Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 30

Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Barnaföt í miklu úrvali fyrir 17 júní frá 0 - 4ra ára. Barnavöruverslun - www.oo.is ÚT ER komin hjá Bókaútgáfunni Smáragili sagan Skugginn af svartri flugu eftir Erlend Jónsson. Þetta er sextánda bók höf- undar en hann hef- ur áður sent frá sér skáldsögu og smásagnasöfn. Auk þess er hann höfundur útvarps- leikrita sem flutt voru í Ríkisútvarpinu á áttunda og níunda áratugnum. Skugginn af svartri flugu er saka- málasaga með þjóðsögulegu ívafi. Gerist hún í Reykjavík og víðar um og fyrir nýliðin aldamót. Aðalsöguhetja og jafnframt söguþulur er opinber starfsmaður á miðjum aldri. Hann er einhleypur og fáskiptinn, lifir tilbreyt- ingasnauðu lífi og lætur lítið fyrir sér fara. Utanaðkomandi atburðir verða svo til að raska jafnvæginu í lífi hans. Skugginn af svartri flugu er 190 blaðsíður að lengd og skiptist í níu kafla. Sakamálasaga SKÁLDSAGAN Bal- zac og kínverska saumastúlkan eftir kínverska rithöf- undinn Dai Sijie í þýðingu Friðriks Rafnssonar kemur út hjá Bjarti í dag. Samkvæmt fréttatilkynningu útgefanda er hér á ferðinni áhrifamikið skáldverk um ást- ina, heimsbókmenntirnar og hlut- skipti ungs fólks í kínverska alþýðu- lýðveldinu á dögum Maó formanns. Þetta er fyrsta skáldsaga Dai Sijie en hann hafði áður getið sér gott orð sem kvikmyndaleikstjóri. Verkið kom út í Frakklandi í janúar árið 2000 og vakti strax mikla athygli; fékk af- bragðsdóma og hlaut margvísleg frönsk bókmenntaverðlaun. Skáldsaga FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur á morgun og laugardag ráðstefnu undir fyrir- sögninni Norðurlönd og Evrópa 1700–1830: Gagnkvæm menning- aráhrif. Fer ráðstefnan fram í Odda Háskóla Íslands og munu fræði- menn frá Færeyjum, Svíþjóð og Finnlandi taka þátt í ráðstefn- unni, auk þess sem margir af helstu fræði- mönnum Íslands á sviði sagnfræði og heim- speki 18. aldarinnar munu flytja þar erindi. Átjánda öldin í forgrunni Svavar Sigmundsson er formaður Félags um átjándu aldar fræði sem til ráðstefnunnar efnir og segir að meginmarkmið hennar sé að skapa norrænan vettvang til rannsókna og samræðna um tímabilið 1700–1830. „Á ráðstefnunni munu ýmsir fræði- menn frá Norðurlöndunum flytja er- indi sem tengjast því hvernig Evr- ópa var áhrifavaldur í norrænu löndunum, og öfugt,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. „Hérlend- is hafa fræðimenn einkum beint rannsóknum sínum að þeim við- fangsefnum sem snúa að Íslandi og sögu þess á 18. öldinni. Innan félagsins er mik- ill áhugi fyrir að kynn- ast nánar rannsóknum sem snúa að hinum Norðurlöndunum, og skapa umræðu- og samanburðarvettvang, sem við vonumst til að verði til á þessari ráð- stefnu.“ Svavar segir að áhrif Evrópu á Norðurlöndin á þessum tíma séu aug- ljós, en minna hafi ver- ið fjallað um áhrif Norðurlanda í Evrópu. Nokkrir fræðimenn á þinginu munu halda er- indi er tengjast þeim áhrifum. „Það verður spennandi að heyra niður- stöður fræðimanna um þau mál. Til dæmis heldur Jyrki Siukonen frá há- skólanum í Tampere í Finnlandi er- indi sem fjallar um finnskan fræði- mann sem starfaði í London á 18. öld, og Anna Agnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, mun fjalla um menningarsamskipti Íslendinga við Breta og Frakka á árunum 1775– 1815,“ segir Svavar. Mikill áhugi á fræðunum hérlendis Þetta er fyrsta ráðstefnan sem Félag um átjándu aldar fræði heldur sem fræðimenn frá öðrum löndum taka þátt í, en á vegum þess hafa ver- ið haldin þó nokkur málþing síðan fé- lagið var stofnað árið 1994. Að sögn Svavars er það eitt virkasta fræða- félag landsins. „Slík félög eru til í nánast hverju landi Evrópu sem og í Bandaríkjunum. Hér á landi eru meðlimir um 140, sem þykir mikið miðað við höfðatölu. Áhugi á 18. öld- inni er mikill meðal Íslendinga, enda var þetta tímabil ákaflega merkileg- ur tími í Íslandssögunni,“ segir hann. Félagið er öllum opið og eru leikmenn jafnt sem fræðimenn með- limir. Flestir fræðimenn félagsins á Íslandi eru á sviði sagnfræði og bók- mennta, en Svavar segir að átjándu aldar fræði séu í reynd þverfagleg. „Erlendis og hérlendis eru fræði- menn úr ýmsum geirum meðlimir,“ segir hann. „Þeir erlendu fræðimenn sem taka þátt í ráðstefnunni hér til- heyra ólíkum sviðum og umfjöllunar- efni þeirra eru mjög fjölbreytileg, þó að þau eigi það sameiginlegt að fjalla um tímabilið frá 1700–1830.“ Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra mun opna ráðstefnuna kl. 9.30 á föstudag. Stendur hún fram á laugardag og verða alls 13 erindi haldin báða dagana. Öllum er heimill aðgangur að dagskrárliðum á ráð- stefnunni og má nálgast dagskrá hennar á slóðinni: http://www.akademia.is/18.oldin. Ráðstefna um átjándu aldar fræði haldin í Odda Fjallað um menningaráhrif á Norðurlöndum og í Evrópu Svavar Sigmundsson ÉG HEF bara aldrei vitað annað eins! Þetta er hreint ótrúleg kvik- mynd. Ég bið þá sem ætla að sjá hana að hafa hugfast að að öllum líkindum áleit allmestur hluti aðstandenda sig vera að vinna að meistararverki. Með það í huga er mögulega hægt að skemmta sér á þessari mynd. Þannig er að nokkrir stálpaðir skólakrakkar fara á villtan dansklúbb og lenda í bíl- slysi á leiðinni heim. Eftir það verður allt ýkt furðulegt. Eiginlega svo furðulegt, sundurlaust, þýðingar- laust, tilgerðarlegt, heimskulegt og þar af leiðandi leiðinlegt, að ég er full- viss um að þetta sé versta myndleysa sem ég hef nokkurn tímann séð. Hvað var verið að reyna að gera skil ég ekki, en vissar hliðar myndarinnar eru eftiröpun á kvikmyndinni The Others. Hvað sumir leikaranna voru að pæla, einsog Wes Bentley og Luke Wilson, að láta hafa sig út í þessi leið- indi er einnig óskiljanlegt. Jæja, nú er ekki fleiri orðum í þessa vitleysu eyðandi. Algjört bull KVIKMYNDIR Sambíó Kringlunni og Akureyri Leikstjórn og handrit: Stephen Carpen- ter. Kvikm.t: Fred Murphy. Aðalhlutverk: Melissa Sagemiller, Wes Bentley, Casey Affleck, Eliza Dushku og Luke Wilson. 84 mín. USA. Artisan Ent. 2001. SOUL SURVIVORS 0 Hildur Loftsdóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Í Kaffileikhúsinu kl. 21.00 leikur Valgeir Skagfjörð undir yfirskrift- inni „Söngvaskáldið gengur laust“. Valgeir ætlar að leika og syngja ýmsa tónlist og texta sem hann hefur samið sl. 25 ár. Kennir þar margra grasa: leikhústónlist, djass, blús og dægurlög. Hann ætlar sjálfur að sitja við píanóið og deila andlegum afurð- um sínum með gestum. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 en húsið verður opn- að kl. 20:00. Miðaverð er 1.200 krónur. Í Listasafni Íslands kl. 17.00 verður sýnd kvikmyndin Beitiskipið Pótem- kín (1925) eftir Sergei Eisenstein í fyrirlestrasal. Aðgangur ókeypis. Á Ara í Ögri kl 21.30 verður lifandi tónlist flutt af Arnari Þór Viðarssyni söngvara og Hafdísi Bjarnadóttur gítarleikara, og leika þau létt og skemmtileg lög frá ýmsum tímum. Áhersla er lögð á létta stemmningu og áhorfendum frjálst að spjalla með- an hlýtt er á tónlistina. Arnar Þór sigraði í Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2000 og nem- ur söng í Tónlistarskóla FÍH. Hafdís er nýútskrifuð á rafgítar úr Tónlist- arskóla FÍH af djass- og rokkbraut. Á efnisskránni á fimmtudaginn eru í bland gömul djasslög, popplög frá 7. og 8. áratugnum og fleira. Aðgangur er ókeypis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.