Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 25 LISTAHÁSKÓLI Íslands braut- skráði 75 nemendur við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu sl. laugardag, og lauk þar með þriðja starfsári skólans. Við brautskráninguna flutti Hjálmar H. Ragnarsson, rektor skólans, ávarp þar sem hann ræddi þann árangur sem náðst hefur í upp- byggingu öflugs listaháskóla á Ís- landi, og minnti á nauðsyn þess að framtíðarlausn verði fundin í húsnæðismálum skólans og að rækt verði lögð við áframhald- andi uppbyggingu kennaranáms skólans. Listaháskóli Íslands starfar í fjórum deilum, myndlistardeild, leiklistardeild, hönnunardeild og tónlistardeild og sagði Hjálmar að með stofnun tveggja síðarnefndu deildanna sl. haust, hefði náðst það markmið sem mennta- málaráðherra fyrir hönd rík- isstjórnar og stjórn skólans hefðu sett sér með sérstakri yfirlýsingu í mars 1999 um uppbyggingu Listaháskólans í þremur meg- ináföngum. Benti Hjálmar jafnframt á að margir hefðu á sínum tíma verið efins um að markmiðin gætu náðst innan þess tímaramma sem settur var, en nú væri ljóst að slíkar efasemir hafi verið með öllu óþarfar. „Það, hvert okkur hefur nú borið, er ekki síst að þakka áræðni fyrrverandi menntamálaráðherra við að leggja út á hin djúpu mið og ein- dreginn stuðningur hans við þá metnaðarfullu stefnu sem stjórn skólans hefur allt frá byrjun haft að leiðarljósi. Vil ég nota hér tækifærið til þess að þakka Birni Bjarnasyni fyrir hollustu hans og heilindi í garð skólans,“ sagði Hjálmar. Í ræðunni leit Hjálmar yfir starfsemi vetrarins í hverri deild og minnti á þann merka áfanga sem náð verður á komandi hausti þegar boðið verður upp á nám í arkitektúr við sérstaka braut inn- an hönnunardeildarinnar sem þá fær nýtt nafn og verður kölluð hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Þá vék Hjálmar að mikilvægri nýbreytni í starfi skólans með rekstri kenn- aranáms, 30 eininga námi í kennslufræðum fyrir listafólk sem lokið hefur háskólanámi á sínu sviði, sex nemendur hlutu dipl- óma í kennslufræðum frá Listahá- skóla Íslands á laugardaginn. „Enn hefur þó ekki verið hægt að staðfesta inntöku nýrra nemenda þar sem rekstrargrundvöllur fyr- ir námið hefur ekki verið end- anlega tryggður. Það er álit okk- ar stjórnenda Listaháskólans að kennaranámið sé afar mikilvægt fyrir framtíðaruppbyggingu list- náms í landinu og leggjum við af- ar mikla áherslu á að framtíð þess sé tryggð,“ ítrekaði Hjálmar og bætti því við að frammistaða nemendanna og sú ánægja sem ríkt hefur um námið sýni að það sé á réttri leið. Hjálmar vék að því í ræðu sinni að aðsókn eftir námi við Listahá- skólann hefði slegið öll met og væri það til vitnis um að ungt fólk í dag liti á listanám við Listaháskóla Íslands sem eft- irsóknarverðan kost. Engu að síð- ur ríkti enn óvissa um framtíð- arhúsnæðismál skólans, sem gerði stjórnendum óhægt um vik með að vinna markvisst að frekari uppbyggingu og stefnumótun skólans. „Fyrr en ákveðin lausn liggur fyrir verður erfitt um vik að útfæra þá stefnu okkar að út- víkka starfsemina og taka nýjar greinar inn. Unnið er að þarfa- greiningu og stefnumótun til næstu ára og með hliðjsón af henni verður vonandi hægt að ná skynsamlegri lausn.“ Í ræðu sinni þakkaði Hjálmar þeim úrvalshópi lista- og fræði- manna sem skipa 206 manna kennaralið skólans, og ekki síst nemendum skólans, þann þátt sem þeir hafi átt í mótun hins nýja háskólasamfélags á fyrstu starfsárum þess, tímabils sem Hjálmar vísaði til sem tíma vaxtar og uppbygingar. „Ég hefi fullyrt að stofnun Listaháskóla Íslands sé metnaðarfyllsta verkefnið á sviði listalífs í landinu á síðustu árum og er það von mín að nemend- urnir, jafnt sem kennarar og starfsfólk, eigi eftir að minnast þess með hlýhug síðar meir að hafa verið þátttakendur í því frumkvöðlastarfi,“ sagði Hjálmar. Alls voru 75 nemendur úskrif- aðir úr Listaháskóla Íslands, 43 útskrifuðust með BA gráðu frá myndlistardeild, 18 með BA í grafískri hönnun frá hönn- unardeild, 8 með BFA gráðu frá leiklistardeild, og 6 nemendur hlutu diplóma í kennslufræðum. Ljósmynd/Anna Fjóla GísladóttirÚtskriftarnemendur Listháskóla Íslands að lokinni útskrift í Borgarleikhúsinu. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor LHÍ, við brautskráningu Brýnt að fá lausn í hús- næðismálum skólans TJARNARSKÓLI  Skóli fyrir 8. ,9. og 10. bekkinga.  Fámennir bekkir.  Bara einn bekkur í árgangi.  Einstaklingurinn í fyrirrúmi.  Heimanámstímar inni á stundaskrá.  Heimilislegt umhverfi.  Áhersla á góð samskipti.  Staðsetning í hjarta borgarinnar. Innritun stendur yfir....... Lækjargötu 14b, sími 562 4020, tjarnar@ismennt.is, www.tjarnarskoli.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.