Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 39
uðborgarsvæðinu og fólk myndi dreifast um landsbyggðina til að veiða sér til matar ætti þá að „af- skrifa“ það út úr þjóðskránni vegna þess að það hefði ekki tilkynnt Hag- stofunni að það hefði farið í matar- leit? Fram hefur komið síðustu mánuði að horaður þorskur sé við Vestfirði og á Húnaflóa. Sérfræðingar Haf- rannsóknastofnunar svara þá „að holdafar þorsks sé að meðaltali ágætt“. Þeir vita þetta allt best, inni- lokaðir inní gagnagrunninum á Skúlagötu 4 og ... allir trúa því! Kynþroska undirmálsþorskur Síðustu ár hefur veiðst meira af 40-60 cm kynþroska smáþorski en áður. Þessi kynþroska smáþorskur virðist hrygna einu sinni og drepast! Staðreyndin er, að töluvert magn smáþorsks hverfur (týnist) út úr gögnum Hafrannsóknastofnunar milli ára. Á Skúlagötu 4 eru þessi frá- vik milli mælinga (týndur þorskur) metin með eftirfarandi faglegum hætti: Fíni gagnagrunnurinn er látinn endurreikna fyrri mælingar áranna á undan. Smáþorskur sem hrygnir á undan áætlun og drepst, er reiknað- ur uppá nýtt í gagnagrunninum – að sá smáþorskur sem vantar hafi aldrei verið til !!! – þótt hann hafi mælst til fyrir 2-3 og 4 árum og þannig verður til „ofmat“ ... Síðasta mæling er sú eina rétta en hinar vitlausar og ... all- ir trúa því! Hækkaður dánarstuðull? Stranglega er gætt að því að ekki sé ræddur sá möguleiki að dánar- stuðull hafi hækkað úr áætluðum 20% í allt að 40% vegna offriðunar (fæðuskorts) og það sé hin rökrétta skýring á „týndum“ þorski í dag. Það er þó búið að viðurkenna (að einhverju leyti) að slíkt hafi gerst við Labrador við 20% veiðiálag þar sem þorskstofninn hrundi úr hor við til- raunina ... en bannað er að trúa öðr- um en „viðurkenndum vísindamönn- um“ og ... allir trúa því! Niðurstaða Niðurstaðan er að allir trúa „við- urkenndum vísindamönnum“, sem hafa farið á hlýðninámskeið í vitlaust forrituðum gagnagrunni. Alþjóða- hafrannsóknaráðið í Kaupmanna- höfn hefur fengið yfirþjóðlegt vald yfir öllum útreikningsaðferðum á Skúlagötu 4 (án samþykkis Alþingis) og ritskoðar árlega útreikninga gagnagrunnsins áður en það má birta „álit Hafrannsóknastofnunar“ um stærð þorskstofnsins hérlendis! Að þessu leyti hefur vald um aflahámark í þorski verið framselt til Kaupmannahafnar, þrátt fyrir sí- gilda umræðu um fullt og óskorað vald Íslendinga yfir fiskimiðunum. Reynslan af því að framselja ráðgjöf og útreikninga til Alþjóðahvalveiði- ráðsins er líka svo yndisleg fyrir- mynd og ... allir trúa því! Lítil fórn! Áframhaldandi staurblind notkun gagnagrunnsins, sem er ritskoðaður í Kaupmannahöfn, getur vart annað en eyðilagt flest smærri sjávarþorp á Íslandi. Er forsvaranlegt að fórna þessum samfélögum og tilheyrandi verðmæt- um og menningu á altari þessa „vís- indalega“ gagnagrunns? Kannski bara vegna þess að það er líka búið að reikna það út í fiskihagfræði í Há- skóla Íslands, byggt á gagnagrunn- inum, að fórn á þessum blessuðum sjávarþorpum sé bara skítur á priki, miðað við alla „hagræðinguna“ sem fæst og ... allir trúa því! Fiskveiðistjórnun Áframhaldandi staur- blind notkun gagna- grunnsins, sem er rit- skoðaður í Kaup- mannahöfn, segir Kristinn Pétursson, getur vart annað en eyðilagt flest smærri sjávarþorp á Íslandi. Höfundur rekur fiskverkun í litlu sjávarþorpi – kristinn@gunnolfur.is. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 39 w w w .d es ig n. is © 2 00 2 Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið: mán. - fös. frá kl. 10-18 Lokað á laugardögum í sumar HVAÐ ER LANGT SÍÐAN ÞÚ.... Í .... .....SVAFST SVONA VEL ?..... Júnítilboð á stillanlegum rúmum með Tempur heilsudýnunni Stillanlegur hnakkapúði Teppasett á miklum afslætti í júní Lúxus hægindastólar 10-20% afsláttur G r a v i t y Z e r o Horft á HM SofiðUnnið Morgun- matinn Slappað af Lesið Uppskrift að góðri helgi 1 stk. agúrka 1 dós hreint jógúrt 1 stk. hvítlauksgeiri sjávarsalt nokkrar strengjabaunir til skreytingar (má sleppa) Sneiðið agúrkuna niður og fjarlægið kjarnann. Stráið saltinu yfir, látið standa í 5 mín. og skolið síðan gúrkuna. Saxið hvítlaukinn fínt og blandið saman við jógúrtið. Raðið gúrkusneiðunum á disk, hellið jógúrtsósunni yfir (skreytið með strengjabaunum ef vill) og látið standa í hálfa til eina klst. í kæli. Með því að strá grófu salti yfir gúrkuna og láta standa í stutta stund verður gúrkan stökk. Gott er að nota agúrkur sem nasl fyrir börnin á milli mála. Gúrkuturnar „tzatziki“ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S G RA 1 80 33 06 /2 00 2 - alltaf 1/3 Hafðu hollustuna með Íslenskt grænmeti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.