Morgunblaðið - 22.06.2002, Side 19

Morgunblaðið - 22.06.2002, Side 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 19 MEISTARINN.IS N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 0 6 7 1 1 • s ia .is Nánari upplýsingar á www.lv.is og í síma 515 9000. Bakhjarl Þjóðminjasafns Íslands „Hvað er með Ásum?“ Sýning á verkum Hallsteins Sigurðssonar, myndhöggvara. Ferð um goðheima í Laxárstöð í Aðaldal. Aflið í Soginu Óvænt sjónarhorn á samband manns og náttúru á sýningu í Ljósafossstöð við Sogið. Í Hrauneyjafossstöð er sýning á tillögum sex listamanna að útilistaverkum við Vatnsfellsstöð. Kynnist starfseminni í Blöndustöð, Kröflustöð og Búrfellsstöð. Opið alla virka daga frá klukkan 13 til 17 en 13 til 18 um helgar (12.30 til 15.30 í Kröflu).  Aðgangur ókeypis. Verið velkomin! ... er heimsókn til Landsvirkjunar! Hápunktur ferðarinnar ... HELDUR færri voru á atvinnuleys- isskrá á Akureyri í lok síðasta mán- aðar en á sama tíma í mánuðinum á undan, samkvæmt yfirliti Vinnu- málastofnunar. Þó versnaði staða kvenna nokkuð, því konum fjölgaði um 15 á skrá en körlum fækkaði um 23. Alls voru 222 á atvinnuleysis- skránni í lok síðasta mánaðar, 105 karlar og 117 konur. Þetta eru jafn- framt 63 fleiri en voru á skránni á sama tíma í fyrra. Gott ástand í Dalvíkurbyggð Atvinnuástandið í Dalvíkurbyggð er jafnan nokkuð gott en þar voru 13 á atvinnuleysisskrá í lok síðasta mánaðar, 8 karlar og 5 konur. At- vinnulausum fækkaði um fjóra frá mánuðinum á undan og er sú fækkun eingöngu hjá körlum. Þá er þetta jafnframt fjórum færra en voru á skrá í sveitarfélaginu á sama tíma í fyrra. Í Ólafsfirði fækkaði um 9 á at- vinnuleysisskrá milli mánaða en í lok síðasta mánaðar voru 48 á skrá, 21 karl og 27 konur. Þetta eru hins veg- ar 25 fleiri en voru á skrá á sama tíma í fyrra. Í Hrísey voru 7 manns á atvinnuleysisskrá í lok síðasta mán- aðar, einn karl og 6 konur. Atvinnuástand í Eyjafirði Heldur færri atvinnulausir GOÐAFOSS, vöruflutningaskip Eimskips, kom til Akureyrar um hádegisbil í gær til að losa og lesta vörur hjá félaginu. Goðafoss og systurskipið Dettifoss eru stærstu skip íslenska kaupskipaflotans í siglingum til og frá landinu og er Goðafoss jafnframt stærsta vöru- flutningaskip sem komið hefur til Akureyrar. Skipið er 166 metra langt og tæp- lega 15.000 brúttólestir að stærð og er lestunargetan um 1.500 gáma- einingar. Á myndinni sést Goðafoss við Oddeyrarbryggju en úti á Poll- inum siglir smábátur og eins og sjá má er stærðarmunurinn mikill. Mikill stærð- armunur Morgunblaðið/Kristján NÝ heimasíða Akureyrarbæjar hefur verið opnuð. Nýja síðan er mun víðtækari og umfangs- meiri en áður var. Markmiðið er að þjóna bæjarbúum, ferða- fólki og þeim sem til bæjarins vilja flytja. Þannig er nú mun meiri áhersla lögð á fréttir, afþrey- ingu og menningu. Allt sem áð- ur var að finna á heimasíðu bæjarins er þó enn aðgengilegt. Það var Atómstöðin sem vann nýju heimasíðuna ásamt starfs- fólki bæjarins og starfsmönn- um Athygli á Akureyri. Akureyrarbær Ný heimasíða AÐALFUNDUR Samtaka um nátt- úruvernd á Norðurlandi, SUNN, sem haldinn var nýlega, vakti at- hygli á því að á Akureyri er ekki starfrækt náttúrugripasafn. Slík söfn séu rekin af myndarskap á Húsavík og Ólafsfirði, „og ekki er vansalaust að áratuga uppbygging- ar- og vísindastarf Náttúrugripa- safnsins á Akureyri sé geymt í köss- um svo árum skiptir og það án þess að sjáist fyrir endann á því ástandi,“ segir í ályktun SUNN. Skoraði fundurinn á Akureyrarbæ og aðra þá sem láta sig málið varða að koma náttúrugripasafni upp á Akureyri sem allra fyrst þannig að almenningur, nemendur á öllum skólastigum og ferðamenn geti séð náttúrugripi í návígi og fræðst um íslenska náttúru. SUNN um náttúru- gripasafn á Akureyri Áratuga vís- indastarf geymt í kössum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.