Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 17 KASSAMIÐSTÖÐIN í Færeyjum hefur staðfest kaup á samtals 6.000 460 lítra kerum frá Sæplasti hf. Þetta er stærsti samningur sem Sæ- plast hf. hefur gert um sölu á fiski- kerum til eins kaupanda á einu ári og er andvirði hans á annað hundrað milljónir króna. Þórir Matthíasson, sölu- og mark- aðsstjóri Sæplasts, fagnar þessum samningi, enda lýsi hann miklu trausti Færeyinga á framleiðsluvör- ur Sæplasts. „Kassamiðstöðin í Færeyjum hef- ur verið í mikilli sókn á síðustu miss- erum, en fyrirtækið er til helminga í eigu samtaka fiskvinnslustöðva og útgerða skipa og báta í Færeyjum. Fyrirtækið kaupir og á fiskikerin og leigir þau síðan til sjávarútvegsfyr- irtækja í Færeyjum. Kassamiðstöðin hefur lengi haft 660 lítra og 1000 lítra ker frá Sæplasti til leigu í Færeyjum og reynslan af þeim hefur verið svo góð að fyrirtækið hefur nýverið gert samning um kaup á 2.000 kerum til viðbótar við þau 4.000 ker sem fyr- irtækið hafði fyrr á þessu ári staðfest kaup á. Um er að ræða 460 lítra ker, svokölluð MPC ker, sem eru endur- vinnanleg,“ segir í frétt frá Sæplasti. Þórir Matthíason segir að kaup Kassamiðstöðvarinnar á 6.000 ker- um frá Sæplasti séu til marks um að nú sé hafin keravæðing færeyska fiskiskipaflotans, fiskikössum sé skipt út fyrir fiskikerin rétt eins og hafi gerst í íslenskum sjávarútvegi á síðustu árum. „Það er ánægjulegt að þessi þróun sé hafin í Færeyjum og við getum ekki annað en lýst mikilli ánægju með að Kassamiðstöðin hafi valið að kaupa sex þúsund ker frá okkur,“ sagði Þórir. Kerin eru öll framleidd í verk- smiðju Sæplasts hf. á Dalvík og er ljóst að samningurinn við Kassa- miðstöðina í Færeyjum styrkir mjög verkefnastöðu fyrirtækisins út þetta ár. Sæplast selur 6.000 fiskiker til Færeyja VÆNTINGAR neytenda til næstu sex mánaða í efnahagslífinu hafa ekki áður mælst eins miklar sam- kvæmt væntingavísitölu Gallup, að því er m.a. kemur fram í Morgun- korni Íslandsbanka. Væntingavísi- talan mælir m.a. tiltrú á efnahags- lífið og mat á atvinnuástandi. Væntingavísitala Gallup hækkaði um tæp 11 stig í maí. Vísitalan er nú 110,9 stig og hefur ekki mælst hærri frá því mælingar hófust í mars á síð- asta ári. Mat á atvinnuástandinu er eini hluti vísitölunnar sem lækkar á milli mánaða. Væntingavísitalan náði sínu lægsta gildi í nóvember sl. og hefur hækkað um 49,1 stig síðan þá. „Af þessum mælikvarða má því dæma að bjartsýni neytenda hafi aukist á und- angengnum mánuðum,“ segir m.a. í Morgunkorninu. Væntingavísitalan hækkar FULLTRÚAR Samtaka veiðimanna og sjómanna á Grænlandi, KNAPK, eru staddir hér á landi í þeim tilgangi að komast í samband við Íslendinga sem gætu lagt til móðurskip til að taka við þorski af Grænlandsmiðum. Grænlenski þorskstofninn er á upp- leið eftir langvarandi niðursveiflu og hefur KNAPK átt viðræður við sveit- arfélög á Grænlandi um að þau stofni sjálfstæð hlutafélög um útgerð og leggi jafnvel fram áhættufjármagn til samstarfsverkefnisins. KNAPK hefur unnið með NASF, Verndarsjóði villtra laxastofna, sem er undir forystu Orra Vigfússonar, að þróunarverkefnum fyrir ný atvinnu- tækifæri á norðlægum slóðum, t.d. veiðum og vinnslu á grásleppu og snjókrabba. Orri stendur fyrir komu þeirra Siverth Amondsen, fram- kvæmdastjóra KNAPK, og Tønnes O.K. Berthelsen ráðgjafa til Íslands. Þeir munu dveljast hér á landi til fimmtudags og eiga fundi með áhuga- sömum Íslendingum, auk þess að funda með forsvarsmönnum Lands- sambands smábátaeigenda og heim- sækja bátasmiði. Samstarf Íslendinga og Grænlendinga mikilvægt „Við höfum góða reynslu af sam- starfinu við NASF og Orra Vigfússon og höfum mikinn áhuga á auknu sam- starfi við Íslendinga. Það er að okkar mati mikilvægt að Íslendingar og Grænlendingar vinni saman,“ segir Amondsen í samtali við Morgunblað- ið. „Þorskstofninn við Grænland er á uppleið aftur eftir að hafa horfið í tíu ár. Tækjabúnaður og sérfræðiþekk- ing vegna þorskveiða er ekki nægi- lega fyrir hendi á Grænlandi og því hefur KNAPK tekið frumkvæðið að því að leita eftir samstarfi utan Græn- lands. Við vonumst eftir að ná ein- hvers konar samstarfi við íslensk fyr- irtæki.“ Leita eftir sérfræðiþekkingu Berthelsen segir sérfræðiþekkingu og tækjabúnað Grænlendinga hvað varðar rækjuveiðar í fremstu röð en þegar kemur meðal annars að þorsk- veiðunum vilji þeir leita samstarfs. „Við leggjum til auðlindina en við leitum eftir samstarfsaðila sem legg- ur til móðurskip. Við leitum að sam- starfsaðila sem hefur sérfræðiþekk- ingu á útflutningi og markaðssetn- ingu á þorski,“ segir Berthelsen. „Við höfum rætt við forystumenn nokk- urra sveitarfélaga sem eru tilbúnir til að leggja fram áhættufjármagn til reksturs af þessu tagi ef okkur tekst að fá samstarfsaðila,“ segja þeir Berthelsen og Amondsen. Morgunblaðið/Golli Siverth Amondsen, framkvæmdastjóri KNAPK, Tønnes O.K. Berthelsen ráðgjafi og Orri Vigfússon, framkvæmdastjóri NASF. Grænlendingar leita samstarfs í útgerð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.