Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 19 NASRA Gad, 27 ára egypsk kona, er hér að gæða sér á „Arafat- kartöfluflögum“ en þær renna út eins og heitar lummur enda fer af- raksturinn að mestu til að styðja Palestínumenn. „Abu Ammar, hetj- an mikla“ stendur á pakkanum og er þá verið að vitna til stríðsnafns Arafats. Algengt er að palestínskir leiðtogar taki upp slík aukanöfn. Arafat-flögur Reuters STEPHEN Byers, samgöngu- málaráðherra og einn af nánustu bandamönnum Tonys Blairs, for- sætisráðherra Bretlands, sagði af sér embætti í gær. Hefur hver uppákoman rek- ið aðra hjá hon- um að undan- förnu. Byers hefur legið undir gagn- rýni lengi eða allt frá því hann tók upp hansk- ann fyrir samstarfskonu sína, Jo Moore, sem sendi ýmsum undir- sátum tölvupóst 11. september sl. haust og sagði, að dagurinn væri „góður til að grafa slæmar fréttir“. Þá hefur Byers einnig verið sak- aður um að blekkja þingið og segja því ekki satt og rétt frá afskiptum sínum af járnbrautafyrirtækjun- um. Á fréttamannafundi, sem Byers boðaði til í gær, kvaðst hann standa við sínar fyrri yfirlýsingar þótt hann viðurkenndi, að sér hefði orðið á. Hann sagðist hins vegar vita, að deilurnar um sig væru farnar að skaða stjórnina og því hefði hann ákveðið að segja af sér. Blair segir í yfirlýsingu um mál- ið, að hann skilji og virði ákvörðun Byers. Ráðherra samgöngu- mála segir af sér London. AFP. Stephen Byers Ríkisstjórn Bretlands Qaeda hefði verið að búa betur um sig á meginlandi Evrópu að und- anförnu. Taldi hann hættu á árás- um, sem ekki krefðust mikils und- irbúnings, til dæmis sjálfsmorðs- árásum einstakra manna. Beth sagði, að í störfum sínum gerði þýska leyniþjónustan ráð fyrir, að Osama bin Laden væri enn á lífi og væri enn fær um að gefa skip- anir um hryðjuverk. NOKKRIR leiðtoga talibana og al- Qaeda eru í Vestur-Pakistan þar sem þeir hafa lagt á ráðin um hryðjuverk til að trufla kosningu eða val nýrrar stjórnar í Afganist- an. Er það haft eftir háttsettum, bandarískum herforingja. „Við vitum af þeim og þeir eru vissulega færir um að valda mikl- um skaða,“ sagði Franklin Hag- enbeck herforingi og yfirmaður bandaríska herliðsins í Afganistan í viðtali við New York Times. „Okkar hlutverk er að koma í veg fyrir það.“ Hagenbeck sagði, að al-Qaeda- og talibana-foringjarnir hefðu allt að 1.000 manns á sínum snærum, þar á meðal Tsjetsjena, Úsbeka og Úíghúra frá Vestur-Kína. Sagði hann, að nokkrir talibanar hefðu snúið aftur til Afganistans til að undirbúa skæruhernað og koma í veg fyrir, að öldungaráðið geti kosið varanlega stjórn í landinu. Hagenbeck sagði, að talibanar og al-Qaeda vildu láta svo mikið að sér kveða með hryðjuverkum, að landslýðurinn þyrði ekki annað en að ganga til hlýðni við þá. Árásir í Evrópu Hans J. Beth, yfirmaður þeirrar deildar þýsku leyniþjónustunnar, sem berst gegn hryðjuverkamönn- um, sagði í gær í Bonn, að al- Búast við hryðjuverkum í Afganistan Washington, Bonn. AFP. Al-Qaeda að búa betur um sig í Evrópu AP Tvær stúlkur í Kabúl á leið í skólann sem var opnaður fyrir skömmu. Breti úr friðargæslu- liðinu stendur vörð við húsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.