Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 35
tjórnum. Hann er fyrst og fremst af-
kkseinræðisins og er reiðubúinn að
ð með oddi og egg.
fyrir þetta hefur Jiang ekki verið
r við að breyta ímyndinni sem margir
átir kommúnistaleiðtogar hafa haft á
ð 1996 lauk fundi APEC, Samráðs-
gs Asíu- og Kyrrahafsríkja, í Manila á
yjum með hátíðarkvöldverði. Jiang
á hljóðnemann og ásamt Fidel Ramos
yjaforseta söng hann af mikilli inn-
hugljúfa „Love Me Tender“ sem Elv-
ey gerði frægt. Jiang þykir oft vera
alegur og ekki bera með
ann sé mikill klækjaref-
fur snúið á marga keppi-
em taldir voru útsmogn-
askil boðuð í haust
skil verða í Kína í haust
gert ráð fyrir að skipt verði um menn
stöðum, Jiang muni víkja, sennilega
u Jintao og Zhu Rongji forsætisráð-
yggst einnig láta af störfum. Fátt er
m Hu annað en að hann er tæplega sex-
ð aldri, var um nokkurra ára skeið
óri í Tíbet og barði þar niður af hörku
íbeta gegn nýlenduveldinu. Hann var
jörinn í stjórnmálaráðið fyrir tíu árum
ýlega í heimsókn til Bandaríkjanna og
kja til að kynna sig á alþjóðavettvangi.
ðu menn þó umtalsvert fróðari eftir þá
Stjórnmálaskýrendur AFP-fréttastofunn-
ar segja að Jiang reyni nú að halda miklum
völdum áfram og feta þannig í fótspor Maos
og Dengs sem voru mestir áhrifamenn í land-
inu fram í andlátið þótt þeir væru síðustu árin
hættir að gegna formlegum embættum. Er
jafnvel sagt að Jiang vilji áfram gegna stöðu
aðalritara flokksins og yfirmanns hermála-
nefndarinnar. Jiang hefur náð því athyglis-
verða takmarki að öll rit hans hafa verið gefin
út í viðhafnarútgáfu og viðhorfum hans þann-
ig miðlað til allrar þjóðarinnar en hvort það
dugar honum til að fá að halda áfram um
stjórnvölinn að tjaldabaki er önnur saga.
Efnahagsuppgangur
og ótti við ringulreið
Hræðslan við uppreisn og ringulreið er eitt
af því sem mótar hugsun leiðtoganna meira en
flest annað og þá vísa þeir til allra þeirra
hörmunga sem hafa riðið yfir þjóðina á 19. og
20. öld vegna innanlandsátaka. En jafnframt
er hræðslan röksemd fyrir því að flokkurinn
skuli áfram vera einráður – og flokksbroddar
og börn þeirra geti notað tækifærin í hinu
nýja hagkerfi til að auðgast í krafti aðstöðu
sinnar. Spilling er mikil og vaxandi og ein af
aðferðum Jiangs til að treysta sig í sessi var
að efna til mikillar herferðar gegn henni. Þeg-
ar tækifæri gafst var hættulegum keppinaut-
um um völdin ýtt burt og vísað til meintra eða
raunverulegra tengsla þeirra við spillingu, oft
hafa börn og barnabörn æðstu manna flækst
inn í slík mál.
Framfarir hafa orðið geysimiklar í efna-
hagsmálum Kína síðan Deng hratt úr vör um-
bótastefnu sinni undir lok áttunda áratugar-
ins. Margir sérfræðingar í málefnum landsins
segja þó að varast beri að ýkja uppganginn og
hagfræðingar eiga stundum erfitt með að
skilja hvernig kínverskar hagtölur ganga upp.
Þeir segja t.d. að ef hagvöxtur hafi verið jafn-
mikill og stjórnvöld fullyrða hljóti olíunotkun
að hafa aukist í sama takti en sú sé ekki raun-
in. Og aðrir benda á að tugmilljónir uppflosn-
aðra bænda hópist nú til borganna, dulið at-
vinnuleysi sé farið að verða mikið vandamál
vegna þess að velferðarkerfið sé nær ekkert
fyrir hendi og fólkið því margt á vergangi.
Loks er bent á að flest stærstu iðnfyrirtækin
eru tröllvaxið erfðagóss frá tímum miðstýr-
ingar og áætlunarbúskapar, framleiðsla
þeirra er oft ónothæf og hlaðist upp í birgða-
geymslum. Sé beitt eðlilegum bókhalds-
reglum séu fyrirtækin sjálf löngu gjaldþrota.
Þarna sé risavaxið verkefni eftir óunnið og
óhjákvæmilegt að það eigi eftir að valda mikl-
um þjóðfélagsátökum.
En aðrir segja að nóg sé að heimsækja
landið til að sannfærast, í borgum strandhér-
aðanna sé allt á fleygiferð þótt hagtölur geti
verið vafasamar og efast megi um að mikið
hafi enn breyst í afskekktum landbúnaðarhér-
uðum. Aðeins hluti hinna 1.300 milljóna íbúa
fjölmennasta ríkis jarðar hafi enn sem komið
er fengið að njóta ávaxtanna af umbótastefnu
Dengs og arftaka hans.
Mannréttindi og harka
í utanríkismálum
Samfélagið í Kína er orðið opnara, gerðar
hafa verið umbætur á sumum sviðum mann-
réttinda en oft eru þau fótum troðin, er nóg að
minna á þrælkunarbúðirnar með hundruð
þúsunda fanga og ofsóknir gegn trúar- og
hugleiðslusamtökunum Falun Gong, einnig
dauðadómana sem eru fleiri en annars staðar
á byggðu bóli. Kommúnistaflokkurinn þolir
enga keppinauta, hann vill hafa undirtökin og
frjáls félagasamtök í vestrænum skilningi eru
ekki til. Hræðslan við hugmyndafræðilega
samkeppni hefur aukist eftir að sósíalisman-
um var kastað fyrir róða í reynd. Tjáning-
arfrelsið er sem fyrr heft. Og dómskerfið hef-
ur það ekki fyrir meginreglu að fólk sé
saklaust þar til sekt sé sönnuð. Því er öðru
nær, ef fólk er ákært er dómari líklegur til að
telja að sektin sé sönnuð. Í viðskiptum gilda
fremur kunningja- og ættartengsl en lög og
hafa erlendir kaupsýslumenn oft komist í
hann krappann af þessum sökum. En nú eru
Kínverjar gengnir í Heimsviðskiptastofn-
unina, WTO, og lofa bót og betrun.
Erfitt hefur reynst að fá Kínverja til að
semja um deilumál við grann-
þjóðir, t.d. um eignarhald á um-
deildum eyjum við strendur
landsins. Kínverjar vísa þá oft
til eigin korta og segja þau
sanna að umdeild svæði hafi
ávallt verið hluti Kínaveldis.
Þar sem landið er kjarnorku-
veldi er víða ótti meðal grannþjóðanna við að
Kínverjar muni ekki hika við að láta kné fylgja
kviði í framtíðinni ef þeir verða einhvern tíma
mesta stórveldi heims eins og margir spá.
Og framferði þeirra gagnvart Taívan, sem
þeir kalla uppreisnarhérað og hóta hernaðar-
innrás, Tíbet, þar sem þeir traðka á innlendri
menningu og banna landsmönnum að iðka trú
sína, einnig gagnvart múslímum í vesturhér-
uðunum og kristnum söfnuðum um landið allt
vekur ekki traust. Það bendir ekki til þess að
þeir álíti smáþjóðir eiga rétt sem geti skákað
hnefaréttinum.
Reuters
andaríkjaforseta í Shanghai í fyrra
s Asíu- og Kyrrahafsríkja.
einn
yndist
era
ottur“
alritari kommúnista-
r sérfræðingar að
í grein Kristjáns
reynst slungnari í
pinautarnir.
Kvað niður mót-
mæli í Shanghai
1989 án þess að
beita hernum
gegn stúdentum.
RONALD Lee Fleming erforstöðumaður og einnstofnenda The TownscapeInstitute, félagasamtaka
sem vinna að því að fegra og bæta
borgarumhverfi með áherslu á að
gefa viðkomandi stað þýðingu, t.d.
með því að skírskota til sögu staðar-
ins og sérstöðu hans. Fleming segir
mikilvægt að arkitektar, sagnfræð-
ingar, lista- og handverksmenn sam-
eini krafta sína við hönnun svæða í
þéttbýli. Hann var tilnefndur til Pulit-
zer-verðlauna árið 1982 fyrir bóka-
flokkinn The Power of Place þar sem
hann fjallar um hvernig borgarskipu-
lag og hönnun geti látið fólki líða eins
og það sé hluti af heildinni og láti um-
hverfið sig varða.
„Starf mitt þróaðist frá því að
hanna útlit bygginga og skipuleggja
þéttbýl svæði í það að finna þýðingu
staðanna sjálfra,“ segir Fleming.
Hann kom hingað til lands í boði
bandaríska sendiráðsins, til að ræða
við aðila innan borgarkerfisins, skipu-
lagsfræðinga og aðra sem áhuga hafa
á hönnun og skipulagsmálum. „Ekki
svo að Bandaríkjamenn séu svo gott
fordæmi í skipulagsmálum, við höfum
margar dauðar götur og
úthverfi, en þið getið lært
af mistökum okkar og af
þeim sigrum sem við höf-
um unnið við að skapa líf
og borgarbrag á stöðum
þar sem áður var ekkert
líf.“
Skírskotað
til sögunnar
Á fyrirlestri sem hann
hélt á morgunverðar-
fundi Reykjavíkurborgar
í samvinnu við Borgar-
fræðasetur nýlega sýndi
Fleming ljósmyndir sem
teknar voru víða um ver-
öld þar sem tekist hefur
að tengja byggingar og önnur mann-
virki staðnum þar sem þau er að
finna, gefa þeim þýðingu. Hann sýndi
ljósmyndir frá flugvelli í Bandaríkj-
unum þar sem í mósaíkflísum í gólf-
inu mátti sjá myndir úr dýraríkinu við
strendurnar í nágrenni flugvallarins.
Frá þýsku borginni Dresden sýndi
hann hvar mjólkurbrúsar voru hálf-
grafnir í gangstéttina á stað þar sem
mjólkin var afhent í gamla daga.
Þannig var skírskotað til sögu stað-
arins, verkið gaf götunni þýðingu og
tilgang. Hann segir að skipulag borga
verði að hjálpa fólki að glöggva sig á
umhverfinu og ná áttum. Hann segir
að upp á þetta vanti hér á Íslandi.
Fleming tekur fram að hann hafi ein-
ungis dvalið hér í stuttan tíma, en
glöggt er gests augað.
„Þið verðið að byrja á flugvellinum
í Keflavík, þar hefja flestir ferð sína
til borgarinnar. Fystu hughrifin
verða á flugvellinum en þar er ekkert
að finna sem gefur til kynna hvar í
heiminum þú ert. Flugstöðin er stór
og kröftug bygging sem hefur ýmsa
kosti, en ég leitaði eftir atriðum í
hönnun hússins sem gæfu til kynna
hvað ég ætti í vændum í heimsókn
minni til Íslands, en sá ekkert slíkt.“
Hljómskálagarðurinn
vannýttur
Fleming segir að hér virðist vanta
heildarsýn í skipulagsmálum. Á leið
til miðborgarinnar ók hann eftir
Miklubraut. Hann segir að heildar-
mynd vanti á götuna og segist myndu
vilja sjá röð trjáa við Miklubraut, eins
og er t.d. algengt í frönskum borgum.
Trén gætu minnt á rómverska her-
deild að marsera inn til borgarinnar,
einnig væri mikilvægt að planta
blómum við götuna. „Ég hef séð stór
tré hér þannig að ég veit að þetta er
mögulegt, kannski er fólk bara ekki
vant þessari hugmynd,“ segir Flem-
ing í samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að mörg atriði þurfi að
spila saman til að gera borgina ríkari,
fjölbreyttari og áhugaverðari. Aðal-
vandamálið sé þó hversu dreifð
byggðin er og segir mikilvægt að
þétta byggðina til að skapa líf í mið-
borginni. Þó þurfi að hafa ofan af fyrir
fólki í miðbænum þannig að það vilji
dvelja þar.
Hann tekur Hljómskálagarðinn
sem dæmi, segir að hann mætti nota
mun betur. „Ef þar væri aðstaða til að
halda útitónleika, þar væri kaffihús
og t.d. bakarí væri þar komin ákveðin
heild þar sem hver hlutur styddi hinn.
Hluta ársins er mikil birta allan sólar-
hringinn, en þið þyrftuð að hafa eins-
konar vetrargarð sem gæti verið gall-
erí úr gleri þar sem hægt væri að
hlusta á tónlist á kvöldin, innan um
blóm, þar sem fólki liði vel.“
Sérkenni Reykjavíkur
verði nýtt í hönnun
Fleming er mjög hrifin af smáum
hlutum í heildarmyndinni sem stuðla
að því að gefa hverjum stað þýðingu.
Hann segist hafa gaman af einföldum
og hversdagslegum hlutum, saman-
ber mjólkurbrúsana í Dresden. Mik-
ilvægir og nafntogaðir atburðir eða
menn þurfi ekki endilega að vera upp-
spretta slíkra hluta. Hann telur að í
Reykjavík mætti t.d. nota fiska meira
í hönnun, þar sem samfélagið byggist
á sjávarútvegi. T.d. mætti prýða hol-
ræsalok eða gangstéttarhellur með
myndum af fiskum. Einnig segir
hann að betur mætti nota íslenskt
grjót og það sem landið stendur fyrir.
„Ég get ímyndað mér röð gosbrunna
þar sem jarðhiti eða vatnsaflið væri
notað til að knýja áfram einhvern
mekanisma,“ segir Fleming.
Hvað varðar þessi litlu og
skemmtilegu atriði, eins og lok hol-
ræsa og gangstéttarhellur, segir
Fleming lista- og handverksmenn
skipta höfuðmáli. Hann vill að lista-
menn og sagnfræðingar verði hafðir
með í skipulagningu borgarhluta,
þeir taki þátt í að leysa vandamál sem
upp koma og spyrji sig spurninga
eins og hvernig megi koma þeim
skilaboðum til skila að í nágrenninu
sé sundlaug eða eitthvað í þeim dúr.
Hrúgu af þvotti á Laugaveg
„Einnig vantar upplýsingar um
sögu miðbæjarins, það mætti setja
upp gamlar myndir frá Laugavegin-
um og miðbænum, þannig að fólk geti
séð hvernig gatan var áður og hver
þróunin hefur verið.“ Þegar Fleming
er fræddur um að gatan dragi nafn
sitt af því að áður fyrr gengu konur
þennan veg með þvottinn á leið í laug-
arnar segir Fleming að t.d. mætti
hafa hrúgu af þvotti á bekk á Lauga-
vegi eða vinna listaverk út frá und-
irfötum, sokkum og öðrum þvotti frá
þessum tíma. „Sagna-
hefðin er arfleifð ís-
lensku þjóðarinnar og
það ætti að vera auð-
veldara að taka mýtur
og sögur úr umhverf-
inu inn í hönnun í eins-
leitu samfélagi eins og
Íslandi. Þetta er erf-
iðara í Bandaríkjun-
um þar sem sagan er
mjög flókin og þjóðin
samsett af mörgum
mismunandi hópum.“
Spurður um flug-
völlinn í Vatnsmýrinni
segir Fleming upp-
byggingu þar ekki
eiga eftir að bjarga
miðborginni. „Þið gætuð skipulagt
nýtt úthverfi sem er styttra frá mið-
bænum en önnur, en ætti ég að ráða
myndi ég frekar setja fjármagnið í
uppbyggingu í miðborginni sjálfri.
Þið munið á endanum byggja á flug-
vallarsvæðinu en verðið að skoða
hvernig þið viljið þétta byggðina. Ég
tel að það verði að skoða mjög vand-
lega þær hugmyndir sem eru uppi um
uppbyggingu í Skuggahverfi, ég er
handviss um að þar sé ekki búið að
finna réttu lausnina. Þar vantar opin
svæði þar sem allir, einnig íbúarnir í
nágrenninu, geta sest niður og haft
það huggulegt. Litir húsanna verða
einnig að pasa við borgarmyndina og
ég tel að það verði að gæta þess að
þessar háreistu byggingar muni ekki
skyggja á sólina fyrir aðrar bygging-
ar.“
Hvað þéttingu byggðar í miðbæn-
um varðar segir Fleming að ekki sé
nóg að fjölga íbúum, fjölbreytt af-
þreying verði að vera í boði. Hann
tekur dæmi um útileiki, einnig verði
að huga að því hvort sölumönnum
verði gert kleift að bjóða varning til
sölu á götunni, hvort vilji sé fyrir því
að setja upp markað um helgar.
Fleming segir að það sé alls ekki
orðið of seint að koma miðbænum til
bjargar, sérstaklega ef tekið er tillit
til fjölgunar íbúa á höfuðborgarsvæð-
inu. „En ef þið haldið áfram að gera
þau mistök að dreifa fólkinu út um all-
ar sveitir í leiðinleg úthverfi, mun
borgin aldrei fá skemmtilegan borg-
arblæ.Með því að skipuleggja
skemmtilega staði og fjölbreytta af-
þreyingu fyrir fólk getur miðbærinn
verið fullur af lífi frá morgni til
kvölds.“
Ronald Lee Fleming, skipulagsfræðingur
og forstöðumaður The Townscape Institute
Mikilvægt að
skírskotað sé til
sögunnar
Bandaríski skipulags-
fræðingurinn Ronald
Lee Fleming telur að
lista- og handverks-
menn þurfi að koma í
ríkari mæli að skipu-
lagningu borga. Til að
hver staður fái ákveðinn
tilgang og þýðingu segir
hann nauðsynlegt að
skírskotað sé til sög-
unnar. Í samtali við
Nínu Björk Jónsdóttur
nefnir hann t.d. fisk,
þvott og jarðhita sem
atriði sem hægt er að
líta til í Reykjavík.
nina@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís