Morgunblaðið - 13.06.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 13.06.2002, Qupperneq 56
56 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í SÍÐASTA mánuði sótti ég Ísland heim ásamt unnustu minni og barnabarni hennar og nutum við fegurðar landsins og gestrisni fólks- ins heima. En er ferðalagið var á enda kom heldur betur babb í bát- inn. Þannig var að við höfðum fyllt bif- reiðina af eldsneyti áður en lagt var af stað frá Neskaupstað, en á leið- inni voru það umfangsmiklar vega- framkvæmdir að eyðslan varð meiri. Til að bæta gráu ofan á svart var þetta á uppstigningardag og benz- ínstöðvar lokaðar. Slíkt hefði ekki átt að skipta máli þar sem uppi á Héraði eru sjálfsalar sem taka bæði fé og kort. En því miður eru menn ekki eins menntaðir þegar að suðausturhorninu dregur og suður með landinu. Engan sjálfsala sá ég fyrr en á Kirkjubæjarklaustri og neitaði lyklaborðið að virka. Miðað við af- lesturinn á benzínmælinum myndi vanta 10 km upp á að ég næði til Víkur í Mýrdal. Því miður hafði ég á réttu að standa, því að við afleggjarann að Hjörleifshöfða drapst á bílnum. Almættið hins vegar bænheyrði unnustu mína og stoppaði Finnur Torfi Stefánsson fyrir okkur og ók aftur til Víkur. Þar var svipað uppi á teningnum að einungis hluti af lyklaborðinu virkaði. Finnur sýndi okkur þann kærleik að nota sitt kort og greiddum við honum í reiðufé. Því miður gat hann ekki ekið okkur til baka þar sem hann var með hrossakerru í eftir- dragi. Vildi svo til að skyldmenni Finns bjó í Vík og sló hann á þráð- inn til hans og ók hann okkur til baka. Var ætlun hans að nota sitt kort til að liðsinna okkur en því mið- ur mundi hann ekki lykilnúmerið og brá hann þá undir sig betri fætinum og náði í vinkonu sína sem reddaði málunum. Komumst við loks í bæinn um kl. 02.00. Þar sem ég hafði ekki rænu á því að taka niður heimilisföng get ég ekki komið á framfæri skriflegu þakklæti. Þætti mér því vænt um ef Morgunblaðið gæti komið þessu bréfi á framfæri með kæru þakklæti fyrir björgun og kærleiksríka fram- komu. Olíufélögunum vil ég hins vegar benda á að koma sjálfsölum sínum og afgreiðslukössum í lag áður en ferðamannatíminn fer í gang þar sem þetta var ekki góð landkynning af þeirra hálfu (nema á Austur- landi). Allra virðingarfyllst, SIGURJÓN HELGI KRISTJÁNSSON, 28 Vinery Grove, Denton, Manchester. Þakkir fyrir veitta aðstoð Frá Sigurjóni Helga Kristjánssyni: Í MORGUNBLAÐINU 11. júní birtist bréf eftir Reyni Smára Atla- son, nema í Menntaskólanum á Ak- ureyri, um eyðslusemi embætta. Þar segir meðal annars: „Á sínum tíma þegar Windows 98-stýrikerfið var þýtt á íslensku sáu íslenskir embætt- ismenn ekki annað í stöðunni en að senda einhvern ráðherra utan, Björn Bjarnason menntamálaráðherra.“ Fullyrðing Reynis Smára um ut- anferð mína af þessu tilefni er úr lausu lofti gripin. Fundi með fulltrú- um Microsoft vegna þessa máls átti ég hér á landi. Þá skal þess getið, að Microsoft hefur staðið undir kostn- aði við að íslenska stýrikerfi sitt. Sjálfsagt er að veita stjórnvöldum aðhald. Gagnrýni missir hins vegar marks, ef farið er rangt með stað- reyndir, þegar það er tíundað, sem þykir ámælisvert. BJÖRN BJARNASON. Svarbréf Frá Birni Bjarnasyni: VEGNA ákvörðunar forseta Íslands og íslensku ríkisstjórnarinnar, að bjóða forseta kínverska alþýðulýð- veldisins, Jiang Zemin, í opinbera heimsókn til Íslands, mótmælum við harðlega þeim afleiðingum sem sú ákvörðun virðist ætla að hafa í för með sér. Íslendingar hafa til þessa talið sig vera hátt skrifaða hvað mannréttindi og tjáningarfrelsi varðar. Því þykir okkur miður að þetta stolt okkar sé dregið niður á stig fasisma, sem virð- ir í engu þessi réttindi. Að meina óvopnuðu og friðelskandi fólki inn- göngu í landið af hræðslu við að það komi skoðunum sínum á framfæri en hleypa í stað þess inn tugum vopn- aðra lífvarða virðist ekki rökrétt. En fulltrúar dómsmálaráðuneytis hafa opinberlega greint frá hræðslu sinni yfir að þeir muni beita vopnum sín- um. Ef Íslendingar og erlendir gestir eiga á hættu að verða fyrir skoti líf- varða erlendra gesta hefur ástkæra landið okkar tekið miklum breyting- um í átt til hins verra. Vonandi endurtekur þessi leikur sig aldrei aftur. Með vinsemd og virðingu, VALDIMAR FJÖRNIR HEIÐARSSON og JÓHANNA HELGADÓTTIR, Fornhaga 22, 107 Reykjavík. Opið bréf til forseta Íslands og ráðherra Frá Valdimar Fjörni Heiðarssyni og Jóhönnu Helgadóttur:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.