Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 23 meginstefi Wagners úr Hollend- ingnum fljúgandi sem sumum tónleikagestum var enn í fersku minni. Í verkinu skiptust á ljóð- rænt leitandi rúbató og púlsryt- mískt ákveðnari kaflar, stöku sinni með undirliggjandi bordún. Hvorki hér né í síðari samleik bar þó á notkun eiginlegra akkorða. Hins vegar fló manni fyrir hvort ört flýtandi eða seinkandi sam- tónstremóló framsækinnar vest- rænnar tónlistar gætu fyrrum hafa verið undir áhrifum frá eldri japanskri tónlist, þar sem fyrir- bærið virðist algengt frá fornu fari. Kolbeinn og Fukuda frumfluttu saman fjögur ný japönsk tónverk fyrir flautu og sjakúhatsjí í Tókýó JAPANSKIR tónlistarmenn hafa afar sjaldan lagt leið sína hingað á undanförnum áratugum, og kveikti það ugglaust forvitni margra á sunnudagskvöldið var og jafnvel umfram væntingar að- standenda, miðað við hvað þurfti að fjölga sætum á síðustu stundu. Efalítið mun nýstofnað sendi- herrasamband við eyríkið í austri hafa greitt fyrir komu Seiho Kin- eya og Teruhisa Fukuda á Listahátíð, enda kom fram neðst á dagskrárblaði að tónleikarnir væru styrktir af Japan Foundat- ion. Engar aukaupplýsingar voru á nefndu blaði, en í staðinn komu haldgóðar og skýrmæltar munn- legar kynningar Kolbeins Bjarna- sonar. Tónlistaratriðunum var raðað niður eftir aldri og upp- runa, sjö japönsk verk í fyrsta hluta og miðju, en rúmenskt og íslenzkt verk síðast. Í upphafi voru þrjú hefðbundin japönsk ein- leiksverk eftir ókunna höfunda. Fyrstu tvö voru fyrir sjakúhatsjí, hina ævafornu japönsku lóðréttu bambusflautu sem blásin er frá enda (líkt og hin persneska nay og búlgarska (kaval) og hefur fylgt íhugun Zen-búddismans frá alda öðli. Fukuda er í aðalskrá Listahátíðar sagður einn helzti núlifandi meistari hljóðfærisins. Hann hóf leik sinn á hægri inn- göngu og hélt áheyrendum föngn- um frá upphafi til enda með sérkennilega klökkva- blendnum „kamí-kantílen- um“ austursins. Auðheyrt var, að fegurðarviðmið hljóðfærisins voru töluvert ólík vestrænum flautuleik. T.a.m. fylgdu oft áberandi lofthviss sem til skamms tíma hafa þótt miður æski- leg aukahljóð héðra. Á hinn bóginn var litaskalinn breiðari en á Böhm-flautu, þrátt fyrir minna tónsvið og aðeins sex fingurgöt, og tjáningarmátturinn mikill að sama skapi. Sérstakur gestur var Seiho Kineya. Hún lék Kyorai, ljoðræna tónlýsingu á þjóðarfugli Japana, trönuna, af agaðri en sterkri undirlægri tilfinningu á sjamísen, japanska þriggja strengja langhálslútu sem sögð var mikið notuð í kabúkí-leikhúsi. Tónninn minnti í fljótu bragði mest á fágað banjó, enda bæði bak og bringa ómkassans klædd hríspappír eða bókfelli (heimild- um ber misvel saman). Ef þá ekki upphaflega kattarskinni – þótt langsótt væri í meira lagi að leita tengsla við fornnorræna Freyju- dýrkun, jafnvel þótt sjamísenið hafi verið eftirlætishljóðfæri geisja. Silkistrengirnir heyrðust stilltir í rísandi ferund og fim- mund og leiddu strax hugann að í hitteðfyrra og voru þrjú þeirra endurflutt hér. Chromosphere (Litahvolf) eftir Choji Kaneta (f. 1948) var blanda af fornu og nýju, ýmist kraumandi vakurt eða á líðandi tenútói; einna fallegast í síðasta hluta þegar Kolbeinn skipti yfir á bassaflautu. Síðan léku þeir eftir jafnaldrann Atsuki Sumi Breath on calligraphy (Andað á skrautskrift), dæmigert loftkennda tón- lýsingu á einbeitingunni sem viðhöfð er í japanskri ljóðagerð þar sem hárrétt lögun myndleturs er jafn- mikið atriði og hugsunin að baki, enda stílvopni fyrst brugðið á blað á hinu eina sanna augnabliki. Eftir hlé birtist langt en fallegt ljóðrænt verk eftir Sumi frá 1997 fyrir sjakúhatsjí og sjamísen, Fish on horizon – þ.e. um „fiska sem féllu ofan úr vötnum himins- ins“ og væntanlega varla eins- dæmi í landi tæfúna og hvirf- ilbylja. Andstæður milli líðandi legatóblásturs og „secco“ strengjaplokks juku mjög á vídd og spennu, auk þess sem sjam- ísenleikarinn brá fyrir sig ang- urvært þokkafullum söngstrófum í einum kafla. Kage (Skuggar, 2000) fyrir sjakúhatsjí og flautu eftir Ken Nunokawa (f. 1967), fjallaði um að „skyggja á hljóð, eða hvor á annan“, þar sem þeir Kolbeinn máluðu ýmist draum- flöktandi eða egghvassa tónmynd með hárnákvæmum samleik. Eftir rúmensku tónskáldkonuna Doinu Rotaru, sem að sögn mun vel þekkt í Japan enda undir veruleg- um áhrifum frá japanskri tónlist, léku þeir félagar Over time (1992) fyrir sjakúhatsjí, bassaflautu og rúmensku hjarðblístruna fluir sem minnir mjög á írska tin- flautu. Verkið var hugsað sem brú milli ólíkra tíma, austurs og vesturs og var þar að auki í boga- formi með hápunkt í miðju. Þrátt fyrir góða spretti á köfl- um greip rúmenska verkið mann einhverra hluta vegna miður en hin undangengnu, og skal ósagt látið hvort þreyta eftir langt og athyglikrefjandi prógramm eða fjöldi dæmigerðra en fullþvældra nútímaeffekta gerðu útslagið. Það var því þakklætisvert happ harmi gegn hvað lokaverkið reyndist hafa mikið þanþol til hlustunar. Frumflutt var Grand duo concert- ante IV eftir Atla Heimi Sveins- son fyrir sjakúhatsjí, flautu, bas- saflautu og tónband. Tónbandshliðin hafði að vanda í þessum verkaflokki Atla að geyma barnaraddir og rafhljóð, en einnig flaututóna af vörum Ás- hildar Haraldsdóttur. Ólíkt GDC V fyrr í vor var tónbandið, þar sem stök barnsleg „Hey!“-köll skildu á milli efniskafla, að þessu sinni ávallt á samleiksvænum styrk og líka blessunarlega fjöl- breytt. Þá helgaðist áðurnefnt þanþol ekki sízt af bærilegri lengd (16 mín.), enda kom verkið í heild skemmtilega út í virtúósum og litríkum meðblæstri Fukudas og Kolbeins. Tónröst milli austurs og vesturs TÓNLIST Listahátíð Hafnarhúsið Verk eftir Kaneta, Sumi, Nunokawa, Rotaru og Atla Heimi Sveinsson (frumfl.). Seiho Kineya, sjamísen; Ter- uhisa Fukuda, sjakúhatsjí; Kolbeinn Bjarnason, flautur. Hljóðstjórn: Guðni Franzson. Sunnudaginn 26. maí kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Teruhisa Fukuda Kolbeinn Bjarnason Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.