Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EKKERT er táknrænna fyrir þær miklu breytingar sem orðið hafa í heiminum frá lokum kalda stríðsins en leiðtogafundurinn í Róm þar sem samstarfsráði Atlantshafsbanda- lagsins og Rússlands var formlega komið á fót. NATO var auðvitað stofnað til að bregðast við þeirri ógn sem talin var stafa af Sovétríkjun- um. Þannig að hugmyndin um að for- seti Rússlands settist með leiðtogum nítján aðildarríkja NATO sem sam- starfsmaður og jafningi til að taka á sameiginlegum ógnum við frið og ör- yggi sýnir hversu mikið heimurinn hefur breyst á síðustu fimmtán ár- um. Fyrsti fundur samstarfsráðs NATO og Rússlands er mjög mik- ilvægur atburður sem mun aðeins stuðla að öruggari heimi. Hann færir samstarfið á nýtt stig til að taka á ógnum 21. aldarinnar við sameigin- legt öryggi okkar, hagsæld og frið – svo sem alþjóðlega hryðjuverka- starfsemi – og kemur á nýju form- legu fyrirkomulagi sem gerir okkur kleift að taka sameiginlegar ákvarð- anir og grípa til sameiginlegra að- gerða til að taka á þessum ógnum. Ég er stoltur af því hlutverki sem Bretland hefur gegnt í því að stuðla að þessu framtaki en ekkert eitt ríki á allan heiðurinn af því. Fyrsti fund- urinn og allt það sem hann leiðir af sér er afrakstur skýrrar og víðtækr- ar samstöðu. Mörg ríki, og Rússland er auðvitað þeirra á meðal, höfðu íhugað vandlega hversu mikinn hag við myndum öll hafa af auknu sam- starfi og hvernig best væri að koma því til leiðar. Hryðjuverkin 11. september minntu okkur öll á að þrátt fyrir um- skiptin í tengslum austurs og vesturs stöndum við frammi fyrir nýjum og hættulegum úrlausnarefnum. Okkur var einnig ljóst að NATO og Rúss- land geta tekið á þessum sameigin- legu ógnum á áhrifaríkari hátt með því að sameina kraftana og starfa saman. Nýja samstarfsráðið er ekki kjaftaþing. Það er vettvangur þar sem hugsjónin um samstarf í örygg- ismálum verður að veruleika. Rúss- land fær þar í fyrsta sinn stöðu sem fullgilt samstarfsríki með sama rétt og NATO-ríkin. Krefst hugarfarsbreytingar Þessi breyting markar þáttaskil í þeim tengslum sem voru fyrir milli NATO og Rússlands – tengslum sem virtust óhugsandi fyrir aðeins ára- tug. Nýja samstarfsráðið leggur grunninn að víðtæku samstarfi í fjöl- mörgum málaflokkum. Mikilvægt er að hafa í huga að þegar sameiginleg- ar ákvarðanir eru teknar með ein- róma samkomulagi eru öll aðildar- ríki samstarfsráðsins bundin af þeim. Þetta krefst hugarfarsbreyt- ingar hjá okkar öllum – traustið þarf að komast á nýtt stig – og vilja til fylkja sér um og standa við sameig- inlega stefnu ríkjanna 20. Nýtt samstarfsráð NATO og Rússlands leiðir örugglega til aukins samstarfs í hermálum. Þetta er ein- mitt eitt af meginmarkmiðunum. Það hefst með metnaðarfullri verk- áætlun, meðal annars samstarfi í baráttunni gegn hryðjuverkastarf- semi, viðbrögðum við hættuástandi, baráttunni gegn útbreiðslu gereyð- ingarvopna og neyðaraðstoð. Ég vona og tel að við getum bætt við þessa fyrstu áætlun eftir því sem tengslin og samstarfsvenjurnar þróast. Ég er fullviss um að með þessu samkomulagi fæst rétt umgjörð um samstarfið milli ríkjanna. Verkefni okkar er nú að tryggja að möguleik- arnir verði nýttir til fulls. Leysir ekki Norður-Atlants- hafsráðið af hólmi Nýja samstarfsráðið leysir ekki Norður-Atlantshafsráðið af hólmi. Rússland gengur ekki í NATO, fær ekki neitunarvald, og Atlantshafs- bandalagið hefur rétt til sjálfstæðra ákvarðana og aðgerða. Bandalagið heldur áfram að gegna nauðsynlegu hlutverki sínu – að tryggja frið og ör- yggi í Evrópu og vera meginvett- vangur tengslanna yfir Atlantshafið. Umskiptin í tengslum NATO við Rússland sýna ekki aðeins að banda- lagið heldur mikilvægi sínu, heldur einnig að það getur lagað sig að breyttum aðstæðum í öryggismál- um. Ég er viss um að við munum þurfa að yfirstíga hindranir og losa okkur við gamla tortryggni. En samtöl mín við aðra leiðtoga fyrir þennan mik- ilvæga fund hafa fært mér heim sanninn um að þeir eru allir stað- ráðnir í að grípa tækifærið sem nú býðst. Í ljósi þess og nýs afvopnunar- samnings Bandaríkjanna og Rúss- lands tel ég að fyrsti fundur sam- starfsráðs NATO og Rússlands marki í reynd endalok kalda stríðs- ins. Hans verður minnst sem fund- arins þar sem gamlir fjendur urðu tryggir vinir. AP Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og George W. Bush Banda- ríkjaforseti á leiðtogafundi NATO og Rússlands í Róm. Gamlir fjend- ur verða að tryggum vinum Fyrsti fundur samstarfsráðs NATO og Rússlands markar endalok kalda stríðsins, segir Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, í grein sem hann skrifaði í tilefni af leiðtogafundinum í Róm. ’ Nýja samstarfs-ráðið leggur grunn- inn að víðtæku sam- starfi í fjölmörgum málaflokkum ‘ MIKIÐ er nú fjallað um framtíð Atl- antshafsbandalagsins, NATO, í er- lendum fjölmiðlum og skömmu eftir lok Reykjavíkurfundar utanríkisráð- herra bandalagsins og samstarfs- þjóða þess í maí ritaði einn af frétta- skýrendum The Wall Street Journal í Bandaríkjunum, Matthew Kam- inski, grein sem hér fer á eftir, nokk- uð stytt. „Þegar Bandaríkin rissuðu upp áætlanir um NATO árið 1949 var þessi eldfjallaeyja, sem ekki réð sjálf yfir neinum hervörnum, eitt af helstu skilyrðum þess að hugmynd- irnar gengju upp. Ísland var við hernaðarlega mikilvægar siglinga- leiðir yfir Atlantshafið og næstu 40 árin fylgdust Bandaríkjamenn með sovéskum herflugflugvélum og kaf- bátum frá flugstöðinni í Keflavík. Kalda stríðinu lauk og Sovétmenn hurfu á braut. NATO var áfram á staðnum. En hve lengi? Gagnsleysi Íslands í hernaðarlegu tilliti núna er gott dæmi um það sem veldur nú vaxandi efasemdum um gagnsemi NATO. Bush forseti reyn- ir í Evrópuferð sinni í vikunni að tryggja sér stuðning við stríðið gegn hryðjuverkum en meginstoðin í sam- bandi Bandaríkjanna við Evrópu síð- ustu hálfa öldina, NATO, á við vanda að stríða. Efasemdirnar eiga margar rætur í landinu sem stóð fyrir stofnun NATO. Hershöfðingjar í Pentagon fyrirlíta stjórnmálaþvargið í banda- laginu, sagt var að stríðið í Kosovo 1999 hefði verið „háð af nefnd“ og er oft nefnt sem víti til varnaðar. Og þar að auki skipta Asía og Mið-Aust- urlönd mestu fyrir Bandaríkin núna, ekki Evrópa. Stjórn Bush ákvað því að fylkja bandalagi þeirra sem vildu berjast í Afganistan og svo gæti farið að sama yrði uppi á teningnum í Írak. Gam- alreyndur NATO-maður sagði með óvægnu orðavali að framvegis myndi verða notast við „röð skyndikynna í stað langtímahjónabandsins í NATO“. Evrópumenn, sem reyna að hafa hemil á valdi Bandaríkjamanna með bæði samningaviðræðum og hótunum, efla ekki málstað sinn með því að neita að auka útgjöld til varn- armála, einnig eftir 11. september og þeir minnka þannig getuna til að koma Bandaríkjamönnum til aðstoð- ar á vígvellinum. Þegar öll þessi neikvæðni í bak- grunninum er höfð í huga efast menn jafnvel um gagnið af þeim breyting- um sem stjórnvöld í Washington beita sér nú fyrir. Bush forseti mun í vikunni skála fyrir nýjum samningi um samdrátt í vígbúnaði og sam- komulaginu við Vladímír Pútín for- seta um aukið samráð NATO og Rússlands. Bush mun sennilega ítreka hvatningu sína um „öfluga“ stækkun bandalagsins síðar á árinu. En hvorttveggja bendir til að Bandaríkjastjórn muni taka því fagnandi að sjá þessa áður geysi- sterku hernaðarblokk breytast í íburðarmikið, pólitískt kjaftaþing fyrir Evrópu. Heimurinn þarf ekki á enn einu ræðufélaginu að halda. Ríkisstjórnin ætti að forðast allt sem gæti breytt eðli sigursælasta varnarbandalags allra tíma. NATO er mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna, ekki sem hópur er fjallar aðeins um sum svið öryggismála og almennar aðgerðir heldur fremur sem mikilvægasta stoðin og eina skipulagða stofnunin er fæst við nánustu tengslin á sviði viðskipta og stjórnmála í heiminum. Hvað sem líður öllu nöldrinu um að Bandaríkjamenn fari sínu fram án samráðs við aðra þá vill Evrópa her- vernd af hálfu Bandaríkjanna og þarfnast hennar. Án NATO myndu Bandaríkin ekki vera öflugt veldi í Evrópu, veldi með framvarðastöðvar í Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu og djúpstæð tengsl við lýðræðisríki Evrópu. Atburðirnir 11. september breyttu aðstæðum við mótun varn- arstefnu en bandalagið getur enn komið að gagni í stríði Bandaríkja- manna gegn hryðjuverkum. En fyrst þarf að gera róttækar endurbætur á búnaði bandalagsins.“ Kaminski segir að fela þurfi NATO að hreinsa til þar sem rík- isvaldið hafi hrunið eins og dæmi eru um í Sómalíu, Afganistan og víðar. Innanlandsstyrjöldum ljúki ekki í reynd fyrr en búið sé að tryggja frið og þá geti þurft gæslulið á staðnum. NATO hafi sýnt og sannað í Bosníu og Kosovo að það geti vel annast slíkt störf og ef nauðsyn krefji geti liðsmenn bandalagsins verið sendir til svæða langt utan við hefðbundið varnarsvæði þess. Efla þurfi getu NATO til að heyja stríð eins og Kos- ovo-stríðið, getuna til að berjast gegn hryðjuverkum og bæta búnað herja bandalagsins í Evrópu. Hern- aðargeta hafi gert NATO að öflugri stofnun, án hennar muni það visna. Rökin fyrir umsvifaminna banda- lagi eða jafnvel dauða NATO séu ekki sterk þegar þau séu skoðuð nánar. „Vissulega var bandalagið stofnað til að heyja stríð, það vann stríðið og fullnægði upprunalegu markmiði sínu. Íslendingar hafa sennilega ekki þörf fyrir bandarísku F-16 þoturnar fjórar sem þar eru eftir. En þótt sumt sé farið að ryðga í starfi NATO er hægt að bæta banda- lagið og láta það gagnast hagsmun- um Bandaríkjanna á ný eins og það hefur gert undanfarin 53 ár. Enn þá skortir hins vegar vilja í Washington og mikilvægum höfuðborgum Evr- ópu til þess að láta það gerast. Rangt að gefa NATO upp á bátinn Fréttaskýrandi The Wall Street Journal hvetur Bandaríkjamenn til að efla samstarfið við V-Evrópu Reuters Vladímír Pútín Rússlandsforseti gengur framhjá vegg með fánum aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins við Pratica di Mare-herflugvöllinn á Ítalíu í gær. Þar var samningurinn um nýtt samstarfsráð NATO og Rússlands formlega undirritaður. VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti ræður yfir vopni sem stundum er sagt að geti verið skæðara en öll önnur: kímnigáfu. Er leiðtogar Atl- antshafsbandalagsins, NATO og Pútín voru að undirrita yfirlýs- inguna í Róm í gær um nýtt sam- starfsráð lagði hann til, grafalvar- legur í bragði, að húsakynnin þar sem fundir nýja ráðsins verða haldn- ir yrðu nefnd Sovéthúsið. Sovét er rússneskt orð og merkir ráð. „Ég lýsi því yfir að þetta sé brand- ari,“ sagði Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, og mun hafa óttast að í opinberri fund- argerð myndi grínið ekki skila sér. Á mánudag var Pútín viðstaddur háalvarlega ráðstefnu Samtaka evr- ópskra ríkisendurskoðenda í Moskvu. Hann minnti gesti á að Þjóðverjar hefðu sent fulltrúa er bæri nafnið Engels. „Guði sé lof að hann tók ekki Marx með sér,“ sagði forsetinn þurrlega. Helstu postular kommúnismans voru Friedrich Eng- els og Karl Marx er rituðu saman Kommúnistaávarpið árið 1948. Er Pútín var gestgjafi George Bush Bandaríkjaforseta sl. föstudag stríddi hann starfsbróður sínum góðlátlega. Hann sagði Bush oft hefja samtal með því að segja: Þetta er auðvitað ekki neitt sem menn í okkar stöðu þurfa að ræða en ég verð að segja… „Og síðan tekur við löng einræða,“ sagði Pútín brosandi. Best þótti rússneska leiðtoganum samt takast upp er hann bauð Bush og fylgdarliði hans í kvöldverð í sumarhúsi skammt frá Moskvu. Þar sagði Pútín Bush að rússneskur kavíar, öðru nafni styrjuhrogn, væri stundum klófestur með því að gerð- ur væri eins konar keisaraskurður á styrju-hrygnu, síðan væri gatið saumað saman og fiskinum sleppt aftur í hafið. Veislugestir grétu af hlátri og töldu víst að Pútín væri að skrökva að gestinum en Bush sagð- ist trúa frásögninni. Hún er reyndar ekki uppspuni og hefur sannleiks- gildið verið staðfest af manni sem starfar við kavíarvinnslu. Leynivopn forsetans Moskvu. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.