Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                      !" !       # "  !  $ %$  &   $     $  '" BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í B-DEILD Stjórnartíðinda birtist 30. apríl 2002 auglýsing um deili- skipulag í Reykjanesbæ og hljóðar það svo: „Bæjarstjórn Reykjanes- bæjar samþykkti á fundi sínum 19. mars 2002 tillögu að breytingu á deiliskipulagi reita 9 og 14 á svæði A í Keflavík, Reykjanesbæ. Tillagan nær til reits sem afmarkast af Hafn- argötu og Túngötu milli Aðalgötu og Tjarnargötu. Breytingartillagan gerir m.a. ráð fyrir að þau hús sem nú standa við Hafnargötuna milli Aðalgötu og Tjarnargötu verði víkj- andi og byggingarreit lóðanna er breytt. Uppdrátturinn hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og bygg- ingarlög mæla fyrir um. Sign: Ellert Eiríksson. Við skoðun á afgreiðslu skipulags- og bygingarnefndar Reykjanesbæj- ar frá 4. október 2001 koma fram bókanir sem geta bent til að all sér- kennileg hagsmuna tengsl ráði ferð- inni er varðar deiliskipulag miðbæj- arinns í Keflavík. Sjá eftirfarandi bókun nefndarinnar: b) Hafnargata 20 Ónefndur bæj- aráðs- og bæjarstjórnarmaður ofar- lega á lista starfandi meirihluta, sækir um leyfi til að byggja versl- unar- og skrifstofuhúsnæði skv teikningum frá Loga Má Einarssyni dags. 15.09.2001. Nefndin bókar eft- irfarandi varðandi umsókn ónefnds, bæjarráðs- og bæjarstjórnarmanns á fundinum: Með hliðsjón af ný- gengnum hæstaréttardómi leggur nefndin til að deiliskipulag fyrir svæðið sem afmarkast af Aðalgötu, Hafnargötu, Tjarnargötu og Tún- götu verði endurskoðað. Alvarlegt ef rétt reynist Eins og greinilega kemur fram, telur skipulags- og byggingarnefnd nauðsynlegt að breyta deiliskipulagi svo veita megi ráðamanninum sitt byggingarleyfi. Fyrirhuguð nýbygg- ing hans er stór 2,5 (þrjár hæðir) og ekki undir 460 m². Til að bygging af slíkri stærð, fái að rísa á umræddri lóð, þarf lóðin að uppfylla skilyrði um næg bílastæði, sem ekki eru til stað- ar á viðkomandi lóð, eða hins vegar hafa aðgang að bílastæðum á nær- liggjandi lóðum. Almenna reglan er að á hverja 35m² gólflatar þarf að vera 1 bílastæði eða aðgangur að nærliggjandi lóðum. Næsta lóð við umrætt hús er eignarlóðin (Hafnar- gata 18). Eignaupptaka Ágæti lesandi, Því miður virðist sem skipulagsyfirvöld Reykjanes- bæjar, hafi ákveðið að haga ákvörð- unum sínum í samræmi við ósk bæj- arráðs- og bæjarstjórnarmannsins. Með yfirvarpi og tilvísan í nauðsyn enduruppbyggingar Hafnargötunn- ar og að hér séu almannahagsmunir í húfi er húsaröðin Hafnargata 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 gerð víkjandi (hana skuli rífa). Þá er lýst kvöðum á nærliggjandi lóðir um gegnumakst- ur á baklóð og bílastæðaþörf er varð- ar lóðina Hafnargötu 20 er leyst. Með samþykkt ofannefnds deili- skipulags eru byggingaryfirvöld að víkja m.a. húsi undirritaðs og gera eignarlóð viðkomandi húss að kvaða- lóð. Allt er þetta gert í nafni endur- uppbyggingar Hafnargötunnar og almannahagsmuna íbúa Reykjanes- bæjar. Öllum óskum um bætur eða upp- kaup eignar hefur verið hafnað af bæjarstjórn. GUNNAR GEIR KRISTJÁNSSON, Klapparbraut 8, Garði. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Frá Gunnari Geir Kristjánssyni: ÞAÐ ER gaman þessa dagana. Póst- kassinn alltaf fullur og maður hefur ekki undan. Ég hef þann barnsvana að fletta dagblöðum alltaf aftan frá og þegar ég var að fletta Morgunblaðinu í dag kom annað blað í ljós: „Í fullu fjöri“, Landssamband eldri borgara. Þetta er stórt og vandað blað og vel unnið. Samt er eitthvað sem slær mig við að fletta þessu blaði og ég fletti því í annað og þriðja sinn. Þá rennur sannleikurinn upp. Hér gæti ég stoppað. Þetta blað er stefnuskrá samtaka eldri borgara í hnotskurn. Þetta blað segir allt á einfaldan og auðskilinn hátt. Í blaðinu eru að minnsta kosti nokkur hundruð mynd- ir. Þær eru, fyrir utan tvö börn, sem ekki tengjast efninu, aðeins af full- orðnu fólki. Ég ætla að spyrja tveggja spurn- inga. Fyrst er spurning til allra þeirra sem eru á myndunum: Eruð þið sann- færð um að það sé félagslega rétt að safna fólki 60 ára og eldra saman í sérstök félög? Og önnur spurning til allra þeirra sem ekki eru í félögum eldri borgara og eru 60 ára og eldri og þessi spurning er einnig til allra ald- urshópa: Teljið þið að það sé rökrétt að kljúfa einn aldurshóp frá fjölskyld- unni á þeim tíma sem fjölskyldan á í meiri félagslegum vanda en nokkru sinni fyrr? Þá í framaldi spurning til sveitarfé- laganna: Telja sveitarfélög það for- svaranlegt að félagsstarf eldra fólks sé gert hornreka í félagsþjónustunni með því meðal annars að gera engar faglegar kröfur til þess fólks sem sveitarfélögin fela með skattpening- um að sjá um félagsstarf fyrir (með) fullorðið fólk? Og viðbótarspurning til sveitarfélaganna: Er það eðlilegt að einn málaflokkur í félagsþjónustunni skuli ekki hafa einhver markmið með því starfi sem styrkt er af sveitarfé- laginu? Að lokum ein spurning til verka- lýðshreyfingarinnar: Hvernig skilur verkalýðshreyfingin við félaga sína og væri ekki rökréttara að hún hefði samningsrétt áfram fyrir félaga sína? Þessi spurning er tilkomin vegna sí- endurtekinna fullyrðinga um að kjör aldraðra hafi versnað á hverju ári eft- ir að samtök eldri borgara voru stofn- uð. HRAFN SÆMUNDSSON, fyrrv. atvinnumálafulltrúi. Í fullu fjöri Frá Hrafni Sæmundssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.