Morgunblaðið - 13.06.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.06.2002, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M ARGIR hváðu þegar skýrt var frá því í júní 1989 að Jiang Zemin hefði verið kjörinn að- alritari kínverska kommún- istaflokksins. Hvaða Jiang? var spurt en síðan ypptu menn öxlum og töldu víst að um hefðbundinn skósvein Deng Xia- opings, hins raunverulega leiðtoga Kína, væri að ræða. Jiang væri bráðabirgðalausn. James Lilley, sem var um hríð sendiherra Bandaríkj- anna í Kína, sagði eitt sinn í viðtali við BBC að komið hefði á óvart að honum skyldi takast að halda völdum. Jiang hefur yfirleitt forðast að taka of mikinn þátt í hugmyndafræðilegum deilum, hefur verið kallaður vindhani og var uppnefndur Blómapotturinn í Shanghai en orðið er oft notað í kínversku í lítilsvirðing- arskyni um atkvæðalitla stjórnendur. Ein- tómar skrautsýningar, ekkert gert. „En það hefur komið í ljós að hann er snjall í að finna málamiðlanir og kann að koma ár sinni fyrir borð,“ sagði Lilley. Nokkrum dögum áður en Jiang varð flokksritari hafði kínverski herinn kæft í blóði uppreisn stúdenta og verkamanna á Torgi hins himneska friðar í Peking, ekki er vitað hve margir lágu í valnum, sennilega skiptu þeir þúsundum. Beitt var skriðdrekum gegn óvopnuðum unglingum og orðstír flokksins og ríkisins beið hnekki út um allan heim. Harðar deilur voru í æðstu forystu flokks- ins um viðbrögðin þegar stúdentar fóru að krefjast aukins frelsis og lýðræðis. Sumir vildu beita hörku, í þeim hópi var Li Peng sem sótt hefur Ísland heim sem kunnugt er og meirihluti ráðamanna var á sömu skoðun. En nokkrir, þar á meðal Zhao Ziyang, þáverandi aðalritari, voru á því að koma ætti til móts við kröfurnar að einhverju leyti. Hinir síðar- nefndu lentu úti í kuldanum, Zhao hefur verið í stofufangelsi síðan 1989 og enn ofsækja kín- versk stjórnvöld þá sem reyna að minnast fórnarlambanna á Torginu. Lagni borgarstjórans Hinn aldraði Deng Xiaoping sá til þess að Jiang varð fyrir valinu sem aðalritari þegar Zhao var sparkað en ekki einhver þekktari frammámaður. Jiang hafði sýnt að hann hafði hæfileika. Mótmæli stúdenta höfðu einnig verið áköf og fjölmenn í Shanghai, þar sem Ji- ang fór með völdin en honum tókst að kveða þau niður án þess að beita hernum. Er deil- urnar hófust rak hann þekktan ritstjóra blaðs sem hafði tekið undir kröfur stúdenta og ávann Jiang sér þannig hylli harðlínumanna en engu blóði var úthellt í borginni. Munurinn á lagni hans og fátinu sem kom á menn í Pek- ing var öllum ljós. Helsti keppinautur Jiangs um embætti aðalritara, Qiao Shi, var meðal þeirra sem voru á báðum áttum þegar átökin hófust í Peking og féll því í ónáð. Deng dró sig endanlega í hlé síðar á árinu 1989 og tók Jiang skömmu síðar einnig við annarri lykilstöðu, embætti yfirmanns her- málanefndar flokksins, af Deng sem var víð- frægur hershöfðingi. Jiang hefur hins vegar aldrei verið hermaður en hefur gætt þess að styðja óskir hershöfðingjanna í hvívetna. Næstu átta árin notaði hann til að festa sig í sessi með aðstoð Dengs sem lést 1997. Jiang varð forseti árið 1993 en áður höfðu yfirleitt aldraðir menn gegnt embættinu eftir að þeir voru hættir þátttöku í raunverulegri valda- baráttu. Jiang hefur hins vegar notað emb- ættið til að auka hróður sinn á alþjóðavett- vangi. Nemandi í trúboðsskóla Jiang Zemin er 75 ára gamall, fæddist 17. ágúst 1926 í fjölskyldu menntamanna í borg- inni Yangzhou, hann lauk prófi í verkfræði við háskóla í Shanghai 1947 en var áður nemandi í bandarískum trúboðsskóla og lærði þar ensku. Hann er sagður mikill tungumálagarp- ur, auk móðurmálsins og enskunnar talar hann rússnesku, japönsku, frönsku og rúm- ensku. Hann hefur ferðast mikið um heiminn og er það óvenjulegt um kínverska leiðtoga á hans aldri. Jiang er kvæntur Wang Yeping og eiga þau tvo syni og barnabörn. Kommúnistar sigruðu í borgarastyrjöldinni við heri Chiangs Kai Chek árið 1949 en Jiang gekk í flokkinn þegar 1946, stundaði um hríð nám í sósíalistískri hagfræði í Sovétríkjunum og vann ef til vill í kínverska sendiráðinu í Moskvu en heimildir um feril hans á yngri árum eru nokkuð óljósar. Jiang starfaði sem verkfræðingur á sjötta og sjö- unda áratugnum en hófst einnig fljótt til nokkurra metorða í flokksstarfinu. Hann er sagður hafa lifað umrótið í menning- arbyltingu Maos af með því að láta sem minnst fyrir sér fara og var sendur til Rúmen- íu árið 1970 þar sem hann var um hríð fulltrúi ráðuneytis kínverskrar vélaframleiðslu. Rúm- enar og Kínverjar voru miklir samherjar á þessum árum. Jiang mun að sögn The Economist hafa lagt sig fram um að vinna hylli roskinna flokks- leiðtoga og naut þeirra tengsla síðar. Árið 1982 var hann kosinn í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins og ári síðar varð hann ráðherra rafeindatæknimála og varð hann strax ákafur stuðningsmaður hinnar nýju um- bótastefnu Dengs. Jiang varð borgarstjóri í Shanghai 1985 og tveim árum síðar var hann kosinn í öflugustu valdastofnun landsins, stjórnmálaráðið. Jiang er þriðji leiðtoginn í sögu Kínverska alþýðulýðveldisins eins og ríki kommúnista heitir réttu nafni. En hann er ólíkur forverum sínum, Mao Zedong og Deng Xiaoping, þeir voru leiðtogar sem stóðu fyrir byltingu, hvor með sínum hætti. Mao kom á kínversku af- brigði kommúnismans, Deng ákvað að snúa hjólinu við þegar öfgum og stjórnleysi menningarbyltingar Maos var lokið. Hann leiddi þjóðina inn á braut nútímalegrar markaðshyggju og baráttu fyrir bættum lífskjörum. En Jiang er enginn byltingarmaður, um hann hefur verið sagt að það eina sem hann berjist fyrir sé stöðugleiki og valdaeinokun kommúnistaflokksins. Fyrstu árin í leiðtogastarfinu lagði hann áherslu á að við völd væri samvirk forysta og átti þá við að hann væri ekki einráður en um leið safnaði hann öflugu liði í stjórnmálaráðinu, síðan tókst honum að bola Qiao Shi endanlega úr ráðinu. Jiang er maður meðalvegarins. Allar hug- myndir um svonefndar pólitískar umbætur, þ.e. aukið lýðræði, eru eitur í hans beinum þótt hann hafi með semingi sætt sig við var- færnislegar tilraunir í átt til lýðræðis í sumum sveitarst urð flok verja það Þrátt hræddur drembilá sér. Árið vettvang Filippsey greip þá Filippsey lifun hið is Presle stirðbusa sér að h ur en hef nauta se ari. Þátta Þáttas en þá er í æðstu fyrir Hu herra hy vitað um tugur að landsstjó andóf Tí óvænt kj og fór ný fleiri ríkj Ekki urð ferð. Jiang Zemin, forseti Kína, heilsar George W. Bush Ba er þar var haldinn fundur Samstarfsvettvang Lærisve Dengs rey ekki ve „blómapo Er Jiang Zemin varð óvænt aða flokks Kína 1989 spáðu flestir hann sæti ekki lengi, segir í Jónssonar. En Jiang hefur r valdabaráttunni en kepp Hræðsla við hug- myndafræðilega samkeppni hefur aukist eftir and- lát sósíalismans. AÐGERÐIR VEGNA FALUN GONG HEIMSÓKN FORSETA KÍNA Jiang Zemin, forseti Kína, kem-ur í dag til landsins og ræðir ámorgun við Ólaf Ragnar Grímsson forseta, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. Sam- skipti Íslands við Kína voru ekki mikil framan af tuttugustu öldinni. Frá upphafi hennar og allt fram á miðja öldina voru þar íslenskir trú- boðar og má segja að þeir hafi að vissu leyti rutt brautina fyrir sam- skipti Íslands og Kína eins og fram kom í blaðauka, sem fylgdi Morg- unblaðinu í gær um samskipti ríkjanna. Kínverska alþýðulýðveldið var stofnað í október 1949, en Ís- lendingar tóku ekki upp stjórnmála- samband við það fyrr en í lok ársins 1971 eftir að Sigurður Bjarnason, sendiherra í Kaupmannahöfn, hafði tilkynnt Yueh Siang, sendiherra Kína í borginni, að ríkisstjórn Ís- lands óskaði eftir að semja um það við stjórnvöld í Peking. Varð Sig- urður fyrsti sendiherra Íslands í Kína. Ferðum Íslendinga til Kína fjölgaði eftir að stjórnmálasamband komst á og viðskipti, sem höfðu ver- ið sáralítil áður, jukust jafnt og þétt. Frá 1988 til 2001 hefur verð- mæti heildarinnflutnings frá Kína til Íslands hækkað úr 170 milljónum króna í 6,3 milljarða, en undanfarið hefur mesta endurnýjun íslenska fiskiskipaflotans farið fram í Kína og hafa 16 skip verið smíðuð þar á undanförnum fjórum árum. Á sama tíma hefur verðmæti heildarútflutn- ings til Kína hundraðfaldast, var níu milljónir 1988, en 905 milljónir á liðnu ári, og vega sjávarafurðir þar þyngst. Jiang Zemin varð aðalritari kín- verska kommúnistaflokksins nokkr- um dögum eftir blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar í júní árið 1989 og forseti Kína árið 1993. Shanghai var stökkpallur Jiangs til æðstu valda, þótt hann hafi verið farinn að láta að sér kveða áður. Rétt eins og í Peking sumarið 1989 mótmæltu stúdentar í Shanghai ákaft. Öfugt við yfirvöld í Peking tókst Jiang hins vegar að kveða nið- ur mótmælin án þess að úthella blóði, en ávann sér engu að síður hylli harðlínumanna. Jiang hefur haldið áfram stefnu forvera síns, Dengs Xiaopings, á braut markaðshyggju og samfélagið er orðið opnara. Miklar framfarir hafa orðið í Kína að undanförnu, þótt ef til vill megi ekki taka op- inberar tölur um framleiðniaukn- ingu bókstaflega og hafa verði hug- fast að þær ná aðeins til hluta landsins. Haldi Kínverjar hins veg- ar áfram á sömu braut má vænta þess að þar komi að völd þeirra og áhrif verði í samræmi við stærð Kína. Umbótum í efnahagsmálum hafa ekki fylgt pólitískar tilslakanir. Ji- ang er illa við hugmyndir um aukið lýðræði og ver flokkseinræðið af krafti. Mannréttindi eru oft lítils virði í Kína. Í bréfi, sem mannrétt- indasamtökin Amnesty Internatio- nal sendu Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í gær, segir að kúgun á póli- tískum andstæðingum kínverskra stjórnvalda hafi færst mjög í aukana á liðnum árum: „Mannrétt- indafrömuðir, lýðræðissinnar, verkalýðsleiðtogar, og trúarhópar sæta auknu harðræði í landinu og tjáningafrelsið er fótum troðið.“ Tæplega 2.500 menn voru teknir af lífi á síðasta ári, en í Kína varða brot á borð við sölu á skemmdum mat dauðarefsingu. Samkvæmt op- inberum tölum voru 260 þúsund manns í vinnubúðum á síðasta ári, en þar fer fram „endurmenntun í gegnum vinnu“, að sögn kínverskra stjórnvalda. Kínversk yfirvöld of- sækja félaga í Falun Gong-hreyf- ingunni, fremja gróf mannréttinda- brot í Tíbet og á sjálfstjórnar- svæðinu Xinjiang Uighur og beita kristna hópa víða um landið harð- ræði. Um leið og jákvæð samskipti Íslands og Kína verða rædd verður að ætla að Ólafur Ragnar Grímsson forseti og aðrir íslenskir ráðamenn fjalli um mannréttindamál í viðræð- um sínum við Jiang Zemin. Með ákvörðun forsætis-, utanrík-is- og dómsmálaráðherra að heimila félögum í hreyfingunni Fal- un Gong landgöngu hér á landi seint á miðvikudagskvöld var höggvið á hnút í erfiðu máli. Þá höfðu um 70 manns verið fluttir í Njarðvíkurskóla og voru þar í haldi lögreglu. Neitaði fólkið að afhenda farseðla sína og snúa til baka með síðdegisvélum frá landinu. Seint á árinu 1999 setti kínverska þingið lög, sem bönnuðu alla „villu- trúarhópa“ í landinu. Var þessum lögum sérstaklega beint gegn Falun Gong. Það er enginn vafi á því að málstaður Falun Gong á mikla samúð hér á landi og annað væri óeðlilegt. Aðgerðir stjórnvalda til að hefta för félaga í hreyfingunni hingað til lands hefur lagst illa í marga. Lykilforsenda þess að meina fé- lögum í Falun Gong að koma hingað var að þeir hygðust ekki fara að fyr- irmælum yfirvalda um hvar þeir mættu mótmæla meðan á heimsókn Jiangs Zemins, forseta Kína, stæði. Nú þegar þeir hafa skrifað undir yf- irlýsingu um að þeir muni fara að fyrirmælum í einu og öllu er sú for- senda ekki lengur fyrir hendi. Um leið hefur verið komið í veg fyrir að fleiri félagar í hreyfingunni komi til landsins með því að beina þeim fyr- irmælum til Flugleiða að hleypa þeim ekki um borð í vélar flugfélagsins. Það er erfitt fyrir lýðræðisríki að þurfa að takmarka umfang mótmæla gegn einræði og harðstjórn og í slík- um aðgerðum hlýtur að vera haft að leiðarljósi að það verði gert með eins litlum afskiptum og hægt er. Hins vegar má ekki líta fram hjá því að ís- lensk stjórnvöld bera ábyrgð á þeim gestum, sem hingað koma, og sú ábyrgð er ekki léttvæg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.