Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 27
virkjanir og Skaftárvirkjun. „Rétt
er að hafa í huga að tölur um um-
hverfisáhrif eru hlutfallstölur sem
sýna hvort áhrif einnar virkjunar
eru talin meiri en annarrar en
kvarðinn er ekki línulegur. Ef
önnur þrep hefðu verið notuð í
einkunnagjöf, gætu þau hafa gefið
aðrar tölur á kvarðanum en inn-
byrðis röðun virkjana hefði þó
ekki breyst. Af þessum sökum
mundi summa umhverfiseinkunna
tveggja virkjana ekki verða réttur
mælikvarði á umhverfisáhrif sem
fylgdu því að byggja báðar virkj-
anirnar. Eins væru umhverfisáhrif
deilt með orkugetu ekki nothæfur
mælikvarði, þótt líklegt sé að um-
hverfisáhrif stórrar virkjunar
verði minni en samanlögð áhrif
margra virkjana sem hefðu sam-
anlagt sömu orkugetu og sú
stóra,“ segir í skýrslunni og þess
getið að til að ná orkugetu Kára-
hnjúkavirkjunar þyrfti t.d. að
virkja allar smærri virkjanirnar,
en samanlögð orkugeta þeirra
slagaði upp í orkugetu Kára-
hnjúkavirkjunar.
„Gildin fyrir umhverfisáhrif eru
hins vegar hlutföll í samanburði
milli virkjana og ekki línulegur
mælikvarði. Þess vegna er ekki
hægt að leggja þau saman til að
reikna heildaráhrif þess að allar
þessar virkjanir yrðu byggðar
heldur yrði að gera nýtt mat á
samanlögðum umhverfisáhrifum
þess að byggja allar virkjanirnar.
En ljóst er að heildaráhrifin yrðu
verulega meiri en áhrif einstakra
virkjana.“
Í skýrslunni kemur fram að nú-
virtur hagnaður á orkueiningu yf-
ir 50 ár lækkar línulega með vax-
andi stofnkostnaði á orkueiningu.
Af þeim kostum sem bornir eru
saman er Skaftárveita langhag-
kvæmust, síðan Norðlingaöldulón
og svo Jökulsá á Fjöllum, Fljóts-
dalsvirkjun og Kárahnjúkavirkj-
un. Fljótshnjúksvirkjun langlök-
ust.
Skaftárveita skilar langmestum
hagnaði miðað við stofnkostnað.
Virkjun Jökulsár á Fjöllum,
Fljótsdalsvirkjun og Norðlinga-
öldulón skila nokkru meiri hagn-
aði en Kárahnjúkavirkjun miðað
við stofnkostnað, en lökustum
hagnaði skila Fljótshnjúksvirkjun,
Villinganesvirkjun, Skatastaða-
virkjanir, Markarfljótsvirkjanir
og Hrafnabjargavirkjun með miðl-
un við Fljótshaga.
Kynningarfundur á morgun
Nánari upplýsingar um ramma-
áætlunina er að finna á heimasíðu
Landverndar: www.landvernd.is/
natturuafl, en Landverk hefur það
hlutverk að annast kynningu á
starfinu. Fjölmargir kynningar-
fundir hafa verið haldnir víða um
land og að sögn Tryggva Felix-
sonar, framkvæmdastjóra Land-
verndar, verður næsti fundur í
raunvísindastofnun Háskóla Ís-
lands, byggingu VR II, kl. 16.30.
Hann verður tengdur við at-
vinnuþróunina á Egilsstöðum og
stofu L101 við Háskólann á Ak-
ureyri.
ein virkjun, Fljótshnjúksvirkjun,
kæmi ekki út með hagnaði á þessu
orkuverði. Hins vegar mætti gera
ráð fyrir fleiri virkjunum með há-
an stofnkostnað í næsta áfanga
rammaáætlunarinnar.
Minnst umhverfisáhrif
vegna Hólmsárvirkjunar
Lökustu virkjunarkostir út frá
sjónarmiðum náttúru- og menn-
ingarminja eru Kárahnjúkavirkj-
un og Jökulsá á Fjöllum, en
Hólmsárvirkjun er helst viðunandi
og síðan Skaftárveita og Skaft-
árvirkjun. Markarfljótsvirkjanir
komu verst út varðandi útivist og
hlunnindi en Hólmsárvirkjun best.
Samkvæmt niðurstöðum faghópa
I og II eru umhverfisáhrifin mest
vegna virkjunar í Jökulsá á Fjöll-
um og svo vegna Kárahnjúka-
virkjunar en minnst vegna Hólms-
árvirkjunar.
Fram kemur að mikil umhverf-
isáhrif virkjunar Jökulsár á Fjöll-
um og Kárahnjúkavirkjunar megi
að hluta skýra með því hve áhrifin
nái yfir stórt svæði. Sú skýring
eigi hins vegar ekki við um Mark-
arfljótsvirkjanir, Fljótsdalsvirkj-
un og Norðlingaöldulón sem hafi
mun meiri umhverfisáhrif en
Skatastaðavirkjanir á Hofsafrétti
norðan Hofsjökuls, Hrafnabjarga-
meta hag-
veinbjörn
ðist á því
ví miðlað
tæður að
nu til að
lda kíló-
en ein-
sama og
Reiknað
nýtingar-
rið 7.000
Reiknaður
orkuein-
n við t.d.
tu þótti
agnað af
rkuverðið
forgang-
ðvarvegg,
orkunnar
eðtalinn.
ur hefðu
inginn og
tt mætti
f rekstri
æri reikn-
rtur, þ.e.
ð fram til
kjanirnar
orkugetu
því væri
kjanirnar
um. Hins
á því að
áætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma
rveita
æmasti
rinn
Morgunblaðið/Sverrir
örnsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Sigurður Guðmundsson og Haukur Jóhannesson.
4#
-# 5 52 59
/
%
-
5-
/
&
./ &
& /
9%
-
/
/
&
7 &
- #/: /<7&<<
=
-
-/
!%
; '
'
RÍKISSTJÓRNIN ákvað áfundi sínum í gær að faraí almennt útboð á hluta-bréfum í Landsbanka Ís-
lands hf. Áformað er að salan hefj-
ist um miðjan júní og að seld verði
20% heildarhlutafjár í bankanum í
þessum áfanga. Gangi það eftir
mun eignarhlutur ríkissjóðs lækka
úr rúmum 68% í rúmlega 48%.
Hlutaféð verður allt selt í gegn-
um viðskiptakerfi Verðbréfaþings.
Hámarksfjárhæð sem einstökum
fjárfestum og tengdum aðilum
stendur til boða að kaupa nemur
4% af heildarhlutafé bankans.
Kemur enn til greina að selja
kjölfestufjárfesti drjúgan hlut
Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra gerir sér vonir um
að takast muni að selja allt hlutaféð
sem í boði er í þessum áfanga.
Hún segir aðspurð að þessi
ákvörðun þýði ekki að fallið hafi
verið frá því markmiði að finna
kjölfestufjárfesti að stórum eignar-
hlut í bankanum. ,,Það hefur ekki
verið horfið frá því í raun að það
gæti komið til greina að selja kjöl-
festufjárfesti drjúgan hlut, en það
varð samkomulag um að rétt væri
að að fara þessa leið núna. Við höf-
um á tilfinningunni að það sé áhugi
á að kaupa í bankanum, bæði af
hálfu fagfjárfesta og jafnvel ein-
staklinga. Þar sem verðmæti bank-
ans hefur verið að aukast finnst
okkur rétt að athuga um möguleika
hvað þetta varðar,“ segir viðskipta-
ráðherra.
Valgerður sagði um það fyrir-
komulag að selja í gegnun Verð-
bréfaþing að það væri einföld leið
og þægileg og þess vegna hefði ver-
ið ákveðið að gera þetta með þeim
hætti. Hún sagði að Landsbankinn
muni sjá um það fyrir hönd ríkisins
að leggja fram sölutilboð í útboðinu
og það ráðist svo af eftirspurninni
hvert hið endanlega verð verður
sem væntanlegum fjárfestum
stendur til boða.
,,Ef þetta gengur vel þá er ekk-
ert útilokað að það verði stigin frek-
ari skref í samræmi við þetta á
kjörtímabilinu en núna erum við
eingöngu að taka ákvörðun um
þessi 20%,“ sagði hún.
Fagnar þessum viðbótar-
áfanga í einkavæðingunni
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbanka Íslands hf.,
fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar
í gær um almennt útboð á hluta-
bréfum í bankanum og segir hana
samrýmast markmiðinu sem sett
var í upphafi um dreifða eignarað-
ild að bankanum.
,,Þetta er í samræmi við fyrri yf-
irlýsingar af hálfu ríkisins og ég
fagna þessum viðbótaráfanga í
einkavæðingunni. Það hefur áður
verið sagt að stefnan væri að selja
hluti á innlenda markaðinum í
dreifðri sölu og ég tel það vera
mjög jákvætt,“ segir hann.
Aðspurður hvort hann telji þessa
ákvörðun breyta áformum um að fá
sterkan erlendan kjölfestufjárfesti
að bankanum, sagðist Halldór ekki
telja svo vera. ,,Ég tel ekki að þetta
breyti þeim möguleika að kjölfestu-
fjárfestir komi að bankanum, þ.e.
kjölfestufjárfestir sem ætti 15 til
25% heildarhlutafjár, eins og ég
skil það það hugtak,“ segir hann.
Að sögn Halldórs er það mat
Landsbankans að góðar aðstæður
stendur til boða að
kaupa nemur 4% af
heildarhlutafé fé-
lagsins. Stefnt er að
því að útboðið hefjist
um miðjan júní nk.
og standi í allt að
einn mánuð og
seljist allt boðið
hlutafé í þessum
áfanga mun ríkið
óska eftir að boðað
verði til hluthafa-
fundar þar sem kosið
verði nýtt bankaráð.
Landsbankinn-
Landsbréf annast
útboðið.
Tilraunum til að finna
kjölfestufjárfesti var
frestað í fyrra
Ríkisstjórnin samþykkti í upphafi
ársins 2001 að óska eftir heimild Al-
þingis til sölu á öllu hlutafé Lands-
bankans og var stefnt að sölu á um-
talsverðum eignarhlut strax á
seinasta ári en ríkið átti þá 70% hlut
í bankanum. Það skilyrði var sett í
upphafi að salan leiddi til aukinnar
samkeppni á fjármálamarkaði og
yki samkeppnishæfni bankans.
Í júní á síðasta ári var svo sam-
þykkt í ríkisstjórninni að selja að
minnsta kosti þriðjung hlutafjár í
bankanum, í einu lagi og fyrir ára-
mót. Ákveðið var að leita sérstak-
lega að erlendum kaupanda að
hlutafénu. Eftir söluna var ætlunin
að hlutur ríkisins í bankanum yrði
um 35%. Var HSBC-bankanum í
London falið að finna hugsanlegan
kjölfestufjárfesti að hlut ríkisins í
bankanum.
Eftir því sem á árið leið kom þó
sífellt betur í ljós að illa myndi
ganga að finna kaupanda að eign-
arhlutunum í bankanum vegna erf-
iðra markaðsskilyrða og ákvað rík-
isstjórnin í desember sl. að fresta
sölunni um óákveðinn tíma.
Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra greindi frá því á
þeim tíma að nokkrir bankar hefðu
sýnt áhuga á kaupum en viðræður
ekki komist það langt að fram kæmi
tilboð. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu
í vetur væri þó áfram stefnt að sölu
á kjörtímabilinu. Jafnframt var frá
því greint að ríkisstjórnin myndi
íhuga frekari sölu á óverulegum
hlut til innlendra fjárfesta þegar
aðstæður bötnuðu á markaði.
séu á markaði í dag til að ráðast í al-
mennt útboð á hlutafé í bankanum.
Almennur áhugi sé á fjármálafyr-
irtækjunum á markaðinum um
þessar mundir og því virðist vera
réttar aðstæður fyrir hendi til sölu
á stórum hlut.
,,Nýir öflugir hluthafar geta enn
styrkt stöðu Landsbankans á
markaði og áframhaldandi einka-
væðing mun einnig stuðla að frek-
ari framþróun á fjármálamarkaði,“
segir Halldór.
Sölutekjur allt að 5 milljarðar
miðað við markaðsgengi
Gengi bréfa Landsbankans
lækkaði um 4% í viðskiptum á
Verðbréfaþingi í gær. Ef tekið er
mið af markaðsgengi hlutabréfa í
bankanum að undanförnu gæti
söluverðmæti 20% eignarhlutar
ríkisins numið allt að fimm millj-
örðum króna.
Samkvæmt tilkynningu sem
framkvæmdanefnd um einkavæð-
ingu sendi Verðbréfaþingi Íslands í
gær verður fyrirkomulag útboðsins
með eftirfarandi hætti. Almenningi
og fagfjárfestum er boðið að taka
þátt í almennu útboði.
Sala hlutafjárins fer þannig fram
að Landsbanki Íslands hf., fyrir
hönd ríkissjóðs, leggur fram sölu-
tilboð í viðskiptakerfi Verðbréfa-
þings eða afgreiðir kaupbeiðnir eft-
ir því sem þær berast frá
fjárfestum og birtir þau viðskipti í
viðskiptakerfi Verðbréfaþings.
Verður allt hlutaféð því selt í gegn-
um viðskiptakerfi Verðbréfaþings
Íslands.
Hámarksfjárhæð sem einstökum
fjárfestum og tengdum aðilum
Ríkisstjórnin ákveður að selja 20% hlut
í Landsbanka Íslands hf. í almennu útboði
Eignarhlutur
ríkisins yrði
48% eftir sölu
Valgerður
Sverrisdóttir
Halldór J.
Kristjánsson
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins