni. Þetta kerfi hefur snúist upp í and- stæðu sína. Amatörar í úthlutunar- nefndum velja af smekk eða handa- hófi út verkefni til að styrkja. Stefnan er engin og á hverju ári koma nýir amatörar með nýjan smekk og nýtt handahóf. Sameiginlegt takmark þeirra virðist þó hafa verið að koma sem flestum verkefnum af stað án til- lits til þess hvort þau komast heil í höfn. Árangurinn er sá að íslenskar kvikmyndir höfða sífellt til minni og minni áhorfendahóps og vekja minni og minni athygli erlendis. Nú eru 12 ár síðan íslensk kvikmynd var til- nefnd til Evrópuverðlauna sem besta mynd og 11 ár síðan íslensk mynd var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Báðar þær myndir („Magnús“ og „Börn náttúrunnar“) fengu toppaðsókn hér heima og víðtæka dreifingu erlendis. Þetta er langur tími. Fjárhagur kvikmyndaframleið- enda er í molum. Og atvinnutækifær- um fækkar í greininni. Það er sosum ekki við neinn einstakan aðila að sak- ast vegna þess arna. Ástæðurnar eru margar og enginn mun nokkru sinni geta eða vilja taka á sig ábyrgðina á því hvernig komið er svo að vitlegra er að reyna að nota vítin til að varast þau og taka upp vitrænni vinnubrögð í framtíðinni. Reynsla síðustu tveggja áratuga af úthlutunarnefndum ætti að duga til að kenna okkur að leyfa þjóðinni sjálfri að ráða því að mestu leyti hvernig þeim fjármunum sem frá henni koma til kvikmyndagerðarinn- ar er varið. Það þarf að fá aðila sem hefur faglega þekkingu á kvikmynda- gerð og skiljanlega stefnu og mark- mið til að úthluta styrkjum til kvik- myndaframleiðenda til gera þeim kleift að þróa og fjármagna áhuga- verð verkefni, og til að auðvelda hæfi- lega nýliðun í greininni. Ennfremur til að styrkja kynningu á þeim örfáu myndum sem tækar eru á 5–6 helstu kvikmyndahátíðir heimsins og að- stoða byrjendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á smærri hátíðum. Að öðru leyti á að styrkja leiknar myndir af fullri lengd með því með því að greiða þeim uppbót á hvern seldan miða eftir að myndin hefur fengið að minnsta kosti 5.000 áhorfendur til að bæta framleiðendum upp smæð þjóð- arinnar. Og vegna þess að Kvikmyndasjóður hef- ur yfir takmörkuðu fjár- magni að ráða má hugsa sér að þak verði sett á há- marksuppbót. Að sjálfsögðu væri hægt að skrifa heilar fræðibækur um hvernig best sé að blása lífsanda aftur í íslenska kvik- myndagerð. Ég er hér eingöngu að fjalla í stórum dráttum um leiknar myndir en af gerð slíkra mynda hef ég nokkra reynslu. Um leik- ið efni í sjónvarpi og heimildarmyndir og stuttmyndir ætla ég ekki að ræða að þessu sinni í þessari stuttu dagblaðs- grein. Sú aðferðafræði sem hér hefur verið sagt frá er hvorki gallalaus né heldur allra meina bót. Og allra síst er hér fengin eilífðarlausn á því hvernig eigi að standa að ríkisstuðningi við þessa undirstöðugrein íslenskrar menningar og tæknikunnáttu um alla framtíð. Stefnuna þarf sífellt að endur- skoða og lagfæra. En hér er um að ræða óhlutdræga aðferð til að snúa frá þeirri óljósu – en vel meintu – forsjárhyggju sem er að ganga af kvikmyndagerðinni dauðri. Þessi að- ferð mundi treysta tengsl íslenskra kvikmynda við þjóðina í landinu. Öll reynsla mín í kvikmyndagerð í um aldarfjórðung segir mér að betra sé að fela framtíð íslenskrar kvikmynda- menningar í hendur sjálfrar þjóðar- innar heldur en að setja hana í nefnd. Þótt íslensk kvikmyndagerð sé komin í tilvistarkreppu er ekki orðið of seint að snúa við blaðinu. Nokkrar spennandi kvikmyndir eru nú á loka- stigum framleiðslu og margvísleg verkefni eru í pípunum. Ungu og vel menntuðu fólki fjölgar í faginu. Mikil reynsla hefur fengist og verði reynt að draga lærdóm af þeirri reynslu getur framtíðin orðið björt og sum- arið fagurt hjá þeim sem hafa náð að lifa af hið langa og kalda íslenska kvikmyndavor. Á köldu vori Þráinn Bertelsson Kvikmyndagerð Íslensk kvikmynda- gerð, segir Þráinn Bertelsson, er í djúpum tilvistarvanda. Höfundur er kvikmyndagerð- armaður og rithöfundur. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.