Morgunblaðið - 30.06.2002, Page 11

Morgunblaðið - 30.06.2002, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 11 unin verði sú að uppsjávarfiskurinn verði fluttur að hluta til út í formi laxaafurða eða annars eldisfisks og verðmætin aukin með því. Við þurfum líka að velta fyrir okkur þróun á neyzlumynstri fólks almennt. Það er ljóst að neyzla á ferskum afurðum hefur vaxið gríð- arlega, bæði hér á landi og erlendis. Það hefur gengið mjög vel að svara þessari eftirspurn í laxinum. Dreifileiðir eru mjög góðar og afurðir frábærar. Það má taka dæmi um lax sem alinn er í Norður-Noregi og er kominn í dreifingu í Kína um tveimur sólarhringum eftir að honum er slátrað. Það sem laxinn hefur fram yfir þorskinn er að meira hefur verið lagt í dreifi- leiðir og markaðssetningu.“ Markaðssetning og sala mikilvægasti þátturinn Hvernig sérðu fyrir þér þróun íslenzks sjávar- útvegs í framtíðinni? „Ég held að í framtíðinni byggist sjávar- útvegur á Íslandi bæði á veiðum og eldi. Þró- unin á eftir að ráðast mikið af því hvernig okk- ur tekst til í eldinu og jafnframt við að selja afurðirnar og dreifa þeim. Við getum rifizt endalaust um fiskveiðistjórnun á Íslandi en gleymum gjarnan mikilvægasta þættinum sem er markaðssetningin og salan. Okkur hættir til að finnast það alveg sjálfsagt að úti í heimi bíði fólk í röðum eftir fiskinum okkar og að við getum bara hagað okkur eins og okkur sýnist varðandi afhendingu. En það er ekkert einfalt að selja vörur. Við getum tekið nærtækt dæmi um sölu á íslenzku lambakjöti. Við erum búin að fá af því fréttir í mörg ár hve mikið sé búið að gera í útflutningi og markaðssetningu á lambakjöti. Við segj- umst vera með heimsins bezta lambakjöt og árlega koma fréttir um að verið sé að selja það hingað og þangað og það nýjasta sem lífrænt alið. Það er stöðugt verið að vinna í þessu en árangurinn er sama og enginn. Það er enginn tilbúinn til að taka við þessu kjöti þegar okkur þóknast á því verði sem stendur undir fram- leiðslukostnaði, hvað þá markaðssetningu. Hilluplássið bíður ekkert eftir okkur Það er svipað varðandi fiskinn. Á síðustu ár- um hefur það breytzt verulega hvernig vörum er dreift. Stórmarkaðirnir ráða orðið ferðinni og baráttan snýst um það að komast inn í verzlanir og fá ákveðið hillupláss. Staðan er svo sú að menn fá ákveðið pláss, en ef varan selst ekki nógu mikið, dettur hún einfaldlega út. Til að komast inn með nýja vöru, verður önnur oftast að víkja. Nú miðast öll viðskipti við það, hvort sem um er að ræða frystar eða ferskar afurðir, að geta staðið við afhendingar. Það sama á við þá vinnslu sem við erum með í frystihúsinu á Dal- vík. Þar snýst framleiðslan um það að geta af- hent umsamið magn með jöfnum gæðum á ákveðnum tíma. Við erum til dæmis að senda út ferskan fisk fjóra daga í hverri viku og það verðum við að gera allar vikur ársins. Hlutirnir ganga ekki þannig fyrir sig að einn daginn sé hillan í stór- markaðinum tóm og full hinn. Hilluplássið bíð- ur ekkert eftir okkur. Þá kemur að því hvort framleiðslufyrirtæk- in eru fær um að mæta þessum kröfum kaup- enda. Það fer eftir því hvernig þau eru byggð upp hvaða aðgang þau hafa að veiðiheimildum og svo framvegis. Þetta hefur mikið að segja um það hvernig gengur að selja afurðirnar. Ég held að þessar kröfur að utan muni einar sér valda því að fyrirtækjum mun fækka og þau stækka. Þróunin verður því að mínu mati sú að millistóru fyrirtækin detti út og eftir standi stærri fyrirtæki og svo nokkur fjöldi smárra fyrirtækja.“ Mikil fjölgun hraðfiskibáta Hvernig sérðu fyrir þér þróun veiða næstu ár- in, mun sóknin breytast og verður hlutur smá- báta enn stærri en hann er í dag? „Fjöldi hraðfiskibáta er orðinn mjög mikill og það er sífellt verið að taka veiðiheimildir af stærri skipum. Þessir bátar höfðu 3% af þorskkvótanum við upphaf kvótakerfisins og eru komnir upp í 28%. Það er alveg ljóst að eftir því sem útgerðum hraðfiskibáta fjölgar verður þar til öflugur þrýstihópur. Það er búið að færa óhemju aflaheimildir af stærri skip- unum yfir á þessa báta. Einu sinni var það þannig að sögn talsmanna hraðfiskibáta að stóru skipin væru óhagkvæm og við yrðum að bera ábyrgð á fjárfestingum okkar. Nú virðist mér að búið sé að snúa þessu við, þegar kemur að hraðfiskibátunum. Það verður alltaf að auka afla þeirra, svo þeir geti staðið undir miklum offjárfestingum. Það er rétt að á ákveðnum stöðum hefur fiskvinnsla verið að minnka, ekki bara á Vest- fjörðum. Þar má líka taka dæmi um Hauganes við Eyjafjörð, Seyðisfjörð og fleiri staði. Það er ekkert stærri útgerðunum að kenna. Afla- heimildir hafa einfaldlega dregizt saman og standa ekki undir þeim fjölda fiskvinnsluhúsa sem hér var áður, meðal annars vegna stór- aukinna krafna kaupenda og stjórnvalda til að tryggja heilnæmi framleiðslunnar. Nú hafa fyrirtæki við Eyjafjörð aðgang að allt að 35.000 tonnum af þorski samanborið við 45.000 til 50.000 tonn á árum áður. Það er búið að taka 25% af aflaheimildum og færa þær á hraðfiskibátana. Auðvitað mæta menn þessu með því að fækka skipum og minnka þannig skipastólinn. Rangt að útgerð hraðfiskibáta skapi meiri vinnu Þau rök að útgerð hraðfiskibáta skapi meiri vinnu eru að mínu mati röng. Hraðfiskibát- arnir skapa ekkert meiri vinnu í landi en önn- ur fiskiskip og bátar. Þegar litið er á það hvað útgerðir stóru skipanna eru að greiða í laun, viðhald og þjónustu og skapa í samfélaginu, kemur í ljós að samfélagið mun ekkert hagn- ast á því að aflinn verði í meira mæli en nú sóttur á hraðfiskibátum. Í því ljósi þarf að huga að gæðamálum. Það er ekki hægt að gera slakan fisk góðan í landi. Það eru fyrst og fremst hraðfiskibátar sem koma með óísaðan fisk að landi. Á heildina litið er það staðreynd að það kemur betri afli í land af stærri skipunum. Er eitthvað verra að full- vinna fisk af stórum skipum á Akureyri en vinna hann á Vestfjörðum að hluta til með er- lendu farandverkafólki? Þetta eru atriði sem þarf að ræða af hreinskilni en ekki út frá þröngum hagsmunum. Sókn út fyrir landhelgina aðeins fær stærri skipum Við getum tekið dæmi um aflaheimildir sem við höfum verið að vinna okkur inn utan lög- sögunnar. Það virðist oft gleymast í um- ræðunni að stóru skipin öfluðu okkur veiði- heimildanna á Flæmingjagrunni. Það var fyrir tilstuðlan frystitogaranna að við fengum mikl- ar aflaheimildir í úthafskarfa. Við erum núna að fá úthlutun í kolmunnakvóta, sem eingöngu er tilkominn vegna fjárfestinga í stórum og öflugum skipum, við erum með kvóta í norsk- íslenzku síldinni og þorskkvóta uppi í Barents- hafi. Þetta eru mjög miklar veiðiheimildir, sem skipta þjóðarbúið gríðarlegu máli. Þessara heimilda höfum við aflað okkur vegna þess að við eigum ákveðinn skipastól. Við hefðum aldrei aflað okkur þessara heimilda, hefðum við ekki átt þessi stóru og öflugu skip. Mér finnst þessi þáttur oft á tíðum gleymast, sú þróun sem orðið hefur, hvort sem er í vinnslu- tækni, veiðum og sókn út fyrir lögsöguna og í nýja fiskistofna. Þetta gerist aðeins vegna þess að við erum að gera út stór og öflug skip og þekkinguna í sjávarútveginum má að miklu leyti rekja til þess líka að við erum með stór og öflug fyrirtæki sem gera út stór og góð skip. Samfélagið í heild hefur ekki minna út úr því að við gerum út stærri skip en minni.“ Nota rök umhverfissinna til að styðja kröfuna um auknar aflaheimildir Heldur þú að umhverfisverndarsamtök eigi eftir að hafa áhrif á það hvernig við veiðum fisk, með hvernig skipum og hvernig veiðarfærum? „Það er alveg ljóst að þeir sem gera út þessa svokölluðu hraðfiskibáta, munu nota þessi sjónarmið umhverfisverndarsinna um svokall- aðar vistvænar veiðar sem rök fyrir því að aflahlutdeild þeirra verði aukin. Sú staðreynd að stöðugt er verið að flytja aflaheimildir af stærri skipunum yfir á hraðfiskibátana, hefur leitt af sér nauðsynlega sameiningu fyrir- tækja, til að færa afkastagetuna að skertum aflaheimildum. Þá hafa þessi fyrirtæki þurft að greiða mikið fé fyrir hagræðinguna. Út- gerðir hraðfiskibátanna hafa ekki þurft að greiða neitt fyrir hagræðingu. Þeirra hlutur hefur einfaldlega stækkað við að heimildir hafa verið fluttar af stærri skipunum, sem þegar er nóg af, yfir á smærri skip. Við það að stækka hraðfiskibátaflotann eykst óhagræðið í hinum flotanum. Það er því ljóst að útgerð- armenn þessara báta munu nota öll þau rök, sem þeim henta, í baráttunni fyrir meiri heim- ildum. Verðum að líta á umhverfismál í öðru samhengi Auðvitað getur Samherji farið að gera út línuskip. Það stendur ekkert á mér að gera út 5 eða 8 línuskip, ef það verður ákvörðun stjórnvalda að við sækjum aflann með línu- skipum. En ég verð þá að spyrja hvernig við eigum að sækja karfann, grálúðuna og svo framvegis. Umhverfisverndarsamtökum vex alltaf fiskur um hrygg, þegar velmegun ríkir. Þegar þrengir að herðir að þeim eins og öðr- um. Við Íslendingar verðum hins vegar að líta á þessi umhverfismál í öðru samhengi. Við verðum að meta það hvort við getum verið án virkjana og stóriðju og hvort við viljum það, óháð því hvað umhverfisverndarfólk úti í lönd- um segir. Mín skoðun er sú að við þurfum að nýta okkar fallvötn til að búa til rafmagn til að selja til stóriðju, alveg eins og við þurfum að nota þau veiðarfæri sem skila mestu við veið- arnar. Það er ekkert óeðlilegt við það þótt 10 til 15% þjóðarinnar séu á móti slíku. Það verða aldrei allir sammála.“ Meira veitt en ráðlagt er Nú minnkar þorskkvótinn ár frá ári, þrátt fyr- ir að í megindráttum sé farið að tillögum Haf- rannsóknastofnunar. Telur þú að stofnunin sé á réttri leið? „Það hefur ekki verið fyllilega farið að til- lögum Hafrannsóknastofnunar. Það eru alltaf þessi göt í kerfinu. Afli hraðfiskibátanna er alltaf vanreiknaður og því hefur alltaf verið veitt meira en stofnunin leggur til. Það er eng- inn sem veit meira um þessi mál en vísinda- mennirnir á Hafrannsóknastofnun og því hef ég verið því fylgjandi að farið væri eftir til- lögum þeirra. Það eru hins vegar margir aðrir þættir í þessu sem við höfum ekki næga þekkingu á og hafa áhrif á stofnstærð. Mér dettur eitt dæmi í hug, en það er að nú er lagt til að síldarkvóti í Norðursjó verði aukinn mjög verulega á næsta ári. Á síðasta ári voru menn sammála um að síldin væri ofveidd og stofninn í hættu. Þetta er dæmi um kúvendingu sem erfitt er að átta sig á. Staðreyndin er sú að það skortir þekkingu á þessu öllu saman.“ Aflamarkskerfi víðast notað Að undanförnu hefur verið deilt um kosti kvótakerfis og sóknarstýringar og fiskveiðistjórn- áfram í sjávarútvegi Morgunblaðið/Kristján ’ Þátttaka í sjávarútvegi ínágrannalöndunum veitir því í raun kærkomna hvíld frá eilífri umræðunni hér heima um kvótakerfi, gjafakvóta, tilfærslu og uppboð aflaheimilda og fleira í þeim dúr. ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.