Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRJÁR jarðir, Fellsendi, Katanes og Klafastaðir, eru að hluta til innan svæðis þar sem loftborinn flúor getur farið yfir viðmiðunarmörk eftir stækkun Norðuráls á Grundartanga í allt að 300.000 tonn. Skipulagsstofn- un telur að leggja eigi hefðbundinn búskap af á því svæði verði af stækk- un álversins. Flúormengun getur or- sakað gadd í búfénaði. Alls lenda 7–8 jarðir, að öllu eða einhverju leyti, innan þynningar- svæðis verksmiðjunnar eftir fyrir- hugaða stækkun, að sögn Þórodds Þóroddssonar, sérfræðings á Skipu- lagsstofnun. Hann segir að fram- kvæmdin hafi einkum áhrif á fimm jörðum. Skipulagsstofnun hefur fall- ist á stækkunina og bendir Hollustu- vernd á það í umsögn sinni til stofn- unarinnar að ekki sé æskilegt að hefðbundinn nytjabúskapur verði stundaður innan þynningarsvæðisins en Skipulagsstofnun gengur ekki svo langt í úrskurði sínum. Þóroddur segir að áhrif innan þynningarsvæðisins séu mismun- andi, svæðið sé alls um 14 km² á landi, auk þess sem hluti þess nái á haf út. Hann segir að svæðið þar sem flúor geti verið yfir viðmiðunarmörkum sé um helmingur þynningarsvæðisins á landi. Búfénaði fargað í haust Þorkell Kjartansson, bóndi á Fells- enda, hefur selt ærgildi sín, ætlar að farga búfénaði sínum í haust og er búinn að setja jörðina á sölu. „Það er ekki viðunandi að vera á svona stað, það er mikill hávaði frá verksmiðj- unum, mikill niður,“ segir Þorkell. Hann hefur verið með um 100 kindur og segir túnið vera um 23–24 hektara, áður var það 27 hektarar en seldi hann hluta þess undir veg eftir að Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun. Þorkell segir að bóndinn á Katanesi hafi selt jörð sína fyrir nokkrum árum og flutt á Akranes, en hafi haldið nokkrum kindum þar. Hefur sent inn mótmæli á flestum stigum Túnið á Klafastöðum lendir allt innan svæðisins þar sem flúor verður yfir viðmiðunarmörkum. Guðmundur E. Sigvaldason, eigandi jarðarinnar, segir að kunningjar hans hafi notað túnið til heyskapar og beitar. Hann hefur sjálfur verið með skógrækt á jörðinni og segir að það sé einnig í uppnámi. Jörðin verði einskis nýt þegar hún verður komin inn á þynn- ingarsvæðið, nema til að byggja þar eitthvað álíka sóðalegt. Hann segist ætla að sjá til um framvindu mála en hefur, að sögn, engin áform um að selja jörðina. Hann er mótfallinn framkvæmd- inni og segist hafa sent inn mótmæli á flestum stigum málsins. Aðspurður segist hann ekki vita hversu lengi hann endist til að mótmæla stækk- uninni þar sem hann viti að það hafi engin áhrif. Fyrirhuguð stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga Framkvæmdin hefði mest áhrif á fimm jörðum                                                      !  "!  #$ HEIMSÓKN Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra til Mið- Austurlanda hefst í dag. Í ferðinni mun hann hitta leiðtoga Ísraelsrík- is, Palestínu og Jórdaníu. Halldór segir að tilgangur ferðarinnar sé fyrst og fremst að kynnast málum á þessu stríðshrjáða svæði. Hann segir að ekki ríki mikil bjartsýni um að mál þróist til betri vegar á svæðinu á næstunni. Halldór, sem í gær var á utan- ríkisráðherrafundi Nató í Róm, ræddi við nokkra starfsbræður sína um ástandið í Mið-Austur- löndum. Utanríkisráðherra Þýska- lands er á leið til Mið-Austurlanda og utanríkisráðherra Kanada er nýkominn þaðan. Hann sagði að það væri gagnlegt að heyra við- horf annarra um þessi mál. „Ástandið þarna er afskaplega alvarlegt og því mið- ur bendir fátt til að það sé eitthvað að lagast. Það er lítil sem engin hreyfing á málum þarna og út- litið slæmt. Það var samdóma álit þeirra sem ég ræddi við í dag.“ Hittir Sharon og Arafat Í Ísrael mun utan- ríkisráðherra eiga fundi með Moshe Katsav, forseta Ísr- ael, Ariel Sharon, forsætisráðherra og Shimon Peres, utan- ríkisráðherra. Hann mun einnig heimsækja ísraelska þjóðþingið, Knesset og eiga fund með formanni utan- ríkismálanefndar þingsins. Auk þess mun Halldór heim- sækja minningarsafn um fórnarlömb hel- fararinnar gegn gyð- ingum og sjúkrahús þar sem fórnarlömb sjálfsmorðsárása í Ísrael á undanförnum mánuðum njóta að- hlynningar. Halldór mun einnig eiga fundi með sendi- herrum Norðurlanda í Tel Aviv og Terje Roed Larsen, sérleg- um samningamanni Sameinuðu þjóðanna í málefnum Mið-Austurlanda. Hann mun einn- ig kynna sér starfsemi Hjálpar- stofnunar kirkjunnar í Ísrael og Palestínu og hitta starfsmenn hennar Svölu Jónsdóttur og Aðal- stein Þorvaldsson. Í Palestínu, nánar tiltekið í Ramallah, mun Halldór eiga fundi með Yasser Arafat, forseta Palestínu, og dr. Nabeel Shaath, ráðherra skipu- lagsmála og alþjóða samvinnu. Utanríkisráðherra mun einnig heimsækja Al Aqrabanieh skólann í grennd við Nablus, flóttamanna- búðir Palestínumanna í borginni Jenín og kynna sér starfsemi Pal- estínuflóttamannaaðstoðar Sam- einuðu þjóðanna, (UNRWA), á Vesturbakkanum. Í Jórdaníu mun utanríkisráð- herra eiga fundi með Abdullah Jórdaníukonungi og dr. Marwan Al Muasher, utanríkisráðherra. Heimsókn utanríkisráðherra til Mið-Austurlanda að hefjast Halldór Ásgrímsson ÍSRAELSKT fyrirtæki óskaði eftir því að fá leigða Boeing 747-flugvél frá íslenska flug- félaginu Atlanta til þess að reka spilavíti í lofti yfir Mið-Austur- löndum. Hins vegar hefur ísr- aelska fyrirtækið ekki haft samband við Atlanta á ný og málið talið úr sögunni hjá flug- félaginu. Erling Aspelund, upplýs- ingafulltrúi Atlanta, sagði í samtali að ísraelskt fyrirtæki hefði sent fyrirspurn til Atlanta um hvort hægt væri að fá leigða Boeing 747-flugvél fyrir rekst- ur á spilavíti. Erling sagði að fyrirspurnin hefði borist fyrir tveimur til þremur vikum og hefði ísraelska fyrirtækið sýnt áhuga á að innrétta Boeing 747- flugvél til þess að reka spilavíti. Hins vegar hefðu engar frekari viðræður átt sér stað milli fyr- irtækjanna og málið talið úr sögunni, að sögn Erlings. AFP-fréttastofan hafði í fyrradag eftir ísraelskum fjöl- miðlum að ísraelska samgöngu- ráðuneytið hefði heimilað Atl- anta að reka fljúgandi spilavíti í landinu. Væri áætlað að Boeing 747-flugvélin færi í þrjár fjög- urra klukkustunda flugferðir daglega og flygi yfir Mið-Aust- urlöndum utan lofthelgi Ísrael, en fjárhættuspil eru ólögleg í Ísrael. „Ég samþykkti þetta vegna þess að ég hafði ekki lagalegan grundvöll til annars auk þess sem þetta er mjög mikilvægur samningur fyrir ísraelskan flugiðnað,“ sagði Ephraim Sneh samgönguráðherra í sam- tali við ísraelska útvarpsstöð. Fram kemur í frétt AFP að kostnaður við breytingar á flugvélinni nemi 20–30 milljón- um dala, 2–3 milljörðum króna, og allt að 230 manns muni kom- ast fyrir í vélinni. Erling Aspe- lund sagði hins vegar að þessar fréttir væru úr lausu lofti gripnar. Ísraelsmenn eru sagðir tíðir gestir í spilavítum í nágranna- löndum Ísraels, einkum Tyrk- landi. Þá sóttu Ísraelsmenn einnig Oasis-spilavítið í palest- ínsku borginni Jeríkó en það hefur verið lokað síðustu mán- uði. Vildu leigja Atlanta- vél fyrir spilavíti TVEIR nýir sendar voru fluttir upp á Klifið í Vestmannaeyjum í gær. Annar á að þjóna Ríkis- útvarpinu, Rás 1, og hinn Ís- lenska útvarpsfélaginu. Sá síðar- taldi mun á næstu vikum verða notaður fyrir Sýn til að auka styrk útsendinga frá HM í knatt- spyrnu, en síðan fyrir Stöð 2. Jón Sighvatsson stjórnaði aðgerðum á Klifinu í gær, en þyrla var notuð til að flytja þyngstu stykkin. Jón hefur farið hátt í 1.200 sinnum gangandi upp á Klifið og létu hann og félagar hans sig ekki muna um það í gær að hlaupa upp fjallið með 40 kíló á bakinu hver. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Kraftmeiri sendar á Klifið JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að skoða þurfi nánar um- deilda viljayfirlýsingu heilbrigðis- ráðherra og Reykjavíkurborgar áður en hægt verði að taka upp form- legar viðræður við forsvarsmenn nokkurra hjúkrunarheimila, sem vænst hafa aukins framlags frá Framkvæmdasjóði aldraða til upp- byggingar hjúkrunarheimila. Í Morgunblaðinu á dögunum komu fram óskir Guðmundar Hall- varðssonar, formanns sjómanna- dagsráðs og Sigurðar Helga Guð- mundssonar, forstjóra Eirar og Skjóls, um 70% framlag frá ríkinu í stað 40% líkt og verið hefur. „Ég hef svo sem ekkert um það að segja núna. Ég þarf að taka upp viðræður um framhaldið eins og hefur komið fram áður og vil því ekkert segja um þetta fyrr en ég er búinn að ræða málin nánar við mína samstarfs- menn,“ segir Jón og bendir á að hann hafi ekki fengið neina beiðni um formlegar viðræður. Hann segist ávallt tilbúinn til að ræða við for- svarsmennina, þó að það feli ekki í sér neina ákvörðun um framhaldið. Aukinn þrýstingur á framlög Að hans sögn eru hjúkrunarheim- ili skilgreind sem sjúkrahús í lögum en Framkvæmdasjóður aldraða hef- ur hingað til lagt fram 40% og sveit- arfélögin hafa yfirleitt lagt fram 15%. Bilið þar á milli hefur yfirleitt verið brúað með öðrum framlögum frá ýmsum aðilum. „Hrafnista hefur meðal annars fjármagnað bilið með sjálfsaflafé og einnig hafa menn oft gefið eigur sínar í uppbyggingu stofnanna þótt minna sé um það nú,“ nefnir Jón en segir jafnframt að fjár- öflunarleiðirnar séu sífellt að þrengj- ast. Hann segir þrýsting, um að ríkið komi til móts við stofnanirnar og brúi bilið, hafa aukist en vill ekki tjá sig um hvort það sé raunhæft á þessu stigi. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra Fjáröflun- arleiðirnar sífellt að þrengjast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.