Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI SVISSNESKT flugfélag, Aviace AG, hefur samið um kaup á 112 einkaþotum af gerðinni Eclipse 500 af bandaríska fyrirtækinu Eclipse Aviation Corporation. Fram- kvæmdastjóri flugfélagsins og einn af sex stofnendum þess er Hilmar Hilmarsson, sem rak m.a. Flugskól- ann Loft hér á landi og Kvótamiðl- unina. Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá Aviace og Eclipse Aviation seg- ir að flugklúbbar séu að verða vin- sæl lausn í Evrópu fyrir þá sem fljúga mikið. Markmið Aviace sé að tengjast slíkum klúbbum um alla Evrópu. Mikill ábati sé af einka- flugi milli staða þar sem Eclipse 500 þoturnar séu mun ódýrari en sambærilegar vélar hingað til. Vél- arnar taka sex farþega og er verð hverrar vélar um 840 þúsund Bandaríkjadalir, jafnvirði um 78 milljóna íslenskra króna. Heildar- fjárfesting Aviace er því um 9 millj- arðar króna. Félagið fær fyrstu vél- arnar afhentar á árinu 2004 og afganginn á næstu tveimur árum þar á eftir. Meðlimir í flugklúbbum Hilmar Hilmarsson segir að und- irbúningur að stofnun Aviace flug- félagsins hafi hafist fyrir um ári síðan og að félagið hafi verið stofn- að um síðustu áramót. Auk hans séu fimm Svisslendingar stofnendur og eigendur félagsins. Hann segir að Eclipse 500 flug- vélarnar muni breyta flugheim- inum. Þær séu bæði ódýrari í inn- kaupum og rekstri, sem skýrist fyrst og fremst af nýrri tegund mótors. Eldsneytisnotkun hans sé einungis um fjórðungur af notkun eldri mótora og innkaupsverð mun lægra. „Aviace mun eiga flugvélarnar,“ segir Hilmar. „Við erum nú í því að finna samstarfsaðila um alla Evr- ópu, fyrirtæki sem reka einkaþotur í dag. Þessi fyrirtæki munu leigja vélarnar og verða rekin sem klúbb- ar. Einstaklingar og fyrirtæki munu síðan geta gerst meðlimir í þessum klúbbum en fimm mismun- andi gjöld verða í boði, frá 75 þús- und Bandaríkjadölum og upp í 1 milljón dala. Gjaldið ræðst af notk- un viðkomandi. Við reiknum með að þeir sem fljúga meira en 50 klukkutíma á ári hagnist á því að gerast meðlimir í flugklúbbi. Þeir sem gerast meðlimir og greiða lægsta gjaldið munu einungis greiða 850 evrur fyrir aðgang að flugvél í eina klukkustund.“ Fyrsta reynsluflug í júlí Hilmar segir að vel gangi fyrir Aviace að fá fyrirtæki til samstarfs. Nú þegar liggi fyrir að fyrirtæki í Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi, Belgíu og víðar muni skrifa undir samstarfssamninga við Aviace. Þá liggi fjármögnun einnig fyrir. Höfuðstöðvar flugvélaframleið- andans Eclipse Aviation Corpor- ation eru í Albuquerque í Nýju- Mexíkó í Bandaríkjunum. Á heima- síðu fyrirtækisins á Netinu, kemur fram að unnið er að smíði fyrstu Eclipse 500 vélarinnar. Þar segir einnig að fyrsta reynsluflug vél- arinnar verði í júlí næstkomandi og að fyrirtækið geri ráð fyrir að Eclipse 500 vélin muni öðlast leyfi flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum í desember 2003. Á heimasíðu nýs bandarísks flug- félags, Nimbus Group, kemur fram að félagið hafi pantað 1.000 Eclipse 500 vélar, og að Eclipse Aviation Corporation muni afhenda félaginu fyrstu vélarnar á árinu 2004. Við- skiptahugmynd fyrirtækisins svip- ar til hugmyndar Aviace AG auk þeirra flugklúbba sem félagið hyggst semja við, þ.e. að ein- staklingar og fyrirtæki gerast með- limir í klúbbnum og fá afnot af vél- um félagsins þar sem þær eru staðsettar. Aviace AG hyggst bjóða ódýrt flug fyrir þá sem fljúga oft Eclipse 500-einkaþota. Flugfélagið Aviace AG í Sviss hefur samið um kaup á 112 þotum af bandaríska fyrirtækinu Eclipse Aviation Corporation. Kaupa einkaþotur fyrir um 9 milljarða              % & '        $' 2 324 $'  () *+*      552      ,  ' -  ! . ' % & /- #   ,  /- #         6 5 758 2-9       552                   0  / 0  &/-       1     /-       !   #    3 999  54  29  2  2++ *2+     !"  !  !  !"  ! " " ! HAGNAÐUR af rekstri Kögunar hf. á sex mánaða tímabili frá októ- ber 2001 til mars 2002 eftir skatta nam 76 milljónum króna en var 44 milljónir á sama tímabili árið áður. Í tilkynningu frá félaginu segir að aukin áhersla hafi verið lögð á erlenda markaði á tímabilinu. Sú sókn hafi þó ekki náð að vinna upp þann tekjusamdrátt sem orðið hafi á innanlandsmarkaði. Rekstrartekjur Kögunar námu 533 milljónum, sem er 5,8% lægri fjárhæð en árið áður, en rekstr- argjöld voru 444 milljónir, sem er 2,8% lækkun frá fyrra tímabili. Við- snúningur varð á fjármagnsliðum félagsins upp á 50 milljónir króna milli ára. Þeir voru jákvæðir um 24 milljónir á tímabilinu frá október 2001 til mars 2002 en neikvæðir um 26 milljónir á sama tímabili árið áð- ur. Í lok tímabilsins nam eigið fé Kögunar 527 milljónum og jókst um 63 milljónir á sex mánuðum. Gert ráð fyrir minni tekjum Kögun hf. gerði á sínum tíma samkomulag við bandaríska fyrir- tækið Raytheon Systems Corporat- ions (nú Thales/Raytheon) um þátt- töku í að bjóða í smíði LINK-16, sem er hugbúnaður fyrir ratsjár- stöðvarnar hér á landi. Mannvirkja- sjóður NATO samþykkti í júlí 1999 að ráðist verði í byggingu þessa viðbótarbúnaðar við íslenska loft- varnarkerfið og að sjóðurinn muni fjármagna verkið. Kögun átti að taka að sér tiltekna þætti í verkefn- inu. Í tilkynningu Kögunar segir að rekstraráætlun félagsins fyrir yf- irstandandi fjárhagsár hafi gert ráð fyrir að LINK-16 verkefnið færi af stað seinni hluta fjárhagsársins, eða í maí/júní á þessu ári. Endanleg ákvörðun um gerð LINK-16 liggur hins vegar enn ekki fyrir. Þá segir í tilkynningunni að Kög- un hafi þróað og sett á markað tengibúnað sem vinnur í webMeth- ods-samþættingarumhverfi fyrir rafræn viðskipti. Þróun og mark- aðssetning á framangreindum tækjabúnaði sé fyrsta skrefið í þeirri viðleitni að sækja inn á þenn- an vaxandi markað og sé þegar far- in að skila félaginu tekjum. Fram kemur í tilkynningu Kög- unar að rekstraráætlun félagsins fyrir seinni hluta yfirstandandi fjárhagsárs hafi nú verið endur- skoðuð m.t.t. seinkunar á LINK-16 verkefninu og markaðssetningar og sölu á webMethods tengibúnaði. Félagið hafi búið sig undir að á seinni hluta fjárhagsársins yrði lögð áhersla á smíði LINK-16. Vegna seinkunar verkefnisins megi reikna með að heildartekjur lækki frá því sem upphaflega var áætlað. Tekjusamdrátt- ur innanlands Sex mánaða uppgjör Kögunar hf. skil- ar 76 milljóna hagnaði BYKO hf., Húsasmiðjan hf. og Kaupfélag Skagfirðinga svf. hafa fallist á tiltekin skilyrði sem sam- keppnisráð hefur sett fyrir kaupum fyrirtækjanna á hlutum í Steinull- arverksmiðjunni á Sauðárkróki. Í tilkynningu frá Samkeppnisstofnun segir að samkeppnisráð telji að ef þessi skilyrði verði uppfyllt sé skað- legum áhrifum af viðskiptunum eytt. Samkeppnisráð hafði komist að þeirri niðurstöðu að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunn- ar að Steinullarverksmiðjunni sé til þess fallin að takmarka samkeppni á milli verslunarfyrirtækjanna tveggja. Sameiginleg aðkoma keppi- nautanna Byko og Húsasmiðjunnar að rekstri Steinullarverksmiðjunnar gæti leitt til samráðs eða samvinnu um verð og aðrar samkeppnishöml- ur. Í tilkynningu Samkeppnisstofn- unar segir að þess vegna hafi það verið mat samkeppnisráðs að ástæða væri til að grípa til íhlutunar vegna samrunans. Fram kemur í til- kynningunni að viðræður milli fyr- irtækjanna sem að samrunanum standa og samkeppnisyfirvalda hafi leitt til þess að málsaðilar voru reiðubúnir til að fallast á tiltekin skilyrði vegna kaupanna. Kaupin fela í sér samruna 1. mars sl. var undirritaður samn- ingur um kaup Byko, Húsasmiðj- unnar og Kaupfélags Skagfirðinga á hlutum ríkisins, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Paroc Group, sem er finnskt fyrirtæki, í Steinullar- verksmiðjunni. Fyrir áttu kaupend- urnir um 17% hlut í verksmiðjunni. Í tilkynningu Samkeppnisstofnunar segir að samkeppnisráð telji að kaupin feli í sér samruna og að sá markaður sem hann hafi áhrif á sé framleiðsla og heildsöludreifing á steinull og skyldum vörum annars vegar og sala verslana á alhliða byggingavörum hins vegar. Steinull- arverksmiðjan hafi verið markaðs- ráðandi við framleiðslu og heildsölu- dreifingu á steinull og skyldum vörum hér á landi og sé það mat samkeppnisráðs að kaup tveggja stærstu viðskiptavina á stórum hlut í verksmiðjunni muni styrkja þau yf- irráð enn frekar. Hvað svokallaðan alhliða byggingavörumarkað áhrær- ir sé það mat ráðsins að hann sé fá- keppnismarkaður þar sem öðrum keppinautum en Byko og Húsa- smiðjunni sé vart til að dreifa. Ljóst sé að engar aðrar verslanir hér á landi, sem bjóða upp á byggingavör- ur, hafi yfir sambærilegu vöruúrvali að ráða og umrædd fyrirtæki. Sú viðskiptalega samvinna sem sameig- inlegt eignarhald fyrirtækjanna tveggja á Steinullarverksmiðjunni hafi í för með sér sé að mati sam- keppnisráðs til þess fallin, að óbreyttu, að takmarka samkeppni þeirra á milli og skapa samráðsvett- vang um verð eða aðrar samkeppn- ishömlur sem fela í sér brot í sam- keppnislögum. Skilyrði samkeppnisráðs Þá segir í tilkynningu Samkeppn- isstofnunar: „Samkvæmt samkeppn- islögum getur samkeppnisráð ógilt samruna eða sett honum skilyrði. Viðræður samkeppnisyfirvalda og forsvarsmanna fyrirtækjanna leiddu til þess að þau voru tilbúin að fallast á tiltekin skilyrði vegna samrunans sem eru efnislega eftirfarandi: – Hvorki stjórnarmenn, starfs- menn eða eigendur að meira en 1% hlut í Byko annars vegar eða Húsa- smiðjunni hins vegar, dótturfélögum þeirra eða fyrirtækjum sem þau hafa virk yfirráð yfir, né nánir ætt- ingjar framangreindra aðila, sitji samtímis í stjórn eða varastjórn Steinullarverksmiðjunnar. – Öðrum viðskiptavinum Steinull- arverksmiðjunnar en Byko og Húsa- smiðjunni er tryggður sami aðgang- ur að framleiðsluvörum fyrirtæk- isins og eigendunum og að þeir njóti ekki síðri viðskiptakjara en framan- greind fyrirtæki að teknu tilliti til umfangs viðskiptanna. – Þar sem eigendur verksmiðj- unnar, þ.m.t. stjórnarmenn, eru jafnframt keppinautar annarra við- skiptavina er sett skilyrði sem tryggir að þeim verði ekki veittar upplýsingar um viðskipti og/eða við- skiptakjör einstakra viðskiptavina. Að mati samkeppnisráðs munu framangreind skilyrði auk annarra sem nánar eru tilgreind í ákvörðun ráðsins nægja til að eyða þeim skað- legu samkeppnislegu áhrifum sem kaupin hefðu annars haft í för með sér,“ segir að lokum í tilkynningu frá Samkeppnisstofnun. Kaup Byko og Húsasmiðjunnar á hlutum í Steinullarverksmiðjunni Fyrirtækin fallast á skilyrði samkeppnisráðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.