Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 43

Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 43 Á góðum bíl í Danmörku Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. Flokkur A Opel Corsa kr. 3.500,- á dag (miðað við lágmarksleigu 7 daga) Flokkur A Opel Corsa kr. 4.700,- á dag (miðað við lágmarksleigu 3 daga) Einnig tilboð á öðrum tegundum bíla. Ef þú ert með farseðil til Kaupmanna- hafnar áttu möguleika á glaðningi. www.avis.is Við reynum betur CARLOS Ferrer, prestur og verkefnis- stjóri á biskupsstofu, birtir hinn 28. maí sl. svargrein við skrifum Hope Knútsson um trú og trúleysi. Þó greinin sé bæði gagnmerk og skemmtileg hef ég ýmislegt við hana að athuga: Carlos leyfir sér að stilla málum þannig upp að væg og efa- gjörn trú sé hið eðli- lega og heilbrigða ástand, en bókstafstrú og trúleysi öfgarnar. Og þegar lesandinn er búinn að kyngja því að þannig sé þetta nú bara, er enginn vandi að láta allt sem á eftir kemur hljóma mjög sannfærandi. En þar sem prest- urinn segist hallur undir efann langar mig að biðja hann að velta því fyrir sér hvort víst sé að þessu sé þannig farið. Getur kannski ver- ið að lýsing hans sé sambærileg við að segja kvef hið eðlilega ástand mannsins en heilbrigði jafnt sem háan sótthita sjúklegt ásigkomulag? Carlos segir guðfræðinámið hreinsa menn „af flestum áhrifum meintrar óskhyggju og sefjunar“. Ég leyfi mér að efast um að þetta sé rétt. Það sést best á hans eigin mál- flutningi. Hvað á hann t.d. við með „meintri“ óskhyggju? Getur verið að hann telji alls ekki um ósk- hyggju að ræða heldur sé þetta bara ljótt orð sem vondir menn vilja klína á lífsviðhorf hans? Hvernig getur maðurinn réttlætt fyrir sjálfum sér og öðrum að trú hans á hinn kristna guð sé eitt- hvað annað en óskhyggja? Væri ekki bara mun heiðarlegra af hon- um að viðurkenna að svo sé? Áfram heldur Carlos og segir þau rök, að trúin sé eingöngu sjálfssefjun, fjöldasefjun og ósk- hyggja, vera ósannfærandi, því það myndi þýða að trúfólk væri stöðugt í slíkum ham og gæti ekki hugsað sjálfstætt. Trúarástundun er að mínu viti fyrst og fremst tæki til að koma sér í annarlegt hugarástand. Það er tónlistariðkun reyndar líka, fjallaklifur, bíóferðir og hvaðeina sem skapar flæðisástand í vitund manna. Allt er þetta spurning um vellíðan. Og fyrir mér er það dag- ljóst að góð líðan sem skapast í kjölfar trúarástundunar hefur ekk- ert með tilvist æðri máttar að gera, hún er einfald- lega fengin á ná- kvæmlega sama hátt og hver önnur sælu- víma. Og það er með þessa vímu eins og aðra, menn verða mis- háðir henni. Kannski má líta svo á að þjóð- kirkjumenn séu eins konar helgarsukkarar í þessum efnum og því ekki í „viðvarandi annarlegu hugar- ástandi“ eins og Carl- os orðar svo skemmti- lega. Svo ræðst prestur- inn á vísindin: „En vísindaiðkun er eins og önnur mannanna verk háð áhuga og fjár- magni þeirra sem þau stunda [...] Ekki er víst að þau hafi áhuga á að leysa lífsgátuna.“ Hvað á Carlos við með þessu? Eru vísindin sem slík einhverjar verur með mannlegan vilja og skoðanir? Mér sýnist sem hér skorti tilfinnanlega á innsýn guð- fræðingsins, því vísindin eru þröngt skilgreind aðferðafræði með það eitt að markmiði að auka þekkingu mannanna á sjálfum sér og heiminum. Vísindunum er teflt fram gegn rakalausum fullyrðing- um um þessa hluti, staðhæfingum sem byggja á goðsögnum og fá- fræði einni saman. Ef misvitrir pólitíkusar og áhrifamenn ráðskast með það svigrúm sem þarf til að vísindastarf geti farið fram á hlut- lausum gagnrýnum forsendum, rýrir það ekki gildi vísindanna sjálfra sem aðferðar. Þessum spjótum Carlosar er í raun ekki beint gegn vísindaheiminum held- ur ráðamönnum og bissnissköllum. Presturinn hefur einnig á orði að ekki sé gefið að vísindin eigi „réttu verkfærin til að skera úr um allan sannleika og tilgang“. Burtséð frá því að hér gefur hann sér að það hljóti að vera tilgangur að baki lífinu og heiminum þá ber hann á borð þá reginfirru að eitt- hvað sé meira bogið við sannleiks- leit vísindanna en trúarbragðanna. Hvernig fær hann það út? Ef klerkurinn færi á stúfana og kynnti sér fyrir alvöru út á hvað vísindaleg aðferð gengur kæmi hann strax auga á að þar er að finna þau verkfæri sem ein er verjandi að beita við þá leit. Trúlausir aðhyllast ekki „efa- lausa trú á sannleikann“ eins og Carlos heldur fram. Þeir vita aftur á móti sem er að enginn maður sem fæðist hér á jörð hefur stóra- sannleik upp á vasann, hvorki Jes- ús né Múhameð, Baha’ullah eða Texas-Jesús. Trúlausir vita sem er að leiðin að sannleikanum, sé hann til sem sérstætt fyrirbæri, er ekki fólgin í að lúta foringjum sem segjast handhafar hans, heldur er svarið fólgið í gagnrýninni hlut- lausri leit. Carlos endar grein sína á að segja að til séu þau rök sem hjart- að og sálin greini. Þau séu handan vísindalegrar rökhyggju en geti þó verið allt eins skynsamleg og ást manna á fjölskyldu sinni. Hér skortir prestinn augljóslega fræðiþekkingu. Það sem hann eignar hér blóðpumpu vorri og þaðan af ólíklegri líffærum er ekk- ert annað en það sem í sálfræðinni er kallað innsæi. Og ég leyfi mér að fullyrða að þessi eiginleiki okk- ar mannanna sé alfarið afrakstur þess hve heilinn í okkur, þetta há- þróaða furðuverk, er fær í reikna út og ráða í þær aðstæður sem ríkja hverju sinni. Og ætli það sé ekki bara þetta sama innsæi sem veldur því að sumir verða trúleysingjar, ef til vill í kjölfar þess að horfa upp á samborgara sína sýna af sér af- káralega hegðun á gersamlega óskynsamlegum forsendum. Því þegar á allt er litið er trú- arástundun ekkert annað en sér- kennileg hegðun. Hugsaðu um það, kæri Carlos, næst þegar þú ferð í hvíta búninginn þinn, skreyttan miðaldaflúri, og bíður þess að stíga inn á altarið, hvers konar at- ferli það er sem þú ert um það bil að fara að hafa í frammi. Er það mikilvægt friðþægingarritúal fyrir þann guð sem þú ert umboðsmað- ur fyrir (og hví ætti hann að hafa þörf fyrir slíkt?) eða er þetta kannski gersamlega innihaldslaus forneskja sem aðeins hefur ein- hverja æðri merkingu í hugum þeirra sem ánetjast hafa staðlaus- um stöfum? Af viðvarandi annar- legu hugarástandi Birgir Baldursson Trúmál Trúarástundun er að mínu viti, segir Birgir Baldursson, fyrst og fremst tæki til að koma sér í annarlegt hugarástand. Höfundur er tónlistarmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.