Morgunblaðið - 30.06.2002, Side 19

Morgunblaðið - 30.06.2002, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 19 Í DAG lýkur Þjóðhagsstofnun störf- um, en á morgun taka gildi lög nr. 51/2002 sem kveða á um afnám laga frá árinu 1974 um Þjóðhagsstofnun. Þjóðhagsreikningar, skýrslugerð um atvinnuvegina og önnur verkefni stofnunarinnar sem fjalla um upp- lýsingar um liðinn og líðandi tíma verða framvegis unnin á Hagstofu Íslands, en mat á ástandi og horfum mun efnahagsskrifstofa fjármála- ráðuneytisins sinna. Þar með talin er umsjón með haglíkönum sem not- uð eru við efnahagsráðgjöf til stjórnvalda. Í greinargerð með frumvarpi til laga um niðurlagningu Þjóðhags- stofnunar kemur fram að sögu hennar megi rekja til stofnunar Framkvæmdabanka Íslands árið 1953 og stofnunar efnahagsmála- ráðuneytis árið 1960. Við Fram- kvæmdabankann var unnið að hag- skýrslugerð og efnahagsráðgjöf og fyrstu íslensku þjóðhagsreikning- arnir voru unnir þar. Efnahagsmálaráðuneytið, sem átti gera athuganir á efnahagsmál- um og vera ríkisstjórninni til ráð- gjafar, starfaði aðeins í tvö ár og ár- ið 1962 var Efnahagsstofnun sett á fót. Efnahagsstofnun tók við ráðgjöf efnahagsráðuneytis og gerð þjóð- hagsreikinga frá Framkvæmda- bankanum. Fyrst reynt að breyta Þjóðhagsstofnun árið 1983 Efnahagsstofnun var lögð niður þegar Framkvæmdastofnun ríkisins var stofnuð 1. janúar 1972. Hag- rannsóknadeild Framkvæmdastofn- unar tók við þeim verkefnum sem lutu að athugunum og ráðgjöf í efna- hagsmálum og gerð þjóðhagsreikn- inga og heyrði hagrannsóknadeildin beint undir ríkisstjórnina þótt hún starfaði innan Framkvæmdastofn- unar. Þetta fyrirkomulag var við lýði þar til Þjóðhagsstofnun var komið á fót árið 1974, en hún kom í stað hagrannsóknadeildar Fram- kvæmdastofnunar og tók við öllum verkefnum hennar. Árið 1983 vann nefnd ríkisstjórn- arinnar drög að frumvarpi til laga um Stjórnarráð Íslands, þar sem gert var ráð fyrir að sá hluti Þjóð- hagsstofnunar sem vann að gerð þjóðhagsáætlunar og skyldum verk- efnum yrði færður til forsætisráðu- neytisins. Einnig var ætlunin að Hagstofa Íslands yrði gerð að stofn- un utan stjórnarráðsins og að þjóð- hagsreikningar yrðu færðir til henn- ar. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi árið 1985 en fékkst ekki út- rætt og ekkert varð af þessum fyr- irætlunum. Árið 1987 ályktaði Alþingi að fela ríkisstjórninni að endurskoða starf- semi Þjóðhagsstofnunar og leggja mat á hvort hagkvæmt væri að aðrir sinntu verkefnum hennar. Ári síðar var gerð og umsjón með tekjuáætl- un fjárlaga og margvísleg verkefni á sviði skattamála færð frá Þjóðhags- stofnun til fjármálaráðuneytis og lagði það grunn að efnahagsskrif- stofu ráðuneytisins. Vorið 1989 var nefnd á vegum rík- isstjórnarinnar falið að endurskoða starfshætti og skipulag Stjórnar- ráðs Íslands. Frumvarp var lagt fyr- ir Alþingi sama ár og þar var gert ráð fyrir að Hagstofa Íslands yrði sérstök stofnun undir forsætisráðu- neytinu, en nefndin taldi einnig brýnt að taka til athugunar starf- semi Þjóðhagsstofnunar og Seðla- bankans með það að markmiði að sameina skyld verkefni þessara stofnana. Gæti það leitt til samruna að einhverju leyti, sparnaðar og aukinnar hagræðingar. Þetta frum- varp var ekki útrætt og ekkert varð því af breytingum. Breytingar voru fyrirhugaðar á árunum 1991—1995 Í starfsáætlun ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks sem sat við völd á árunum 1991 til 1995 sagði, að í framhaldi af samþykkt þingsályktunartillögu um endur- skoðun á starfsemi Þjóðhagsstofn- unar yrði unnið að breytingum á skipulagi hennar. Ætlunin var að færa hluta verkefna hennar til Hag- stofunnar en stofnunin skyldi varð- andi önnur verkefni starfa í nánari tengslum við forsætisráðuneytið. Ekkert varð heldur af breytingum að þessu sinni. Á ársfundi Seðlabankans í mars árið 2000 sagði forsætisráðherra að þar sem Hagstofan, Þjóðhagsstofn- un og Seðlabankinn væru nú komin undir sama ráðuneyti, forsætisráðu- neyti, gæfist á ný tækifæri til að huga að uppstokkun þessara stofn- ana. Í þeim umræðum sem urðu í framhaldi af þessu bættist efna- hagsskrifstofa fjármálaráðuneytis- ins í þetta verkefni, en eins og að framan greinir lauk því þannig að verkefnum Þjóðhagsstofnunar var skipt á milli Hagstofu Íslands og efnahagsskrifstofu fjármálaráðu- neytisins. Í framhaldi af þessu er ætlunin í haust að afnema ráðuneyt- isstöðu Hagstofu Íslands og að hún verði stofnun á vegum forsætisráðu- neytisins. Fimm hafa gegnt forstjórastöðu Fyrsti forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar var Jón Sigurðsson, en hann hafði áður gegnt störfum forstöðu- manns hagrannsóknardeildar Efna- hagsstofnunar. Jón gegndi for- stjórastarfinu í rúman áratug, en Ólafur Davíðsson tók við af honum. Þórður Friðjónsson tók við af Ólafi Davíðssyni árið 1987 og var forstjóri fram á þetta ár. Þórður fór þó í leyfi í hálft annað ár á árunum 1998 til 1999 og gegndi Friðrik Már Bald- vinsson störfum forstjóra á því tíma- bili. Frá fyrsta apríl í ár hefur Sig- urður Guðmundsson gegnt starfi forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Þjóðhagsstofnun hættir starfsemi Morgunblaðið/Kristinn Þjóðhagsstofnun hefur haft aðsetur í byggingu Seðlabanka Íslands. Frá 1983 hefur ítrekað verið reynt að breyta fyrirkomulagi í hagskýrslu- og hagspárgerð hins opinbera. Með niðurlagningu Þjóðhagsstofnunar á morgun hefur slík breyting náð fram að ganga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.