Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Kl. 4. Ísl tal. Vit 370  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 358Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12. Vit 375. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Sýnd kl. 4 og 6. Vit 379. Hasartryllir ársins. Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i 16. Vit 377. kvikmyndir.is Sýnd á klukkustundarfresti. Kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11. B.i. 12 ára Vit 382. 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX / i i i i Sýnd kl. 6 og 9. Vit 380. Einnig sýnd í lúxussal VIP Hvernig er hægt að flýja fortíð sem þú manst ekki eftir? FRÁ LEIKSTJÓRA THE SHAWSHANK REDEMPTION OG THE GREEN MILE Sýnd í lúxus kl. 7 og 10. B. i. 16. Vit nr. 380. 1/2kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 J I M C A R R E Y T H E M A J E S T I C Sýnd kl. 7.30 og 10.15. Bi 16. HK DV HJ Mbl JOHN Q. Sýnd kl. 6 og 10.15. Hér er hinn nýkrýndi Óskarsverðlaunahafi Denzel Was- hington kominn með nýjan smell. Hér leikur hann JOHN Q, föður sem tekur málin í sínar hendur þegar sonur hans þarf á nýju hjarta að halda og öll sund virðast lokuð. Sýnd kl. 5. MULLHOLLAND DRIVE Kvikmyndir.com „Snilld“ HK DV Sýnd kl. 5.45 og 10.15.  ÓHT Rás 2 1/2HK DV HL Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6, 8 og 10. Ó.H.T Rás2 Strik.is SG. DV Treystu mér 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX / i i i i Sýnd kl. 9. B. i. 16. Sýnd kl. 6 og 8. EDGAR-verðlaunin bandarísku, sem draga nafn sitt af Edgar Allan Poe, upphafsmanni nútímaglæpasög- unnar, eru mikil viðurkenning fyrir þá sem fást við glæpasagnaritun. Það má enda telja það nokkur meðmæli með bók hafi hún hlotið hin eftirsóttu verðlaun og með það í huga las ég verðlaunabók þessa árs, Silent Joe eftir T. Jefferson Parker. Parker hefur verið að talsverðan tíma og skrifað átta bækur aðrar en þá sem hér er til umfjöllunar. Hann er ekki í hinum svonefnda „líkams- vessahóp“ glæpasagnahöfunda eins og Patricia Cornwell og Kathy Reichs og þótt ofbeldið sé hrátt og hrottalegt er ekki of mikið af því, og sálarflækjur alla jafna í lágmarki. Í verðlaunabókinni Silent Joe ætti þó að vera nóg svigrúm til slíkra hluta því aðalsöguhetjan, Jói þögli, varð fyrir því sem barn í vöggu að faðir hans hellti sýru yfir andlit hans og skaddaði svo að hann beið þess aldrei bætur. Þrátt fyrir hryllilegt útlit komst hann þó bærilega áfram, enda ættleiddi hann áhrifamikill lögreglu- stjóri. Þegar sagan hefst er Joe hægri hönd kjörföður síns sem er ekki alltaf vandur að meðulum þegar tryggja þarf að réttlætið nái fram að ganga. Hlutverk Joe er, eins og nafnið gefur til kynna, að þegja og fylgjast með, en einnig er hann sendisveinn þegar svo ber við og lífvörður þegar á þarf að halda. Meðfram þessu er hann fangavörður til að afla sér reynslu fyrir lögreglustarf. Eitt sinn þegar þeir feðgar eru í útréttingum er faðir Joes myrtur fyrir augunum á honum og þegar hann tekur að grafast fyrir um hvers vegna, meðal annars til að geta hefnt morðsins, kemur sitthvað í ljós um föðurinn sem Joe ekki vissi. Parker er prýðilegur penni, stíllinn áreynslulaus og söguþráðurinn mátulega snúinn. Hann er þó ekki alltaf trúverðugur, fullmikið af tilvilj- unum sem verða til að leysa gátuna, en vondu karlarnir eru mjög vondir og spillingunni sem knýr þá áfram er vel lýst. Joe er aftur á móti of mikill tilbúningur, lesandi fær á tilfinn- inguna að hann sé of heill persónu- leiki til að trúlegt sé að hann hafi gengið i gegnum aðra eins erfiðleika í æsku og lýst er. Það er og galli á bók- inni að endirinn er fulljákvæður, lífið er ekki svo einfalt, eða hvað? Hugs- anlega er Parker bara að búa til framhaldshetju sem fær þá vonandi að þroskast og dýpka með tímanum. Forvitnilegar bækur Mjög vond- ir vondir karlar Silent Joe eftir T. Jefferson Parker. Harp- er Collins gefur út 2002. 440 síðna kilja sem kostar 1.795 kr. í Máli og menn- ingu. Árni Matthíasson LENGI má deila um að hvort rétt sé að kalla það vísindi þegar ekki fer milli mála að menn séu að fást við þvælu, halda í tilgátur og kenningar sem ekkert bendir til að eigi sér stoð í raunveruleikanum. Þetta á meðal annars við það sem menn kalla yfirnáttúrulega hluti, til að mynda fjarskynjun, huglækning- ar, smáskammtalækningar, stjörnu- speki og svo má telja, en einnig um ýmislegar tilgátur vísindamanna sem hafa reynst rangar. Í bókinni, sem hér er gerð að um- talsefni, leitast höfundurinn, Robert L. Park, einn af virtustu eðlisfræð- ingum Bandaríkjanna, við að skýra hvers vegna menn halda fast í slíkar hugmyndir þótt allt bendi til þess að þær séu rangar, búið að sanna með vísindalegum aðferðum að þær fást ekki staðist eða ekki tekst að sanna að þeir séu réttar. Eitt af þeim dæmum sem Park tiltekur er svonefndur kaldur samruni sem var í sviðsljósinu fyrir nokkrum árum. Þá komst í heimsfréttirnar, og með- al annars á forsíðu Morgunblaðsins, að vísindamenn vestan hafs hefðu náð að framkalla á tilraunastofu samruna frumeinda sem skilaði orku, en eins og flestir vita er slíkur samruni undirstaða lífs á jörðinni því hann á sér stað í sólinni. Getur nærri að þessi uppgötvun hafi vakið milkla athygli því ef rétt reyndist væri búið að leysa orkuþörf heims með mengunarlausri og endurnýj- anlegri orku. Þegar vísindamenn víða um heim tóku að rýna í nið- urstöðurnar og endurtaka tilraun- irnar kom aftur á móti í ljós að eng- inn fótur var fyrir uppgötvuninni, hún var niðurstaða mæliskekkju og óskhyggju eins og Park rekur vel í bók sinni. Það sem finnst merkilegt við þessa sögu alla er að upphafs- menn uppgötvunarinnar héldu fast við sitt og halda víst enn, en Park spyr hvað varð til þess að þessir menntuðu og um margt færu vís- indamenn fóru yfir strikið, stigu skrefið úr að halda þessu fram í góðri trú og fóru að tala gegn betri vitund að því er Park telur víst. Fleiri vísindamenn fá til tevatns- ins í bók Parks, þar á meðal þeir sem haldið hafa fram smáskammta- lækningum, sífellt streð við að senda menn út í geiminn, hugmynd- ir um að hægt verði að koma mönn- um til Mars, ofurtrú bandarískra stjórnvalda á geimvarnir og svo má telja. Oftar en ekki eru vísindamenn að segja það sem þeir telja stjórn- málamenn vilji heyra, enda upp á þá komnir með fé til rannsókna, en al- gengast er þó að embættismenn ráði ferðinni og leiti ekki til vísinda- manna fyrr en þeir eru komnir með allt í hönk. Park er líka í nöp við blaðamenn sem séu oftar en ekki í leit að góðri frétt og hirði ekki um það þótt sú frétt byggist ekki á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. Voodoo Science er hin besta bók fyrir þá sem eru efins um yf- irnáttúruleg fyrirbrigði og vafasöm vísindi, en þeir sem trúa á fyrirbæri eins og smáskammtalækningar eiga varla eftir að hafa gagn af henni því þeir vilja trúa og hirða ekki um sannanir eða skynsamlegan efa. Forvitnilegar bækur Vafasöm vísindi Voodoo Science: The Road from Fool- ishness to Fraud eftir Robert L. Park. Oxford University Press gefur út 2001. 240 síðna kilja. Kostaði um 1.000 kr. hjá Amazon. Árni Matthíasson TÓNLISTARMAÐURINN Jeff Buckley lést á svipleg- an hátt árið 1997 er hann drukknaði í Mississippiánni hinn 29. maí fyrir nákvæm- lega fimm árum. Jeff, sonur trúbadúrsins raddsterka Tims Buckleys, átti þá að baki eina breiðskífu, Grace (’94), sem er einn tilkomu- mesti frumburður sem rokklistamaður hefur látið frá sér fara. Upp frá útkomu þess grips safnaðist hópur dyggra aðdáenda í kringum Buckley og hef- ur sá hópur í engu minnkað í gegnum árin, nema síður sé. Íslendingar eru engin undantekn- ing hvað töfra Buckleys áhrærir en í kvöld mun hópur tónlistarmanna, sem allir eiga það sameiginlegt að vera undir álögum Buckleys, halda tónleika til að heiðra minningu hans. Og að sjálfsögðu verða einungis flutt lög eftir kappann. Hljómsveitina skipa Franz Gunn- arsson (Ensími), Arnar Örn Gíslason (Bang Gang), Pétur Hallgrímsson (Lhooq / Stríð og friður), Birgir Kárason (Englar) og Hrafn Thor- oddsen (Ensími). Söngvarar eru þau Karl Henry Hákonarson (Útópía), Kristófer Jensson (Vítamín), Sara Guðmunds- dóttir (Lhooq / Megas), Guðfinnur Karlsson (Dr. Spock), Krummi Björgvins (Mínus), Magnús Har- aldsson (Atingere), Gunnar Ólason (SSSól/Skímó), Rósa Birgitta Sigríð- ardóttir (Andmæli) og Elín Jóns- dóttir. Sjá nánari upplýsingar í dálkinum Í dag, bls. 46. Jeff Buckley Jeff Buckley 1966–1997 Eilífur Buckley ÍTALSKI fatahönnuðurinn Giorgio Armani verður næsti velvildarsendiherra umboðs- skrifstofu Sameinuðu þjóð- anna í málefnum flótta- manna, að því er Flótta- mannahjálp SÞ (UNHCR) greindi frá síðastliðinn þriðjudag. Athöfnin fór fram í heimalandi hans samdæg- urs í borginni Modena. Þar voru haldnir sérstakir tón- leikar sem skipulagðir voru af ítalska tenórnum Luciano Pavarotti. Á tónleikunum komu fram stórstjörnurnar Sting, Lou Reed, Andrea Bocelli, James Brown og fleiri. Ágóði tónleikanna rann í sjóð handa angólskum flóttamönnum í Zambíu. Yfirmaður UNHCR, Ruud Lubbers, segir að Armani hafi verið gerður að sendi- herra vegna „umfangsmikils framlags hans til afganskra flóttamanna“. „Mér þótti mikið til koma skjótra viðbragða Armanis og fyrirtækis hans til hjálpar afg- önskum flóttamönnum,“ sagði Lubbers. „Hann var virkur á mörg- um sviðum, þar á meðal í fjáröflun og að vekja athygli á neyð flótta- mannanna.“ Aðrir sem hlotið hafa nafnbót UNHCR eru hnefaleikakappinn Muhammad Ali, leikkonan Ang- elina Jolie, leikarinn Michael Douglas og franski knattspyrnu- maðurinn Zinedine Zidane. Armani næsti velvild- arsendiherra UNHCR Giorgio Armani (til vinstri) stillir sér upp með bandaríska leikstjóranum Martin Scorsese á kvikmyndahátíðinni í Cannes nú á dögunum. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.