Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGSTOFA Íslands hefur síðan 1930 gefið út skýrslur um sveitar- stjórnarkosningar og voru þær birt- ar í Hagtíðindum fram til 1990, þeg- ar farið var að gefa út sérstakar skýrslur um sveitarstjórnarkosning- ar. Á þessum rúmu sjötíu árum sem liðin eru frá því að fyrsta skýrslan var birt hefur margt breyst, fram- boð hafa komið og farið og fjöldi kjósenda hefur margfaldast á mörg- um stöðum, meðal annars í Reykja- vík. Í borgarstjórnarkosningunum 1930 voru gild atkvæði 11.287. Þrír flokkar voru í framboði, Sjálfstæð- isflokkur, Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur og fékk Sjálfstæðis- flokkurinn 8 menn kjörna, Alþýðu- flokkurinn 5 og Framsóknarflokkur- inn 2. Í kosningunum á laugardaginn voru sex framboðslistar í boði, eins og kunnugt er og greiddu 69.239 manns atkvæði, þar af voru 875 at- kvæði auð og ógild. Atkvæðafjöldinn hefur því aukist jafnt og þétt á þess- um tíma. Þjóðernissinnar buðu fram lista í tvennum kosningum Fjölmargir listar hafa komið fram á sjónarsviðið í gegnum árin og get- ur verið forvitnilegt að skoða nánar kosningaúrslit á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna að Þjóðernissinnar buðu fram lista í tvennum kosning- um, árin 1934 og 1938, en í hvorugt skiptið komu þeir manni að. Þjóðvarnarflokkurinn kom manni inn í borgarstjórn Reykjavíkur 1954 en missti hann út í kosningunum á eftir. Árið 1962, þegar fjöldi gildra atkvæða var kominn í 36.368 í Reykjavík, bauð Þjóðvarnarflokkur- inn fram lista ásamt Málfundafélagi vinstri manna og fékk listinn fjögur prósent atkvæða, en það nægði ekki til að fá borgarfulltrúa. Í sömu kosn- ingunum voru Óháðir bindindis- menn í framboði og fengu þeir 893 atkvæði eða 2,5%. Samtök frjálslyndra og vinstri manna fengu kjörinn einn borgar- fulltrúa í kosningunum 1970. Í næstu kosningum á eftir voru Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna í samstarfi við Alþýðuflokkinn og fékk hreyfingin 6,5% atkvæða og einn borgarfulltrúa. Sama ár var Frjálslyndi flokkurinn í framboði en náði ekki að koma sínum manni að. Sjö listar í framboði 1990 Kvennaframboðið bauð fyrst fram í borgarstjórnarkosningunum 1982 og fékk tvo borgarfulltrúa kjörna. Í borgarstjórnarkosningunum það ár- ið voru 49.262 gild atkvæði. Kvenna- listinn átti síðan einn fulltrúa í borg- arstjórn eftir kosningarnar 1986 og 1990. Árið 1990 voru alls sjö fram- boð í borginni og fengu þau öll full- trúa inn, nema Flokkur mannsins og Grænt framboð. Nýr vettvangur kom tveimur fulltrúum sínum að í þeim kosningum. Árið 1994 urðu mikil umskipti er framboðin í Reykjavík, að undan- skildum Sjálfstæðisflokknum, buðu fram sameiginlega. R-listinn fékk 53% atkvæða í kosningunum 1994 og náði þar með meirihluta í borg- inni, sem hann heldur nú þriðja kjörtímabilið í röð. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur boðið fram lista undir eigin nafni í öllum borgarstjórnar- kosningum frá 1930.            !   "  ! #       $   % %&        $   % '        $     '%            '$                 &       $    &&            $      (                (%         (   ' ($             %  $                 $&                           ( $ %      ( $   $           & $      !    " #   $%  &   " !#  $%   &   #'    !#    $% )  *  ( ) )   #'   + , ! '  ! )    $%    ! )    "! )  &  (-      "   %  .   ( , ! '  /  - /   0    "! )   #  / (   1     )  *! +          $  '   %        $  '             ' $       $   % % ,$   "   ! #   -   '  Niðurstöður borgarstjórnarkosninga 1930–2002 Fjöldi kjósenda hefur marg- faldast á rúmum sjötíu árum vegar í sér verulega aukningu á rík- isstyrkjum. Að mati hagfræðinga hafa svona ríkisstyrkir til úreldingar tilhneigingu til að leka aftur inn í greinina með meiri sóknargetu. Þó að tilgangurinn sé jákvæður og góð- ur, hef ég efasemdir um að þetta muni raunverulega virka.“ Árni sagði það sína skoðun að vænlegra hefði verið fyrir Evrópu- sambandið að draga verulega úr rík- isstyrkjum til sjávarútvegs og taka upp einhvers konar fiskveiðirétt- indakerfi, t.d. kvótakerfi eða sókn- ardagakerfi líkt og Færeyingar not- ast við. Slíkt kerfi gæti hugsanlega náð til Evrópusambandsins í heild en eins kæmi til greina að byggja það á svæðisbundinni stjórnun. „Evrópusambandið segist ætla að auka samráð við atvinnugreinina, en því fylgir ekki sama ábyrgð og fylgir samráði við atvinnugreinina hér á landi þar sem samráðsaðilarnir hafa mjög beina og áþreifanlega hags- muni hvað varðar viðgang fiskistofn- anna vegna kvótakerfisins.“ Árni sagðist ekki sjá að það væri neitt í þessum tillögum sem gerði það að verkum að aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði aðgengi- legri út frá hagsmunum íslensks sjávarútvegs. Ástæðan væri fyrst og fremst sú að breytingarnar væru ekki nægilega róttækar. „Það er frekar verið að auka miðstýringuna ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráð- herra segir að tillögur framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins um breytingar á sjávarútvegsstefnu sambandsins gangi ekki nægilega langt. Að nokkru leyti sé verið að leggja til breytingar sem þegar hafi verið gerðar hér á landi. Hann gagn- rýnir tillögur um úreldingu á fisk- veiðiflotanum og segir að í þeim fel- ist veruleg aukning á ríkisstyrkjum til sjávarútvegs. „Í sjálfu sér má segja að í heild séu tillögurnar skref í rétta átt. Í flestum atriðum er verið að taka á þáttum sem við höfum þegar tekið á hjá okk- ur og í sumum tilvikum er verið að gera tillögu um atriði sem við höfum framkvæmt en höfum síðan horfið frá. Ég nefni þar þessa tillögu um úreldingu á flotanum. Að mínu mati ganga tillögurnar hins vegar ekki nógu langt til þess að Evrópusam- bandið mun ná almennilegum tökum á þessari fiskveiðistjórnun. Það er í sjálfu sér rétt sjónarmið að flotinn sé of stór og það þurfi að minnka hann til þess að hann verði fjárhagslega hagkvæmari og í takt við stærð fiskistofnanna, en í reynd eru þeir með þessum tillögum að auka ríkisstyrki til sjávarútvegsins. Það er verið að beina ríkisstyrkjun- um í aðrar áttir, þ.e. í meira mæli í úreldingu og í að mennta sjómenn til annarra starfa. Tillögurnar fela hins en að minnka hana. Tillögurnar ganga frekar í þá átt að verið sé að færa vald frá aðildarríkjum til fram- kvæmdastjórnarinnar. Það má kannski segja það að það sé verið að gera það vegna þess að menn telja að aðildarríkin hafi ekki farið nægilega vel með þetta vald,“ sagði Árni. Verndun heimamiða grundvallaratriði Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segist ekki hafa náð að kynna sér tillögurnar ofan í kjölinn og minnir á að enn eigi eftir að bera þær undir aðildarþjóðir Evrópusam- bandins til samþykkis. Hann segir þó að grundvallaratriðið fyrir Ís- lendinga varðandi sjávarútvegs- stefnu ESB sé sameiginleg stjórn veiða utan 12 mílna. Ef í tillögunum felist aukinn verndun heimamiða, þannig að sameiginleg fiskimið verði ekki opnuð upp á gátt fyrir önnur að- ildarríki, megi draga þá ályktun að sjávarútvegsstefnan sé að þróast í átt sem væri Íslendingum hagfelld. Verði hinsvegar ekki gerðar neinar breytingar á þessum þætti stefnunn- ar, felist ekki í henni neinar breyt- ingar sem geri hana aðgengilegri fyrir Íslendinga. „Mér er ekki kunn- ugt um að í tillögunum sé heldur að finna breytingar á samningaforræði, sem hlýtur að skipta okkur Íslend- inga verulegu máli. Vissulega er það jákvætt að í þessum tillögum er gerð tilraun til að draga úr rányrkju og ofveiði með niðurskurði á fiskveiði- flotanum og hún þannig gerð ábyrg- ari. Þeim sem fylgst hafa með vinnu- brögðum innan Evrópusambandsins í tengslum við endurskoðun sjávar- útvegsstefnunar, hlýtur að hrjósa hugur við þeim grímulausu hrossa- kaupum sem þar eru gerð og hversu ólýðræðislega er unnið þar að mál- um,“ segir Steingrímur. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagðist ekki bjartsýnn á að þessar tillögur fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins væru til bóta. „Ég sé ekki að það hafi verið sýnt fram á að það sé nokkur ástæða fyrir okkur að ganga undir þetta jarðarmen. Heldur þvert á móti. Ég er ennþá sannfærðari en áður um að við megum hvergi nærri þessu koma. Á meðan svo er, er að mínu mati ekki til umræðu að ganga í þetta Evrópusamband. Það kunna líka að vera enn fleiri ástæður að það er ekki komandi nærri því,“ sagði Sverrir. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, vildi ekki tjá sig um tillögurnar þar sem hann hefði ekki náð að kynna sér þær og ekki náðist í Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra síðdegis í gær. Sjávarútvegsráðherra gagnrýnir tillögur um breytta sjávarútvegsstefnu ESB Tillögurnar eru ekki nægilega róttækar SAMFYLKINGIN og Framsókn- arflokkurinn á Akranesi hafa ákveðið að halda áfram meirihluta- samstarfi í bæjarstjórn Akraness- kaupstaðar. Frá þessu var gengið í gær. Flokkarnir hafa jafnframt óskað eftir því við Gísla Gíslason bæj- arstjóra að hann gegni áfram starfi bæjarstjóra og hefur hann fallist á það. Óbreyttur meirihluti á Akranesi BÆJARFULLTRÚAR K-lista óháðra og Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks náðu í gærkvöldi sam- komulagi um myndun nýs meirihluta um stjórn bæjarins næstu fjögur ár- in. Drög að málefnasamningi voru lögð fyrir flokksfundi og stefnt er að undirritun hans í dag. Sigurður Val- ur Ásbjarnarson verður áfram bæj- arstjóri, en fulltrúar flokkanna skiptast á um forsæti bæjarstjórnar og formennsku í bæjarráði. K-listinn var með hreinan meirihluta í Sand- gerði á síðasta kjörtímabili. Nánar er fjallað um viðræður stjórnmálaflokka í Sandgerði á Suð- urnesjasíðu, bls. 15. Nýr meiri- hluti í Sandgerði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ VIÐRÆÐUR standa yfir milli sjálfstæðismanna og Vinstri hreyf- ingarinnar – græns framboðs á Sauðárkróki um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn. Aðilar hafa ræðst við síðustu daga og í gærkvöldi voru fundir í flokksfélögunum á staðn- um. Nokkur atriði eru óútkljáð í viðræðunum, en jákvætt andrúms- loft sagt ríkjandi. D-listinn fékk þrjá menn í kosningunum en VG tvo. Á Blönduósi hafa Sjálfstæðis- flokkur og Bæjarmálafélagið Hnjúkar rætt saman frá því á mánudag um samstarf í bæjar- stjórn. Formlegur fundur var í gærkvöldi og þar var ákveðið að halda viðræðum áfram og góður skriður virtist á málum. Á sunnu- dag slitnaði upp úr viðræðum D- lista og H-lista sem hafa verið í samstarfi undanfarin ár. Sjálfstæðis- menn og VG í viðræðum á Sauðárkróki ♦ ♦ ♦ EKKI liggur fyrir niðurstaða í við- ræðum Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks í Kópavogi um mynd- un nýs meirihluta í bæjarstjórn. Formlegar viðræður hófust á mánudag og liggur ekkert fyrir um hvenær þeim lýkur. Óformlegar viðræður fóru fram milli Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar á sunnudag, en formlegar við- ræður milli þessara flokka verða ekki hafnar nema að viðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks hafi áður verði slitið. Síðasti fundur fráfarandi bæjar- stjórnar Kópavogs var haldinn í gær. Viðræður halda áfram í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.