Morgunblaðið - 13.06.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.06.2002, Qupperneq 33
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 33 Kyn: Kona Aldur: 22 ára Spurning: Hvaða nám liggur að baki röntgentækni? Svar: Samkvæmt upplýsingum á vefsetri Tækniháskóla Íslands er búið að breyta starfsheiti röntgentækna í geislafræðing, það þykir betur lýsa náminu og starfinu. Um leið og starfsheitið breytist, breytist einnig heitið á náminu. Geislafræði er kennd við Heil- brigðisdeild Tækniháskóla Ís- lands, er fjögurra ára nám og lýkur með B.Sc. gráðu. Á fyrsta ári eru kenndar undirstöð- ugreinar. Námið verður síðan sérhæfðara er á líður og einnig bætist við verklegt nám. Það er gott að skoða vefsetur TÍ því að þar eru mjög grein- argóðar upplýsingar um tilhögun námsins, inntökuskilyrði og störf að loknu námi. Einnig væri gott að ræða við námsráðgjafa í TÍ ef maður vill fræðast betur. Næringarfræði Kyn: Karl Aldur: 26 ára Spurning: Ég er ekki stúdent en er í einkaþjálfaranámi í bréfa- skóla í gegnum ISSA, og langar til þess að læra meira um lík- amann og næringu. Ég er mjög spenntur fyrir næringarfræði og að fara til útlanda og læra jafnt sem kenna. Hvert á ég að snúa mér í þessu öllu saman? Svar: Í framhaldsskólum landsins er í boði fjölbreytt úrval áfanga sem tengjast áhugasvið- um þínum. Þar má til dæmis nefna Fjölbraut við Ármúla sem býður fjóra áfanga í íþróttafræð- um, einn í íþróttanuddi og þrjá áfanga í næringarfræði. Með því að hafa samband við náms- ráðgjafa skólans getur þú aflað þér frekari upplýsinga um þann valkost. Með því að taka stúd- entspróf margfaldar þú mögu- leika þína en þá getur þú farið í næringarfræði við HÍ, eða íþróttakennaranám við KHÍ. Nám í næringarfræði tekur þrjú ár við Háskóla Íslands. Námið byggist á matvælafræði (29 einingar), efnafræði (22 ein- ingar), líffræði (8 einingar), stærðfræði (8 einingar), eðl- isfræði (4 einingar) og næring- arfræði (19 einingar). Í Kennaraháskóla Íslands er þriggja ára B.Ed. nám í íþrótta- fræðum. Það nám skiptist í upp- eldis- og kennslufræði (30 ein- ingar), íþróttagreinar (20 einingar) og íþróttafræði eða stoðgreinar íþróttagreinanna (40 einingar). Erlendis eru að sjálfsögðu margir skólar sem kenna íþróttafræði og næringarfræði. Inntökuskilyrði inn í þá eru líka mismunandi. Gott er að skoða lista LÍN um lánshæfa náms- möguleika erlendis. Einnig gæti verið gott að ræða við fólk í störfum sem manni finnast spennandi og fá upplýsingar um hvaða mennt- unar það aflaði sér. Nám og störf TENGLAR ........................................... Tækniháskóli Íslands www.ti.is LÍN, skólar erlendis http:// www.sine.is/NE/skolalisti.htm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.