Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nýstúdentar við Verzlunarskólann Þorvarður Elíasson skólastjóri afhendir Ingunni Agnesi Kro dúx og Önnu Gyðu Pétursdóttur þýskuverðlaun. VERZLUNARSKÓLI Íslands út- skrifaði 213 stúdenta laugardaginn 25. maí síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Aldrei hafa fleiri nemendur fengið ágætis- einkunn en 14 nemendur fengu yfir 9,0 í aðaleinkunn. Dúx skólans að þessu sinni var Ingunn Agnes Kro með 9,7 í aðaleinkunn og er það einstakur árangur þegar litið er til þess að Ingunn Agnes var í stjórn nemendafélags Verzlunarskólans í allan vetur. Nýtt met var einnig sett í 3. bekk en þar fengu 20 nem- endur ágætiseinkunn. Í ræðu Þorvarðar Elíassonar skólastjóra kom fram að ráðgert er að stækka skólann um 2.000 fer- metra á næstunni og standa yfir viðræður við menntamálaráðu- neytið um málið. Í kjölfarið mun öll aðstaða aukast til muna og skólinn verður fær um að taka við fleiri nemendum en áður. Ný tölvu- og upplýsingadeild tekur til starfa næsta haust og er það viðbót við þá stefnu skólans að færa námið nær atvinnulífinu. Þor- varður sagði einnig að í ár myndi Verzlunarskólinn bjóða hæstu grunnskólanemendum á sam- ræmdu prófunum fría skólavist fyrsta árið. ÚRSLIT í hreppsnefndum þar sem kosið var á milli lista í sveitarstjórn- arkosningunum um helgina urðu eft- irfarandi: Akrahreppur Í hreppsnefnd Akrahrepps í Skagafjarðarsýslu fékk K-listi 71,3% atkvæða og fjóra fulltrúa kjörna, þá Agnar Gunnarsson, Guðrúnu Hilm- arsdóttur, Þórarinn Magnússon og Þorleif Hólmsteinsson. Af H-lista, sem fékk 28,7% atkvæða, komst Svanhildur Pálsdóttir í hreppsnefnd. Á kjörskrá voru 168 og kjörsókn var 87,5%. Arnarneshreppur Í Arnarneshreppi í Eyjafirði fékk M-listi 61,7% atkvæða og þrjá full- trúa, þá Hjördísi Sigursteinsdóttur, Hannes V. Gunnlaugsson og Jósavin Gunnarsson. P-listi fékk 38,3% fylgi og tvo fulltrúa, þá Sigurð Aðalsteins- son og Jón Þór Benediktsson. Á kjörskrá voru 134 og kjörsókn var 89,5%. Bárðdæla-, Háls-, Ljósavatns- og Reykdælahreppur Í sameiginlegu sveitarfélagi Bárð- dæla-, Háls-, Ljósavatns- og Reyk- dælahreppi í S-Þingeyjarsýslu fékk E-listi 59,5% fylgi og fjóra fulltrúa, þá Harald Bóasson, Ásvald Ævar Þormóðsson, Friðriku Sigurgeirs- dóttur og Þórunni Jónsdóttur. J-listi fékk 40,5% atkvæða og þrjá menn; Sigurlaugu Svavarsdóttur, Hlöðver Pétur Hlöðversson og Garðar Jóns- son. Á kjörskrá voru 537 og kjörsókn var 86,2%. Eyjafjarðarsveit Í Eyjafjarðarsveit fékk F-listi 59% atkvæða og fjóra fulltrúa, þá Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson, Dýrleifu Jónsdóttur og Gunnar Val Eyþórsson. H-listi fékk 41% fylgi og þrjá menn; Arnar Árnason, Valgerði Jónsdóttur og Einar Gíslason. Á kjörskrá voru 579 og kjörsókn var 89,6%. Fellahreppur Í Fellahreppi á Héraði fékk L-listi flest atkvæði, eða 35%, og tvo full- trúa, þá Baldur Pálsson og Önnu Guðnýju Árnadóttur. B-listi fékk sömuleiðis tvo fulltrúa með 33% at- kvæða, þá Þorvald P. Hjarðar og Pál Sigvaldason. D-listi fékk 31,7% at- kvæða og einn mann, Eyjólf Val- garðsson. Á kjörskrá voru 291 og kjörsókn var 86,9%. Gnjúpverja- og Skeiðahreppur Í Gnjúpverja- og Skeiðahreppi á Suðurlandi fékk L-listi nauman meirihluta, eða 50,5% atkvæða og fjóra menn, þá Má Haraldsson, Að- alstein Guðmundsson, Hrafnhildi Ágústsdóttur og Matthildi Elísu Vil- hjálmsdóttur. A-listi fékk 49,5% fylgi og þrjá menn; Þránd Ingvarsson, Ólaf F. Leifsson og Gunnar Örn Marteinsson. Á kjörskrá voru 356 og kjörsókn var 87%. Grímsnes- og Grafningshreppur Í Grímsnes- og Grafningshreppi í Árnessýslu fékk C-listi 53,6% at- kvæða og þrjá menn, þá Gunnar Þor- geirsson, Guðmund Þorvaldsson og Margréti Sigurðardóttur. K-listi fékk 46,4% og tvo fulltrúa í hrepps- nefnd, þá Sigurð Karl Jónsson og Böðvar Pálsson. Á kjörskrá voru 261 og kjörsókn var 85,8%. Hrunamannahreppur Í Hrunamannahreppi á Suður- landi fékk H-listi 65,9% atkvæða og þrjá menn, þá Eirík Ágústsson, Ragnar Magnússon og Sigurð Inga Jóhannsson. A-listi fékk 34,1% og tvo fulltrúa, þá Björn Kjartansson og Þorstein Loftsson. Á kjörskrá voru 447 og kjörsókn var 87,2%. Kjósarhreppur Í Kjósarhreppi fékk K-listi 53,6% atkvæða og þrjá fulltrúa í hrepps- nefnd, þá Guðmund Davíðsson, Önnu Björgu Sveinsdóttur og Gunn- ar Leó Helgason. Á-listi fékk 46,4% atkvæða og tvo menn kjörna; Guð- nýju Ívarsdóttur og Hermann I. Ing- ólfsson. Á kjörskrá voru 105 og kjör- sókn var 93,3%. Norður-Hérað Í Norður-Héraði buðu fram þrír listar og N-listi fékk hreinan meiri- hluta, eða 48,3% og þrjá menn, þá Sigvalda H. Ragnarsson, Ásmund Þórarinsson og Guðgeir Þ. Ragnars- son. S-listi fékk 26,9% atkvæða og einn mann, Hafliða P. Hjarðar, og K- listi fékk 20,9% fylgi og einn mann inn, Kára Ólason. Á kjörskrá voru 230 og kjörsókn var 83,9%. Skaftárhreppur Í Skaftárhreppi fékk A-listi hrein- an meirihuta í hreppsnefnd, eða 74,9% atkvæða og fimm fulltrúa, þá Árna Jón Elíasson, Jónu S. Sigur- bjartsdóttur, Ragnar Jónsson, Kjartan Magnússon og Sveinbjörgu Pálsdóttur. N-listi fékk 25,1% at- kvæða og tvo menn, þá Þorstein M. Kristinsson og Heiðu Guðnýju Ás- geirsdóttur. Á kjörskrá voru 411 og kjörsókn var 83,6%. Stöðvarhreppur Í Stöðvarhreppi (Stöðvarfirði á Austurlandi) fékk L-listi 62,4% at- kvæða og þrjá menn í hreppsnefnd, þá Ævar Ármannsson, Margeir Margeirsson og Jónas Eggert Ólafs- son. S-listi fékk 37,6% og tvo menn; Aðalheiði Birgisdóttur og Garðar Harðarson. Á kjörskrá voru 173 og kjörsókn var 85%. Úrslit í hrepps- nefndum þar sem kosið var milli lista ÁSKRIFTARHERFERÐ Sýnar og Stöðvar 2 vegna Heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu gengur ágætlega, að sögn Hermanns Her- mannssonar, framkvæmdastjóra sjónvarpssviðs Norðurljósa. Keppn- in hefst á föstudag í Japan og Kóreu en sem kunnugt er tryggði Sýn sér einkarétt á útsendingum frá keppn- inni hér á landi. Hermann sagðist í samtali við Morgunblaðið búast við því að áskrifendum myndi fjölga nokkuð þegar keppnin væri hafin fyrir al- vöru. Reynsla væri fyrir því hjá ís- lenskum neytendum að bíða með sum viðskipti þar til á síðustu stundu. Hann sagðist geta fullyrt að óvíða í heiminum væri hægt að finna jafn hátt hlutfall heimila sem hefði áskrift að íþróttasjónvarpsstöð og hjá Sýn, eða um 22–23 þúsund heim- ili. Erfitt væri að meta á þessari stundu hve miklu stöðin myndi bæta við sig vegna HM. Nýir áskrifendur verða að kaupa þrjá mánuði í einu Nýir áskrifendur að Sýn eða Stöð 2 geta ekki keypt einn mánuð í einu heldur verða þeir að taka þrjá mán- uði. Hermann sagði þetta ætíð hafa verið gert með þessum hætti vegna kostnaðar við stofnun viðskiptanna og af rekstri myndlykla. Opnunarleikur keppninnar verð- ur í opinni dagskrá sem og undan- úrslitaleikir og sjálfur úrslitaleikur- inn. Aðrir leikir verða í læstri dagskrá á Sýn og í undanriðlum fara átta leikir fram á sama tíma þannig að þar mun Stöð 2 hlaupa undir bagga. Hermann sagði að auk HM í fót- bolta væru fjölmargir stórir íþrótta- viðburðir á dagskrá í júnímánuði, einkum úrslitin í NBA-körfuboltan- um, US Open í golfi og boxbardagi Lennox Lewis og Mikes Tysons, að ógleymdri íslensku knattspyrnunni. Átak Sýnar og Stöðvar 2 vegna HM Búist við fjölgun áskrifenda þegar keppnin hefst ÓLAFUR F. Magnússon, efsti maður á lista Frjálslyndra og óháðra, segir að skoðanakannanir hafi verið einn helsti óvinur F-listans fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor. „Það er allt annað en þægilegt að þurfa að takast á við skoðanakönnun tveimur dögum fyrir kjördag sem sýnir aðeins helming af því fylgi sem við fengum þegar talið var upp úr kjörkössun- um,“ segir hann og vísar m.a. til könn- unar Talnakönnunar dagana fyrir kosningar sem sagði fylgi F-listans vera 3,4%. Kjörfylgið reyndist hins vegar vera 6,1% þegar upp var staðið. Ólafur telur þannig að skoðanakann- anir hafi gefið þeim áróðri byr undir báða vængi sem sagði að fólk væri að kasta atkvæði sínu á glæ með því að kjósa F-listann. Hann segist sammála þeirri skýr- ingu sem fram kom í grein Ólafs Þ. Stephensen í Morgunblaðinu í gær á því hvers vegna fylgi listans hafi ekki mælst meira en raun bar vitni í skoð- anakönnunum, þ.e. þær hafi ekki náð til allra þeirra hópa sem studdu F- listann, svo sem aldraðra og sjúklinga á stofnunum. „Ég vil því taka skýrt fram að við unnum enga sigra í skoð- anakönnunum heldur unnum við sig- ur yfir skoðanakönnunum á kjördag. Í frétt Morgunblaðsins í gær hefði mátt misskilja orðalag þannig að við hefðum unnið sigra í skoðanakönnun- um. Svo var alls ekki.“ Unnum sigra yfir skoðana- könnunumRÓSA María Salómonsdóttir, móðirstúlku sem sakaði frænda sinn fyrir kynferðisofbeldi, segir að hún og fað- ir stúlkunnar hefðu alveg eins getað sleppt því að eiga fund með starfs- mönnum dómsmálaráðuneytisins um sýknudóm Hæstaréttar yfir frændanum, því þeir hafi ekkert vilj- að aðstoða þau. „Ég fékk engin svör nema þau sem allir gefa. Þetta sé agalegt mál en það sé ekkert hægt að gera,“ seg- ir Rósa María um fundinn á mánu- dag með lögfræðingi í dómsmála- ráðuneytinu og aðstoðarmanni ráðherra. Dóttir Rósu sakaði frænda sinn um kynferðisofbeldi sem hófst með atburðum þegar hún var átta ára og stóð næstu sex árin þar á eft- ir. Frændinn var dæmdur í 12 mán- aða fangelsi af Héraðsdómi Vestur- lands en var sýknaður í Hæstarétti. Fann Hæstiréttur m.a. að því, að rannsókn málsins hafi verið ábóta- vant en segir jafnframt að eins og meðferð málsins hafi verið háttað sé lítil von til að frekari rannsókn beri árangur. Athuga með nálgunarbann Í Morgunblaðinu á sunnudag var viðtal við Rósu Maríu þar sem m.a. kom fram að fjölskylda stúlkunnar hyggst höfða einkamál á hendur frændanum. Rósa segir að starfs- menn dómsmálaráðuneytisins hafi sagt að þeir gætu ekkert hjálpað. Þeir hafi ekki einu sinni viljað skrifa bréf til Hæstaréttar til að spyrja af hverju málinu var ekki vísað aftur heim í hérað úr því að rannsókninni var ábótavant. Þær skýringar voru gefnar að slíkt mætti ekki gera. Lög- maður er með málið til athugunar en hann hefur ekki ákveðið hvort hann taki það að sér. Rósa segir að Hæstiréttur hafi sýknaði frændann en sett dóttur sína í fangelsi. Dóttir hennar geti jafnvel ekki farið ein upp í hesthús af ótta við hann. Á sunnudag hafi hann t.d. keyrt fram hjá henni á ofsahraða þar sem hún var í útreiðartúr ásamt öðr- um. Hafi dóttir hennar þakkað sín- um sæla fyrir að vera á rólegu hrossi sem hefði ekki fælst við þetta en stuttu áður var hún á hrossi sem hún er að temja. Hefði hún örugglega dottið af baki ef hann hefði ekið fram úr henni þá. Rósa hyggst ræða við sýslumann og athuga hvort hægt sé að fá nálgunarbann sett á frændann. Móðir stúlku sem kærði frænda sinn fyrir kynferðis- ofbeldi um fund í dómsmálaráðuneytinu „Ekkert hægt að gera“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.