Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 7 Námsráðgjöf Alla daga kl. 10:00–11:30 til 5. júní. Námsstyrkir 34 nýstúdentar sem hefja nám við Háskólann í Reykjavík í haust munu fá námsstyrk í formi niðurfellingar skóla- gjalda. Þeir nemendur sem standa sig best geta fengið námsstyrk út alla skólagöngu sína í Háskólanum í Reykjavík. Háskólinn í Reykjavík • Tölvunarfræði • Viðskiptafræði • Lögfræði • Háskólanám með vinnu • Fjarnám ná lengra Þitt tækifæri til að Tölvunarfræði Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík býður krefjandi nám sem veitir traustan, fræðilegan grunn en endurspeglar um leið alþjóðlega tækniþróun – menntun sem býr nemendur jöfnum höndum undir störf og framhaldsnám. Nemendur geta valið á milli tveggja kjörsviða: • Notendahugbúnaður • Kerfishugbúnaður Fjarnám Hægt er að taka fyrstu þrjár annirnar í fjarnámi. Bandamenn Háskólans í Reykjavík Stuðningur Bandamanna hefur gert tölvunarfræðideild HR kleift að efla kennslu og stórauka rannsóknir í tölvunarfræði. Lögfræði Við lagadeild Háskólans í Reykjavík er boðið mjög metnaðarfullt og nútímalegt laganám sem miðar að því að útskrifaðir nemendur verði framúrskarandi lögfræðingar sem skipi sér í fremstu röð á sínu sviði. Viðskiptafræði Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík býður framsækið og krefjandi nám þar sem rík áhersla er lögð á persónulegt umhverfi og náið samstarf kennara og nemenda. Viðmið námsins eru alþjóðleg og rík áhersla lögð á samvinnu við fyrirtæki með vinnu hagnýtra verkefna. Háskólanám með vinnu Háskólanám með vinnu er valkostur fyrir einstaklinga með umtalsverða starfsreynslu sem vilja stunda fullgilt háskólanám í viðskiptafræði samhliða vinnu. Kennt er þrjá daga í viku kl. 16:15–19:00. í samstarfi við Skýrr og Teymi Umsóknarfrestur er til 5. júní. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingará www.ru.is Háskólanám – sem tekur mið af því besta í alþjóðlegu viðskipta- og tölvunarfræðinámi. – í virkum tengslum við atvinnulífið. – í fyrsta flokks starfsumhverfi. – undir leiðsögn háskólakennara sem leggja metnað sinn í að skila frábærum árangri í kennslu. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 1 78 74 05 /2 00 2 FIMM Bretar sem fluttir voru af Flugfélagi Íslands til Grænlands nú í vikunni hyggja á skíðaiðkun og klifur í Gunnbjörnsfjöllum lungann úr júnímánuði. Bretarnir lögðu land undir fót á mánudag í um þrjú þúsund metra hæð yfir sjávarmáli áleiðis að Gunnbjörnsfjöllum sem eru hæstu fjöll Grænlands. Á myndinni eru Julian Davey, Martin Hood, Paul Rose, Kate Kedhane og Rose Scott við far- angur sinn ásamt Bjarka Viðari Hjaltasyni, flugstjóra hjá Flug- félagi Íslands. Stunda útivist í Gunnbjörns- fjöllum Ljósmynd/Elmar Gíslason HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær þrjá menn af ákæru um að hafa brotið gegn 95. grein al- mennra hegningarlaga með því að „hafa smánað erlenda þjóð eða ríki opinberlega“ með því að varpa bens- ínsprengju á bandaríska sendiráðið við Laufásveg í Reykjavík. Þeir voru einnig sýknaðir af ákæru um skemmdarverk. Dómurinn var ekki tilbúinn þegar dómsorðið var lesið í gær og því liggja forsendur hans ekki fyrir. Einn þeirra hafði við aðalmeðferð málsins gengist við því að hafa útbú- ið sprengjuna og játaði að hafa borið eld að kveikiþræði og kastað sprengjunni í sendiráðið. Hann kall- aði verknaðinn heimskupör og bar við ölvun. Annar sagði að aldrei hefði verið ætlunin að kasta bensín- sprengjunni á sendiráðið og þriðji maðurinn sagðist ekki hafa tekið þátt í að búa til sprengjuna. Hefði hann ekki áttað sig á hvað gerst hefði enda ofurölvi. Öryggisvörður í sendiráðinu slökkti eldinn fljótlega en nokkrar brunaskemmdir urðu á framhlið hússins. Sýknaðir af bensín- sprengjuárás ÆTTINGJAR og vinir karlmanns á áttræðisaldri, sem hnepptur var í varðhald á Kanaríeyjum eftir að sambýliskona hans lést þegar hún féll af svölum hótels á eyjunum, eru orðnir langeygir eftir að maðurinn fái lausn sinna mála og fái að fara heim til Íslands. Umræddur atburð- ur átti sér stað 5. janúar sl. og var maðurinn í gæsluvarðhaldi þar til um miðjan febrúar. Síðan hefur hann búið í íbúð á eyj- unum og verið í farbanni. „Hann hef- ur það ekki gott; er í sorg og miður sín, einmana og langar heim,“ segir dóttir mannsins. Maðurinn var fyrst grunaður um að hafa hrint konunni vísvitandi af svölum. Vitni staðhæfir hins vegar að maðurinn hafi ekki ætlað að hrinda konunni. Um slys hafi verið að ræða. Hún segir að faðir sinn sé peningalítill enda hafi hann sjálfur þurft að halda sér uppi allan tímann á eyjunum. Í fyrstu hafi hann verið í mjög dýrri íbúð en ræðismað- ur Íslands á Kanaríeyjum sé búinn að útvega honum ódýrara húsnæði. „Ég vil taka fram að ræðismaðurinn og túlkur hans hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að létta föður mínum lífið þarna úti,“ segir hún. Pétur Ásgeirsson, rekstrarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir að utanríkisþjónustan hafi gert það sem hún geti fyrir manninn. Málið sé hins vegar til meðferðar hjá dómstólum á Kanaríeyjum og því sé erfitt að hafa áhrif á framgang þess. Pétur tekur þó fram að ræðismaður Íslands á Kanaríeyjum hafi frá upphafi verið manninum innan handar og aðstoðað hann eftir föngum. Langeygir eftir því að maðurinn komi heim Kanaríeyjar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ MAÐUR sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur um helgina og maður sem brenndist illa í eldsvoða í húsi við Laugaveg eru báðir taldir enn í lífshættu. Þeim er haldið sofandi og eru þeir í önd- unarvél. Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 4. júní vegna lík- amsárásarinnar. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut mikla höfuð- áverka en hann varð bæði fyrir höggum og spörkum frá mönnunum. Líkamsárás og eldsvoði Mennirnir enn í lífshættu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.