Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 13
VEÐRIÐ hefur leikið við íbúa á höfuðborgarsvæðinu að undan- förnu og kunnu krakkarnir í Mela- hvarfi við Vatnsenda vel að meta það síðastliðinn föstudag, en þá var svokallað Götugrill haldið í hverf- inu. Þá skemmtu ungir og aldnir sér saman hvort heldur sem þeir voru tvífætlingar eða fjórfætlingar eins og þessi mynd ber með sér. Líklega hefur eitthvert góðgæti verið í boði, ef marka má titil hverfishátíð- arinnar, enda hafa menn keppst við að nýta sér kol og gas til matar- gerðar undanfarið í blíðviðrinu. Grillað góðgæti og götufjör Morgunblaðið/Árni Sæberg Vatnsendi HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 13 Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 13. júní, viku- ferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, 13. júní, vikuferð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 13. júní, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Mallorca þann 13. júní í eina eða tvær vikur. Beint flug með Heimsferðum á þennan einstaka áfangastað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og þremur dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin Stökktu til Mallorca 13. júní frá 39.865 ÞAÐ er stór dagur í Fossvogs- skóla í dag. Klukkan tíu fær skól- inn nefnilega afhentan Grænfán- ann, evrópskt umhverfismerki sem er tákn um góða umhverf- isfræðslu og vistvæna stefnu í skólanum. Afhendingin verður hápunkturinn á Grænum dögum, sem staðið hafa yfir í skólanum frá því á mánudag en síðar í dag gefst gestum og gangandi kostur á að koma í skólann og skoða af- rakstur umhverfisstarfs vetr- arins. Að sögn Auðar Þórhallsdóttur deildarstjóra sem hefur haft um- sjón með þessu verkefni í Foss- vogsskóla er skólinn einn af þremur skólum á landinu sem fyrstir fá afhent fánann en alls hafa 13 skólar stefnt að því að hljóta þennan heiður. Hinir skól- arnir tveir eru Selásskóli, sem fékk fánann síðastliðinn mánu- dag, og svo Andakílsskóli sem er á Hvanneyri. Í allan vetur hefur allt sorp í skólanum verið vandlega yfirfarið og flokkað af kostgæfni, hvort heldur um er að ræða pappír, matarleifar eða dósir. Þetta rusl hefur síðan verið nýtt, m.a. til að skapa hin glæsilegustu listaverk á skólaárinu. Auður segir þó vist- vænt starf í skólanum eiga sér mun lengri sögu. „Við sóttum um að fá Grænfánann síðasta vor en erum búin að vinna við endur- vinnslu í langan tíma og t.d. höf- um við flokkað pappír í ein 10 ár. Þannig að okkur fannst lítið mál að bæta lífrænu flokkuninni við og í dag má segja að krakkarnir hendi nánast engu.“ Öðruvísi líf á Græna hnettinum Starfið hefur gengið þannig fyrir sig að einu sinni í viku í vet- ur hafa krakkarnir í skólanum unnið á svokölluðum valsvæðum þar sem unnið hefur verið með umhverfismál. Í eldri hópum hef- ur verið unnið við þemu á borð við „orku“, „sambúð manns og náttúru“ og „hverfið okkar“ auk þess sem farið var í vettvangs- ferðir í Sorpu og verkefnin unnin út frá þeim. Á yngsta stiginu var hins vegar unnið verkefni sem samið var í skólanum og kallast Græni hnött- urinn þar sem börnin þurftu að taka þátt í alveg nýjum heimi á forsendum umhverfisverndar- innar. Á hverjum föstudegi kvikn- aði líf á Græna hnettinum, þegar nemendurnir skriðu í gegnum græn göng, settu upp grænar húfur og heyrðu ljúfa tónlist. All- ir íbúarnir á Græna hnettinum eru vistvænir, þurfa að flokka sorpið sitt og ganga vel um nátt- úruna og að sjálfsögðu eru allir á Græna hnettinum vinir. Afrakstur þessarar vinnu má svo m.a. sjá í geysistóru listaverki, Græna hnettinum sjálfum, þar sem sjá má fjölda húsa á litlum lóðum þar sem bersýnilegt er að umhverf- isvernd er höfð í fyrirrúmi því þar eru safnkassar á hverjum reit, blómum skrýddir garðar og hvergi ruslasnifsi að sjá. „Mamma, nú erum við ekki vistvæn!“ Grænu dagarnir eru svo að fullu helgaðir umhverfismálunum og í dag milli klukkan 12 og 15 gefst foreldrum og öðrum gestum kostur á að skoða afrakstur vinn- unnar í vetur, aðeins nokkrum tímum eftir að skólinn hlýtur Grænfánann. En hvernig hefur krökkunum fundist að taka þátt í þessu? „Örugglega misjafnt en við von- um að þetta sé kynslóðin sem eigi eftir að breyta umgengni okkar um jörðina,“ segir Auður og bæt- ir því við að þegar sé farið að bera á því að þessi kynslóð þrýsti á um breytingar. „Ein mamman kom hingað og sagðist vera alveg í vandræðum. Hún mætti ekki henda neinu því þá segði sjö ára stelpan hennar: „Mamma, nú er- um við ekki vistvæn!“ Þannig að vonandi skilar þetta sér inn á heimilin. En þeim finnst þetta örugglega misjafnt eins og alltaf en flest hafa þau verið mjög áhugasöm og það er búið að vera óskaplega skemmtilegt að vinna þetta.“ Evrópska umhverfismerkið Grænfáninn afhent Fossvogsskóla í dag við hátíðlega athöfn Kynslóðin sem á eftir að breyta um- gengni um jörðina Morgunblaðið/Sverrir Yngstu árgangarnir í skólanum hafa búið til umhverfisvæna ævintýra- veröld sem kallast Græni hnötturinn. Hér má sjá hluta skaparanna ásamt Auði Þórhallsdóttur deildarstjóra. Allir eru vinir á Græna hnettinum og þar eru safnkassar við hvert hús. Allur efniviður er fenginn úr rusli. Þessar blómarósir voru önnum kafnar við að útbúa fallegar öskjur úr efni sem annars hefði lent á haugunum. Fossvogur Að nemendur læri um gildi þess að ganga vel um náttúr- una. Að nemendur þekki viður- kenndar merkingar fyrir um- hverfisvænar vörur. Að nemendur geti greint já- kvæðan áróður frá neikvæð- um auglýsingum. Að nemendur nýti upplýs- ingatækni til þess að auka þekkingu á umhverfi sínu og daglegu lífi. Að nemendur geri sér grein fyrir gildi umhverfisverndar. Að nemendur læri að meta útgjöld og rekstur heimilis- ins. Að nemendur séu sér meðvit- andi um gildi þess að flokka rusl. Að nemendur geri sér grein fyrir að með flokkun er hægt að endurvinna og endurnýta ýmislegt sem annars færi í ruslið. Að nemendur verði sér með- vitandi um hversu mikið af rusli fellur til daglega. Að skólinn í samvinnu við heimilin vinni að því að efla ábyrga hegðun og umgengni við nánasta umhvefi sitt og náttúru landsins. Umhverf- isstefna Fossvogs- skóla SKRIÐUR virðist vera kominn á Heilsugæslustöðvarmál í Salarhverfi í Kópavogi því fundist hefur hentugt húsnæði undir stöðina og telur fjár- málaráðuneytið að viðræður við leigusala hafi leitt til viðunandi leigu- verðs. Þá hefur bæjarráð samþykkt að greiða 15% hlut af stofnkostnaði og leigugjöldum vegna stöðvarinnar á móti ríkissjóði. Um er að ræða 900 fermetra hús- næði að Salavegi 2 og eru leigusalar tilbúnir að afhenda stöðina fullbúna og fullkláraða án lauss tækjabúnaðar og lausra innréttinga á leiguverði sem nemur 1285 krónum á fermetra að því er fram kemur í bréfi fjármála- ráðuneytisins til Kópavogsbæjar. Samið um leigu fyrir heilsugæslustöð Kópavogur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.