Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 28

Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ DAGANA 13.-16. JÚNÍ VERÐUR HÚLLUMHÆ Í BOMMSUKLÚBBNUM 20% AFSLÁTTUR AF PRIMIGI OG ROCKSTONE BARNASKÓM SMÁ GLAÐNINGUR, BLÖÐRUR OG GOTTERÍ.. HALLÓ KRAK KAR - ÉG H EITI BOMM SI ÞEIR SEM FÁ FRÍA SKÓ FRÁ VIKING Í ÞETTA SINN ERU SKÍRTEINI: 26, 128, 202, 414 OG 781. TRÍÓ REYKJAVÍKUR býður nú í sjötta sinn til tónlistarhátíðarinnar Bjartra sumarnátta í Hveragerði. Þrennir tónleikar verða á hátíðinni; á föstudagskvöld kl. 20.30, á laugardag kl. 17.00 og á sunnudagskvöld kl. 20.30. Eins og venjulega býður tríóið fimm gestum að leika og syngja með sér á hátíðinni, og að þessu sinni eru það Sólrún Bragadóttir sópransöng- kona, Sif Tulinius fiðluleikari, Guð- mundur Kristmundsson víóluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Miklós Dalmay píanóleikari. Tríó Reykjavíkur er skipað þeim Pétri Máté píanóleikara, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Gunnari Kvaran sellóleikara. Gunnar segir að dagskrá tón- leikanna verði fjölbreytt. „Við erum yfirleitt alltaf með eitt veigamikið kammerverk á hverjum tónleikum og svo smærri verk og söngverk. Söngur er nú einu sinni mjög vinsæll á Íslandi og ég segi oft í gríni að ef maður ætlar út á land að spila þyrfti maður helst að hafa kór með sér í farteskinu til að vera örugg- ur um góða aðsókn, eða góðan ein- söngvara sem allir elska og þekkja. Það er engin tilviljun að söngur blómstrar á Íslandi, það er svo mikill söngur í íslensku þjóðinni. En það sem mér finnst hvað mest heillandi við það sem við erum að gera er þessi samvera okkar – að dvelja hér í Hveragerði alla vikuna á undan með þessu yndislega fólki. Og þótt þetta sé fólk sem manni finnst maður þekkja kynnist maður því enn betur þegar við erum saman allan daginn, alla vikuna. Við hristumst vel saman og það myndast mjög yndisleg stemmning í hópnum og gott and- rúmsloft. Ég tala nú ekki um þegar veðrið leikur svona við okkur eins og það gerir núna. Það er vel að okkur búið hér í Hveragerði, með húsnæði og fæði, og svo höfum við þessa fínu kirkju. Það er nýbúið að breyta henni, taka út teppin og setja flísar á gólfin í staðinn. Hljómburðurinn er orðinn ennþá betri og skýrari en hann var, og auk þess er kirkjan bæði falleg og er af þægilegri og góðri stærð fyrir tón- leika af þessu tagi. Þótt maður sitji aftast finnur maður samt nálægð í kirkjunni. Þetta eru ákjósanlegustu aðstæður og ég vona bara að við stöndum undir þessu, og hef ekki trú á öðru en að við gerum það. Það hefur alltaf verið mjög ánægjulegt að koma hingað og halda þessa tónleika.“ Ný lög eftir Atla Heimi Sólrún Bragadóttir sópransöng- kona er búsett í Danmörku, en kemur til að syngja á hátíðinni. „Ég syng lög eftir Schubert á fyrstu tónleikunum, aríur á öðrum tónleikunum og kammerverk eftir Chausson fyrir sópran og píanókvin- tett, og á þeim þriðju er komið að ís- lensku sönglögunum. Þar frumflytj- um við tvö lög eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð eftir Ástu Sigurð- ardóttur.“ Meðal íslensku laganna eru tvö eftir Stefán Árna Kristjáns- son. „Stefán er lítið þekkt tónskáld, en þó hefur verið gefinn út geisladisk- ur með sönglögum hans. Stefán bjó fyrir norðan og er afi Ólafs F. Magn- ússonar borgarfulltrúa. Ólafur er ná- granni minn hér heima, og bankaði einu sinni upp á með nótur og geisla- disk með þessum lögum afa síns.“ Sól- rún segir mjög gaman að syngja í kammermúsík. „Það er gaman að vinna á sviði, og gaman að vinna einn með píanóleikara, en þetta er bara önnur deild og mjög skemmtileg. Það er líka algjör paradís að fá að vera hér í Hveragerði þar sem aðstaðan er svona góð. Hér höfum við allan dag- inn til að vinna og æfa okkur, og mað- ur getur alveg gleymt gluggapóstin- um og svoleiðis löguðu. Þetta finnst mér algjört æði, enda held ég að út- koman hljóti að verða góð þegar það er dekrað svona við mann. Svo er líka fallegt hérna og veðrið svo yndislegt, að þetta gæti ekki verið betra.“ Miklós Dalmay er líka einn af gest- um Tríós Reykjavíkur á hátíðinni. „Ég spila með Sólrúnu, meðal ann- ars lögin eftir Atla Heimi. Þau eru mikil fingraleikfimi – ég varð bara að æfa mig!… enginn blaðlestur þar. Annars eru miklar andstæður í lög- unum. Það fyrra er frekar rólegt og ljóðið í þjóðvísustíl, en meðleikurinn á píanóið er samt svolítið öðruvísi. Í seinna laginu spila ég bara eins hratt og ég get! Það er eins konar samtal söngins og píanósins. Hin íslensku lögin eru öll í þessum síðrómantíska stíl – eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jón Þórarinsson og fleiri, allt mjög skemmtileg lög. Aríurnar sem við flytjum á laugardeginum eru stórar og miklar; La traviata, La Wally, Systir Angelica og fleiri slíkar, allar frekar þekktar. En fyrir utan að spila með Sólrúnu spila ég með í kvartett eftir Schumann á föstudagskvöldið, en hann er stórt og mikið kammer- verk og ekki mjög oft spilað. Þetta er fallegt verk og mjög flott. Það er sérstakt fyrir mig að vinna svona. Við erum auðvitað öll búin að æfa okkur heima, en svo komum við hingað í nokkra daga að vinna sam- spilið frá núllpunkti. Allir verða því að vera mjög skipulagðir og einbeittir og vel undirbúnir. Þetta er mjög spenn- andi og ég er mjög glaður að fá að vera með í þessum hópi.“ Á tónleikunum á föstudagskvöld kl. 20.30 verða flutt Sónata fyrir tvær fiðlur eftir Leclair, sönglög eftir Schubert og Píanókvartett í Es-dúr eftir Schumann. Á laugardag kl. 17.00 verður leikið Tríó WoO 39 eftir Beethoven, Elegía eftir Jósef Suk, Ítölsk serenaða eftir Hugo Wolf og Chanson perpetuelle op. 37 eftir Chaussen og eftir hlé kemur að óp- eruaríunum. Á sunnudagskvöldinu kl. 20.30 verða íslensk sönglög á dagskrá sem fyrr segir, en einnig Ævintýri eftir Leos Janacek og loks Kvintett fyrir píanó og strengi eftir Sjostako- vitsj. Það eru Menningarmálanefnd Hveragerðis og Tónlistarfélag Hveragerðis og Ölfuss sem standa fyrir tónlistarhátíðinni Björtum sum- arnóttum í samvinnu við Tríó Reykja- víkur. Tónlistarhátíðin Bjartar sumarnætur haldin í sjötta sinn í Hveragerði um helgina „Þetta eru ákjósan- legustu aðstæður“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Guðmundur Kristmundsson, Miklós Dalmay, Sif Tulinius, Pétur Máté, Guðný Guðmundsdóttir, Sólrún Braga- dóttir og Gunnar Kvaran. Á myndina vantar Bryndísi Höllu Gylfadóttur. GYÐA Ölvisdóttir sýnir vatnslita- og akrýlmyndir á kaffihúsinu Við árbakkann á Blönduósi. Gyða, sem er lærður hjúkrunar- fræðingur, stundaði fjarnám við Handmenntaskóla Íslands árið 1988 í teiknun og málun. Á árunum 1992 til 1994 var Gyða í námi hjá Hjör- dísi Bergsdóttur myndlistarkenn- ara en að öðru leyti er hún sjálf- menntaður myndlistarmaður. Gyða hefur haldið sjö samsýn- ingar og er þetta hennar sjöunda einkasýning. Sýningin stendur út mánuðinn og er opin á afgreiðslu- tíma kaffihússins. Myndirnar eru til sölu. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Verk Gyðu sýnd á Blönduósi SÝNING á vegum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns á bók- menntum Íslendinga í Vesturheimi hefur verið opnuð í bókasal Þjóð- menningarhússins við Hverfisgötu. Á sýningunni er athyglin dregin að nokkrum þekktustu skáldanna og einnig að blaðaútgáfu. Til sýnis eru eiginhandrit m.a. Stephans G. Stephanssonar, Káins og Guttorms J. Guttormssonar, bréf Júlíönu Jóns- dóttur og Jakobínu Johnson, prent- aðar bækur og blöð. Sýningin stendur út ágúst og er opin á venjulegum afgreiðslutíma Þjóðmenningarhússins frá 11–17. Sýning á bókmenntum Íslendinga í Vesturheimi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.