Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KJÓSENDUR á Akureyri hafa látið í ljós vilja sinn. Tæplega 18 prósent þeirra vilja sjá Odd Helga og fé- laga í bæjarstjórn. Samfylkinguna og vinstri græna kjósa samanlagt 22,6%, sem er nákvæmlega sama hlutfall atkvæða og Akureyrarlistinn fékk fyrir fjórum árum. Gömlu flokkarnir tveir Framsókn og sjálf- stæðismenn tapa hins vegar báðir fylgi miðað við kosningarnar 1998. Samanlagt er fylgistap þessara tveggja flokka rúmlega 6 prósent miðað við kosningarnar 1998. L-listinn afdráttarlaus sigurvegari Niðurstaðan er því ljós, L-listinn er afdráttarlaus sigurvegari kosn- inganna á meðan Sjálfstæðisflokkur og framsóknarmenn tapa fylgi. Samtímis þakka kjósendur vinstra- fólkinu í fyrrverandi meirihluta fyr- ir þátttökuna með óbreyttu fylgi. Kjósendur á Akureyri sýna með þessari nið- urstöðu að þeir vilja nýjan meirihluta í bæj- arstjórn Akureyrar. Eða hvað? Skilaboð kjósenda Sjálfstæðis- og fram- sóknarmenn virðast skilja skilaboð kjós- enda á þann veg að þeir skuli áfram standa vörð um völd hægri- manna í meirihluta bæjarstjórnar. Fyrir- varalausar samninga- viðræður oddvita þess- ara flokka um meirihlutasamstarf í bænum næstu fjögur árin er augljós yfirlýsing um að álit almennra kjósenda sé lítils metið þegar kemur að myndun meirihluta. Hefði ekki verið eðli- legra að stærsti flokkurinn í bæj- arstjórn, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn, færi að lýðræðislegri ábendingu kjósenda um að þeir vilji sjá L- listann í meirihluta bæjarstjórnar en ekki framsóknarmenn? Fylgi Odds Helga hefur aukist um svipað hlutfall og áðurnefndir tveir flokkar, þ.e. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafa tapað eða um liðlega 6 prósent miðað við kosningarnar 1998. Ljóst er að tæp- lega fimmtungur þeirra sem greiddu atkvæði í nýafstöðnum bæj- arstjórnarkosningum vilja sjá mál- efni L-listans ofarlega á fram- kvæmdalista nýs bæjarstjórnar- meirihluta. Í stjórnmálaumræðu síðustu daga og vikna náðu þessi málefni rækilega til kjósenda, eink- um til ungs fólks, en listinn styður öll „góð málefni“ eins og oddviti listans orðaði það. Myndun meirihluta og lýðræðið Í ljósi umræðunnar og úrslita kosninganna ætti því ekki að vefjast fyrir Sjálfstæðisflokknum frekar en öðrum hvaða málefnum skuli skipað í fremstu röð framkvæmda nýs bæj- arstjórnarmeirihluta á Akureyri. Frá lýðræðislegu sjónarmiði hefði verið langeðlilegast að Sjálfstæðis- flokkurinn hæfi viðræður við fram- boð Odds Helga um meirihlutasam- starf eftir kosningarnar, í ljósi niðurstöðu þeirra. Lýðræðið fótum troðið á Akureyri? Hermann Óskarsson Akureyri Það hefði verið lang- eðlilegast, segir Hermann Óskarsson, að Sjálfstæðisflokk- urinn hæfi viðræður við framboð Odds Helga um meirihlutasamstarf eftir kosningarnar. Höfundur skipaði 13. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. LÍFRÆN matvæla- framleiðsla hefur auk- ist víða um heim, og þá ekki síst í nágranna- löndum okkar. Ástæð- urnar eru margar og mismunandi. Iðnvædd framleiðsla hefur auk- ist þar sem álag á dýr og land hefur keyrt úr hófi og birst okkur í mengun, ófrjósömum jarðvegi, næringars- nauðri fæðu o.s.frv. Einnig má líta á slíka framleiðslu sem einn möguleika landbúnað- ar, til að auka úrval af- urða og koma þannig til móts við nútímaneytandann, sem lætur sig uppruna matvælanna varða. Stjórnvöld sem og afurða- stöðvar víða um heim hafa sett sér ákveðin markmið til að auka fjölda þeirra sem framleiða lífrænt vottað- ar afurðir. Eitt dæmi um þetta má finna í Noregi þar sem mengun hef- ur ekki verið talin til vandræða frek- ar en hér á landi. Þar hafa stjórnvöld sett sér þau markmið að um 10% landbúnaðarsvæðisins verði vottuð lífræn árið 2010. Til þess að vinna að þessu eru veittir aðlögunarstyrkir til bænda sem vilja fara úr hefðbund- inni framleiðslu yfir í lífræna. Aðlög- un getur tekið mismunandi tíma allt eftir því hvernig búskapnum hefur verið háttað áður og hversu góður aðgangur er að búfjáráburði og ræktanlegu landi. Styrkirnir eru því fyrst og fremst ætlaðir til að koma til móts við tímabundið framleiðslutap sem yfirleitt verður við að fara í líf- ræna framleiðslu. Þar sem fram- leiðslan byggist fyrst og fremst á heimaöfluðu fóðri og heimafengnum áburði í stað innkeypts eða aðflutts hráefnis. Bændur geta fengið svo- kallað „förste råd“, þar sem þeir fá ráðunaut innan lífrænu leiðbeininga- þjónustunnar sér að kostnaðarlausu. Hann tekur út aðstöðu bóndans og gefur ráð um framhaldið eða bendir honum á hvað hægt sé að gera til að nálgast kröfur um lífræna ræktun. Rannsóknaþjónust- an býður upp á grunn- námskeið í fjarnámi fyrir áhugasama bænd- ur, þar sem megin- þættir lífræns landbún- aðar eru kynntir. Hver og einn gerir sína eigin aðlögunaráætlun sem hægt er að vinna að jafnt og þétt. Mikil eftirspurn er eftir lífrænum afurðum í Noregi. Þetta á sér- staklega við um mjólk- urafurðir, egg, margs skonar safa og drykki, ávexti og grænmeti. Sérstök fyrirtæki eru farin að sjá um dreif- ingu þessara afurða, þó að stór hluti seljist í heimahéraði. Afurðastöðvar mjólkuriðnaðarins, s.s. Tine, sem er með stærstan hluta markaðarins og á afurðastöðvar víða um landið, ætla sér núna að borga bændum innan ákveðins hrings um afurðastöðvarn- ar, sextíu norska aura fyrir hvern líf- rænan mjólkurlítra. Sláturhús hafa verið seinni til að taka við sér en þar er þó tekið við öllum gripum sem koma frá lífrænum býlum og afurð- irnar markaðssettar sem slíkar. Vöruþróun hefur verið þó nokkur þar því nú er hægt að kaupa ýmsa lífræna skyndibitarétti, enda er mesta söluaukningin í slíku fæði nú til dags. Mikill áhugi og eftirspurn er eftir tómötum og agúrkum í Noregi, enda er oft mikill bragðmunur á þeim líf- rænt framleiddu og þeim sem fram- leiddir eru með þaulræktun. Þar er aðalvaxtarbroddurinn innan græn- metisins í dag og einn helsti skortur á fagþekkingu varðandi framleiðslu- ferlið. Þekking Íslendinga á þessum framleiðsluferli sem og aðstaða okk- ar gæti verið eftirsóknarverð öðrum! Í Noregi er með þessum hætti m.a. verið að gera bændum kleift að búa áfram á smáum og meðalstórum búum samhliða því sem verið er að vinna í því að bæta rekstrarskilyrði þeirra bænda sem hafa hug á því að fara að vinna betur saman. Víða eru komin svokölluð samvinnufélög þar sem 2–6 bændur hafa stofnað með sér rekstrarfélag og þannig náð mik- illi hagræðingu í rekstri og fastari vinnutíma en er hjá flestum bænd- um. Þeir sem byrjuðu á slíkri sam- vinnu rákust á ýmsa veggi, s.s. varð- andi skatta, greiðslu opinberra styrkja o.fl. sem núna er verið að vinna í að gera einfaldara og að- gengilegra fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Bændur sem eru í slíkum sam- vinnufélögum eru almennt ánægðir með það fyrirkomulag. Búin eru áfram í rekstri, félagsskapurinn meiri, auðveldara er fyrir hámennt- uð börn og barnabörn að koma aftur og sækja vinnu samhliða búskap og meiri tími nýtist fyrir fjölskylduna. Aðstæður íslenskra bænda eru að nokkru eins og norskra bænda en nú hafa bændasamtökin þar (Bondela- get og Bonde- og småbrukarlaget) ásamt stjórnvöldum skipt um gír og stefna hærra og sameiginlega í átt að alþjóðlega viðurkenndum lífræn- um framleiðsluháttum. Ef Íslending- ar eiga að verða samkeppnishæfir á innlendum og erlendum mörkuðum sem og að halda landinu í byggð á næstu árum verðum við að hugsa hraðar og lengra en Norðmenn! Landbúnaðarstefna Ásdís Helga Bjarnadóttir Búvörur Rannsóknaþjónustan, segir Ásdís Helga Bjarnadóttir, býður upp á grunnnámskeið í fjarnámi. Höfundur er verkefnisstjóri Líf- rænnar miðstöðvar LBH, Hvanneyri. ✝ Indriði Jóhann-esson, bóndi á Reykjum í Skaga- firði, var fæddur á Brúnastöðum 4. ágúst 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 20. maí síðastliðinn. Foreldar hans voru Ingigerður Magnús- dóttir, f. 20.6. 1888, d. 7.8. 1971, og Jó- hannes Blöndal Kristjánsson, f. 7.10. 1892, d. 13.8. 1970. Systkini Indriða eru Jóhann, f. 30.1. 1920, d. 4.5. 1982, kona hans var Þuríður Kristjánsdóttir, f. 9.1. 1921; Kristján, f. 4.8. 1924, og Heiðbjört, f. 26.6. 1932, maki hennar er Sigurjón Sigur- bergsson, f. 28.3. 1931. Þeirra börn eru Jóhannes, Ingi- gerður og Elín Helga. Maki Indriða var Þóra Rósa Stefáns- dóttir, f. 18.9. 1938, d. 10.3. 1991. Útför Indriða verður gerð frá Reykjakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Indriði á Reykjum, móðurbróðir og ömmubróðir, hefur kvatt þennan heim eftir langa og erfiða sjúkdóms- legu. Ég vil með nokkrum minninga- brotum minnast elskulegs frænda míns. Indriði var við búskap alla sína ævi, og var hans yndi að sjá um og hirða fé. Eins hafði hann gaman af hestum. Hann var mikill heyskaparmaður og var natinn við að sjá um að hey yrðu nóg. Einnig hafði hann mjög gaman af söng, og var fjölda ára í bæði Karla- kórnum Heimi og kirkjukórnum. Ég var stundum á Reykjum þegar ég var lítil og fékk þá að fara út í fjár- hús með þér. Einu sinni skall á hríð meðan við vorum þar og ég var húfu- laus. Þú fannst strigapoka, skarst hann í sundur og settir á höfuðið á mér. Ferðin heim gekk vel og vildirðu sýna fólkinu þetta nýja höfuðfat mitt en ég brást heldur illa við og losaði mig við það hið snarasta. Eitt vorið þegar féð var rekið á af- rétt, lofaðirðu mér að vera á Sokka á leiðinni heim. Ég sá bara faxið. Bæði var ég lítil og hesturinn stór. Mér fannst mikið til um að fá að vera á Sokka. Árin liðu og síðar þegar ég var á Reykjum hjá Kidda fór Auður mín suðureftir til þín og Rósu. Átti hún þar margar góðar stundir sem hún mun ætíð halda upp á. Eftir að við fórum frá Reykjum komum við í heimsókn ef við vorum á ferð. Þú áttir alltaf eitthvað til að traktera okkur á. Við sátum þá í eld- húsinu og spjölluðum. Það var þér erfitt að missa Rósu og síðan stríðið við krabbameinið. Þó var eins og þú öðlaðist raunsæi og styrk undir lokin. Í þessum orðum viljum við kveðja þig og þakka þér fyrir margar góðar stundir. Við minnumst þín með hlýju í huga. Inga, Auður Jóhanna, Anna Heiða og Elín Þóra, Kanada. INDRIÐI JÓHANNESSON Ragnheiður Þórðar- dóttir, eða Ragga á Grund eins og Akur- nesingar kölluðu hana jafnan, var mikil sóma- kona sem öllum þótti vænt um sem kynntust henni. Ragga var eitt af níu systkinum sem kennd voru við Grund á Akranesi. Ein syst- irin dó í bernsku, ein settist að í Hafnarfirði en sex systur og eini bróðirinn bjuggu á Akranesi alla tíð. Þessi systkini hafa sett mikinn svip á bæjarlífið; orðlagt drengskaparfólk sem alls staðar hefur lagt gott til mála. Ragnheiður giftist ung Jóni Árna- syni sem lést árið 1977. Jón var bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi í 28 ár, Alþingismaður Borgfirðinga og síðar Vestlendinga í 18 ár og framkvæmdastjóri um- fangsmikilla útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja um áratugaskeið. Þau Jón og Ragnheiður voru afar samrýnd og studdi hún mann sinn með ráðum og dáð í öllum hans at- höfnum. Ragnheiður var mikil dugn- aðarkona sem var óhrædd að takast á við verkefnin. Gott dæmi um það er að eftir að Jón lést tók Ragnheiður sig til og lærði á bíl hálfsjötug og ók um bæinn og sveitirnar um árabil. Ragnheiður var alla tíð mjög virk í starfi sjálfstæðismanna á Akranesi. Hún var einn af stofnendum Sjálf- stæðiskvennafélagsins Bárunnar ár- ið 1962 og sótti alla fundi félagsins ef hún gat komið því við. Einnig sótti hún flestum betur hina ýmsu fundi sjálfstæðismanna á Akranesi, jafnt um bæjar- og landsmál eða hvað RAGNHEIÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ RagnheiðurÞórðardóttir fæddist á Akranesi 22. ágúst 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni 20. maí síðastliðins og var útför hennar gerð frá Akranes- kirkju 28. maí. annað, sem fundað var um, allt fram á þetta ár. Þá sótti hún jafnan landsfundi Sjálfstæðis- flokksins og hafði af því mikla ánægju. Ragnheiður var ein- staklega jákvæð og skemmtileg í flokks- starfinu. Aldrei heyrði ég hana segja illt orð um nokkurn mann. Við sem verið höfum í framboði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn minn- umst jákvæðni hennar og elskulegheita hvort sem vel eða illa gekk í kosningum. Það var ómetanlegt að eiga hana að. Við Guðný þökkum Ragnheiði Þórðardóttur samfylgdina að leiðar- lokum og sendum afkomendum hennar innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu þessarar góðu konu. Guðjón Guðmundsson. Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er við aðra vægð og góðvild hver, og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (H.H.) Þessi orð eiga vel við Ragnheiði Þórðardóttur sem nú er kvödd eftir stutt en erfið veikindi. Hún var Sjúkravinur, einn af stofnendum deildarinnar hér á Akranesi. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa þegar til hennar var leitað en lengst af var hún við bókasafnið á Höfða, öllum kær og hlý sem þangað komu. Við Sjúkravinir þökkum henni frá- bær störf og vináttu og söknum hennar úr okkar fámenna fé- lagsskap. Börnum hennar öðrum ættingjum og vinum færum við innilegar sam- úðarkveðjur. Sjúkravinir RKÍ, Akranesi. MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.