Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í Melaskóla fimmtudaginn 30. maí kl. 20:00 til 21:30 verður kynning á niðurstöðum hverfaþings í Vesturbæ, sem haldið var 2. maí s.l. Kynntu þér hvað íbúar telja til lífsgæða í Vesturbæ, hverju þarf að breyta og hvað Reykjavíkurborg ætlar að gera. N i ð u r s t ö ð u r H v e r f a þ i n g s í V e s t u r b æ ÁRIÐ 1997 samþykkti ríkisstjórn Íslands, að tilhlutan ráðherra dóms- mála og heilbrigðismála, áætlun í fíkniefnavörnum. Einn liður í þeirri áætlun var að efla löggæslu m.a. með auknum fjárveitingum. Í framhaldi af þessari ákvörðun ákvað dómsmálaráð- herra að fjölga stöðu- gildum fíkniefnalög- reglumanna í landinu. Í því sambandi var ein staða sett undir stjórn lögreglustjórans á Ísa- firði, önnur undir stjórn lögreglustjórans á Akureyri og þriðja undir stjórn lögreglu- stjórans á Eskifirði. Að auki var bætt við þrem- ur stöðugildum í fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Þannig bættist við þrettánda stöðugildið hjá lögreglunni á Ísafirði 1997 og hefur verið óbreytt síðan. Á Ísafirði starfa því sex lögreglumenn, þrír varðstjórar, einn aðalvarðstjóri og yfirlögregluþjónn. Hjá embættinu er rannsóknardeild þar sem tveir lög- reglumenn starfa, þ.e.a.s. lögreglu- fulltrúi og rannsóknarlögreglumað- ur. Það var farsæl ákvörðun þáver- andi lögreglustjóra, Ólafs Helga Kjartanssonar, að hugsa þessa við- bótarstöðu sem stöðugildi frekar en að binda hana við sérstakan starfs- mann. Til að útskýra þetta betur þá þótti það hagfelldara að fela rann- sóknardeild lögreglunnar á Ísafirði að taka það verkefni að sér að sinna lögreglurannsókn fíkniefnabrota og forvörnum í umdæminu, auk þess að veita öðrum lögregluumdæmum á Vestfjörðum nauðsynlega aðstoð í þessum málum. Báðir starfsmenn rannsóknardeildarinnar hafa langa reynslu á þessu sviði og vinna þá ým- ist saman eða hvor í sínu lagi og sam- hliða öðrum viðfangsefnum sem heyra undir deildina. Einhver lög- reglulið tóku þá ákvörðun að ein- skorða þessi nýju stöðugildi við starfsmenn, sem ekki þótti falla að umhverfinu hér. Nú eru liðin nærri fimm ár síðan þetta stöðugildi fíkniefnalögreglu- manns bættist við rannsóknardeild- ina á Ísafirði og er ástæða til þess að staldra aðeins við og skoða hvernig til hefur tekist. Hin síðari ár hefur lögreglan á Ísa- firði lagt mjög mikla áherslu á fíkni- efnaforvarnir og með þessari viðbót- arstöðu var unnt að skipuleggja forvarnastarfið enn frekar. Segja má að u.þ.b. hálfu stöðugildi lögreglu- manns sé varið til fíkniefnaforvarna og hinu til þess að takast á við málin sem afbrot. Þetta hefði verið ómögu- legt ef ekki hefði komið til þessi nýja staða fíkniefnalögreglumanns. Í þessu sambandi hefur annar af tveimur starfsmönnum rannsóknar- deildarinnar sinnt verkefnisstjórn í forvarnahópnum Vá Vest, en sá hóp- ur er nokkurs konar verktaki sveit- arfélaganna þriggja á norðanverðum Vestfjörðum. Hópurinn hefur það hlutverk að vinna að og stýra for- vörnum í sveitarfélögunum. Þá hefur sami lögreglumaður setið í stjórn Gamla Apóteksins hér á Ísafirði, en það er sérstakt forvarnaverkefni sem ekki hefur verið reynt áður hér á landi svo vitað sé. Með lögreglu- manninum sitja í stjórninni fulltrúi frá Rauðakrossdeildunum á norðan- verðum Vestfjörðum, Hollvættum Menntaskólans á Ísafirði og loks fulltrúi frá foreldrum og öðrum áhugamönnum. Gamla Apótekið er rekið sem kaffi- og menningarhús fyrir aldurshópinn sextán ára og eldri. Það er rétt að hvetja lesendur til þess að skoða heimasíðuna á slóð- inni http://gamlaapotekid.is/. Þetta fyrirbæri er nú að verða tveggja ára gamalt – starfseminni stýrir for- stöðumaður í fullu starfi auk þess sem annar starfsmaður og nokkrir ungir og áhugasamir Vestfirðingar vinna hlutastarf í kaffihúsinu. Auk þessa hefur ann- ars konar forvarnastarf verið skipulagt hér á svæðinu undir sam- stilltu átaki ýmissa að- ila svo sem yfirmanna og kennara grunnskól- ans, skóla- og fjöl- skylduskrifstofu Ísa- fjarðarbæjar, lögregl- unnar, starfsmanna heilsugæslunnar og fé- lagsmiðstöðva, for- eldrafélaga, íþrótta- félaga og áfram mætti telja. Árangurinn af þessu forvarnastarfi, sem lög- reglan hefur átt tölu- verðan þátt í að koma á og móta, er sýnilegur okkur sem hér búa og mælanlegur í rannsóknum. Í því sambandi er rétt að líta til nýlegra niðurstaðna sem fyrirtækið Rann- sóknir og greining ehf. birti og sendi frá sér að tilstuðlan Áfengisvarna- ráðs ríkisins. Það hafa orðið breyt- ingar í jákvæða átt hvað unglinga- menningu varðar hér í Ísafjarðarbæ og því er fagnað. Eftirfarandi niðurstöður komu úr könnun frá 2000: Hassneysla í 10. bekk grunnskóla í Ísafjarðarbæ 6% en landsmeðaltalið er 12%. Ölvun síðustu þrjátíu daga fyrir könnunina er 20% hjá 10. bekkingum í grunn- skólum Ísafjarðarbæjar en lands- meðaltalið er 32%. Daglegar reyk- ingar 10. bekkinga í grunnskólum Ísafjarðarbæjar voru 10% en lands- meðaltalið 16%. Lögreglunni á Ísafirði hefur tekist að sinna betur en áður rannsóknum á fíkniefnabrotum og samhliða þessu öfluga forvarnastarfi hefur tekist að skapa hér enn betri unglingamenn- ingu en áður. Það er fylgst með því betur en áður að útivistarreglur séu virtar, lögreglan fylgist rækilega með því að þeir sem ekki hafa aldur til meðhöndli ekki áfengi og fleira mætti nefna. Þá hafa félagsmálayf- irvöld í Ísafjarðarbæ, með tilkomu skóla- og fjölskylduskrifstofu bæjar- ins, tekið föstum tökum þær lög- boðnu tilkynningar sem lögreglan sendir skrifstofunni um afskipti af ungmennum. Það er full ástæða til þess að þakka fyrir auknar fjárveitingar til fíkni- efnamálaflokksins, dómsmálaráðu- neyti og ríkislögreglustjóranum fyrir að miðla fjármunum með þessum hætti og lögreglustjóranum á Ísa- firði fyrir núverandi skipulag mál- anna hér. Auðvitað viljum við sjá meiri eða betri árangur af forvarnastarfinu, en einhvers staðar verður að byrja. Það er skoðun mín sem skrifar þessar lín- ur að fjárveitingum hafi verið ráð- stafað skynsamlega og þær hafi nýst í baráttunni gegn fíkniefnavandan- um. En betur má ef duga skal. Lögreglan – fíkniefni – forvarnir Hlynur Snorrason Höfundur er lögreglufulltrúi á Ísafirði. Forvarnir Það er skoðun mín, seg- ir Hlynur Snorrason, að fjárveitingum hafi verið ráðstafað skynsamlega og þær hafi nýst í bar- áttunni gegn fíkniefna- vandanum. UNDIRRITAÐUR furðar sig á því, hvernig það megi vera að greinin eftir Amos Oz skyldi vera birt í Morgunblaðinu á blað- síðu 28 hinn 18. apríl, undir Erlent (fréttir), en ekki aftast undir lesendabréfum. Var um mistök að ræða eða var það gert af ásettu ráði? Eru Ísr- aelar kannski þegar komnir bakdyramegin inn á ritstjórn Morg- unblaðsins? Þetta myndi a.m.k. skýra fréttina á forsíðu Mbl. 20. apríl, þar sem greint var frá að Ísraelsher væri farinn frá Jenín – en það láðist að nefna hvert herinn fór – nefni- lega í hring um borgina. Jenín er núna að öllu leyti einangrað, hið fullkomna „ghettó“, og enginn fer þar inn eða út nema með leyfi Ísr- aels. Vona ég að ritstjórnin sjái sóma sinn í því að birta þennan pistil, og þá undir „Erlent“, eða er ég, þýskur tæknifræðingur á Ís- landi, minna metinn en ísraelskur rithöfundur í Ísrael? Amos greinin er mjög lúmsk eins og sönnum zíonista er einum lagið. Eftir fyrsta „hraðlestur“ virðist sem ýmist atriði séu jákvæð, eftir annan lestur koma upp efasemdir og eftir þriðja lestur – og lestur „á milli línanna“ – birtast allar öfgar, ófögnuður, óréttlæti, hugsunar- háttur og glæpsamlegar tillögur. Ég hvet alla, sem ekki er sama um líf og dauða Palestínumanna, að lesa þessa grein eftir Amos Oz, aft- ur og aftur, eftir að hafa lesið minn pistil og með minn pistil í huga. Svör og skoðanir ættu þá að mynd- ast hjá hverjum og einum. Til að skilja hvað er um að vera er nauðsynlegt að rifja upp í stuttu máli sögu um stofnun Ísraelsríkis: arabar hafa verið í Palestínu, þar með talið í Ísrael nútímans, í meira en 1800 ár, gyðingar voru þar smá- minnihlutahópur. Frá og með 1917, eftir að Tyrkjaveldið missti Palest- ínu og Bretar fengu það sem vernd- arsvæði, hófst flutningur zíonista til Palestínu, undir „eftirliti“ og undir mótmælum heimamanna sem gátu ekki skilið að aukin andúð á gyðingum í allri Evrópu skyldi rétt- læta landatöku með valdi frá Pal- estínuaröbum. Bretar misstu stjórnin á innflutningi. Landnemar og vopn flæddu inn til Palestínu, sérstaklega eftir heimsstyrjöldina síðari, um aðalsmygl- araborg Haifa. Hinn 14. maí 1948, einum degi áður en breski samningurinn um „verndara“ rann út, lýstu 1,5 millj. „lög- lega“ og ólöglega inn- fluttra zíonista yfir stofnun Ísraelríkis. Bretar „stungu af“ og skildu vandræðin eftir hjá Sameinuðu þjóð- unum sem voru þegar búnar, árið 1947, að gera tillögu um að skipta Palestínu upp í tvö ríki (hver gaf þeim rétt til þess?) Eðlilega mótmæltu heimamenn og ekki með orðum ein- um. Samkvæmt tillögunni átti Ísr- ael að fá megnið af Negev-eyði- mörkinni, mjóa ræmu meðfram strönd Miðjarðarhafs, (frá Ashque- lon til Rosh ha Niqra) og ræmu í gegnum Tiberias að svæði við Gen- ezareth-vatn. Allt annað áttu Pal- estínuarabar að fá nema svæðið Jerúsalem-Bethlehem, sem átti að vera alþjóðlegt verndarsvæði. Arabar mótmæltu og gripu (eðli- lega) til vopna – en töpuðu. Þá hófst harmsaga Palestínu- araba. 700.000 Palestínumenn voru flæmdir í burtu, þó að stjórnaskrá Ísraels „tryggði“ þeim sama rétt og gyðingum, en aðeins á pappír, gyð- ingar litu niður – og gera það enn – á araba sem aðskotahlut en ekki sem menn. Alls konar lúmskar und- anþágur komu til framkvæmda, þannig að ólíft var fyrir araba í þeirra heimalandi og flótti var al- mennur, stjórnin í Ísrael hvatti meira en það til þess. T.d. fengu Ísraelar með einni „lagasetningu“ (nifkadim nohahim) um 2000 ferkm. landsvæði með híbýlum og tækjum: Ákveðið var að allir, sem voru ekki heima á ákveðnum degi (margir voru bara í heimsókn hjá nágrönn- um) yrðu skráðir sem „fjarverandi“ og voru landið þeirra og eignir gerð upptæk til ríkissjóðs Ísraels. Lífið var Palestínuaröbum gert að helvíti í þeirra eigin landi og skæruárásir gegn Ísrael voru tíðar. Fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna 1949 komst á vopnahlé með „landamærum“, sem voru í gildi til 1967, en Ísrael inn- limuðu stóran hluta lands sem átti að vera hluti af Palestínuríki. Ísr- aelar héldu áfram ofsóknum sínum gegn Palestínumönnum, sem svör- uðu með skæruhernaði, þangað til nóg var komið og arabar háðu stríð á ný – og töpuðu aftur. Zíonistar héldu áfram að streyma til Ísraels og til 1980 bæt- ast 1,6 milljónir við þær 1,5 millj- ónir sem fyrir voru. Meira land var numið (stolið) af því litla svæði sem eftir var af Palestínu, palestínskum þorpum og bæjum var rutt burt og landnemabyggðir gyðinga reistar þar, aðeins byggilegar undir her- vernd, sem Ísraelar nota nú sem af- sökun fyrir veru hers í landinu. Þar sem Palestínumenn voru herteknir og áttu engan her sjálfir, var áfram mikið um skæruárásir gegn Ísr- aelum sem ekki var talað um sem frelsishernað heldur „terrorisma“. Palestínskir íbúar og flóttafólk er áfram beitt ofsóknum, hrottaskap, niðurlægingu, valdi og morðum, í þeirra móðurlandi. Vegir, vatns- veitur, rafveitur, skólplagnir, opin- berar- og menningarmiðstövar, uppskerur og ávaxtaekrur eru eyði- lagðar, og þá gengur Sharon svo langt að leggja til að rafmagnsgirð- ingar yrðu reistar um palestínskar byggðir sem eftir eru, einangra þær í „Ghettos“ í þeirrar eigin landi, algjörlega á valdi ísraelska hersins. Og þá talar Amor Oz um frið- artillögur og afneitar um leið að „ísraelskar byggðir“ í Palestínu yrðu yfirgefnar, að girðingar yrðu reistar um svæði þar sem byggðir Palestínumanna eru (hvað um land- ið þar á milli, þar sem Ísraelar hafa flæmt burtu íbúa?) svo auðveldara verði að hafa hemil á óvininum. Hvernig dettur honum í hug að fá þá ósk uppfyllta að tengja Ísrael Atlantshafsbandalagi og Evrópu- sambandinu? Er skrýtið þótt það fyrirfinnist nóg af palestínskum sjálfsmorðsárásarmönnum? Það þarf ekki til neina yfirstjórn (Ara- fat) eða ofsatrú, menn hafa orðið ekki neinu að tapa, eru örvænting- arfullir, uppgefnir, sviknir af um- heiminum og orðnir miskunnar- lausir í árásum sínum. Ég hvet aftur alla, sem lesið hafa minn pistil, að lesa aftur og aftur, líka „milli línanna“, greinina eftir Amos Oz – og hver verður nið- urstaðan? Hver er sökudólgurinn? Hvar ættu landamæri Palestínurík- is að vera, landamærin frá 1947, 1967 eða á að flæma alla Palest- ínuaraba í burtu af leifum af þeirra móðurlandi og innlima í Ísrael? Það síðastnefnda virðist vera ætlun Sharons – eigum við að samþykkja það? Öll erum við með teskeið – eftir Amos Oz Edmund Bellersen Höfundur er rafmagnstækni- fræðingur. Hugleiðingar Amos-greinin, segir Edmund Bellersen, er mjög lúmsk eins og sönnum zíonista er einum lagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.