Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 43 Vönduð 3ja vikna dansnámskeið fyrir börn og unglinga verða haldin í Bjarkarhúsinu, Hafnarfirði, í júní. Kenndir verða nýjustu dansarnir í freestyle og street jazz beint frá USA. HAFNARFJÖRÐUR, GARÐABÆR OG NÁGRENNI DANSNÁMSKEIÐ Freestyle - Street jazz - Freestyle - Street jazz - Freestyle - Street jazz Kennarar: Selma Björnsdóttir, söng- og leikkona Birna Björnsdóttir danskennari Aldurshópar: 6-9 ára, 10-12 ára, 13-16 ára. Námskeiðin hefjast 10. júní Skráning er hafin í síma 863 9999 og 694 5355 Sjáumst! Selma og Birna LÚÐA 399kr. kg. ÚRVAL Á GRILLIÐ FISKBÚÐIN VÖR Höfðabakka 1, sími 587 5070 Sjáumst í sumarskapi GEÐSJÚKDÓMUR getur verið lífs- hættulegur sjúkdómur sem höggvið hefur alltof stórt skarð í mannauð þjóða. Hvaða skoðun hefur almenningur á geðsjúkdómum ? Jú, það er um að gera að láta alla geðsjúka afskiptalausa, því þeir eru svo hættulegir! Hvers eigum við að gjalda sem er- um að berjast við þennan sjúkdóm? Hægt er að bera saman krabba- mein og geðsjúkdóma. Almenningur hefur skilning á sjúkdómi eins og krabbameini. En sá sjúkdómur er ekki mikið frábrugðinn því hann er oft á tíðum ólæknandi en hægt að halda niðri með lyfjum. Þegar kemur að því að tala um geð- lyf þá er oft sagt að fólk sé í dópinu! Við skulum ekki gleyma að það er mikill munur hvort fólk er á lyfjum að læknisráði eða hvort það er að mis- nota lyf. Geðlyf eru af hinu góða, því ef þau væru ekki til þá þyrfti að grípa til ráða sem notuð voru áður fyrr. Það var að notast við að setja sjúklinga til skiptis í heit og köld böð. Þetta var gert því það voru ekki til lyf. Hvernig haldið þið að það hafi verið? Það er kominn tími til að almenningur að fari að átta sig á þessum sjúkdómi því mikið hefur verið skrifað um þessi mál. En betur má ef duga skal. Þegar geðsjúklingur veikist þá loka margir á hann af hræðslu við að vita ekki hvernig á að koma fram við hann. Það er það versta sem við hann er gert. Í því felst höfnun og hún getur verið sár. Sem betur fer þá höfum við lækna og hjúkrunarfólk og samsjúklinga sem skilja okkur. Við getum víst ekkert að því gert að fá þennan sjúkdóm. Óskandi væri samt að almenningur gæti skilið þetta betur og léti ekki stjórnast af gömlum fordómum. Í dag eru komin athvörfin Dvöl, Vin, Laut (á Akureyri) og samtök eins og Geðhjálp og Geysir. Ég tel að þessi úrræði séu það sem koma skal. Ég hef kynnst þeim persónulega. Þarna vinnur yndislegt fólk með mikla manngæsku sem tekur geð- sjúkdómum vel og kemur fram við geðsjúka eins og venjulegt fólk. Jafn- framt er reynt að virkja einstakling- inn og fá þannig fram það jákvæða sem í honum býr. Ég tel að þetta sé framtíðin, þessir staðir hafa náð ótrú- legum árangri og því er minna um innlagnir á spítala. Einnig eru komin ný lyf sem hjálpa mikið, jafnframt getur samtalsmeðferð virkað vel og jafnvel betur en geðlyf. Ég vona að almenningur taki geð- sjúka í sátt og eins og hverjum öðrum manneskjum. Því geðsjúkir eru einn- ig manneskjur. Ég vona að framtíðin beri í skauti sér meiri skilning og stuðning. ALFA JÓHANNSDÓTTIR, (gestur í Dvöl), Reynihvammi 43, Kóp. Geðsjúkdómur, hvað er það? Frá Ölfu Jóhannsdóttur: JÓGAFRÆÐIN eru ekki einungis fyrir fullorðna. Börn geta einnig haft mikið gagn og gaman af því að læra einfaldar jógaæfingar, öndunaræf- ingar og slökun. Með því að stunda jóga gefst börnum tækifæri á að öðl- ast aukna sjálfsvirðingu, gleði, sveigj- anleika, styrk, líkamsmeðvitund og einbeitingu. Mörg börn eru í þeirri aðstöðu að hreyfa sig lítið og ná ekki fótfestu í íþróttum. Þeim gæti gagnast að gera einfaldar styrkingar- og liðkunaræfingar án þeirrar pressu sem fylgir oft keppnisíþróttum. Börn sem stunda íþróttir gætu líka átt er- indi í jóga til að auka sveigjanleika, einbeitingu og líkamsmeðvitund. Börnum má að sjálfsögðu ekki kenna eins og fullorðnum. Jógaæfing- ar bera margar dýranöfn. Má gera meira úr þeirri hlið þegar börnum eru kenndar æfingarnar og minna úr ná- kvæmri líkamsstöðu. Einnig skiptir máli að brosa mikið og hafa gaman, blanda leikjum saman við kennsluna og láta börnunum líða vel. Fullorðið fólk leitar mikið að hugarrónni sem jógaæfingar, öndun og slökun veita. Börn þurfa minna á því að halda en þau þurfa samt að læra að nota lík- ama sinn og tengja hann við hugann. Jógafræðin ganga út á jafnvægi milli líkama, hugar og sálar. Slíkt jafnvægi er vandfundið í þessum heimi og mikill tími fer oft í að laga það sem aflaga hefur farið á fullorð- insárum. Því fyrr sem börn fá tæki- færi til að byggja upp góðan grunn að andlegu og líkamlegu jafnvægi, því betra. Ég get ekki hugsað mér neitt skemmtilegra verkefni en að kenna þeim börnum sem fá þetta tækifæri en það er einmitt það sem ég mun gera í sumar. Þeir sem vilja vita meira um jóga fyrir börn er bent á vefsíðuna www.gbergmann.is. Gefum börnun- um góðan grunn til að byggja framtíð- ina á! GUÐJÓN BERGMANN, jógakennari, gbergmann@strik.is. Jóga er líka fyrir börn Frá Guðjóni Bergmann:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.