Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 15 Kynningar í snyrtivörud. Hagkaups Smáralind fimmtudag, föstudag og laugardag. Jöru, Akureyri, föstudag KAUPAUKI:  Blotting film 50 stk.  Zen Cleanse 8 ml.  Detox Coctail 8 ml.  Guardian Angel 8 ml. fylgir með þegar keyptir eru tveir hlutir; www.forval.is  Sumarlitirnir komnir.  Loksins maskari sem virkar, þykkir og lengir augnhárin.  Nýr farði - ómótstæðileg áferð Mattur - glitrandi eða glóandi. Vegna endurnýjunar á flug- brautinni sem fyrirtækið hef- ur tekið að sér fyrir varn- arliðið var ákveðið að fá stórt skip, Kvitnes að nafni, til verksins og kom það með 27.500 tonn í fyrrakvöld. Efn- ið var flutt í land með stór- virkum 80 metra löngum LANDAÐ var 27.500 tonnum af norskum sandi og möl í Helguvíkurhöfn í fyrrinótt. Íslenskir aðalverktakar fengu stórt flutningaskip til að flytja efnið til landsins en það verður notað við malbik- un á einni af aðalflugbraut- unum á Keflavíkurflugvelli en fyrirtækið hefur tekið að sér endurnýjun hennar í sumar. Íslenskir aðalverktar hafa á undanförnum árum flutt inn sand og möl sem hentar til malbikunar en yfirleitt í 5–6 þúsund tonna förmum. færiböndum og það mynduð- ust fjöll. Tók aðeins nóttina að losa skipið. Hratt gengur á malarfjöllin því 23 vörubílar eru notaðir til að flytja það upp á flugvöll. Hafa þeir verið á ferðinni frá því í fyrrakvöld og bílstjór- arnir keyra á vöktum. Norsk malarfjöll á bakkanum Helguvík Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Mölin rennur hratt eftir færiböndum frá skipi til fjalls en gröfur eru notaðar við að moka henni upp á vörubíla. FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Fjör- heimar og Bókasafn Reykja- nesbæjar héldu á dögunum ljósmyndamaraþon fyrir unglinga í Reykjanesbæ. Er þetta í annað sinn sem Fjör- heimar og bókasafnið standa að slíku maraþoni og eru vegleg verðlaun veitt í þrem- ur flokkum. Þátttakendur voru ræstir út snemma morguns með átta viðfangsefni í höndum og gert að skila filmunni aft- ur seinnipart dags. Verðlaun fyrir bestu filmu í heild komu í hlut Helga Arasonar og fékk hann Leica mynda- vél að launum. Sverrir Örn Leifsson tók frumlegustu myndina og Tinna Rósants- dóttir varð hlutskörpust í flokknum besta útfærslan. Sverrir Örn og Tinna fengu 5.000 króna inneign hjá Sparisjóðnum í Keflavík. Styrktaraðilar ljós- myndamaraþonsins voru Hitaveita Suðurnesja, Spari- sjóðurinn í Keflavík og Myndarfólk: Haukur Ingi Hauksson, ljósmyndari. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Baldur Guðmundsson, markaðsstjóri Sparisjóðsins, Tinna Rósantsdóttir, Sverrir Örn Leifsson, Helgi Arason og Haf- þór Barði Birgisson, forstöðumaður Fjörheima. Sigruðu í ljós- myndamaraþoni Reykjanesbær BÆJARFULLTRÚAR K- lista óháðra borgara og Sam- fylkingarinnar og Sjálfstæð- isflokks og óháðra hafa tekið upp viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Sandgerðis eftir að Sjálf- stæðisflokkur sleit viðræðum við Framsóknarflokk og Sandgerðislistann. Þá hafa Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur hafið viðræður um endurnýjun meirihluta- samstarfs í Grindavík. H-listi óháðra borgara hélt meirihluta sínum í hrepps- nefnd Vatnsleysustrandar- hrepps í kosningunum um helgina og F-listi framfara- sinnaðra kjósenda hélt sömu- leiðis meirihluta sínum í Gerðahreppi. Þá vann Sjálf- stæðisflokkurinn meirihluta í Reykjanesbæ. Viðræður standa yfir um myndun meirihluta þeirra tveggja sveitarfélaga á Suðurnesjum sem eftir eru, það er í Grindavík og Sandgerði. Vilja nýjan bæjarstjóra Í Sandgerði féll meirihluti K-listans. Missti listinn mann ásamt Sjálfstæðisflokki og óháðum en þeir gengu til Framsóknarflokksins og Sandgerðislistans. Fram- sóknarflokkurinn tók upp við- ræður við Sjálfstæðisflokk og Sandgerðislistann um mynd- un meirihluta þessara þriggja flokka. Fulltrúar Framsókn- arflokksins settu það strax sem skilyrði að auglýst yrði eftir nýjum bæjarstjóra. Eft- ir fundarhöld sjálfstæðis- manna í fyrrakvöld kom í ljós að þeir gátu ekki samþykkt það, slitu viðræðunum og tóku upp viðræður við K-lista óháðra og Samfylkingarinn- ar. Sigurður Valur Ásbjarnar- son var ráðinn bæjarstjóri fyrir tíu árum með atkvæðum fulltrúa úr öllum flokkum. Þá var meirihlutasamstarf K- lista óháðra og Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks en Sig- urður Valur hefur tvívegis verið endurráðinn af hreinum meirihluta K-listans þótt hann sé yfirlýstur sjálfstæð- ismaður og sé núna formaður kjördæmisráðs flokksins í hinu nýja Suðurkjördæmi. Höskuldur Heiðar Ásgeirs- son, oddviti framsóknar- manna, segir eðlilegt að nýr meirihluti fái nýjan bæjar- stjóra til starfa og það sé al- gerlega óháð persónu þess manns sem nú gegni starfinu. Þótt Sigurður Valur hafi ver- ið ráðinn ópólitískt á sínum tíma þá hafi hann setið alla meirihlutafundi í stjórnartíð þess meirihluta sem nú sé fallinn og nýr meirihluti geti ekki haft hreint borð nema fá nýjan bæjarstjóra. Lýsir Höskuldur Heiðar þeirri skoðun sinni að einkennilegt sé að sjá fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins slá skjaldborg um framkvæmdastjóra fyrri meirihluta, á þeirri forsendu að hann sé sjálfstæðismaður. Í kosningabaráttunni hafði Framsóknarflokkurinn sam- einingu við önnur sveitar- félög á stefnuskrá sinni en Heiðar segir að hann hafi verið tilbúinn að ræða lausn á því máli og öðrum við hina flokkana. Reynir Sveinsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Sigurður Valur hafi staðið sig vel og sé auk þess þeirra flokksmaður og þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað í kosningunum sé ein- hugur um það að hafna kröf- um Framsóknarflokksins um að láta hann fara. Sjálfstæð- ismenn slitu því viðræðunum á mánudagskvöld og tóku strax upp viðræður við K- listann. Reynir segir að fyrirspurn hafi verið komin frá K-listan- um um hvort sjálfstæðismenn væru til í viðræður. Óskar Gunnarsson, efsti maður K- listans, segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hefðu óskað eft- ir viðræðum, sjálfstæðismenn hefðu verið á undan og stæðu nú yfir viðræður við þá. Hugsanlegt var talið í gær að línur gætu skýrst í gær- kvöldi. Sjálfstæðismenn í oddaaðstöðu Í Grindavík unnu sjálf- stæðismenn á í kosningunum en ekki varð breyting á fjölda fulltrúa. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa starfað saman í meirihluta í bæjarstjórninni í tuttugu ár, fyrir utan tvö ár á því kjör- tímabili sem nú er að ljúka en þá slitnaði tvisvar upp úr meirihlutasamstarfi í Grinda- vík. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu meirihluta í upphafi kjörtíma- bilsins og í lok þess en um miðbikið störfuðu framsókn- armenn með Samfylkingar- félagi Grindavíkurlistans. Sjálfstæðismenn ræddu við fulltrúa beggja hinna flokk- anna á sunnudag, að sögn Ómars Jónssonar, efsta manns á lista þeirra, og ákváðu að því búnu að ganga fyrst til formlegra viðræðna við framsóknarmenn um end- urnýjun núverandi samstarfs. Þær viðræður standa nú yfir. Í kosningabaráttunni úti- lokaði Hörður Guðbrandsson, efsti maður á lista Samfylk- ingarinnar, samstarf við Hall- grím Bogason, oddvita fram- sóknarmanna, að hans sögn vegna reynslunnar af fyrra samstarfi. Hörður segir að Samfylkingin sé reiðubúin að taka upp meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn en bíði niðurstöðu úr viðræðum hinna flokkanna. Meirihlutaviðræðum þriggja flokka hætt vegna ágreinings um núverandi bæjarstjóra K-listi ræðir fyrst við Sjálfstæðisflokk Sandgerði/Grindavík INNRITUN í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er að hefjast. Í dag og á morgun verða innritaðir þeir nemendur sem nú eru í skól- anum og á mánudag er innritun fyrir nýja nemendur. Nýlega samþykktu bæjaryfir- völd Reykjanesbæjar lengingu starfsárs Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar frá og með næsta hausti, í samræmi við nýja kjarasamninga tónlistarskólakennara og er þetta fyrri áfangi af tveimur í lengingu skólaársins á gildistíma kjara- samningsins. Þetta þýðir að næsta haust mun kennsla í Tónlistarskól- anum hefjast þriðjudaginn 27. ágúst. Vegna þessa þarf að breyta innritunartíma nemenda frá því sem verið hefur, á þann hátt að innritað verður nú í maí fyrir skólaárið 2002–2003. Innritun fyrir nemendur sem nú þegar eru í skólanum, verður á morgun, fimmtudaginn 30. maí, og á föstu- dag, frá klukkan 12 til 18. Í frétta- tilkynningu frá skólanum er vakin athygli á því að þeir sem ekki inn- rita sig á þessum dögum eiga það á hættu að missa af skólavist. Inn- ritun fyrir nýja nemendur verður mánudaginn 3. júní, frá klukkan 12 til 18. Innritun fer fram á skrifstofu skólans á Austurgötu 13 í Kefla- vík. Innritun hefst í dag í Tónlistarskólanum Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.