Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 19 MEISTARINN.IS N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 0 6 7 1 1 • s ia .is Nánari upplýsingar á www.lv.is og í síma 515 9000. Bakhjarl Þjóðminjasafns Íslands „Hvað er með Ásum?“ Sýning á verkum Hallsteins Sigurðssonar, myndhöggvara. Ferð um goðheima í Laxárstöð í Aðaldal. Aflið í Soginu Óvænt sjónarhorn á samband manns og náttúru á sýningu í Ljósafossstöð við Sogið. Í Hrauneyjafossstöð er sýning á tillögum sex listamanna að útilistaverkum við Vatnsfellsstöð. Kynnist starfseminni í Blöndustöð, Kröflustöð og Búrfellsstöð. Opið alla virka daga frá klukkan 13 til 17 en 13 til 18 um helgar (12.30 til 15.30 í Kröflu).  Aðgangur ókeypis. Verið velkomin! ... er heimsókn til Landsvirkjunar! Hápunktur ferðarinnar ... HELDUR færri voru á atvinnuleys- isskrá á Akureyri í lok síðasta mán- aðar en á sama tíma í mánuðinum á undan, samkvæmt yfirliti Vinnu- málastofnunar. Þó versnaði staða kvenna nokkuð, því konum fjölgaði um 15 á skrá en körlum fækkaði um 23. Alls voru 222 á atvinnuleysis- skránni í lok síðasta mánaðar, 105 karlar og 117 konur. Þetta eru jafn- framt 63 fleiri en voru á skránni á sama tíma í fyrra. Gott ástand í Dalvíkurbyggð Atvinnuástandið í Dalvíkurbyggð er jafnan nokkuð gott en þar voru 13 á atvinnuleysisskrá í lok síðasta mánaðar, 8 karlar og 5 konur. At- vinnulausum fækkaði um fjóra frá mánuðinum á undan og er sú fækkun eingöngu hjá körlum. Þá er þetta jafnframt fjórum færra en voru á skrá í sveitarfélaginu á sama tíma í fyrra. Í Ólafsfirði fækkaði um 9 á at- vinnuleysisskrá milli mánaða en í lok síðasta mánaðar voru 48 á skrá, 21 karl og 27 konur. Þetta eru hins veg- ar 25 fleiri en voru á skrá á sama tíma í fyrra. Í Hrísey voru 7 manns á atvinnuleysisskrá í lok síðasta mán- aðar, einn karl og 6 konur. Atvinnuástand í Eyjafirði Heldur færri atvinnulausir GOÐAFOSS, vöruflutningaskip Eimskips, kom til Akureyrar um hádegisbil í gær til að losa og lesta vörur hjá félaginu. Goðafoss og systurskipið Dettifoss eru stærstu skip íslenska kaupskipaflotans í siglingum til og frá landinu og er Goðafoss jafnframt stærsta vöru- flutningaskip sem komið hefur til Akureyrar. Skipið er 166 metra langt og tæp- lega 15.000 brúttólestir að stærð og er lestunargetan um 1.500 gáma- einingar. Á myndinni sést Goðafoss við Oddeyrarbryggju en úti á Poll- inum siglir smábátur og eins og sjá má er stærðarmunurinn mikill. Mikill stærð- armunur Morgunblaðið/Kristján NÝ heimasíða Akureyrarbæjar hefur verið opnuð. Nýja síðan er mun víðtækari og umfangs- meiri en áður var. Markmiðið er að þjóna bæjarbúum, ferða- fólki og þeim sem til bæjarins vilja flytja. Þannig er nú mun meiri áhersla lögð á fréttir, afþrey- ingu og menningu. Allt sem áð- ur var að finna á heimasíðu bæjarins er þó enn aðgengilegt. Það var Atómstöðin sem vann nýju heimasíðuna ásamt starfs- fólki bæjarins og starfsmönn- um Athygli á Akureyri. Akureyrarbær Ný heimasíða AÐALFUNDUR Samtaka um nátt- úruvernd á Norðurlandi, SUNN, sem haldinn var nýlega, vakti at- hygli á því að á Akureyri er ekki starfrækt náttúrugripasafn. Slík söfn séu rekin af myndarskap á Húsavík og Ólafsfirði, „og ekki er vansalaust að áratuga uppbygging- ar- og vísindastarf Náttúrugripa- safnsins á Akureyri sé geymt í köss- um svo árum skiptir og það án þess að sjáist fyrir endann á því ástandi,“ segir í ályktun SUNN. Skoraði fundurinn á Akureyrarbæ og aðra þá sem láta sig málið varða að koma náttúrugripasafni upp á Akureyri sem allra fyrst þannig að almenningur, nemendur á öllum skólastigum og ferðamenn geti séð náttúrugripi í návígi og fræðst um íslenska náttúru. SUNN um náttúru- gripasafn á Akureyri Áratuga vís- indastarf geymt í kössum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.