Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 11 KARLMAÐUR hefur verið sýknað- ur af ákæru um kynferðisbrot en hann var sakaður um að hafa káfað innanklæða á 13 ára stúlku sem var gestkomandi hjá honum. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn og stúlkan séu ein til frásagnar um at- burði. Án stuðnings annarra gagna sé ekki hægt að leggja vitnisburð stúlkunnar til grundvallar niður- stöðu málsins gegn neitun manns- ins. Héraðsdómararnir Guðjón St. Marteinsson, Arngrímur Ísberg og Eggert Óskarsson kváðu upp dóm- inn. Sigríður Jósefsdóttir, saksókn- ari, flutti málið f.h. ríkissaksóknara og Sigmundur Hannesson, hrl., var skipaður verjandi mannsins. Framburður ekki studdur gögnum Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot BÍLNUM sem tilkynnt var að hefði verið stolið og lýst var eftir í Morg- unblaðinu á laugardag hafði í raun ekki verið stolið heldur hafði vörslusviptingarmaður tekið bílinn með heimild Sýslumannsins í Reykjavík vegna áhvílandi skuldar. Eigandinn tilkynnti „þjófnaðinn“ síðdegis sunnudaginn 19. maí en bíllinn hafði verið tekinn kvöldið áð- ur. Að sögn lögreglunnar á Selfossi segist eigandinn ekki hafa vitað af því að til stæði að taka bílinn af honum en vörslusviptingarmaður- inn hafði reynt að ná í hann á laug- ardagskvöldið án árangurs. Eftir að lýst var eftir bílnum í Morgunblaðinu hafði vörslusvipt- ingarmaðurinn samband við lög- regluna á Selfossi og útskýrði mál- ið. Bílnum var ekki stolið RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært sextán ára pilt fyrir að sparka í höfuð lögreglumanns aðfaranótt 18. mars í fyrra. Árásin var gerð á gatnamótum Fjallkonuvegar og Gagnvegar í Reykjavík. Er pilturinn ákærður fyr- ir að hafa, íklæddur þungum skóm með styrktri tá, sparkað af afli í enni lögreglumannsins sem var þá í átök- um við félaga hans en pilturinn hugð- ist hindra handtöku hans. Við sparkið hlaut lögreglumaðurinn talsverðra áverka á enni og heilahristing. Hann vankaðist við árásina en náði þó að koma járnum á félaga piltsins. Pilturinn lagði á flótta en vitni að árásinni hlupu drenginn uppi og stöðvuðu hann eftir að hann hafði fallið niður af háum kanti og fót- brotnað. Ákærður fyr- ir árás á lög- reglumann ÞEIR félagarnir Fjölnir Grét- arsson og Þór Jónsson nutu veð- urblíðunnar á kosningadaginn og létu ekki kosningastress ergja sig. Þegar heitt er í veðri er gott að fá sér ís og liggja úti í náttúrunni. Fíflarnir höfðu blómstrað í sólinni og túnið sem er rétt austan við Víkurklett í Vík í Mýrdal var heið- gult á að líta. Kjördagur notaður til slökunar Fagradal. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt fyrrverandi fram- kvæmdastjóra og stjórnarformann einkahlutafélags til að greiða 10,6 milljónir í sekt og sæta þriggja mánaða fangelsi fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt. Refsingin er skilorðsbundin til þriggja ára. Greiði hann sektina ekki innan fjögurra vikna kemur fimm mánaða fangelsi í stað sekt- arinnar. Maðurinn játaði að hafa hvorki staðið skil á virðisauka- skattsskýrslum né skilað virðis- aukaskatti sem hann innheimti á ár- unum 1997–2000, samtals að upphæð 5,3 milljónir króna. Logi Guðbrandsson, dómsstjóri, kvað upp dóminn. Helgi Magnús Gunn- arsson sótti málið f.h. efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra og Adolf Guðmundsson, hdl., var skip- aður verjandi mannsins. 10,6 milljónir í sekt ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ framhaldsskóli í Grafarvogi Borgarholtsskóli Innritun á haustönn 2002 fer fram í skólanum sem hér segir: Eldri nemar (fæddir fyrir 1986): 27.-31. maí kl. 9.00-16.00 Nýnemar (sem eru að ljúka grunnskóla): 10. og 11. júní kl. 11.00-18.00 Í boði eru eftirtaldar námsbrautir: Bóknám til stúdentsprófs Félagsfræðabraut: Áhersla á félags- og hugvísindi. Góður grunnur að háskólanámi í félags-, uppeldis- og umönnunargreinum. Náttúrufræðibraut: Áhersla á stærð-, eðlis-, efna- og líffræði. Góður grunnur að háskólanámi í verkfræði, læknisfræði o.fl. greinum. Málabraut: Fjögur erlend tungumál í kjarna. Góður grunnur að háskólanámi í erlendum tungumálum og málvísindum. Listnám Margmiðlunarhönnun: Listir og menning, myndvinnsla og margmiðlunarverkstæði. Góður grunnur að námi í listaháskólum. Iðnnám - Starfsnám Bíliðnir: Réttindi til starfa í bíliðngreinum að loknu sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Félagsliðabraut: Fagnám fyrir störf í félagsþjónustu- og uppeldisstofnunum með áherslu á sálfræði, uppeldi, umönnun og fatlanir. Málmiðnir og pípulagnir: Réttindi til starfa í málmiðnum og pípulögnum að loknu sveinsprófi og til náms í meistaraskóla. Fagnám fyrir störf á fjölmiðlum og við upplýsingamiðlun í stofnunum og fyrirtækjum með áherslu á fjölmiðlatækni og vefsmíði. Verslunarbraut: Fagnám fyrir störf í verslun og viðskiptum með áherslu á rekstur, fjármál, tölvur og viðskipti. Upplýsinga- og fjölmiðlabraut: Almenn námsbraut Almenn námsb. I og II: Nám fyrir þá sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á ofangreindar námsbrautir eða eru óákveðnir. Upplýsingar um inntökuskilyrði á einstakar brautir eru á heimasíðu. Borgarholtsskóli, v. Mosaveg, 112 Reykjavík. Sími 535 1700. Bréfasími 535 1701. Heimasíða: www.bhs.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.