Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 39

Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 39
uðborgarsvæðinu og fólk myndi dreifast um landsbyggðina til að veiða sér til matar ætti þá að „af- skrifa“ það út úr þjóðskránni vegna þess að það hefði ekki tilkynnt Hag- stofunni að það hefði farið í matar- leit? Fram hefur komið síðustu mánuði að horaður þorskur sé við Vestfirði og á Húnaflóa. Sérfræðingar Haf- rannsóknastofnunar svara þá „að holdafar þorsks sé að meðaltali ágætt“. Þeir vita þetta allt best, inni- lokaðir inní gagnagrunninum á Skúlagötu 4 og ... allir trúa því! Kynþroska undirmálsþorskur Síðustu ár hefur veiðst meira af 40-60 cm kynþroska smáþorski en áður. Þessi kynþroska smáþorskur virðist hrygna einu sinni og drepast! Staðreyndin er, að töluvert magn smáþorsks hverfur (týnist) út úr gögnum Hafrannsóknastofnunar milli ára. Á Skúlagötu 4 eru þessi frá- vik milli mælinga (týndur þorskur) metin með eftirfarandi faglegum hætti: Fíni gagnagrunnurinn er látinn endurreikna fyrri mælingar áranna á undan. Smáþorskur sem hrygnir á undan áætlun og drepst, er reiknað- ur uppá nýtt í gagnagrunninum – að sá smáþorskur sem vantar hafi aldrei verið til !!! – þótt hann hafi mælst til fyrir 2-3 og 4 árum og þannig verður til „ofmat“ ... Síðasta mæling er sú eina rétta en hinar vitlausar og ... all- ir trúa því! Hækkaður dánarstuðull? Stranglega er gætt að því að ekki sé ræddur sá möguleiki að dánar- stuðull hafi hækkað úr áætluðum 20% í allt að 40% vegna offriðunar (fæðuskorts) og það sé hin rökrétta skýring á „týndum“ þorski í dag. Það er þó búið að viðurkenna (að einhverju leyti) að slíkt hafi gerst við Labrador við 20% veiðiálag þar sem þorskstofninn hrundi úr hor við til- raunina ... en bannað er að trúa öðr- um en „viðurkenndum vísindamönn- um“ og ... allir trúa því! Niðurstaða Niðurstaðan er að allir trúa „við- urkenndum vísindamönnum“, sem hafa farið á hlýðninámskeið í vitlaust forrituðum gagnagrunni. Alþjóða- hafrannsóknaráðið í Kaupmanna- höfn hefur fengið yfirþjóðlegt vald yfir öllum útreikningsaðferðum á Skúlagötu 4 (án samþykkis Alþingis) og ritskoðar árlega útreikninga gagnagrunnsins áður en það má birta „álit Hafrannsóknastofnunar“ um stærð þorskstofnsins hérlendis! Að þessu leyti hefur vald um aflahámark í þorski verið framselt til Kaupmannahafnar, þrátt fyrir sí- gilda umræðu um fullt og óskorað vald Íslendinga yfir fiskimiðunum. Reynslan af því að framselja ráðgjöf og útreikninga til Alþjóðahvalveiði- ráðsins er líka svo yndisleg fyrir- mynd og ... allir trúa því! Lítil fórn! Áframhaldandi staurblind notkun gagnagrunnsins, sem er ritskoðaður í Kaupmannahöfn, getur vart annað en eyðilagt flest smærri sjávarþorp á Íslandi. Er forsvaranlegt að fórna þessum samfélögum og tilheyrandi verðmæt- um og menningu á altari þessa „vís- indalega“ gagnagrunns? Kannski bara vegna þess að það er líka búið að reikna það út í fiskihagfræði í Há- skóla Íslands, byggt á gagnagrunn- inum, að fórn á þessum blessuðum sjávarþorpum sé bara skítur á priki, miðað við alla „hagræðinguna“ sem fæst og ... allir trúa því! Fiskveiðistjórnun Áframhaldandi staur- blind notkun gagna- grunnsins, sem er rit- skoðaður í Kaup- mannahöfn, segir Kristinn Pétursson, getur vart annað en eyðilagt flest smærri sjávarþorp á Íslandi. Höfundur rekur fiskverkun í litlu sjávarþorpi – kristinn@gunnolfur.is. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 39 w w w .d es ig n. is © 2 00 2 Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið: mán. - fös. frá kl. 10-18 Lokað á laugardögum í sumar HVAÐ ER LANGT SÍÐAN ÞÚ.... Í .... .....SVAFST SVONA VEL ?..... Júnítilboð á stillanlegum rúmum með Tempur heilsudýnunni Stillanlegur hnakkapúði Teppasett á miklum afslætti í júní Lúxus hægindastólar 10-20% afsláttur G r a v i t y Z e r o Horft á HM SofiðUnnið Morgun- matinn Slappað af Lesið Uppskrift að góðri helgi 1 stk. agúrka 1 dós hreint jógúrt 1 stk. hvítlauksgeiri sjávarsalt nokkrar strengjabaunir til skreytingar (má sleppa) Sneiðið agúrkuna niður og fjarlægið kjarnann. Stráið saltinu yfir, látið standa í 5 mín. og skolið síðan gúrkuna. Saxið hvítlaukinn fínt og blandið saman við jógúrtið. Raðið gúrkusneiðunum á disk, hellið jógúrtsósunni yfir (skreytið með strengjabaunum ef vill) og látið standa í hálfa til eina klst. í kæli. Með því að strá grófu salti yfir gúrkuna og láta standa í stutta stund verður gúrkan stökk. Gott er að nota agúrkur sem nasl fyrir börnin á milli mála. Gúrkuturnar „tzatziki“ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S G RA 1 80 33 06 /2 00 2 - alltaf 1/3 Hafðu hollustuna með Íslenskt grænmeti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.