Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI
14 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Auglýsing um tillögu að Svæðis-
skipulagi Eyjafjarðar 1998-2018
Samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar samþykkti
þann 6. september 2001 tillögu að Svæðisskipulagi Eyja-
fjarðar 1998-2018. Tillagan hafði áður verið auglýst
25. apríl 2001 og lá frammi til kynningar til 24. maí 2001.
Á fundinum 6. september 2001 voru afgreiddar þær at-
hugasemdir sem borist höfðu og gerðar nokkrar breytingar
á skipulagstillögunni. Breytingarnar voru auglýstar 2. okt-
óber 2001 og viðkomandi sveitarstjórnum og Skipulags-
stofnun var send skipulagstillagan með áorðnum breyting-
um. Athugasemdir bárust frá Svalbarðsstrandarhreppi og
ábendingar um breytingar og lagfæringar bárust frá Skipu-
lagsstofnun.
Á fundi samvinnunefndar 15. maí 2002 var fjallað um at-
hugasemdirnar og ábendingar Skipulagsstofnunar. Þær
voru síðan afgreiddar og skipulagstillagan ásamt greinar-
gerð samþykkt og undirrituð af fulltrúum viðkomandi
sveitarfélaga með þeim breytingum, sem ábendingar
Skipulagsstofnunar höfðu í för með sér, ásamt fyrirvara
frá fulltrúum Svalbarðsstrandarhrepps.
Breytingarnar á skipulagstillögunni og fyrirvarinn felast í
eftirtöldum atriðum:
1. Tekið hefur verið tillit til afgreiðslu
Grýtubakkahrepps um frístundabyggð
í sveitarfélaginu.
2. Staðfesting nær til svæðisskipulagsuppdráttar
og greinargerðar í heild.
3. Bætt er við rökstuðningi fyrir jarðgöngum gegnum
Vaðlaheiði í kafla 6.10 í greinargerð.
4. Gerð er grein fyrir leyfilegum fjölda íbúða á
íbúðasvæðum í dreifbýli. 5. Í kafla 2.2.5 er gerð
nánari grein fyrir stærð og nýtingu iðnaðarsvæða
í dreifbýli.
6. Gerð er orðalagsbreyting í kafla 3.2.7 þar sem bent
er á möguleika fyrir förgunarstaði sorps í Arnarnes
hreppi og Hörgárbyggð.
7. Texti í greinargerð um hverfisverndarsvæði er
gerður skýrari. Þar er einnig gerð grein fyrir
tilmælum sem beint er til fjögurra sveitarfélaga um
æskileg hverfisverndarsvæði.
8. Landnotkunartafla hefur verið endurskoðuð og bætt.
9. Gerð er nánari grein fyrir tengslum
svæðisskipulagsuppdráttar og skýringarkorta annars
vegar og texta greinargerðar hins vegar.
10. Auk framangreindra atriða hafa nokkrar minniháttar
villur verið leiðréttar.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps gerir fyrirvara varð-
andi stefnumótun um stóriðju og skilda þætti sem fram
koma í greinargerð, einkum kafla 2.2.4. Þessi fyrirvari
kemur fram á svæðisskipulagsuppdrætti og í greinargerð.
Þeir, sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og
niðurstöðu samvinnunefndar, geta snúið sér til
Valtýs Sigurbjarnarsonar, framkvæmdastjóra
Héraðsnefndar Eyjafjarðar,
Strandgötu 29, 600 Akureyri,
símar 461 2739 og 896 2739.
F.h. samvinnunefndar,
Hjörleifur B. Kvaran.
Út-sala
Sófaborð
m. glerplötu
Aiwa stereótæki
(mini)
Hárþurrka
vaska-
innrétting
2 hárgreiðslu-
stólar
2 hjólaborð
hjálparstóll
(letingi)
vaskastóll
sjóðsvél
4 aflangir speglar
ísskápur, kaffivél
og brauðrist
ca 8.000 kr.
10.000 kr.
ca 7.000 kr.
ca 12-15.000 kr.
35.000 kr./stk.
500 kr./stk.
10-15.000 kr.
ca 40.000 kr.
5.000 kr.
4.000 kr.
5.000 kr.
Upplýsingar í s. 462 2530,
gsm 862 8885, eftir kl. 18.00
SAMKÓR Svarfdæla heldur tón-
leika í Dalvíkurkirkju í kvöld, mið-
vikudagskvöld, kl. 20.30. Efnis-
skráin er fjölbreytt, þar sem
aðallega verður flutt kirkjuleg tón-
list frá ýmsum tímum.
Stjórnandi kórsins er Rósa
Kristín Baldursdóttir en þetta eru
hennar síðustu tónleikar með kórn-
um hér á landi, í bili að minnsta
kosti.
Tónleikar í
Dalvíkurkirkju
UNGU fólki sem hyggur á lýðhá-
skólanám á einhverju Norðurland-
anna í haust er bent á að umsókn-
arfrestur um styrk hjá Nordens
folkliga akademi rennur út 20. júní.
Mikilvægt er að hafa gengið frá um-
sókn í lýðháskóla áður en sótt er um
styrki. Nánari upplýsingar eru veitt-
ar á Norrænu upplýsingaskrifstof-
unni á Akureyri.
Styrkir til lýðhá-
skólanáms
UNGIR og áhugasamir veiðimenn
sveifluðu stöngum sínum inni á
Leiru um helgina en hinn árlegi
veiðidagur fjölskyldunnar var
haldinn á sunnudag. Veðrið var
eins og best varð á kosið og áttu
veiðimenn notalega stund þó senni-
lega hefðu flestir þeirra viljað sjá
meiri afla. Þeir settu þó í einn og
einn.
Veiðistöngum sveiflað
Morgunblaðið/Rúnar Þór
ALLS brautskráðust 124 nemendur
frá Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri á laugardag, 106 voru úr dag-
skóla og 18 luku fjarnámi. Hópurinn
skiptist þannig að stúdentar voru 84
talsins og 40 luku námi af einhverri
af starfsnámsbrautum skólans. Á
vorönn hófu 1.027 nemendur nám
við skólann og um 650 í fjarnámi,
sem aldrei hefur verið með jafn-
miklum blóma og nú.
Björn Snær Atlason hlaut hæstu
meðaleinkunn á stúdentsprófi og
hlaut hann fjölda verðlauna, m.a.
fyrir framúrskarandi árangur á
hagfræðibraut, í ensku, dönsku og
þýsku.
Nokkrir nemendur hlutu viður-
kenningar fyrir framúrskarandi
námsárangur, Linda Margrét Sig-
urðardóttir hlaut bikar fyrir hæstu
meðaleinkunn á almennu verslunar-
prófi, Rögnvaldur Harðarson í
byggingargreinum, Kristbjörg Þór-
oddsdóttir í verslunargreinum til
stúdentsprófs, Bergur Benedikts-
son fyrir stærðfræði og fyrir frá-
bæran námsárangur, Lísbet Patr-
isía Gísladóttir fyrir raungreinar,
Arnþór Haukur Birgisson fyrir
málmiðngreinar Björn Gunnar
Hreinsson fyrir rafiðngreinar og
Indíana Ósk Magnúsdóttir fyrir ís-
lensku og frábæran námsárangur.
Þá hlaut María Marinósdóttir þakk-
lætisvott frá skólanum vegna starfa
að félagsmálum og hagsmunamálum
nemenda.
Við athöfnina var afhjúpuð mynd
máluð af Kristni G. Jóhannssyni af
fyrsta skólameistara VMA, Bern-
harð Haraldssyni, en það gerði
Ragnheiður Hansdóttir eiginkona
hans. Við það tækifæri færði Bern-
harð Hjalta Jóni Sveinssyni skóla-
meistara fyrsta eintakið af verki
sínu, Saga iðnmenntunar við Eyja-
fjörð.
Framboðin lögðu litla áherslu
á mikilvægi verkmenntunar
„Óneitanlega hef ég saknað þess í
nýafstöðnum kosningaslag hvað litla
áherslu hin ýmsu framboð hafa lagt
á mikilvægi verkmenntunar hér
nyðra, sem því miður á verulega
undir högg að sækja,“ sagði Hjalti
Jón í ræðu sinni við skólaslitin. „Það
skýtur raunar skökku við að bæj-
arfélag sem er að reyna að laða til
sín fleira fólk til búsetu skuli ekki
hafa meiri áhyggjur af æ færri nem-
endum í verknámi.“
Hjalti Jón kvaðst ekki hafa orðið
var við áhyggjur manna yfir hversu
alvarlegt það gæti verið að horfa á
eftir ýmsu verknámi suður á
Reykjavíkursvæðið, en blikur væru
á lofti í þeim efnum. Saknaði hann
stuðnings alþingis- og sveitarstjórn-
armanna við að halda úti sem fjöl-
breyttustu verknámi á svæðinu, at-
vinnuvegum og bæjarfélaginu til
hagsbóta. Þá hafi ekkert heyrst frá
aðilum vinnumarkaðarins og ýmissa
atvinnugreina sem eiga undir högg
að sækja. „Það er engu líkara en
fólki standi gjörsamlega á sama um
að að atvinnugreinar hverfi úr bæn-
um og námið um leið,“ sagði skóla-
meistari. Þyrftu nemendur að fara
suður til náms væru líkur á að þeir
sneru ekki til baka. Nefndi Hjalti
Jón bifvélavirkjun sem dæmi um
nám sem ekki væri lengur hægt að
læra í VMA og eins að líkur væru á
að allt nám í kjötiðn yrði flutt suður
í Kópavog. „Ætlum við að geta
stuðlað að framtíð bæjarins og
svæðisins hér allt í kring, sunnan,
norðan, vestan og austan þurfum
við öll að standa saman og leggja
áherslu á framgang þeirra mála sem
okkur eru lífsnauðsynleg. Í þeim
efnum má enginn sofna á verðinum
og koma sér undan ábyrgð,“ sagði
Hjalti Jón.
Hann nefndi að reiknilíkan sem
skammtaði framhaldsskólum
rekstrarfé væru skóla á borð við
VMA andsnúið á marga lund. „Við
þurfum á öllum stuðningi að halda
til þess að fá það viðurkennt að inn í
líkanið verði settur landsbyggðar-
stuðull sem jafni aðstöðu verknáms-
skóla utan Reykjavíkursvæðisins.
Þetta er ekki bara alvörumál heldur
er það líka byggðapólitísk.“
Verkmenntaskólinn brautskráir 124 nemendur
Eins og fólki standi á
sama um að atvinnu-
greinar hverfi úr bænum
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Alls voru 124 nemendur brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri á laugardag.
ALLS verða haldin sex tölvu- og
tölvutengd námskeið á vegum Tölvu-
fræðslunnar nú í maí og júní og eru
það síðustu námskeiðin á þessari
önn.
Kennt er í húsnæði Tölvufræðslu-
nnar við Furuvelli 13 og þar fer
skráning fram sem og á heimasíðu
Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarð-
ar. Mjög góð aðsókn hefur verið að
námskeiðunum í vetur.
Tölvunámskeið